Morgunblaðið - 19.09.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.09.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018 torg á Klambratúni. Torgið er sunnan við Kjarvalsstaði. Borgaryfirvöld segja það opna möguleika á að færa mannlífið á Klambratúni inn á Kjarvalsstaði og starfsemi safnsins út undir bert loft þegar hentar. Þá hefur verið ráðist í endurbætur á lýs- ingu á túninu. Lýsingin þótti ófull- nægjandi og jafnvel hættuleg. Bætt var við ljósastaurum og per- ur endurnýjaðar. Í kosningunum í vor var rætt um að setja Miklubraut í stokk á því svæði sem nú hefur verið end- urnýjað. Ekki er minnst á málið í samstarfssamningi meirihlutans í borgarstjórn og óljóst hvort ráðist verður í framkvæmdina. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Götumynd Miklubrautar og um- hverfis hennar vestan Lönguhlíð- ar hefur tekið miklum breyt- ingum eftir að hlaðinn var grjótkörfuveggur meðfram göt- unni í því skyni að bæta hljóðvist og auka umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Jafnframt var haft í huga að auka öryggi fólks með því að hindra að gangandi vegfar- endur geti farið yfir Miklubraut við Klambratún nema á gang- brautarljósum við Reykjahlíð. Áð- ur var umferð gangandi vegfar- enda yfir götuna aðeins hindruð með vegriðum og girðingu á mið- eyju. Meðfram Klambratúni sunn- anverðu eru nú aðskildir göngu- og hjólastígar. Við framkvæmd- irnar í fyrra var jafnframt gerð strætórein við Miklubraut sunn- anverða og steyptur veggur þar meðfram. Verkið var unnið í samvinnu við Vegagerðina og Veitur. Heild- arkostnaður við framkvæmdina var áætlaður 350 milljónir króna. Þar af var hlutur Reykjavík- urborgar áætlaður um 170 millj- ónir. Þetta eru ekki einu fram- kvæmdirnar á svæðinu því fyrir nokkrum dögum var lokið við nýtt Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umbætur Gangandi og hjólandi vegfarendur við suðurenda Klambratúns eru nú í öruggu skjóli frá umferðinni á Miklubraut sem dags daglega er ein hin mesta á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd/Vefur Reykjavíkurborgar Áður Þannig leit svæðið út áður en framkvæmdir hófust vorið 2017. Endurnýjun við Miklubraut  Áhersla á umhverfisgæði og aukið öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda meðfram Klambratúni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Torg Lokið er framkvæmdum við nýtt torg við Kjarvalsstaði. Þar er aðstæða fyrir ýmsar samkomur. Lodge járnpanna, 26 cm Verð 8.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.