Morgunblaðið - 19.09.2018, Page 26

Morgunblaðið - 19.09.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018 Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, umsjónarmaður Lystigarðsins áAkureyri, á 50 ára afmæli í dag. Hún leysti fyrst af sem um-sjónarmaður árið 2015 en tók síðan endanlega við starfinu ári síðar. Lystigarðurinn er eitt helsta stolt Akureyrar en hann er orðinn 106 ára gamall og er 3,6 hektarar. „Garðurinn er afskaplega fallegur og við fáum endalaust hrós frá útlendingum og þeir bara trúa ekki sínum eigin augum þegar þeir sjá hann.“ Um 7.000 tegundir eru í garðinum og þar með eru talin tré, runnar, fjölæringar og laukar. Garðurinn er með þrjá heilsárstarfs- menn en yfir sumarið vinna 20-25 manns í garðinum. Spáð er mikilli norðanhríð á morgun og því er verið að taka inn þær plöntur sem þola ekki frost. „Við erum að taka inn dalíur og margar- ítur og á þessum tíma erum við í frætöku, þ.e. taka fræ af plöntum, og almennum frágangi. Garðinum er lokað formlega 30. september en hliðin eru opin svo það er alltaf hægt að ganga um í honum. Það helsta sem hefur breyst í garðinum síðan ég tók við er að við erum með verkfæra- og myndasýningu við íslensku beðin þar sem áð- ur voru klósett en þau voru búin að vera lokuð í tugi ára,“ segir Guð- rún aðspurð. „Þar erum við líka með skjá sem sýnir 100 myndir og við skiptum síðan um þær eftir ákveðið langan tíma. Svo hef ég sjálf alltaf mikinn áhuga á sumarblómum og þeim hefur fjölgað mikið í garð- inum.“ Guðrún er stödd ásamt eiginmanni sínum í sumarbústað á Bakka- flöt í Skagafirði. „Hérna er svakalega fallegt og alveg stórkostlegt út- sýni. Ég á síðan von á fjölskyldunni og við ætlum að borða góðan mat og gera eitthvað skemmtilegt. Förum kannski í „rafting“.“ Eiginmaður Guðrúnar er Árni Grant sendibílstjóri og börn þeirra eru Hafþór, f. 1992, Heiðdís Anna, f. 1996, og Björgvin Valur, f. 2003. Bakkaflöt Guðrún við sumarbústaðinn í gær. Sér um eitt helsta stolt Akureyrar Guðrún Kristín Björgvinsdóttir er fimmtug H álfdan fæddist í Reykjavík 19.9. 1943 og ólst þar upp í Vest- urbænum. Hann lauk gagnfræðaprófi 1960, farmannaprófi frá Stýrimannaskól- anum 1967, skipstjóraprófi frá varð- skipadeild Stýrimannaskólans 1968, kafaraprófi 1968, prófi frá Vopna- skóla danska sjóhersins 1978, prófi í leit og björgun á hafinu frá björg- unarskóla US Coast Guard 1983, prófi frá vopnaskóla bandaríska sjó- hersins Surface Underwater EOD 1984, prófi og þjálfun frá björg- unarskóla Robert Gordon Institution í Aberdeen í Skotlandi í sjóbjörg- unarmálum 1987 og prófi frá björg- unarskóla bresku strandgæslunnar Highcliff 1990. Hálfdan hóf störf sem sjómaður hjá Eimskipafélagi Íslands 1959, var á togara hjá Tryggva Ófeigssyni og há- seti hjá Landhelgisgæslunni frá 1960, stýrimaður og skipherra í viðlögum á skipum, flugvélum og þyrlum Land- helgisgæslunnar 1966-85, sprengju- sérfræðingur og kafari á sama tíma, deildarstjóri áhafnardeildar hjá Sigl- ingamálastofnun 1986-87, deild- arstjóri björgunardeildar SVFÍ 1987- 94 en undir björgunardeild heyrði björgunarmiðstöðin MRCC Coastal og tilkynningaskylda fslenskra skipa. Hálfdan var fulltrúi á fjölmörgum fundum Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar og Inmarsat sem ráðgjafl Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður sjómannadagsráðs – 75 ára Eldhúsmannlíf á Molastöðum Hálfdan og Edda, Halldór og María, börn þeirra sjö og Aþena, dóttir Helgu Dísar. Í fremstu röð á sviði öryggismála um árabil Yngsta barnabarnið Hálfdan með Magdalenu Ellý og tíkina Töru. 65 ára brúðkaupsafmæli eiga í dag hjónin Sigríður Þ. Jónsdóttir og Ásgeir Guðmundsson. Þau fæddust bæði árið 1933 og hafa nú þegar átt 85 ára afmæli á árinu. Foreldrar Sigríðar voru Jón S. Lofts- son, stórkaupmaður í Reykjavík, og kona hans Brynhildur Þórarinsdóttir, en Ásgeir var sonur Guðmundar Jóns- sonar, skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri, og konu hans, Ragnhildar Maríu Ólafsdóttur. Ásgeir og Sigríður unnu að skóla- og menntamálum allan sinn starfsaldur, hann m.a. sem skólastjóri Hlíðaskóla og forstjóri Námsgagnastofnunar og Sigríður sem kennari í Hlíðaskóla og námstjóri í menntamálaráðuneytinu. Einnig hafa þau bæði verið mjög virk í félagsmálum. Eftir að þau fóru á eft- irlaun árið 1998 unnu þau sem farar- stjórar í Heimsklúbbi Ingólfs Guð- brandssonar um fimm ára skeið. Þau hjónin eiga þrjár dætur sem allar eru kennarar: Brynhildi, eiginmaður er Þorsteinn Guðnason, Ingibjörgu, eig- inmaður er Guðmundur Ásgeir Geirs- son, og Margréti, eiginmaður er Agnar Birgir Óskarsson. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin einnig níu tals- ins. Alls eru afkomendur 30 með mök- um. Ásgeir og Sigríður munu fagna þess- um tímamótum með fjölskyldunni. Árnað heilla Króndemantabrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.