Morgunblaðið - 15.09.2018, Side 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari
og Páll Eyjólfsson gítarleikari
flytja tónverk frá barokktímanum
og til okkar daga á tónleikum í
Innra-Hólmskirkju í Hvalfjarðar-
sveit á morgun kl. 16.
Það er listafélagið Kalman sem
stendur fyrir tónleikunum og á
næstu misserum munu fara fram
tónleikar í kirkjunni þar sem allur
aðgangseyrir mun renna í viðhalds-
sjóð kirkjunnar.
Laufey og Páll í Innra-Hólmskirkju
Samstillt Laufey og Páll.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Þetta er fyrsta heila raftónlistar-
platan mín sem byggist aðallega á
upptökum þar sem ég spila á þera-
mín. Ég blanda saman mörgum upp-
tökum af þeramíninu við mína rödd
auk þess sem Mr. Silla syngur bak-
raddir í „Hatur“ og „Stundum“ og
spilar smá á gítar,“ segir Hekla
Magnúsdóttir tónskáld um plötuna
Á sem gefin var út á 180 gramma ví-
nyl í gær, föstudaginn 14. september
og jafnframt er aðgengileg á Spotify.
Hekla fagnar plötunni með útgáfu-
tónleikum í London 15. október.
Hekla heyrði fyrst af hljóðfærinu
þeramín hjá vinkonu sinni og fannst
það mjög spennandi hljóðfæri.
„Hún átti plötu
með þeramínlögum
og eftir að ég heyrði
hana ákvað ég að
kaupa hljóðfærið við
fyrsta tækifæri, en
það er hvorki dýrt né
fyrirferðarmikið.
Það er hægt að smíða sitt eigið þera-
mín, kaupa mo og þeramín sem eru
vinsæl og svo eru til sjaldgæfari og
dýrari þeramín.“
Fór að semja í Listaháskólanum
„Ég lærði á selló og spilaði lög eft-
ir aðra. Eftir að ég fór í Listaháskól-
ann fór ég að semja mína eigin tón-
list,“ segir Hekla og bendir á að
þeramín sé eina hljóðfærið í heim-
inum sem spilað er á án þess að
snerta hljóðfærið sjálft.
Að sögn Heklu er þeramín eitt af
fyrstu rafhljóðfærunum. Það var
fundið upp í Rússlandi árið 1919 af
Léon Theremin.
„Hljóðfærið byggist upp á tveimur
loftnetum og hljóðfæraleikarinn spil-
ar með höndunum á raftíðnisviðið
sem myndast á milli loftnetanna. Því
nær sem fingur spilarans fer að öðru
loftnetinu því hærri verður tónninn
og því fjær sem farið er að hinu loft-
netinu því hærri verður hjóðstyrk-
urinn,“ segir Hekla og bætir við að
þeramín sé mónófónískt hljóðfæri
sem spili eina nótu í einu.
Tíu lög eru á plötunni Á og segir
Hekla að hún sé mjög hrifin af því
sem hægt er að nota á marga vegu
líkt og þeramín, og Á getur þýtt svo
margt eftir því í hvaða samhengi það
er notað.
Langur tími að læra á þeramín
„Það eru engar reglur um það
hvernig spilað er á þeramín en það
tekur langan tíma að læra á það.
Lögin á plötunni eru byggð á graf-
ískri nótnaskrift sem er óvenjuleg
nótnaskrift, einskonar teiknað
mynstur sem spilað er eftir,“ segir
Hekla.
Fyrsta lag Á heitir „Hatur“ og er
eitt af tveimur lögum á plötunni sem
byggð eru á nótnaskrift og munstri
að sögn Heklu sem segir að þegar
spilað sé í loftinu sé það eins og að
verið sé að teikna í loftinu.
Hekla notar nótnaskrift og munst-
ur í öðru lagi plötunnar, „Í hring“.
„Það eru bara lykkjur í laginu sem
fara endalaust í hringi og svo byggist
alltaf meira og meira ofan á munstr-
in. Lykkja eða loop eins og það er
kallað er stutt stef sem spilað er aft-
ur og aftur,“ segir Hekla og heldur
áfram:
„Muddle“, þriðja lag plötunnar, er
byggt á hljóðum sem ég var að leika
mér að. Þetta eru drungaleg hljóð,
einhvers konar skrímslahljóð. Mér
finnst gaman að blanda saman
dimmum hljóðum og björtum,“ segir
Hekla.
„Heyr, himna smiður“ eftir Þorkel
Sigurbjörnsson er fjórða lag plöt-
unnar.
„Mig hefur alltaf langað til að taka
það lag, mér finnst það svo ofsalega
fallegt. Ég var farin að æfa það áður
en ég ákvað að hafa það með á plöt-
unni með því að taka upp hverja rödd
frá kórnótunum, sópran, alt, tenór
og bassa,“ segir Hekla sem samið
hefur tónlist fyrir tvær kvikmyndir.
„Fimmta lagið á plötunni, „Arms“,
samdi ég fyrir frönsku kvikmyndina
The Wild Boys sem kom út í Frakk-
landi í janúar. Lagið er samið og tek-
ið upp á stafrænt þeramín. Það er
auðvelt að vera falskur á þeramíni en
í hátækni stafræna þeramínið set ég
inn tóna sem hljóðfærið spilar óað-
finnanlega,“ segir Hekla og bætir við
að það sé gaman að prófa sig áfram
með nýja tækni í tónsmíðunum.
„Ekki er allt gull sem glóir“ er
sjötta lag plötunnar en það byggist á
lykkju sem tekin er upp aftur og aft-
ur og spiluð aftur og aftur að sögn
Heklu sem segir að þegar lagið „A
Way“, sjöunda lag plötunnar, var
samið hafi hún verið komin með
heimþrá.
„Lagið er endurtekning sem
byggist á lykkjum í byrjun en í lokin
er meiri dramatík og melódía í lag-
inu. Þetta er lag um óvænta já-
kvæðni,“ segir Hekla og lýsir átt-
unda lagi plötunnar, „Í felum“. Lagið
sé frekar drungalegt kvikmyndalag.
Það megi segja að þetta sé instru-
mental lag og það sé einungis spilað
eftir munstri.
„Slit“ er níunda lag plötunnar og
er frekar drungalegt kvikmynda-
lag,“ segir Hekla sem bætir við að
„Stundum“ sé tíunda og lokalagið á
plötunni Á, við samnefnt ljóð eftir
Leif Ými Eyjólfsson sem hljóði svo:
„Stundum er það svona en stundum
er það hinsegin“. „Lagið byggist á
lykkjum sem lykkja sig hver í kring-
um aðra og enda í einskonar súpu,“
segir Hekla sem samdi lagið við
ítalsk-slóvensku kvikmyndina Story
of Chestnut Woods sem kemur út
seinna á þessu ári.
Kraum-verðlaunin hvatning
Breska útgáfufyrirtækið Phantom
Limb gefur plötu Heklu út.
Eftir að Hekla kláraði Listahá-
skóla Íslands í Reykjavík 2016 flutti
hún til Þýskalands með þýskum
eiginmanni sínum. Þau búa nú í Berl-
ín ásamt ungum syni.
„Mér líkar vel að búa í Berlín. Hér
er gott veður, ódýrt að lifa, hægt að
ferðast og gera ýmsa hluti,“ segir
Hekla sem gaf út smáskífu árið 2014.
„Ég gaf henni ekkert nafn en hún
hefur alltaf verið kölluð Hekla.“ Fyr-
ir plötuna hlaut Hekla Kraum-
tónlistarverðlaunin sem að hennar
sögn veitti henni hvatningu til þess
að halda áfram að semja tónlist.
Hekla segir að hún hafi spilað hjá
hinum og þessum á þeramín en nú er
hún að leggja lokahönd á nýja plöt-
um með surf-rokkhljómsveitinni
Bárujárn.
„Platan kemur út á endanum,“
segir Hekla hlæjandi og bætir við að
platan sé í anda The Beach Boys en
tónlist Bárujárns sé öllu drunga-
legri. Tónlistin beri keim af hrjúfum
ströndum Íslands og þungum brim-
hljóðum og þar af leiðandi sé meiri
harka í lögum Bárujárns.
„Platan er sinfóníuplata með fjór-
um löngum lögum,“ segir Hekla en
með henni í hljómsveitinni eru Sindri
Freyr Steinarsson, Oddur Báruson
og Leifur Ýmir Eyjólfsson.
„Ég er byrjuð að spá í ný verkefni
og semja lög fyrir þeramín og raddir,
einnig langar mig að semja kvart-
ettverk fyrir þeramín,“ segir Hekla
sem bíður spennt eftir því að fá
vínylplötuna Á í hendurnar. En
Heklu finnst nauðsynlegt að eiga
plötuna í föstu formi sem og í hinum
rafræna heimi á Spotify.
„Þeramín er mónófónískt hljóðfæri“
Tónskáld Hekla Magnúsdóttir gefur út hljómplötuna Á þar sem þeramín er
í aðalhlutverki auk eigin raddar með smá aðstoð Mr. Silla og gítarleiks.
Hekla Magnúsdóttir heillaðist af þeramínlögum Eina hljóðfærið sem spilað er á án snertingar
Öðruvísi Grafísk nótnaskrift er
teiknað mynstur sem spilað er eftir.
Þungarokkssveitin Judas Priest
heldur tónleika í Laugardalshöll
24. janúar á næsta ári og mun
hljómsveitin Dimma hita upp fyrir
hana. Judas Priest er ein þekktasta
þungarokkssveit tónlistarsögunnar
og hefur verið að í nær fimmtíu ár
en hljómsveitin var stofnuð árið
1970. Var hún í fremstu röð þeirra
sem mótuðu þungarokkið, eins og
því er lýst í tilkynningu, og hefur
gefið út átján hljómplötur. Nýjasta
platan, Firepower, komst í 5. sæti á
Billboard 200-listanum yfir mest
seldu plöturnar í Bandaríkjunum
og í fyrra var hljómsveitin innlimuð
í Frægðarhöll rokksins. Hún hlaut
Grammy-verðlaun árið 2010 fyrir
bestu frammistöðu þungarokks-
sveitar á sviði.
Rokkarar Félagarnir í þungarokkssveitinni Judas Priest koma til Íslands.
Judas Priest leikur í Laugardalshöll
Matur
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
ICQC 2018-20