Morgunblaðið - 19.09.2018, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018
✝ Theodór Jó-hannesson
fæddist í Reykjavík
18. september 1913.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu Mörk
3. september 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Helga
Vigfúsdóttir hús-
móðir, f. 1875, d.
1918, og Jóhannes
Jónsson trésmiður,
f. 1872, d. 1944. Systkini Theo-
dórs: Þórdís, f. 1904, Kristín f.
1906, Jónína, f. 1907, Vigfús, f.
1908, Karl, f. 1910, Þorbjörn, f.
1912, Elín, f. 1915; hálfbræður
tvíburarnir Sólmundur og Sig-
urjón, f. 1930, og lifir nú Sig-
urjón einn systkinanna.
Theodór kvæntist 29. maí
1943 Rögnu Jónsdóttur, f. 29.
ágúst 1922, d. 28. júní 2016. For-
eldrar hennar voru hjónin Guð-
björg Káradóttir húsmóðir, f.
1894, d. 1974, og Jón Kristófers-
son sjómaður, f. 1888, d. 1977.
Börn þeirra: 1) Björn, f. 3. októ-
Ingason, þau skildu. Dóttir þeirra
Helga, f. 1973. M. Daniel Mars-
hall, f. 1968. Dætur Helgu og
Andrew Jehwo: Isabelle Dora, f.
2001, Eva Justine, f. 2003, Lea
Bjorg, f. 2005, og Coco Anabel, f.
2007. 4) Helga, f. 21. desember
1954. M. Örn Friðrik Clausen, f.
1951. Börn þeirra a) Þóra Björg f.
1978. M. Bjarnólfur Lárusson, f.
1976. Þeirra börn: Elína Helga, f.
2006, Margrét Harpa, f. 2011, og
Lárus Örn, f. 2013. b) Ragnar
Örn, f. 1984. M. Þórhildur Ás-
mundsdóttir, f. 1986. Þeirra dótt-
ir Helga Sif, f. 2018. Sonur Ragn-
ars Arnar og Þorbjargar
Karlsdóttur er Viktor Óli, f. 2007.
Theodór lauk Samvinnuskóla-
prófi árið 1937 og vann versl-
unar- og skrifstofustörf m.a. hjá
Skóverslun Lárusar G. Lúðvíks-
sonar á unglingsárum, síðan
lengi hjá Remedía, Flugfélagi Ís-
lands, síðan Flugleiðum til starfs-
loka 1988. Einnig aðstoðaði hann
um áratugaskeið við bókhald o.fl.
hjá Þorbirni bróður sínum í Kjöt-
búðinni Borg. Theodór var elstur
karla á Íslandi er hann lést.
Starfsfólki í Mörk eru færðar
alúðarþakkir fyrir umönnun og
virðingu sýnda hjónunum.
Útför Theodórs fór fram í
kyrrþey á 105 ára afmælisdegi
hans.
ber 1943. M.Val-
gerður Kristjóns-
dóttir, f. 1945.
Kjördóttir þeirra
Kristín Elísabet, f.
1969 (dóttir Dóru
Bjargar, systur
Björns). M. Árni
Guðbrandsson, f.
1964. Þeirra börn:
Dóra Björg, f. 1994,
Vala Birna, f. 1999,
og Tómas, f. 2003. 2)
Jón, f. 8. maí 1946, d. 16. júní
2012. M.I. Elín Ágústsdóttir, f.
1948, þau skildu. Sonur þeirra
Ágúst, f. 1967. M. Carrie Pasola,
f. 1976. Þeirra börn: Theodor
William, f. 2009, og Sarah, f. 2011.
Sonur Ágústs af fyrra hjónabandi
Anthony August, f. 1997. M.II.
Anne Höst Madsen, f. 1947, d.
2017. Synir þeirra: Poul, f. 1977,
Jon Kristofer, f. 1979, og Henrik,
f. 1986. 3) Dóra Björg, f. 5.mars
1949, d. 31. janúar 1988. Barns-
faðir Pétur Ólafsson, dóttir
þeirra Kristín Elísabet (kjördóttir
Björns, bróður Dóru). M. Björn
Komið er að kveðjustund og
með þakklæti í hjarta kveð ég
Theodór afa minn sem var mér
svo alltaf góður. Hann og amma
voru svo ótrúlega mikilvæg í mínu
lífi og sameiginlega veittu þau
mér dýrmætan stuðning alla tíð.
Fyrstu þrjú árin eftir að ég
fæddist bjuggum við mamma
heima hjá ömmu og afa í Sólheim-
unum. Þar bjó ég við mikið ástríki
og umhyggju og á þeim árum var
lagður grunnurinn að þeirri inni-
legu væntumþykju sem einkenndi
samband mitt við ömmu og afa
alla tíð.
Ég var rúmlega þriggja ára
gömul þegar mamma giftist og
við fluttum í kjölfarið til Lúxem-
borgar. Þar fæddist Helga systir
og við bjuggum þar næstu tíu ár-
in. Afi sendi mér reglulega hlýju
yfir hafið í formi póstkorta þar
sem hann sagði örfá falleg orð til
að gleðja mig. Ég man líka vel
þegar ég kom heim í sumarfríum
að það var efst á mínum óskalista
að vera með ömmu og afa. Hjá
þeim þótti mér langbest að vera
og með þeim ferðaðist ég í fyrsta
skiptið hringinn í kringum Ísland
og til Vestmannaeyja þegar ég
var um 10 ára gömul. Þau ferða-
lög eru mér mjög minnisstæð.
Það er erfitt að hugsa um afa
án þess að hugsa um ömmu í
sömu andrá. Þau voru tvíeyki og
bættu hvort annað upp. Amma
svo einstaklega skrafhreifin,
áhugasöm um svo margt og
skemmtileg og hann aðeins til
baka en samt svo góður við okkur
öll, ljúfur og einstakur húmoristi.
Þegar amma dó í júní 2016 var
eins og afi týndist á einhvern hátt.
Hann hafði ekki lengur lífsföru-
nautinn sem hélt honum á réttri
braut og hjálpaði honum að rata.
Þrátt fyrir að vera týndur var
hann alltaf sami ljúflingurinn,
einstakt séntilmenni eins og hann
hafði verið í lífinu og falleg sál. Og
alltaf klæddur eins og hann væri á
leið á mikilvægan fund, í skyrtu,
jakka og með bindi.
Afi hefði átt afmæli í dag, 18.
september, og orðið 105 ára gam-
all. Hann var búinn að eiga langa
ævi og hans gæfuspor var að gift-
ast ömmu því þau voru einstak-
lega samrýnd og yndisleg saman.
Í dag kveð ég bæði ljúflingsafa
minn og þeirra tvíeyki sem var
mér svo mikilvægt í lífinu. Ég trúi
að síðustu kveðjuorð afa til ömmu
hafi núna ræst og þau hittist fyrir
hinum megin.
Kristín.
Látinn er tengdafaðir minn,
Theodór Jóhannesson, nær 105
ára að aldri. Hann var borinn og
barnfæddur Reykvíkingur og hér
bjó hann langa ævi, utan nokk-
urra ára vestur í Dölum. Það var
svo vegna þess að móðir Theo-
dórs lést í spænsku veikinni 1918
og var hann þá sendur til föður-
systur sinnar sem bjó á Orms-
stöðum á Fellsströnd. Þar dvaldi
hann við gott atlæti fram að ferm-
ingu er hann sameinaðist aftur
föður og systkinum. Þessi lífs-
reynsla varð honum mjög hug-
stæð síðar á ævinni og rifjaði
hann oft upp þessa raun. Theodór
þráði að menntast og ganga í
Verzlunarskólann en til þess voru
hvorki efni né aðstæður og fór
hann að vinna fyrir sér um ferm-
ingu. Hann átti þess þó kost að
fara í Samvinnuskólann og lauk
þaðan prófi árið 1937. Vann hann
síðan verslunar- og skrifstofu-
störf, síðast hjá Flugleiðum uns
hann lét af störfum 75 ára gamall.
Theodór kvæntist 1943 Rögnu
Jónsdóttur, þau eignuðust fjögur
börn og bjuggu í afar ástríku
hjónabandi í rúmlega 73 ár. Þau
voru dugleg að ferðast um eigið
land og önnur og komust alla leið
til Kína sem var nýlunda á þeim
árum. Um það leyti sem Theodór
hætti störfum lést Dóra dóttir
þeirra eftir langvarandi og erfið
veikindi. Var það þeim þung sorg
en þau báru harm sinn í hljóði og
fetuðu áfram saman veginn. Síðar
lést Jón sonur þeirra á besta
aldri. Eftir starfslok nutu þau
þess að taka þátt í félagsstarfi
aldraðra og voru sjálfs sín ráðandi
allt til ársbyrjunar 2015 er veru-
lega tók að halla undan fæti og
þau fluttu á Hjúkrunarheimilið
Mörk, Ragna 92 ára og hann 101
árs. Þar nutu þau mjög góðrar
umönnunar og atlætis saman uns
Ragna lést fyrir rúmlega tveimur
árum. Forlögin tóku frá honum
minningar frá langri ævi en þau
hlífðu honum við sorginni þegar
Ragna dó.
Theodór var glaðsinna, hann
hafði yndi af léttu spaugi og bjó
yfir miklu jafnaðargeði. Hann var
heilsuhraustur maður með af-
brigðum. Honum varð sjaldan
misdægurt og hafði fótavist til
síðasta dags.
Árið sem er að líða varð honum
svolítið erfitt. Hann var þreyttur.
Honum þótti gott að sitja og hald-
ast í hendur og svo töluðum við
um veðrið. Það var alltaf gott og
ef það rigndi, þá var það gott fyrir
gróðurinn. Kvöldið áður en Theo-
dór lést sat hann frammi í stofu
og hjálpaði starfsfólkinu með létt
húsverk. Síðan lagðist hann til
svefns, sáttur við guð og menn, og
vaknaði ekki aftur til þessa lífs.
Við sem lifum enn um hríð mætt-
um taka okkur til fyrirmyndar já-
kvæða lífsafstöðu hans. Ég minn-
ist Theodórs með gleði í hjarta.
Valgerður Kristjónsdóttir.
Elsku afi minn.
Nú ertu farinn og þið amma
hittist loksins fyrir hinum megin.
Ég á svo fallegar og hlýjar
minningar um þig afi minn enda
nærvera þín svo góð og þú svo
ljúfur ætíð. Þú fékkst húmorinn í
vöggugjöf og gladdir okkur með
hnyttni þinni allt til endaloka. Ég
man svo hvernig þú hnipptir oft í
olnbogann á mér, sagðir mér eitt-
hvað sniðugt og hlóst svo með
sjálfum þér.
Ég á margar minningar af þér
á Baldurshaga þar sem þú gekkst
um landið ykkar og gættir að öllu
og naust þess að vera í nátt-
úrunni.
Þú kenndir mér það að ef
sólsetrið væri fallegt kæmi gott
veður næsta dag og ef sólarupp-
koman væri falleg yrði veðrið lík-
lega ekki með besta móti þann
daginn. Ég hef alltaf geymt þenn-
an fróðleik með mér og er nokkuð
viss um að þetta hafi ávallt stað-
ist.
Nú sest sólin hjá þér, afi minn,
þegar þú leggst til hinstu hvílu og
við kveðjum þig.
Þín verður ávallt saknað, elsku
afi, og ég bið að heilsa ömmu.
Þín Tóta (Stjarnan þín).
Þóra Björg Clausen.
Nú hefur öðlingurinn Theódór
Jóhannesson eða Dóri eins og
hann var kallaður kvatt þetta
jarðlíf. Dóri var æskuvinur föður
míns Ólafs Beinteinssonar og
hélst sá vinskapur eftir að hvor
um sig kvæntist og stofnaði heim-
ili.
Þau Dóri og eiginkona hans
Ragna Jóndóttir heitin og þeirra
börn hafa því verið hluti af minni
tilveru frá fyrstu tíð. Dóri var ein-
staklega þægilegur maður. Hlýja
og glaðværð voru áberandi þættir
í fari hans. Þessir eiginleikar
Dóra komu vel í ljós þegar þau
hjón Ragna og hann voru sótt
heim. Einna eftirminnilegustu
minningarnar frá árum áður
tengjast fallegum sumarbústað,
sem Dóri og Ragna áttu nálægt
Hólmsá ekki fjarri Rauðhólum.
Þangað fórum við systkinin frá
Fagranesi við Elliðavatn í heim-
sókn á hverju sumri ásamt for-
eldrum okkar Ólafi Beinteinssyni
og Sigurveigu Hjaltested. Þessar
heimsóknir til Rögnu og Dóra
voru sannkallaðar ævintýraferð-
ir. Við börnin lékum okkur frjáls
og glöð í fögru umhverfi meðan
foreldrar okkar röbbuðu saman
um lífsins gang og tilveru. Þótt
samskiptin yrðu ekki eins tíð með
árunum féllu þau aldrei niður
hvað mig snerti. Dóri og Ragna
fluttu nefnilega í fjölbýlishúsið á
Reynimel 88-92 í Reykjavík, þar
sem tengdamóðir mín Aðalheiður
Valdimarsdóttir bjó. Þar kíkti ég
stundum í heimsókn til þeirra
enda ekki um langan veg að fara,
þar sem þau bjuggu í íbúð í næsta
stigagangi við Heiðu tengda-
mömmu. Eftir að þau hjónin
fluttu af Reynimelnum hitti ég
þau af og til gegnum starf mitt
sem tónlistarmaður bæði á Vita-
torgi meðan þau bjuggu þar og
síðar í Mörk við Suðurlandsbraut.
Er ég kom fram þar fyrir um
hálfu ári hitti ég Dóra í síðasta
sinn.
Hans kæra Ragna látin og að-
koman því á annan veg en verið
hafði gegnum árin. Dóri bar sig
þó vel að venju og var ótrúlega
unglegur að sjá.
Hann bar engan veginn með
sér að vera orðinn elsti maður Ís-
lands. Viðmótið var eins hlýlegt
og áður en minnið nokkuð á
undanhaldi. Mér þykir vænt um
þennan lokafund okkar sem var
nokkurs konar ábót á allar þær
góðu samverustundir sem ég upp-
lifði með Dóra heitnum gegnum
tíðina.
Það er óhætt að segja að
Theodór Jóhannesson hafi staðið
langa lífsvakt með einstökum
sóma. Ég sendi eftirlifandi af-
komendum hans, tengdabörnum
og vinum samúðarkveðjur.
Ólafur Beinteinn Ólafsson.
Theodór
Jóhannesson
Smáauglýsingar
Bækur
Nú eru bara allir sem vettlingi
geta valdið úti að hjóla!
Sáuð þið ekki Macron Frakklandsfor-
seta og Lars Lökke í Danmörku um
daginn?
Hjólabækurnar allar 5 frítt með
Íslandspósti 7.500 kr.
Vestfirðir - Vesturland - Suðvestur-
land - Árnessýsla - Rangárvallasýsla.
Ein góð bók fylgir í kaupbæti.
Skaftafellssýslur í bígerð hjá Smára
okkar.
Vestfirska forlagið
jons@snerpa.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur,
fyrir veturinn
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
mbl.is
alltaf - allstaðar
Raðauglýsingar
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Sjálfstæðisflokkurinn
Vikulegir viðtalstímar
Birgir Ármansson, alþingis-
maður og formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins,
og Hildur Björnsdóttir
borgarfulltrúi bjóða upp á
viðtalstíma á föstudaginn,
21. september, á milli
12:00 og 13:00.
Hver viðtalstími er að
hámarki 15 mínútur
að lengd.
Þingmenn og borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins verða á
næstu vikum með opna
viðtalstíma á skrifstofu
flokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Viðtalstímarnir munu fara fram á
föstudögum frá kl. 12:00 – 13:00. Upplýsingar
um hvaða fulltrúar verða til viðtals hverju
sinni, verða auglýstar nánar á heimasíðu og
samfélagssíðum flokksins.
Bóka verður tíma fyrirfram í s. 515-1700 eða
með tölvupósti á skuli@xd.is .
Kveðja
Sjálfstæðisflokkurinn
Fundir/Mannfagnaðir
Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
HALLDÓRS SKAFTASONAR
veitingastjóra.
Ína Gissurardóttir
Arna Björk Halldórsdóttir
Hallur Halldórsson Petra Sigurðardóttir
Sigurveig Halldórsdóttir Hermann Haukur Aspar
barnabörn og barnabarnabarn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
INGA TRYGGVASONAR,
bónda og
fyrrverandi alþingismanns.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skógarbrekku,
hjúkrunardeildar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík,
fyrir góða umönnun.
Þorsteinn Ingason
Steingrímur Ingason Guðný Eygló Gunnarsdóttir
Unnsteinn Ingason Rósa Ösp Ásgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn