Morgunblaðið - 19.09.2018, Page 4
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki
hefur gengið frá samningi um kaup á
öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslu-
stöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um
er að ræða tæpan þriðjung alls hluta-
fjár í Vinnslustöðinni og nemur
kaupverðið 9.400.000.000 krónum.
Ítarlega var fjallað um kaupin í
gær á 200 mílum, sérvef Morgun-
blaðsins og mbl.is um sjávarútveg,
og sagði Jón Eðvald Friðriksson,
framkvæmdastjóri FISK-Seafood,
að fyrirtækið sæi mikil tækifæri í
rekstri Vinnslustöðvarinnar.
„Það hefur verið mikil umræða um
að Brim hygðist selja þennan eign-
arhlut, og í framhaldinu fórum við í
viðræður um þessi kaup.“
Vænta farsæls samstarfs
Tekur hann fram að hjá FISK hafi
menn væntingar um gott og farsælt
samstarf við aðra eigendur og
stjórnendur Vinnslustöðvarinnar.
Spurður um þau tækifæri sem
FISK sjái í Vinnslustöðinni segir
Jón Eðvald að horft sé á uppsjáv-
argeirann.
„FISK hefur lengi haft áhuga á að
tengjast með eignarlegum hætti fyr-
irtæki sem er í veiðum og vinnslu á
uppsjávarfiski,“ segir hann.
„Við náum því með þessum kaup-
um, en ekki síður finnst okkur þetta
spennandi fyrirtæki til að eiga í, og
við teljum að til staðar séu ýmsir
möguleikar á samvinnu þessara
tveggja sjávarútvegsfyrirtækja.“
Átök og deilur á milli hluthafa
Miklar deilur hafa ríkt í hluthafa-
hópi Vinnslustöðvarinnar undanfar-
in ár og hafa fundir hluthafanna ein-
kennst af átökum, á milli Brims hf.
annars vegar og meirihluta hluthafa
hins vegar.
Hluthafar Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum samþykktu til að
mynda á hluthafafundi félagsins í
júní síðastliðnum að farið yrði fram á
rannsókn á skuldaafskriftum Lands-
bankans gagnvart félögum tengdum
Guðmundi Kristjánssyni, eiganda
Brims.
Í ályktuninni sem samþykkt var á
fundinum sagði að rannsakað yrði
hvort um óeðlilega undirverðlagn-
ingu hefði verið að ræða þegar félagi
tengdu Guðmundi var veitt heimild
til að kaupa Brim hf. út úr gjaldþrota
móðurfélagi sínu, Línuskipum ehf.,
og skilja Línuskip eftir sem eigna-
laust félag með milljarðaskuld við
bankann.
Umræddur hluthafafundur var þó
haldinn að kröfu Brims, til að af-
greiða tillögu um að rannsaka lán-
veitingar
Vinnslustöðvar-
innar hf. til
tveggja starfs-
manna og hlut-
hafa í Vinnslu-
stöðinni á árinu
2008. Einungis
tíu prósent hlut-
hafa þurfa að
vera samþykkir
til þess að slík
rannsókn fari fram og var tillagan
því samþykkt, enda átti Brim nær
þriðjungshlut.
Guðmundur Örn Gunnarsson,
stjórnarformaður Vinnslustöðvar-
innar, hvatti samt sem áður Brim til
að draga tillöguna til baka og
greiddu allir aðrir hluthafar atkvæði
gegn tillögunni.
Mjög ánægð með kaupin
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar, segir að þar á bæ ríki mikil
ánægja með kaup FISK-Seafood
ehf. á öllum hlut Brims hf. í Vinnslu-
stöðinni.
„Við erum mjög ánægð með
er betra að vinna með fólki heldur en
á móti því. Það er ekki flókið. Þannig
að í þessu hljóta að felast ýmis tæki-
færi.“
Fari ekki „jafn langt niður“
Spurður hvort hann búist við betri
samskiptum við nýja hluthafa félags-
ins en verið hafa undanfarin misseri
svarar hann játandi.
„Ég held að það sé alveg óhætt að
segja það. Ég hef enga trú á að aðrir
fari jafn langt niður og hluthafinn
hefur farið. Eftir allar þessar ásak-
anir og allt sem á undan er gengið.“
Líti á þetta sem tækifæri
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
Vestmannaeyja, segir það ánægju-
legt að sjá þennan vilja til að fjár-
festa í sjávarútvegi í bæjarfélaginu.
Íris sat áður í stjórn Vinnslustöðv-
arinnar en sagði sig úr stjórninni eft-
ir að hún var kjörin til að gegna
starfi bæjarstjóra í vor.
„Það hafa náttúrlega verið deilur í
kringum félagið og auðvitað gekk
ýmislegt á, á meðan ég sat í stjórn
með Guðmundi, en núna á ég ekki
von á öðru en að menn komi inn í
þetta með opnum huga og líti á þetta
sem spennandi tækifæri í fyrirtæki
sem er í góðum rekstri,“ segir Íris.
Kaupa allan hlut Brims í VSV
Brim selur tæpan þriðjungshlut í Vinnslustöð Vestmannaeyja til FISK-Seafood Ánægja í Eyjum
Kaupverðið nemur 9,4 milljörðum króna FISK lengi haft hug á að tengjast uppsjávarveiðum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Í Eyjum Átök hafa einkennt hluthafafundi Vinnslustöðvarinnar, þar sem Brim hefur tekist á við aðra hluthafa. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar
segist aðspurður búast við betri samskiptum við nýja hluthafa félagsins. FISK-Seafood sér mikil tækifæri í rekstri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson
Íris
Róbertsdóttir
Jón Eðvald
Friðriksson
þetta,“ segir Brynjar. Bendir hann
þó á að samtal við nýja hluthafa sé
stutt á veg komið.
„Ég er búinn að heyra í Jóni Eð-
vald [Friðrikssyni, framkvæmda-
stjóra FISK-Seafood], en við höfum
ekki náð að ræða málin ítarlega,“
segir hann.
„Það er þó auðvitað þannig að það
Stjórn HB Granda samþykkti í síðustu viku að kaupa útgerðarfélagið Ög-
urvík af Brimi hf., sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra HB
Granda.
Guðmundur tók við stöðu forstjóra í júní eftir að hann keypti í gegnum
Brim 34,1% eignarhlut í HB Granda af Kristjáni Loftssyni og Halldóri
Teitssyni, en með því varð Brim stærsti hluthafi útgerðarinnar.
Hluthafafundur Brims ákvað svo á föstudag að breyta nafni fyrirtæk-
isins í Útgerðarfélag Reykjavíkur.
Á sama fundi var Runólfur Viðar Guðmundsson ráðinn framkvæmda-
stjóri félagsins en Ægir Páll Friðbertsson lét af starfi framkvæmdastjóra
í síðustu viku þegar hann tók við starfi framkvæmdastjóra hjá HB
Granda.
Brim gerir út skuttogarana Guðmund í Nesi RE-13 og Kleifaberg RE-70,
en þeir fengu samtals úthlutað aflamarki fyrir nýhafið fiskveiðiár sem
nemur um 15.580 þorskígildistonnum.
Útgerðarfélag Reykjavíkur
BREYTINGAR HJÁ BRIMI
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018
Veður víða um heim 18.9., kl. 18.00
Reykjavík 10 skýjað
Bolungarvík 7 alskýjað
Akureyri 7 rigning
Nuuk 9 léttskýjað
Þórshöfn 11 alskýjað
Ósló 19 heiðskírt
Kaupmannahöfn 23 heiðskírt
Stokkhólmur 20 heiðskírt
Helsinki 14 skýjað
Lúxemborg 27 heiðskírt
Brussel 24 heiðskírt
Dublin 18 skúrir
Glasgow 16 skýjað
London 20 skýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 20 léttskýjað
Hamborg 30 heiðskírt
Berlín 30 heiðskírt
Vín 25 heiðskírt
Moskva 14 heiðskírt
Algarve 26 léttskýjað
Madríd 25 þrumuveður
Barcelona 24 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 26 þrumuveður
Aþena 25 heiðskírt
Winnipeg 4 þoka
Montreal 22 alskýjað
New York 24 rigning
Chicago 22 rigning
Orlando 26 heiðskírt
19. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:03 19:41
ÍSAFJÖRÐUR 7:06 19:48
SIGLUFJÖRÐUR 6:49 19:31
DJÚPIVOGUR 6:32 19:11
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Norðan og norðvestan 10-18 m/s,
hvassast með austurströndinni. Úrkoma norðantil á
landinu, rigning á láglendi, en slydda eða snjókoma
ofan 100-200 metra yfir sjávarmáli. Hiti 1-9 stig.
Víða norðan og norðaustan 13-20, en hvassari í vindstrengjum við Vatnajökul. Rigning norðan-
og austanlands og slydda eða snjókoma til fjalla á þeim svæðum síðar með kólnandi veðri.
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.