Morgunblaðið - 15.09.2018, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.09.2018, Qupperneq 47
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Hákon starfrækti síðrokks-sveitina Lúna í kringumaldamótin, hefur leikið með Singapore Sling og er nú að spila með Brian Jonestown Massacre, hljómsveit ólíkindatólsins Anton Newcombe. The Third Sound hófst hins vegar sem sólóverkefni Há- konar er hann bjó í Róm og kom samnefnd plata út árið 2011. Síð- ustu þrjár plötur, þessi meðtalin, hafa svo komið út hjá Fuzz Club Records, en útgáfan gerir út frá London og einbeitir sér að síð- sýrurokki og hefur m.a. gefið út plötur Singapore Sling. Plöturnar sem um ræðir eru The Third Sound Skælt skuggarokk Reffilegir The Third Sound án sólgleraugna. Hákon er lengst til vinstri, fremst. of Destruction and Creation (2013) og Gospels of Degeneration (2016). Hákon býr nú og starfar í Berlín, og er með fasta liðsskipan í sveitinni, en þeir Robin Hughes (gítar), Ant- onio D’Orazio (bassi) og Fred Sune- sen (trommur) lögðu allir til krafta sína á plötunni sem var tekin upp síðasta vetur í borginni. Geirinn sem The Third Sound tilheyrir fylgir nokkuð stífum, fag- urfræðilegum reglum. Svartur er liturinn, Velvet Underground er Guð almáttugur og sólgleraugu, hljóðbjögun og tambúrínur stað- albúnaður. The Third Sound fetar þennan stíg nokkuð nákvæmlega, unnið er með téða áhrifavalda, sýru- rokk sjöunda áratugarins og hart bílskúrsrokk þeirra tíma er með sanni á matseðlinum. Heyra má áhrif frá þýsku súrkálsrokki einnig, í níunda áratugar síð-sýrusveitum eins og Spacemen 3 og söngrödd Hákonar kallar m.a. fram meistara eins og Johnny Thunders og Nikki Sudden. Þessi þröngt skorni, stíllegi stakkur er þó síst til trafala og þessi fjórða plata Hákonar og félaga skil- ar mjög svo slípuðu, heilsteyptu verki. Nú kunna menn á dæmið, eru öruggir í eigin skinni, og þá er líka hægt að víkka rammann, þó ekki sé nema lítið eitt. Sjá t.d. „Half Alive“, naumhyggjulegt drunuverk með skemmtilega klingjandi gítartónum, sem koma fram eins og þeir séu í andnauð, líkt og upp úr kafi. Áhrifa- ríkt. Anton gamli Newcombe á þá gott innslag í síðasta laginu, „Pho- tographs“. Newcombe fékk lagið sent í prufuformi en í stað þess að velta því eitthvað fyrir sér tók hann það á lofti, söng yfir og sendi um hæl. Lýsandi fyrir þann einstaka mann. Plötunni er hægt að streyma í gegnum helstu veitur en einnig kemur hún út á vínyl, m.a. í bláum og grænum lit. » Þessi þröngtskorni, stíllegi stakk- ur er þó síst til trafala og þessi fjórða plata Hákonar og félaga skil- ar mjög svo slípuðu, heilsteyptu verki. The Third Sound er sveit, leidd af Íslend- ingnum Hákoni Aðal- steinssyni, og er All Tomorrow’s Shadows fjórða plata hennar MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 Einn þekktasti listamaður Belgíu, Jan Fabre, sem unnið hefur sem myndlistarmaður, leikskáld, leik- stjóri, danshöfundur og hönnuður, er sakaður af fjölda karla og kvenna, sem unnið hafa með honum, um kyn- ferðislega áreitni, í opnu bréfi sem birt var opinberlega í vikunni. Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, er þeirra á meðal og efst á listanum yfir þá sem skrifa undir bréfið. Bréfritarar eru 20 tals- ins og segja raddir þeirra hluta af #metoo-byltingunni. Þeir hafa allir starfað með Fabre í Troubleyn- leikhúsinu sem hann stofnaði í Ant- werpen árið 1986. Vildi kynlíf að launum Á fréttavefnum Brussel Times kemur fram að þessar tuttugu manneskjur, sem voru ýmist starfs- menn eða lærlingar við Troubleyn, hafi allar unnið með Fabre og saki hann nú um ósæmilega hegðun í bréfinu sem birtist fyrst á vef list- tímaritsins rekto:verso. Í því kemur fram að Fabre hafi bæði niðurlægt og ógnað starfsmönnum og ljós- myndað í laumi. Fabre er gefið að sök að hafa boðið dönsurum hlut- verk í sviðsverkum en fyrir þau áttu dansararnir að þóknast honum kyn- ferðislega. Sumum dönsurum bauð hann háar fjárhæðir eftir slíka þjón- ustu, að því er fram kemur í frétt Brussel Times um málið. Þeir sem vildu ekki þóknast Fabre lentu í því að hlutverk þeirra væru minnkuð og áttu á hættu að vera niðurlægðir og misnotaðir, að því er fram kemur í bréfinu. Átta þeirra sem saka Fabre um ofbeldi og kúgun skrifa undir bréfið með nafni en hinir eru nafn- lausir. Fabre er einnig gefið að sök að niðurlægja konur á æfingum með þjáningarfullum og oft á tíðum karl- rembulegum athugasemdum. Þeir sem skrifa undir bréfið hafa ýmist orðið fyrir slíkri kúgun af hendi Fabre eða orðið vitni að henni. Bréfritarar segja ástæðuna fyrir því að þeir ásaka Fabre opinberlega þá að ekki hafi verið hlustað á kvart- anir þeirra í leikhúsinu. Þá segja þeir einnig að Fabre hafi misboðið þeim með því að halda því fram í við- tali að hann hefði aldrei orðið var við að farið væri yfir einhver kynferð- isleg mörk í samskiptum hans við undirmenn sína á 40 ára starfsferli hans. Að minnsta kosti sex starfs- menn Troubleyn hafa sagt upp á síð- ustu tveimur árum vegna þessa, að því er fram kemur í bréfinu og í fréttinni. Hafna ásökunum Fabre og stjórn Troubleyn hafna öllum ásökunum og segja engan starfsmann hafa verið neyddan til neins sem þeir teldu misbjóða sér. Þá þykir þeim miður að réttað sé yf- ir Fabre og leikhúsinu í fjölmiðlum án þess að fá tækifæri til að verja sig. Á vef leikhússins má sjá yfirlýs- ingu þessa efnis á vefslóðinni trou- bleyn.be/eng en bréfið má finna á vefslóðinni rektoverso.be/artikel/ open-letter-metoo-and-troubleynj- an-fabre. helgisnaer@mbl.is Jan Fabre sakaður um ofbeldi í #metoo-bréfi  Erna Ómarsdóttir meðal þeirra sem skrifa undir Jan Fabre Erna Ómarsdóttir Paige Carnes þakkar leikkon- unni Oliviu Munn fyrir stuðninginn í bréfi sem birtist í The Los Angel- es Times í vik- unni. Forsaga málsins er sú að þegar Munn, skömmu fyrir frumsýningu á The Predator, komst að því að einn mótleikara hennar, Steven Wilder Striegel, hefði verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi fékk hún það í gegn að allar senur með honum yrðu klipptar út úr myndinni. Striegel hlaut sex mánaða dóm fyrir að hafa reynt að lokka 14 ára stúlku til samræðis 2010 þegar hann var 38 ára. „Ég gat ekki varið mig þegar ég var 14 ára,“ skrifar Carnes og bendir á að þegar brotið sé kynferðislega á börnum missi þau trúna bæði á öðrum og sjálfum sér. „Það veitir mikinn styrk að fá stuðning frá þekktum einstaklingi sem ég þekki þó ekki persónulega,“ skrifar Carnes og vísar þar til Munn. Leikstjóri myndarinnar, Shane Black, vissi um dóminn sem Striegel hlaut, en kaus að upplýsa hvorki meðleikendur hans né kvik- myndaverið þar sem hann vildi hjálpa góðum vini sínum til 14 ára. Þolandinn þakkar Munn stuðninginn Olivia Munn Viðar Hreinsson, bókmennta- og náttúrusögu- rýnir á Náttúru- minjasafni Íslands, gengur með gestum um sýninguna Sjón- arhorn í Safna- húsinu við Hverf- isgötu á morgun, sunnudag, kl. 14. Þar mun hann spá í náttúruna, listina og vísindin og samspilið þar á milli, með áherslu á Jón lærða Guðmundsson. Leiðsögnin er ókeypis. Viðar Hreinsson Náttúran og sjónarhornin /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 15/9 kl. 20:00 56. s Fös 21/9 kl. 20:00 58. s Fös 5/10 kl. 20:00 60. s Fim 20/9 kl. 20:00 57. s Lau 29/9 kl. 20:00 59. s Fim 11/10 kl. 20:00 61. s Besta partýið hættir aldrei! Allt sem er frábært (Litla sviðið) Sun 16/9 kl. 20:00 2. s Lau 22/9 kl. 20:00 4. s Fim 27/9 kl. 20:00 6. s Fös 21/9 kl. 20:00 3. s Sun 23/9 kl. 20:00 5. s Fös 28/9 kl. 20:00 7. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 Frums. Fös 28/9 kl. 20:00 5. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s Lau 22/9 kl. 20:00 2. s Lau 29/9 kl. 20:00 6. s Sun 7/10 kl. 20:00 9. s Sun 23/9 kl. 20:00 3. s Sun 30/9 kl. 20:00 aukas. Fim 11/10 kl. 20:00 10. s Fim 27/9 kl. 20:00 4. s Fös 5/10 kl. 20:00 7. s Fös 12/10 kl. 20:00 12. s Velkomin heim, Nóra! Elly (Stóra sviðið) Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Fim 27/9 kl. 20:00 149. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 28/9 kl. 20:00 150. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sun 30/9 kl. 20:00 151. s Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Mið 26/9 kl. 20:00 148. s Fim 4/10 kl. 20:00 152. s Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Síðasta uppklappið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.