Morgunblaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér er mikið niðri fyrir og þarft nauð- synlega að fá útrás fyrir tilfinningar þínar. Skelltu þér á námskeið, þú munt ekki sjá eftir því. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu nú að vinna draumum þínum brautargengi því þú hefur byrinn með þér. Þú átt marga fylgismenn. Ekki trúa kjaftasögum sem þér berast til eyrna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Tilraunir þínar til að sannfæra aðra geta komið þér í vandræði. Láttu allt slúður sem vind um eyru þjóta. Hvíldu þig í kvöld. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að hafa mikið fyrir hlut- unum, sem er allt í lagi ef þú bara gætir þess að skila vel unnu verki. Er ástarsamband þitt heilbrigt? 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samskipti þín við vini þína gætu gengið eitthvað stirðlega í dag. Eitthvað kemur þér í opna skjöldu og skilur þig eftir með margar spurningar í kollinum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur reynst erfitt að bregðast rétt við þegar viðkvæm mál eru borin upp. Næsti mánuður er hlaðinn verkefnum, reyndu þó að taka frí inn á milli til að hlaða batteríin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug þinn um þessar mundir. Líttu á björtu hliðarnar og þá sérðu að margt í lífi þínu er í góðu lagi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gáðu að þér í dag, þú gætir lent í illvígu rifrildi við einhvern alveg óvart. Settu heilsuna í forgang næstu vikur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ekki halda þínu til streitu í dag, hvort sem er gagnvart vini eða hópi fólks. Hafðu í huga að þótt leiðin á tindinn sé tor- sótt þá er hún vel möguleg. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að gæta þess vandlega að þú hafir farið ofan í saumana á máli, sem þú verður að ákveða þig með. Ekki gefast upp, en gerbreyttu nálguninni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gefðu þér tíma til að huga að reikningum og skuldum, trygginga- eða erfðamálum í dag. Þú hefur ákveðið að láta á það reyna hvort þú getir verið án bíls. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að læra að nýta þér þann eiginleika sem fær fólk til þess að opna hjarta sitt fyrir þér. Hertu upp hugann, því endalaus undanlátssemi skilar þér bara örð- ugleikum. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Skoppar hafsins öldum á. Innst í búri finna má. Eggskurn, þar sem unginn lá. Undir rúmi mátti sjá. Sigmar Ingason svarar: Lítið og lélegt far löngum nefnt koppur var. Hjá innstu koppum í búri oft trú’ ég valdið lúri. Eggjakoppa oft má vitja er í hreiðrum eftir sitja. Ekki er koppur undir rúmi staulast má á stjá í húmi. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Einn á koppi. Ýfðist sjór um innsta kopp í búri með eggjakopp, háf og hálfan bjór og hlandkopp í þessum túri. Helgi Seljan á þessa lausn: Bátskoppur vaggar öldum á, innsta koppinn í búri finn. Eggjakoppinn ég enn mun sjá. Undir rúmi var koppurinn. Helgi R. Einarsson svarar: Vísnagáta í vikulok er vakna, það er toppurinn. Hugmynd ein svo fer á flot, og flýtur til mín koppurinn. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Koppur skoppar öldum á. Innst í búri kopp má sjá. Í koppi ungakríli lá. Koppinn undir rúmi sá. Þá er limra: Úr loftinu dropar detta, dæmalaus regnskúr er þetta, Mikael sjálfur, meira en hálfur, er máske úr koppnum að skvetta. Að lokum er ný gáta eftir Guð- mund: Upp af dvala í dögun hrökk, dáðríkur á fætur stökk, galvaskur ég gerði strax gátu þessa laugardags: Vopn í hendi veiðimanns. Veggur þakinn röndum. Strokið yfir streng með glans. Straumlaga í höndum. Í Vísnahorninu í gær misritaðist Árnes fyrir Ármúla og er beðist velvirðingar á því. Kristján Sig- urðsson bóndi þar hafði farist í flugslysi skömmu áður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þekkir kusi kopp sinn Í klípu ALLT ÞETTA SANNAÐI ÁST HANS Á HENNI – SVO FREMI SEM FORMÚLAN STÆÐIST RITRÝNI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „AFSAKAÐU. VÉLIN ER AÐ GERA SKRÝTIÐ HLJÓÐ OG LITLA LJÓSIÐ ER Í BEINNI LÍNU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að deila regnhlífinni þinni. GRETTIR! ELMAR! ÉG ÞORI AÐ VEÐJA AÐ ÞÚ HAFIR HULIÐ MATINN ÞVÍ MÉR MUN EKKI LÍKA VIÐ HANN! ÞÚ VILT FRESTA VONBRIGÐUM MÍNUM EINS LENGI OG MÖGULEGT ER! ÍMYNDAÐU ÞÉR HVERNIG MÉR LÍÐUR ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR AÐ OFAN! Víkverji snæddi í vikunni kvöld-verð með hópi útlendinga, sem hafði verið á ferð um landið. Átti hópurinn ekki orð yfir fegurð lands- ins og dásemdum, allt hafði verið fyrsta flokks, hvort sem það voru náttúruperlur, gisting eða matur, þótt verðlagið mætti vera skap- legra. x x x Talið barst um síðir að tungumál-inu. Flestir áttu í vandræðum með staðarnöfn og voru jafnvel á því að sum þeirra hefðu einfaldlega verið búin til í því skyni að hrekkja aðkomumenn. x x x Þeir áttu erfitt með að trúa því aðfólk gæti náð valdi á að tala þetta tungumál og sennilega næðu menn ekki þokkalegum tökum á að skrifa það fyrr en við eftirlaunaald- urinn. x x x Við þessa frásögn rifjaðist uppfyrir Víkverja grein sem fyrir löngu birtist í erlendu blaði um raunir höfundar í íslenskunámi. Höfundurinn var frá Bandaríkj- unum og vafðist margt fyrir honum. Í greininni hafði tók hann sér- staklega fyrir tölur í íslensku. x x x Ekki væri nóg með að tölurnar fráeinum upp í fjóra væru breyti- legar eftir kyni, heldur fallbeygðust þær í þokkabót. Þegar hann færi út í búð yrði hann því alltaf að biðja um að minnsta kosti fimm epli eða app- elsínur. x x x Þá var höfundurinn siðprúður ogþví fannst honum óþægilegt að næsta tala skyldi vera sama orðið og í hans tungumáli er notað yfir kynlíf. Gat hann ekki með nokkru móti fengið sig til að biðja af- greiðslufólk um kynlíf. Eftir það léttist líf hans hins vegar töluvert í myrkviðum íslenskra talna. Vakti þessi frásögn nokkra kátínu ferða- langanna, en varð ekki til að auka áhuga þeirra á íslenskunámi. vikverji@mbl.is Víkverji Því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. (Efesusbréfið 2.8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.