Morgunblaðið - 19.09.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir passann, ökuskírteinið,
ferilskrána o.fl.
Skjót og hröð
þjónusta
Engar tímapantanir
Góð passamynd
skiptir máli
Dásamlegur þvottur
- einfalt, íslenskt
stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar fylgja.
Þurrkarinn TDB130WP fékk góða einkunn
í úttekt þýsku neytendasamtakanna árið 2017.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Þvottavél 119.990 kr.
Þurrkari 149.990 kr.
Árleg æfing sprengjusérfræðinga,
Northern Challenge, er haldin á
Suðurnesjum um þessar mundir.
Frá þessu er greint á heimasíðu
Landhelgisgæslu Íslands.
Um er að ræða alþjóðlega NATO-
æfingu sem Landhelgisgæslan stýr-
ir og fer hún fram á starfssvæði
Gæslunnar á öryggissvæðinu á
Keflavíkurflugvelli og hafn-
arsvæðum í Helguvík, Höfnum,
Garði og í Hafnarfirði. Þetta er í
sautjánda sinn sem æfingin er hald-
in.
Við fjölbreyttar aðstæður
Fram kemur í fréttinni að til-
gangur Northern Challenge sé að
æfa viðbrögð við hryðjuverkaárás-
um þar sem heimatilbúnum sprengj-
um hefur verið komið fyrir. Búinn er
til samskonar búnaður og fundist
hefur víðs vegar um heim og að-
stæður hafðar eins raunverulegar og
kostur er. Æfingin fer fram við fjöl-
breyttar aðstæður, t.d. á flugvelli, í
höfnum, í skipi og við bryggju. Þá er
jafnframt virkjuð sérhæfð stjórn-
stöð þar sem öll uppsetning og verk-
fyrirkomulag er samkvæmt alþjóð-
legum ferlum
Atlantshafsbandalagsins (NATO).
Æfingin veitir sprengjusérfræð-
ingum, sem koma hvaðanæva úr
heiminum, einstakt tækifæri til að
samhæfa aðgerðir auk þess að miðla
reynslu og þekkingu sinni til ann-
arra liða. Northern Challenge hefur
notið mikilla vinsælda á undan-
förnum árum og hefur skipað sér
sess sem ein mikilvægasta æfing
sprengjusérfræðinga í Evrópu. Að
þessu sinni eru þátttakendurnir frá
16 þjóðum og alls eru 25 lið skráð til
leiks. Æfingin stendur yfir í um tvær
vikur og að henni koma hátt í 300
manns. gudmundur@mbl.is
300 æfa viðbrögð við hryðjuverkum
Árleg æfing
sprengjusérfræðinga
haldin á Suðurnesj-
um þessa dagana
Ljósmynd/Landhelgisgæsla Íslands
Sprengjuæfing Þátttakendur í æfingunni klæðast sprengjuheldum búningum og líkja eftir raunverulegum aðstæðum við hryðjuverkaógn.
Eftir Líneyju Sigurðardóttur,
Þórshöfn
Ný brunavarnaáætlun hefur verið
samþykkt fyrir starfssvæði Slökkvi-
liðs Langanesbyggðar, en því til-
heyra tvö sveitarfélög, Langanes-
byggð og Svalbarðshreppur, sem
bæði hafa samþykkt áætlunina.
Þéttbýliskjarnarnir innan þess eru
Þórshöfn og Bakkafjörður en íbúa-
fjöldi svæðisins er um 650 manns.
Björn Karlsson, forstjóri Mann-
virkjastofnunar, heimsótti Langa-
nesbyggð af þessu tilefni og und-
irritaði áætlunina ásamt Elíasi
Péturssyni sveitarstjóra.
Björn lýsti ánægju með aðbúnað
og störf slökkviliðsins á svæðinu og
undir það tók sveitarstjórinn sem
segir mikilvægt að til séu áætlanir
um rekstur og fjármagnsþörf deilda
innan sveitarfélagsins fram í tím-
ann. Slökkvilið Langanesbyggðar
og Isavia eru með samstarfssamn-
ing um björgunar- og slökkvistörf á
Þórshafnarflugvelli og þar með
samrekstur á dælubíl sem er báðum
aðilum hagkvæmt. Ennfremur er
slökkviliðið með samstarfssamning
við Slökkvilið Norðurþings og
Brunavarnir Austurlands.
Sveitarfélögin sem standa að
Slökkviliði Langanesbyggðar eru
meðal fyrstu sveitarfélaga sem hafa
gengið frá brunavarnaáætlun í sam-
ræmi við nýja reglugerð frá um-
hverfis- og auðlindaráðuneytinu
sem tók gildi 1. ágúst sl. Í henni er
meðal annars kveðið á um lág-
markskröfur um tækjakost, hús-
næði og mannafla slökkviliða, sem
og um vatnsöflun til slökkvistarfa,
búnað og þjálfun slökkviliðsmanna
vegna mengunaróhappa á landi og
fleira.
Ný brunavarnaáætlun
gerð í LanganesbyggðJökull Gunn-arsson hefurverið ráðinn for-
stjóri kísil-
málms-
verksmiðju PCC
á Bakka. Þetta
kemur fram í
fréttatilkynn-
ingu sem fyrir-
tækið sendi á
fjölmiðla í gær.
Um innanhússráðningu er að
ræða, en Jökull var áður fram-
leiðslustjóri PCC BakkiSilicon hf.
Starfar áfram
fyrir félagið
Hafsteinn Viktorsson lætur af
störfum sem forstjóri en sam-
kvæmt fréttatilkynningunni mun
hann áfram sinna verkefnum fyrir
félagið, þar á meðal hvað varðar
mögulega stækkun verksmiðj-
unnar en Hafsteinn hefur frá júni
2016 unnið að byggingu og gang-
setningu kísilverksmiðjunnar á
Bakka við Húsavík.
Í tilkynningu fyrirtækisins kem-
ur einnig fram að hluthafar PCC
BakkiSilicon hf. þakki honum
kærlega fyrir það lykilhlutverk
sem hann hefur gegnt í því verk-
efni og hlakki til að vinna með
honum að nýjum viðfangsefnum.
mhj@mbl.is
Jökull Gunnarsson nýr forstjóri kísilverksmiðju PCC á Bakka
Jökull
Gunnarsson