Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 38
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
hönd hennar og kyssti á ennið.
„Bíddu,“ sagði hún, kreisti hönd
mína og horfði í augu mín. „Takk
fyrir að Kristín kom heim.“ „Það
var ekki mitt,“ svaraði ég, „hún
Kristín á alfarið heiðurinn af því.“
Þannig voru síðustu samskipti
okkar Svövu, sem eru um leið svo
lýsandi fyrir þessa sterku, góðu
og fallegu konu sem nú hefur
fengið hvíld frá þrautum veikind-
anna. Tenging okkar var í mörg-
um lögum, fyrst í gegnum pabba
og mömmu, trésmíði og Kerling-
arfjöll, svo varð Kristín nemandi
hjá okkur í umhverfisskipulaginu
og ég man hvað Svava varð glöð.
Þá urðu Sigmar og Axel Máni
minn góðir vinir og seinna urðu
Pétur Ómarsson og Vignir sonur
Kristjáns Inga allra bestu vinir
Gutta míns og margt var nú brall-
að. Stofnað var smíðafyrirtækið
PG (Pétur og Gutti) með sömu
nöfnum og smiðirnir og vinirnir
afar þeirra, smíðað og sett upp
skrifstofa. Síðastliðið haust fluttu
svo Kristín og Øyvind heim frá
Noregi með börnin þrjú og hún
hóf störf við umhverfis-
skipulagsbraut Landbúnaðar-
háskóla Íslands, þar sem hún hef-
ur nú verið ráðin í stöðu lektors.
En það voru þó ekki þessar teng-
ingar sem skiptu mestu máli í
samskiptum okkar Svövu. Það
var kjarninn sem bjó í konunni,
kjarninn sem tók MS-veikindun-
um af einstöku æðruleysi, svo eft-
ir var tekið, kjarninn sem spurði
um líðan annarra og talaði um það
sem raunverulega skipti máli. Í
kjarnanum áttum við löng gefandi
samtöl sem búa með mér.
Það er líkn að vera leystur frá
kvölum en alltaf jafn sársauka-
fullt fyrir þá sem eftir lifa að fletta
á þessa blaðsíðu í lífsbókinni. En
huggun er í góðum minningum,
einstakri konu sem var elskuð af
öllum og mun lifa sem fyrirmynd
með breytni sinni. Elsku Pétur
minn, Ómar, Kristján, Kristín,
Sigmar, Pétur, Vignir og stórfjöl-
skyldan öll. Okkar kærleiksrík-
ustu kveðjur sendast frá mér,
mömmu, Axel Mána og Gutta.
Helena Guttormsdóttir.
Haustið 1967 kom til náms-
dvalar í Hússtjórnarskólann að
Varmalandi föngulegur hópur
ungra stúlkna. Kennarar við skól-
ann voru þá Steinunn Ingimund-
ardóttir skólastjóri, Elín Magnús-
dóttir, Rósa Finnsdóttir, Katrín
Hjálmarsdóttir og Snjólaug Guð-
mundsdóttir. Í hópnum voru vin-
konurnar Svava Kristjánsdóttir
og Guðfinna Magnúsdóttir, en
þær kynntust í Reykholtsskóla
fjórtán ára gamlar og hélst þeirra
góða vinátta alla tíð síðan. Þetta
var góður hópur, glaðvær, dug-
legur og námfús. Námið lá vel við
Svövu og var hún í alla staði góður
nemandi. Haustið 1968 var Svava
ráðin aðstoðarstúlka við skólann
til vorsins 1969. Það var sama
hvort hún aðstoðaði í eldhúsi,
þvottahúsi, saumum eða vefnaði,
alls staðar gekk hún ákveðin og
fumlaus til verka og leysti þau
fljótt og vel af hendi. Þennan vet-
ur óf Svava stórt veggteppi sem
hékk í borðstofu sólans allt þar til
skólinn var aflagður árið 1986.
Teppið er nú varðveitt í Safnahúsi
Borgarfjarðar í Borganesi. Svava
hafði rólegt og glaðlegt yfirbragð
og þar mátti sjá ákveðna, heiðar-
lega, heilsteypta og góða konu.
Glettin var hún og oft til í prakk-
arastrik og það var gott að hlæja
með henni. Svava og Pétur kynnt-
ust um það leyti sem hún var á
Varmalandi og bjuggu þau fyrst á
Akranesi, síðan um tíma í Dan-
mörku og eftir það á Hvanneyri.
Pétur er smiður að mennt og
stofnuðu þau hjónin fyrirtækið
P.J. Byggingar ehf. Svava sá um
bókhald fyrirtækisins og átti sinn
þátt í velgengni þess. Svava og
Pétur eignuðust þrjú myndarleg
börn sem öll eru búsett á Hvann-
eyri og nú hafa synir þeirra tekið
við rekstri fyrirtækisins. Fyrir
nokkrum árum greindist Svava
með MS-sjúkdóminn sem með
tímanum fór hægt versnandi.
Sjúkdóminn bar Svava með miklu
æðruleysi og var hvorki með væl
né vol heldur hélt hún glaðlynd-
inu og sínum heilsteypta persónu-
leika, ákveðin í að njóta lífsins
eins og hægt var – dugleg að fara
á mannamót og ferðast um með
dyggri aðstoð Péturs. Í vor sem
leið hittist hópurinn sem kom í
Varmaland haustið 1967 og voru
þá liðin fimmtíu ár frá útskrift
þeirra. Okkur kennurunum var
boðið og mættum við allar fjórar
og áttum gleðilegan og góðan
endurfund. Steinunn er látin fyrir
nokkrum árum. Vinkonurnar
Svava og Guðfinna tóku á móti
hópnum á heimili Svövu og Pét-
urs þar sem þær buðu upp á góm-
sæta súpu að kvöldi fimmtudags-
ins og síðan var farið um Borgar-
fjörð á föstudeginum undir
leiðsögn Péturs. Um kvöldið
borðuðum við saman í matsal
Landbúnaðarháskólans og var
Svava með okkur allt kvöldið.
Skömmu áður en við hittumst
hafði Svava greinst með krabba-
mein og gegn því barðist hún með
sínum sterka lífsvilja að vopni þar
til yfir lauk. Ég vil með þessum
orðum senda Pétri og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur frá
okkur sem kenndum á Varma-
landi veturinn nítjánhundruð sex-
tíu og sjö til átta og vorum sam-
kennarar Svövu veturinn á eftir.
Minningin um gegnheila, glað-
væra og sterka vinkonu mun lifa
með okkur öllum sem henni
kynntumst.
Snjólaug Guðmundsdóttir.
Nú er komið að kveðjustund
hjá kærri vinkonu, Svövu Sjöfn,
og margar minningar streyma
fram um árin frá því við kynnt-
umst, en eiginmenn okkar eru
báðir félagar í Oddfellowreglunni
á Akranesi.
Svava gekk til liðs við Rbst. Nr.
5, Ásgerði I.O.O.F. snemma árs
árið 2000, og starfaði ötullega í
stúkunni meðan heilsan leyfði.
Hún hvatti mig síðan eindregið til
að ganga til liðs við þennan góða
félagsskap rúmu ári síðar og var
stoð mín og stytta á fyrstu skref-
um mínum í Reglunni.
Margar ógleymanlegar minn-
ingar eigum við hjónin frá ferða-
lögum, bæði innanlands og utan
með Svövu og Pétri, sem voru frá-
bærir ferðafélagar. Ekki má held-
ur gleyma höfðinglegum mót-
tökum á þeirra fallega heimili á
Hvanneyri sem þau höfðu nýverið
byggt sér á frábærum stað með
útsýni yfir Borgarfjörðinn, heim-
ili þar sem allt var hugsað með
þarfir Svövu í huga.
Svava var glæsileg kona sem
ég bar mikla virðingu fyrir og við
hjónin þökkum fyrir vináttu
hennar og samfylgd á liðnum ár-
um og hana viljum við kveðja með
þessum orðum.
Hver minning dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af
alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var
gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er
fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Kristný Lóa og Ólafur.
Elskuleg vinkona okkar Svava
Sjöfn Kristjánsdóttir frá Óslandi
er látin eftir áralanga baráttu við
illvígan og óvæginn MS-sjúkdóm.
Fyrir stuttu greindist hún svo öll-
um á óvart með krabbamein sem
hún varð að lúta fyrir eftir hetju-
lega baráttu. Hún sýndi ótrúlegt
æðruleysi fram á síðustu stundu.
Kynni vinahóps okkar má
rekja til þess að nokkrir félagar
héldu til framhaldsnáms í Ár-
ósum í Danmörku og voru Svava
og fjölskyldan unglingarnir í
hópnum. Lífið lék við okkur öll á
Árósaárunum og eftir heimkom-
una hélt vinskapurinn áfram með
okkar aðferðum og hefur nú enst í
46 ár.
Svava og Pétur bjuggu allan
sinn búskap á menningarstaðnum
Hvanneyri, þar sem þau eignuð-
ust stóran og tryggan vinahóp
sem naut gestrisni Svövu, en hún
tók á móti öllum með sama ljúfa
hætti og með léttan húmor að
vopni. Århusklíkan sendir Pétri
og afkomendum þeirra hugheilar
samúðarkveðjur og biðjum þeim
farsældar um ókomin ár.
Nú þögn er yfir þinni önd
og þrotinn lífsins kraftur
í samvistum á sæluströnd
við sjáumst bráðum aftur.
(Ingvar N. Pálsson)
Hulda, Pétur, Dórótea, Krist-
ján, Áslaug, Olga, Snæbjörn.
Í dag er kær vinkona kvödd
hinstu kveðju.
Leiðir okkar Svövu hafa legið
saman á mörgum sviðum hin
seinni ár. Við vorum sveitungar,
störfuðum saman í kvenfélaginu
19. júní, vorum systur í Rebekku-
stúkunni Ásgerði og síðast en
ekki síst dansfélagar í danshópn-
um Sporinu.
Alls staðar var gott að vinna
með Svövu enda var hún einstök
manneskja. Samviskusöm og
heiðarleg, hlý og glöð í viðmóti,
hjálpsöm og alltaf tilbúin að
leggja sín lóð á vogarskálina. Sem
dæmi má nefna að þegar vinna
þurfti einhver störf sem hún átti
erfitt með vegna heilsu sinnar, til
dæmis fyrir kvenfélagið okkar,
fann hún oftar en ekki önnur
verkefni í staðinn sem hún átti
auðvelt með að sinna.
Margar góðar minningar eig-
um við Jóhannes um samvistir
með þeim Svövu og Pétri í dans-
hópnum Sporinu, ekki síst úr
mörgum ferðalögum bæði innan-
lands og utan.
Þau voru alla tíð mjög virk í
starfi hópsins á meðan heilsa
hennar leyfði og var þá oft glatt á
hjalla. Síðasta ferð þeirra með
okkur var árið 2010 þegar hópur-
inn tók þátt í þjóðdansamóti í
Rúmeníu.
Þá hafði MS-sjúkdómurinn
knúið dyra hjá Svövu þannig að
hún gat ekki tekið þátt í dansinum
en með góðri aðstoð Péturs gat
hún fylgt okkur eftir bæði í skrúð-
göngum og á æfingar og sýningar
og að sjálfsögðu tókst henni að
finna sér gagnleg hlutverk sem
endranær. Alla tíð síðan hefur
Svava fylgst með starfi hópsins af
miklum áhuga þótt vaxandi
heilsuleysi hafi hamlað frekari
þátttöku.
Síðustu mánuði hefur Svava
þurft að berjast við illvígt krabba-
mein og gerði hún það af einstöku
hugrekki og æðruleysi eins og
hennar var von og vísa. Baráttan
var ströng en stutt og er nú komið
að leiðarlokum. Hennar er saknað
af mörgum en minningarnar lifa
og munu ylja um ókomin ár.
Við Jóhannes vottum Pétri og
fjölskyldunni allri innilega samúð.
Guðrún J. Guðmundsdóttir.
Úr djúpum geimsins
er dagurinn risinn og slær
dýrlegum roða
á óttuhimininn bláan,
– og lof sé þér, blessaða líf,
og þér, himneska sól,
og lof sé þér, elskaða jörð,
að ég fékk að sjá hann.
(Guðmundur Böðvarsson)
Elskuleg skólasystir Svava
Sjöfn er kvödd í dag frá Reyk-
holtskirkju í Borgarfirði. Þar
kveður mikil mannkostakona,
vönduð að allri gerð með einstak-
lega þægilegt og heillandi viðmót.
Það var sérstök reisn yfir Svövu,
glettni og glaðværð. Svava settist
að í Borgarfirðinum og bjó þar
með Pétri eiginmanni sínum og
þremur börnum á Hvanneyri, þar
sem þau stofnuðu umfangsmikið
byggingarfyrirtæki og reistu sér
hús með miklum glæsibrag.
Svava vann skrifstofustörf meðan
heilsan leyfði, bæði fyrir fyrirtæki
þeirra hjóna og á skrifstofu Land-
búnaðarháskólans. Þar komu
samviskusemi og dugnaður henn-
ar sér vel. Svava var smekkleg og
listfeng í höndunum. Hún unni
góðri tónlist, dansi og félagsskap
góðra vina, enda vinsæl af sam-
ferðafólkinu. Það eru fimmtíu ár
síðan glaðvær hópur ungra
stúlkna útskrifaðist frá Hús-
mæðraskólanum að Varmalandi í
Borgarfirði. Upp á það var haldið
fyrir þremur mánuðum á heimili
Svövu og Péturs. Það var ógleym-
anleg helgi þar sem þau opnuðu
sitt glæsilega heimili og hlýja
faðm fyrir fjölmennum hópi
skólasystra og maka. Hlátrasköll-
in ómuðu jafnt í bílskúrnum sem í
íbúðarhúsinu. Móttökunefndina
skipuðu þær aldavinkonur Svava
og Guðfinna ásamt Pétri. Pétur
var leiðsögumaður um Borgar-
fjörðinn og hótelið gerði okkur
dýrindis veislu. Þarna var trega-
blandin gleði þar sem ljóst var að
hverju stefndi. Rifjað var upp
margt skemmtilegt frá skólaárinu
góða og vinaböndin treyst. Svava
og Pétur eiga ríkan sess í góðum
minningum og samheldni hópsins
og hvergi hefur hópurinn oftar
komið saman en á heimili þeirra.
Svava var samnefnari fyrir hóp-
inn. Hún var alltaf með í öllum
okkar ferðum og samkomum og
dreif sig fyrir nákvæmlega ári í
Borgarfjörð eystra til að vera
með okkur þar. Svava sýndi fá-
dæma æðruleysi og styrk í veik-
indum sínum sem hún mátti tak-
ast á við á besta aldri og svo nú í
vor og sumar þegar ósigrandi
sjúkdómur bættist við og vitjaði
hennar af miklu harðfylgi. Pétur
hefur staðið sem klettur við hlið
konu sinnar í öllum þessum veik-
indum. Áður hafa þrjár skólasyst-
ur týnst úr hópnum og nú fer
Svava og hópurinn verður aldrei
samur eftir. En lífið er núna og
við skulum nota það vel og þakka
fyrir að hafa mátt deila því með
Svövu. Við vottum Pétri og börn-
unum ásamt fjölskyldum þeirra
og ástvinum Svövu okkar dýpstu
hluttekningu.
Blessuð sé minning Svövu
Sjafnar Kristjánsdóttur.
Fyrir hönd skólasystra frá
Varmalandi,
Kristín Sigfúsdóttir.
Með örfáum orðum viljum við
kveðja kæra bekkjarsystur, hana
Svövu okkar.
Það var kampakátur hópur
sem kvaddi Reykholtsskóla vorið
1966 að lokinni útskrift, eftir mik-
inn kátínusprett undir það síð-
asta, sem þjappaði hópnum sam-
an. Sum okkar hurfu þá á braut
eftir þriggja vetra dvöl þar, eins
og var um Svövu. Ekki er að
undra þó við slíka langdvöl á ung-
lingsárum myndist taug til stað-
arins. Við innilokun á vistunum á
löngum skammdegiskvöldum
myndaðist sérstætt samfélag
nemanda og ekki síst á kvenna-
vistinni. Þar knýttust vináttu-
bönd sem hafa reynst æði sterk
og varanleg.
Margs er að minnast úr skóla-
lífinu en Svava var skólafélagsfor-
maður síðasta vetur sinn í skól-
anum og hafði því forstöðu, ásamt
félögum sínum í stjórninni, fyrir
því margháttaða félagslífi sem
þar var bryddað upp á. Það fórst
henni vel úr hendi, sem hennar
var von og vísa, enda óumdeild.
Þannig kom hún okkur fyrir sjón-
ir, fyrr og síðar, sem heilsteypt og
vönduð mannkostamanneskja
sem mannbætandi var að hafa
kynni af.
Við bekkjarsystkini höfum
flest haldið sambandi meira og
minna þessa ríflega hálfu öld og
þó auðvitað sérstaklega þau okk-
ar sem voru á kvennavistinni. Við
höfum komið saman í Reykholti á
fimm ára fresti síðustu áratugi og
endurnýjað kynnin og vinskap-
inn. Þar hefur Svava verið ómiss-
andi og ekki látið sig vanta með
sitt fágaða fas og framkomu.
Það hefur verið indælt að vita
Svava Sjöfn Kristjánsd.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
bróðir,
ELÍAS BIRGIR ANDRÉSSON
pípulagningamaður,
varð bráðkvaddur á heimili sínu.
Útförin fer fram frá safnaðarheimilinu í
Sandgerði föstudaginn 21. september klukkan 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á SÁÁ.
Elva Katrín Elíasdóttir
Heiðar Logi Elíasson Anna Sóley Viðarsdóttir
Sandra Ósk Elíasdóttir Jón Ingi Jónsson
Helgi Snær Elíasson
Kristófer Arnar Ragnarsson
og systkini hins látna
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
sambýliskona og systir,
ÞÓRDÍS HARÐARDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 9. september.
Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
mánudaginn 17. september klukkan 13.
Hörður Lúðvíksson Sigurveig Sigurðardóttir
Laufey Rúnarsdóttir Hjalti Hjaltason
Sigurlaug Rúnarsdóttir Stefán Karlsson
barnabörn
Aðalsteinn Blöndal
systkini
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓHANNES PÁLMI RAGNARSSON,
Kjarrmóa 11,
Selfossi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
þriðjudaginn 11. september.
Ragnhildur Óskarsdóttir
Guðný Ósk Pálmadóttir Jón V. Albertsson
Ragnar Waage Pálmason
Kolbrún Rut Pálmadóttir Páll Geirdal Elvarsson
Gyða Waage Pálmadóttir Ásgeir Benónýsson
Guðni Gestur Pálmason Anna Berglind Svansdóttir
Sandra Ósk Pálmadóttir Bjarni Unnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar,
SVERRIR SCHEVING THORSTEINSSON
jarðfræðingur,
lést laugardaginn 8. september.
Útförin fór fram í kyrrþey fimmtudaginn
13. september frá Hafnarkirkju.
Þorsteinn Scheving Thorsteinsson
Brynhildur Scheving Thorsteinsson
Árni Scheving Thorsteinsson
AGNAR ÞÓRISSON,
Naustabryggju 17,
Reykjavík,
lést 12. september.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 19. september klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim er vildu
minnast hans er bent á Langveik börn.
Lára Guðmunda Vilhjálmsdóttir
Linda Kristín Pálsdóttir Kjartan Reynir Hjaltason
Hildur Þórisdóttir Bjarki Borgþórsson
Ester Rut Þórisdóttir Sigvaldi Fannar Jónsson
Eva María Lárudóttir Ísak Líndal
og frændsystkin
Elskuleg móðir mín, amma og langamma,
HELGA ÞÓRDÍS BENEDIKTSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Stórholti 22,
lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 30.
ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey.
Guðbjörg B. Petersen
Benedikt G. Ófeigsson Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir
Helga Þórdís og Hlynur Þorri