Morgunblaðið - 19.09.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018
✝ Sigríður Jóns-dóttir (Didda)
fæddist á Litlu-
Háeyri á Eyr-
arbakka 3. desem-
ber 1934. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 17. mars
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Jenný Jónsdóttir, f.
16. ágúst 1900, d. 3.
nóvember 1988, og Jón Bjarna-
son, f. 21. október 1889, d. 28.
október 1962. Systir Sigríðar var
Guðrún Jóna Jónsdóttir, f. 17.
ágúst 1930, d. 15. júlí 2011. Upp-
eldisbróðir hennar var Jóhann
Benedikt Guðjónsson, f. 23. jan-
úar 1924, d. 29. maí 1947.
Dóttir Sigríðar og Sveins
Gunnlaugssonar, f. 17. ágúst
föður hennar bjuggu þær þrjár
saman, Sigríður, Jenný móðir
hennar og Jenný Jóna, dóttir
hennar. Árið 1965 keypti Sigríð-
ur íbúð í Smáratúni 3 og fluttu
þær þangað allar þrjár. Jenný
eldri bjó hjá dóttur sinni þar til
hún lést árið 1989. Árið 1998
flutti Sigríður á Álftanes með
dóttur sinni og fjölskyldu. Þar
átti hún sína ömmuíbúð þar til
hún flutti á hjúkrunarheimilið
Skógarbæ sumarið 2016.
Meirihluta sinnar starfsævi
stundaði Sigríður verslunarstörf
í Höfn á Selfossi og var hún
gjarnan kölluð Didda í Höfn. Síð-
ustu ár starfsævinnar vann hún
sem matráðskona í kjötvinnslu
sama fyrirtækis.
Hún var alla tíð listræn og
skapandi en eftir hana liggja fjöl-
margir listmunir, handskreytt
keramik, útsaumur, handavinna
og ýmiskonar listaverk.
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
1938, er Jenný Jóna
Sveinsdóttir, f. 5.
nóvember 1960.
Börn Jennýjar og
Ara Eggertssonar
eru Sigríður Didda,
Unnur Lilja, Þórdís
Anna og Benedikt
Ari. Seinni eig-
inmaður Jennýjar
er Þorvaldur Pétur
Böðvarsson. Börn
Þorvaldar eru Ingi-
björg Ósk, Esther Ýr, Daníel
Andri og Viktor Breki. Barna-
barnabörn Sigríðar eru 10 tals-
ins.
Sigríður sleit barnsskónum á
Eyrarbakka en fluttist á Selfoss
um fermingu. Þar lauk hún hefð-
bundinni grunnskólagöngu. Bjó
hún ásamt foreldrum sínum við
Austurveg á Selfossi. Eftir fráfall
Þegar daginn tók að lengja
kvaddi amma Didda okkur. Hún
var sérstök kona og á margan
hátt á undan sinni samtíð. Um-
burðarlyndi hennar var einstakt,
hún tók öllum eins og þeir voru
og dæmdi aldrei.
Ef ég fengi bara eitt orð til að
lýsa henni þá væri það góð því
amma var góð í gegn hvort held-
ur sem var við menn eða dýr.
Aldrei talaði hún illa um nokkurn
mann og sá hið góða í fólki. Sem
betur fer þarf ég ekki að binda
mig við eitt orð, því amma var svo
miklu meira en gæska.
Líf einstæðrar móður hefur
ekki verið auðvelt en amma sigldi
á móti straumnum, hún vann
hörðum höndum og skuldaði
aldrei neinum en skorti heldur
ekki neitt enda nægjusöm í meira
lagi. Aldrei féll henni verk úr
hendi, hún var sífellt eitthvað að
bardúsa, vinna í garðinum, baka,
gera handavinnu eða sinna list-
sköpun. Hún gat ekki verið að
gera ekki neitt og þegar hún
fylgdist með sjónvarpinu eða út-
varpinu var hún ætíð með handa-
vinnu samhliða.
Það voru mikil forréttindi að
búa í sömu götu og amma og
langamma fyrstu átta ár ævinn-
ar. Við systur vorum ásamt okkar
fylgifiskum alltaf velkomnar
þangað og þar var líka alltaf eitt-
hvað gott til að borða. Eftir að við
fluttum í bæinn kom amma oft í
heimsókn um helgar. Það sem
var þó best var þegar við fengum
að fara í dekurhelgar hjá ömmu
og kisunni Snotru. Stundum fór-
um við eldri systurnar saman
austur en oftar hvor í sínu lagi og
það var toppurinn. Amma passaði
alltaf upp á að eiga það matar-
kyns sem gikkurinn var með
dellu fyrir hverju sinni, hvort
sem það voru fiskibollur úr dós,
kanilsnúðar, eplaskífur, súkku-
laði eða tekex með osti – alltaf gat
ég gengið að því vísu hjá ömmu.
Að sitja með handavinnu yfir
sjónvarpinu með ömmu eða
hlusta á útvarpið og spjalla um
alla heima og geima, fara í göngu-
túra um hverfið, alltaf í rólegheit-
um – þetta er meðal minna kær-
ustu minninga.
Þegar amma flutti á Álftanes
var tími dekurhelganna liðinn en
á móti kom að amma var nær og
auðvelt að skreppa í kaffi til
hennar. Litlu systkinin, Dísa og
Bensi og seinna Daníel, nutu
góðs af því að hafa ömmu í sama
húsi. Alltaf var opið inn til hennar
og hún tók á móti þeim úr skól-
anum, hjálpaði við heimavinnuna
og passaði hún að enginn væri
svangur. Dýr heimilisins áttu líka
athvarf hjá ömmu, hundar, kett-
ir, fuglar og nagdýr sem krakk-
arnir komu með heim enduðu oft-
ar en ekki í umsjón ömmu sem
sinnti þeim af alúð og virðingu.
Ég átti margar dýrmætar
stundir í eldhúsinu hennar á
Álftanesi. Það var alltaf svo ljúft
að koma í kaffi og spjall. Við átt-
um sameiginlegan áhuga á bók-
menntum og ræddum þær mikið,
hún hafði áhuga á náminu mínu
og fylgdist með því sem ég var að
gera. Amma hafði opinn huga,
fylgdist vel með málefnum líð-
andi stundar og hafði sínar skoð-
anir. Þó að við værum ekki alltaf
á sömu skoðun reyndi hún aldrei
að hafa áhrif á mínar skoðanir,
hún hlustaði og virti.
Amma var einstök manneskja
sem kenndi mér svo ótalmargt.
Aldrei var þó um neina innræt-
ingu að ræða. Sterkasta lexían er
hvernig manneskja hún sjálf var.
Þannig kenndi hún okkur sem
eftir stöndum svo margt. Þessi
hægláta, rólega kona sem tranaði
sér aldrei fram og vildi aldrei láta
hafa fyrir sér en var samt svo
mikill hluti af lífi fjölskyldunnar,
hún tók aldrei sitt pláss en skilur
þó eftir sig stórt skarð.
Það eru forréttindi að hafa átt
svona yndislega ömmu og fyrir-
mynd. Ég mun alla tíð sakna
hennar en er um leið þakklát fyr-
ir allt ljósið sem hún skilur eftir.
Sigríður Didda Aradóttir.
Vorið 1969 þegar ég var að
verða 10 ára flutti ég með for-
eldrum mínum og fjölskyldu í
Ölfusið. Þar sem móðir mín var
mikil sjálfstæðiskona kaus hún
frekar að eiga viðskipti við Kaup-
félagið Höfn á Selfossi en Kaup-
félag Árnesinga. Í Höfn var þá
oftast á kassa góðleg kona með
útgeislun sem ég tók eftir. Síðar
komst ég að því að þessi kona hét
Sigríður Jónsdóttir en þekktist
ekki sem slík á Selfossi, heldur
var hún allaf kölluð Didda og
kennd við Höfn. Á þessum tíma
grunaði mig að sjálfsögðu ekki að
hún ætti seinna eftir að verða
tengdamóðir mín.
Didda var hæglát kona og fór
aldrei um með hávaða og látum.
Hún vann alla sína tíð hjá sama
fyrirtækinu þótt nafn þess
breyttist nokkrum sinnum á
starfstíma hennar vegna endur-
skipulagningar og/eða samruna.
Starfssvið hennar breyttist líka
nokkrum sinnum en alltaf sinnti
hún störfum sínum af samvisku-
semi og trúmennsku.
Didda var laus við fordóma og
þegar ég kom út úr skápnum tók
hún því með æðruleysi og hún tók
Ragnari manni mínum opnum
örmum.
Nokkrir sjúkdómar sóttu á
hana á efri árum og minninu
hrakaði en hún var ekkert að
bera heilsu sína á torg heldur tók
áföllum með jafnaðargeði.
Það var gott að eiga hana sem
tengdamömmu og börnin mín
gátu ekki fengið betri ömmu
enda dýrkuðu þau hana öll og hún
var alltaf til staðar fyrir þau.
Heimurinn mætti alveg eiga
miklu fleiri svona manneskjur.
Ari.
Elsku amma, mikið er erfitt að
þurfa að kveðja þig og söknuður-
inn er mikill.
Ég er þakklát fyrir allar góðu
minningarnar sem ég á. Ég vildi
hvergi annars staðar vera en hjá
þér þegar ég var lítil og þegar við
bjuggum í Smáratúninu þurfti að
læsa útidyrunum með keðju svo
ég stælist ekki yfir til þín eld-
snemma á morgnana áður en allir
vöknuðu.
Þú kenndir mér að njóta litlu
hlutanna í lífinu, að sjá fegurðina
í öllu, lit laufanna, litlu blómun-
um, steinvölunum sem ég fann á
stéttinni, allt var þetta fjársjóður
í þínum huga.
Garðurinn þinn á Selfossi var
eins og ævintýraheimur og í
minningunni var hann eins og
risastór skógur.
Við krakkarnir gátum enda-
laust hangið og leikið okkur í
snúrustaurunum og stóri steinn-
inn fyrir framan húsið var allt
annað en dauður steinn.
Ævintýrin héldu áfram eftir að
þú fluttir með okkur á Álftanesið
og þó að ég væri orðin unglingur
og seinna fullorðin fórum við
saman í gönguferðir um nesið og
þá oftast í fjöruna þar sem við
tíndum steina og skeljar til að
mála og föndra úr. Þið mamma
ræktuðuð svo upp garðinn sem á
sumrin breytist í hreinan skrúð-
garð og nú verður það mitt verk
með hjálp mömmu að halda garð-
inum við.
Þú elskaðir náttúruna og gróð-
urinn og löngum stundum eyddir
þú í garðinum, þú gast alltaf
fundið eitthvað að gera þar og þó
að heilsan væri farin að gefa sig
síðustu árin vildir þú alltaf kom-
ast út í garðinn.
Þú elskaðir að hafa dýr í kring-
um þig og það sem þú gast dekr-
að við kettina, páfagaukana,
hundana og öll hin dýrin sem
komu inn á heimilið og aldrei
gleymdir þú smáfuglunum sem
alltaf heilluðu þig.
Ég er óendanlega þakklát fyr-
ir stundirnar sem við áttum sam-
an í Skógarbæ og að hafa fengið
að sinna þér þar og hjálpa þér við
það sem þú þurftir hjálp við en ég
gerði það með mikilli gleði og
þakklæti.
Elsku amma, það er erfitt að
kveðja, þú ert mín stærsta fyr-
irmynd og sú manneskja sem
hefur haft hvað mest áhrif á mig í
lífinu. Þú verður ætíð í huga mér
og ég veit það að þú verður ekki
langt undan og einhvern daginn
hittumst við aftur í Sumarlandinu
en ég get ímyndað mér að þar
hafi orðið fagnaðarfundir því þar
biðu þín margir, bæði menn og
dýr.
Takk fyrir allt, takk fyrir þol-
inmæðina og skilninginn, takk
fyrir ástina og umhyggjuna, allt
sem þú kenndir mér og takk fyrir
að hafa alltaf verið til staðar. Þín
er sárt saknað en við fjölskyldan
minnumst þín með mikilli gleði
og þakklæti, við erum rík að hafa
átt þig að.
Þín,
Unnur.
Sigríður Jónsdóttir
✝ Sigurjón Rík-harðsson fædd-
ist á Strandgötu
37b í Hafnarfirði
25. janúar 1946.
Hann lést á heimili
sínu í Hafnarfirði
17. júlí 2018.
Sigurjón var son-
ur hjónanna Guð-
rúnar Ólafsdóttur,
f. 1925, d. 2013, og
Ríkharðs Kristjáns-
sonar, f. 1926, en þau voru búsett
í Hafnarfirði alla tíð. Sigurjón
var elstur átta systkina, hin eru:
Kristján Björgvin, d. 1965.
Hjalti, maki Magnhildur Erla
Halldórsdóttir. Hildur, maki
Bragi Þór Leifsson. Ragnheiður,
fv. maki Þráinn Hauksson. Jó-
hann, maki Fríða Rut Bald-
ursdóttir. Sigríður, maki Jón
Gunnar Jónsson. Óskírður
drengur fæddur andvana.
Árið 1965 gekk Sigurjón að
eiga Helen Gliese Guðmunds-
dóttur en þau skildu árið 1995.
Helen er dóttir Tove Guðmunds-
son hjúkrunarfræðings, f. 1924,
d. 2006, og Guðmundar Guð-
mundssonar mjólkurfræðings, f.
mennsku alla sína tíð með nokkr-
um stuttum hléum. Hann var á
vertíðarbátum, togskipum, síðu-
togara, skuttogara, frystitogara
og stundaði fraktsiglingar á ms.
Helgey. Sigurjón hóf sína eigin
smábátaútgerð 1992 og nefndi
fyrsta bát sinn Nonna Helga, í
höfuðið á frænda sínum Jóni
Helgasyni sem dó 1971. Sigurjón
gerði út báta allt til ársins 1995.
Eftir það stundaði hann sjó-
mennsku hjá ýmsum útgerðum
þangað til hann flutti búferlum
til Danmerkur 1998 og var til
sjós frá bæði norskri og danskri
útgerð. Hann flutti aftur til Ís-
lands árið 2003 og starfaði hjá
Granda hf. og um tíma hjá Haf-
rannsóknastofnun sem sjómaður
uns hann hætti að vinna vegna
heilsubrests 2006. Árið 2007
flutti hann til Hafnarfjarðar og
var þar fram til dánardægurs.
Sigurjón var einungis 72 ára
þegar hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu þriðjudaginn 17. júlí
síðastliðinn.
Sigurjón var jarðsunginn í
kyrrþey 26. júlí 2018 frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði og hvílir
nú í Kirkjugarði Hafnarfjarðar.
1916, d. 1974. Börn
Sigurjóns og Helen
eru: 1) Ríkharður, f.
1965, maki Kristín
Hulda Ingvadóttir,
f. 1966. Börn þeirra
eru: a) Fanney Ósk,
f. 1986, börn henn-
ar eru Álfrún Ída, f.
2009, og Kristín
Agla, f. 2017. b)
Dagmar Rós, f.
1990. c) Kristján
Örn, f. 1999. Sonur hans Sig-
urður Hendrik f. 2017. 2) Guð-
mundur Þór, f. 1968, fv. maki
Laila Björk Hjaltadóttir, f. 1968.
Börn þeirra eru: a) Birkir Þór, f.
1995, b) Stefán Mar, f. 2000. Syn-
ir Lailu frá fyrri samböndum
eru: c) Hjalti Örn, f. 1986, d)
Brynjar Freyr, f. 1990. 3) Hel-
ena, f. 1976, fv. maki Örvar Ás-
berg Jóhannsson, f. 1970. Börn
þeirra eru: a) Elma Katrín, f.
2003, b) Haukur Daði, f. 2009.
Sigurjón gekk í barnaskóla
Hafnarfjarðar en hann byrjaði
ungur að vinna hjá Rarik, í línu-
hóp Harðar Hallbergssonar.
Þaðan lá leið hans til sjós átján
ára gamall. Hann stundaði sjó-
Það er ljúfsárt að sitja hér og
minnast pabba okkar sem lést
skyndilega 17. júlí síðastliðinn.
Pabbi var mikill ljúflingur sem
skipti varla skapi, með mikið
jafnaðargeð og bros sem náði
alltaf til augnanna. Hann var ekki
boginn í baki þrátt fyrir áratuga
veru á sjó. Hávaxinn og sterk-
byggður, veðurbarinn með silfur-
litað hár og marglitt skegg með
mikla hramma sem voru alltaf
hlýir þrátt fyrir að hafa verið úti
á höfn að vinna.
Pabbi var elstur systkina
sinna, giftist ungur móður okkar
Helen og eignaðist okkur þrjú
systkinin. Sjórinn átti hug hans
og vann hann sem sjómaður
mestan hluta ævi sinnar.
Við bræður áttum þess kost að
stunda með föður okkar sjóinn
bæði á vertíðarbátum og svo á
þeim smábátum sem hann gerði
út sjálfur og ef maður hafði ekki
lært að vinna, nú þá lærði maður
það á þessum tíma. Það var ekki
slegið slöku við en varfærinn var
pabbi samt gagnvart veðri og sjó-
lagi, það var ekki róið þegar veð-
ur voru vond.
Meirihlutann af ævi sinni
barðist pabbi við sjúkdóm sem
var honum erfiður, það komu
kaflar þar sem hann hafði betur
en svo komu aðrir sem hann tap-
aði og á endanum hafði Bakkus
betur.
Við vorum saman eins oft og
við gátum, eyddum jólum og öðr-
um hátíðisdögum saman en pabbi
var mikill kokkur og naut þess að
borða góðan mat. Rúntað var um
bryggjur og rætt um allt sem við-
kom sjónum. Pabbi gekk mikið
seinustu árin en að fara niður á
bryggju var honum nauðsynlegt,
að vera nálægt sjónum. Gamlir
tímar voru aldrei langt undan en
pabbi hafði frá mörgu að segja.
Að fylgjast með honum segja frá
var eins og að horfa á mann sem
hvarf aftur í tímann rétt augna-
blik. Þau voru ófá áföllin úti á sjó
sem pabbi upplifði og það var
þakkarvert að sjórinn tók hann
ekki.
Það lifir sterkt í huganum
núna að í hvert skipti sem við
gengum framhjá glugganum
hans pabba var hægt að sjá hann
sitja í stólnum við gluggann sinn,
djúpt hugsi. Það lifnaði heldur
betur yfir honum þegar hann sá
okkur ganga framhjá glugganum
hans.
Pabbi var jarðsunginn frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði á fallegum
degi þann 26. júlí síðastliðinn að
viðstöddum fjölskyldu og vinum.
Nánasta fjölskylda kom svo sam-
an 14. ágúst og lagði jarðneskar
leifar pabba til hvílu hjá móður
hans, ástkærum frænda, bráð-
kvöddum bræðrum og móðurafa í
Kirkjugarði Hafnarfjarðar.
Við viljum þakka félagsþjón-
ustu Hafnarfjarðar fyrir góða að-
stoð í gegnum árin. Það var öllum
dýrmætt að pabbi hefði samastað
í bænum sem hann ólst upp í.
Hvíl í friði, pabbi.
Þín börn,
Ríkharður, Guðmundur og
Helena.
Nú höfum við kvatt kæran
bróður. Sigurjón bróðir okkar
lést 17. júlí sl. Hann var elstur í
stórum systkinahópi. Hann
fæddist á Strandgötunni í Hafn-
arfirði í húsi langömmu sinnar.
Ungur fluttist hann ásamt fjöl-
skyldu sinni á Hringbrautina, þar
stækkaði hópurinn en alls urðu
systkinin átta.
Á Hringbrautinni var líf og
fjör og fullt af börnum í hverju
húsi. Þar var líka Nonni frændi,
bróðir ömmu, sem Sigurjón var
mjög náinn og var Nonni okkur
systkinunum sem afi.
Gaman að geta þess að mörg
sumur bauð Nonni fjölskyldunni í
bíltúr með leigubíl austur fyrir
fjall en á þeim tíma voru ekki
bílar til á hverju heimili.
Sigurjón fór ungur að árum í
sveit að Dísarstöðum í Flóa. Þar
var hann vinnumaður í nokkur
sumur og undi sér vel þar.
Eftir að skólagöngu lauk fór
hann að vinna hjá Rafmagnsveit-
um ríkisins sem línumaður og
ferðaðist vítt og breitt um landið.
Síðan lá leiðin til sjós, en sjó-
mennskan átti eftir að verða hans
ævistarf.
Á sjónum vann hann ýmis
störf, svo sem vélamaður, háseti
og kokkur.
Sigurjón var ungur þegar
hann kynntist Helen sinni, þau
voru glæsilegt par sem eftir var
tekið. Þau stofnuðu heimili í
Hafnarfirði og bjuggu þar allan
sinn búskap ásamt börnunum
þremur.
Sigurjón var duglegur til
vinnu, hafði gaman af elda-
mennsku og var áhugasamur um
bíla. Hann var félagsvera sem
hafði gaman af fólki og spjalli um
lífið og tilveruna. Fjölskyldan var
dugleg að ferðast um landið og
eigum við margar góðar minning-
ar úr skemmtilegum ferðum.
Eftir skilnað fluttist Sigurjón
til Danmerkur í nokkur ár þar
sem synir hans bjuggu. Þar starf-
aði hann við sjómennsku meðan
heilsan leyfði. Eftir að hann flutti
aftur til Íslands bjó hann lengst
af í Hafnarfirði en þá var Bakkus
farinn að hafa mikil áhrif á líf
hans. Hann var þó mikið á ferð-
inni um bæinn og hafði gaman af
að hitta fólk á förnum vegi. Hann
lést í svefni á heimili sínu og hef-
ur jarðarförin farið fram í kyrr-
þey.
Hvíl þú í friði, elsku bróðir.
Hafið, bláa hafið, hugann dregur.
Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þanngað liggur beinn og breiður vegur.
Bíða mín þar æskudrauma lönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyrr.
Bruna þú nú, bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum.
Fyrir stafni haf og himinninn.
(Örn Arnarson)
Fyrir hönd systkinanna,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Sigurjón Ríkharðsson
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR
frá Ólafsvík,
Lækjabrún 17, Hveragerði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði,
15. september. Útförin fer fram frá
Hveragerðiskirkju laugardaginn 22. september klukkan 14.
Egill Guðmundsson
Elísabet Eygló Egilsdóttir
Sveinn Egilsson Margrét Bjartmarsdóttir
Elín Þuríður Egilsdóttir Guðjón Kristinn Kristgeirsson
Guðmundur Gísli Egilsson Guðlaug Jóhanna Steinsdóttir
Sigurður Egilsson Herdís Þórðardóttir
Guðbjörg Egilsdóttir Guðbrandur Björgvinsson
Gústaf Geir Egilsson Vaida Visockaite
Hólmar Egilsson Halldóra Einarsdóttir
Sigurlaug Egilsdóttir Ingólfur Gauti Ingvarsson
Agla Egilsdóttir Arnljótur Arnarsson