Morgunblaðið - 19.09.2018, Qupperneq 10
Morgunblaðið/Eggert
Göngugata Hótelstjórum við Laugaveg líst ekki á að Laugavegurinn verði göngugata allt árið um kring.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þeir sem reka hótel við Laugaveg
eru mjög andvígir þeim áformum
Reykjavíkurborgar að gera Lauga-
veginn að göngugötu allan ársins
hring, en borgarstjórn samþykkti
fyrr í mánuðinum að fela umhverf-
is- og skipulagssviði Reykjavíkur
að gera tillögu að útfærslu Lauga-
vegar sem göngugötu allt árið.
Rakel Ármannsdóttir er hótel-
stjóri Sandhótels sem er á Lauga-
vegi 34. Hún sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að þessi áform
Reykjavíkurborgar væru alls ekki
góð fyrir rekstur eins og hótel-
rekstur. „Við þurfum að koma gest-
unum til okkar og frá okkur að lok-
inni dvöl þeirra hjá okkur.
Veðráttan er misjöfn á Íslandi, eins
og allir vita, ekki síst á veturna,“
sagði Rakel.
Erfitt fyrir viðskiptavinina
Rakel segir að verði þessi áform
að veruleika muni það klárlega hafa
neikvæð áhrif á reksturinn og að
gestir muni leita annað og forðast
að vera svona nærri miðbænum.
„Við vonum í lengstu lög að ekki
verði af þessu því þetta hefði slæm
áhrif á sókn í gistingu hjá okkur
auk þess sem allt með aðföng yrði
mjög snúið,“ sagði Rakel.
Gísli Úlfarsson er hótelstjóri
Hótel Fróns á Laugavegi 22. Hann
tekur í sama streng og Rakel. „Við
höfum frá upphafi verið andvígir
því að Laugavegur verði að hluta til
gerður að göngugötu. Þetta er orð-
ið mjög erfitt fyrir viðskiptavini
okkar að komast til okkar og frá
okkur, eftir að aðgengi fyrir rút-
urnar var takmarkað. Fólk getur
verið að koma til okkar um miðja
nótt og þarf þá kannski að draga
töskurnar á eftir sér í niðamyrkri
sem það kann auðvitað ekki að
meta. Þetta er auðvitað ekkert grín
því við fáum marga ellilífeyrisþega
sem gesti, allt upp í níræða, og það
sér það hver maður að þeir geta
ekki paufast til okkar að nóttu til,
jafnvel í snjókomu,“ sagði Gísli.
Borgin að loka fyrir aðgang
„Þetta með rúturnar var bara
byrjunin, en borgin virðist bara
vera að loka fyrir aðgang að okkur
eftir föngum. Nú höfum við bara
morgnana til þess að koma með að-
föng og við eigum eftir að sjá hver
útlistunin verður, komi þessi heils-
ársplön til framkvæmda,“ sagði
Gísli og bætti við að sér virtist sem
ýmsir væru farnir að hugsa sér til
hreyfings, burtu af Laugavegi, ekki
síst verslunareigendur.
Hann nefndi í því sambandi gler-
augnabúðina sem er við hliðina á
Hótel Fróni og verslun Franks
Michelsen.
„Ég held að verslun sé að hverfa
af Laugaveginum og lítið verði ann-
að í boði en lundabúðirnar. Það er
bara staðreynd að borgaryfirvöld
hafa aldrei hlustað á okkur og sjón-
armið okkar og aldrei haft neitt
samráð við okkur um útfærslur.
Það er eins og við skiptum engu
máli,“ sagði Gísli Úlfarsson enn-
fremur.
Aldrei hlustað á okkur
Hótelstjórar við Laugaveg eru andvígir því að Laugaveg-
urinn verði gerður að göngugötu allt árið Ekkert samráð
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018
V ð f á
2024 SLT
L iðLé t t ingur
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
er r
2.890.000
án vsk.
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mánud.-föstud. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimili
Hátíð Hróksins í Kullorsuaq á
Grænlandi, sem finna má 1.060
kílómetrum norðan við heim-
skautsbaug, lauk með fjölmennri
fjölskylduhátíð í íþróttahúsi bæj-
arins. Við sama tækifæri var stofn-
að skákfélag og skákskóli, og
viðurkenningar veittar í mynda-
samkeppni þar sem viðfangsefnið
var sjálf hamingjan.
„Þetta hefur verið ævintýraleg
ferð,“ segir Máni Hrafnsson leið-
angursstjóri. Hann segir nánast öll
börn bæjarins hafa tekið þátt í
skákæfingum og fjölteflum og
áhuginn ekki verið síðri á sirkus-
skólanum og listsmiðjunni. Aðrir
leiðangursmenn voru sirkus-
listamennirnir Axel Diego og Rob-
erto Magro, og Joey Chan sem
m.a. hafði umsjón með listsmiðj-
unni. „Við komum til Kullorsuaq á
afmælisdegi Hróksins og var fagn-
að með afmælisköku og söng.
Næstu daga flykktust jafnt börn
sem fullorðnir í skák og sirkus og
myndlistina. Allt gekk fullkomlega
upp og gleðin var allsráðandi,“
segir hann.
Birgitta Kamman Danielsen,
æskulýðsfulltrúi Kullorsuaq, sem
hafði veg og vanda af skipulagn-
ingu hátíðarinnar ásamt Margréti
Jónasdóttur af hálfu Hróksins,
sagðist vera í skýjunum með
hvernig til tókst. „Ég átti mér
þann draum að Hrókurinn kæmi í
heimsókn með skák og sirkuslistir,
til að gleðja börnin hér á alveg sér-
stakan hátt í tilefni af 90 ára af-
mæli Kullorsuaq. En þetta varð
miklu meira. Börnin og margir
fullorðnir öðluðust reynslu og inn-
blástur sem verður til þess að þau
munu halda áfram þegar okkar
góðu gestir eru horfnir á braut. Nú
er búið að stofna hér skákfélag og
skipuleggja skákkennslu og viku-
legar sirkuslistaæfingar.“
Birgitta sagði að hátíðin hefði
farið langt fram úr sínum björt-
ustu vonum. „Börnin lærðu svo
ótal margt og skemmtu sér kon-
unglega á meðan. Þau lærðu að
meta gildi samvinnu og þolinmæði
og að eiga sér drauma og þrár.
Það var ótrúlegt að sjá hvað jafn-
vel yngstu börnin voru áhugasöm
um að læra að tefla. Fjölmörg
þeirra báðu um að fá að halda
áfram að tefla þegar gerð voru
hlé. Sama var upp á teningnum í
sirkusskólanum.“
Í skýjunum með
hátíð Hróksins
í Kullorsuaq
Nánast öll börn tóku þátt í gleðinni
Pjakkur Þessi ungi drengur lék listir sínar með sirkushringi á hátíðinni.
Skákmenn Krakkarnir á Græn-
landi hafa lengi notið skákkennslu.