Morgunblaðið - 19.09.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.09.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2018 Skál fyrır hollustu Christopher Llewellyn Reed, gagn- rýnandi Film Festival Today, velur Konu fer í stríð í leikstjórn Bene- dikts Erlingssonar sem eina af fimm bestu leiknu myndum kvikmynda- hátíðarinnar í Toronto (TIFF) þetta árið. Segir hann myndina búa yfir einstakri blöndu af aktívisma og húmor sem sé þess virði að sjá og nefnir sem dæmi að myndin byrji bókstaflega með hvelli. Hann fer fögrum orðum um frammistöðu Halldóru Geirharðsdóttur í aðal- hlutverkinu og segir hana magnaða. Undir þetta tekur Lena Wilson hjá The Playlist sem segir einstak- lega ánægjulegt að sjá loks kven- skörung á besta aldri á hvíta tjaldinu sem sé ekki aðeins fim í baráttu sinni fyrir nátturuvernd heldur einnig marglaga persóna. Að mati Wilson markar Benedikt með nýj- ustu mynd sinni réttmæta stöðu Íslands í kvikmyndaheiminum. Seg- ir hún handrit myndarinnar vera „kjarkað og yfirvegað“ á sama tíma og hrósar myndinni fyrir það hversu fyndin og íslensk hún sé. Rýnir The Film Experience mælir eindregið með myndinni og segir Benedikt vera mikinn hæfileika- mann sem nýti sér sjónræna mið- ilinn til hins ýtrasta auk húmorsins. Steve Pond hjá The Wrap segir Benedikt vera „prakkara með til- gang, listamann sem sé óhræddur við að vera skrýtinn og að Kona fer í stríð [sé] fallegt gól“. Rifjar hann upp þegar Hross í oss var framlag Íslands til Óskarsins 2013 og segir það munu verða Óskarsverðlauna- akademíunni til ævarandi skammar að hún hafi ekki ratað á stuttlistann. Hrós Halldóra Geirharðsdóttir í kvikmyndinni Kona fer í stríð. Jákvæðar við- tökur á TIFF Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og hljómsveitin Amandus frá Cuxhaven í Þýskalandi halda sameiginlega tónleika í Hásöl- um Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á morgun, fimmtudag, kl. 17.30 undir yfirskriftinni Erasmus+. Sveitirnar tvær hófu samstarfi vorið 2016 þegar Amandus heimsótti Ísland, en sveit- irnar hlutu styrk í flokknum ung- mennaskipti hjá Erasmus. „Verk- efnið sem við vinnum að byggist á því að velja þjóðlög frá Íslandi og Þýska- landi sem tengjast veðurfari og nátt- úru og útsetja þau fyrir hljómsveit- irnar,“ segir í tilkynningu frá Ármanni Helgasyni klarínettuleikara og stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sem jafnframt er hugmyndasmiður þessa Erasmusverkefnis. Þátttakendur hafa síðustu vikuna unnið að því að skapa stórt tónverk sem samanstendur af mörgum þjóð- lögum landanna tveggja og hljóð- heimi náttúrunnar „til þess að undir- strika textana og með því mynda einhverskonar hljóðheimstónverk“. Aðgangur að tónleikunum er ókeyp- is. Hljóðheimstónverk Ármann Helgason stjórnar hópnum sem samanstendur af 60 ungmennum á aldrinum 13-23 ára frá Íslandi og Þýskalandi. Þjóðlög og náttúru- hljóð í Hásölum Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það eru 100 ár síðan Sagan af dátanum var frum- flutt í Lausanne í Sviss. Verkið var upprunalega samið fyrir leikhús og höfundarnir Igor Stravin- skíj, sem samdi músíkina, og C.F. Ramuz, sem samdi textann sem byggður er á gamalli rúss- neskri þjóðsögu, gerðu ráð fyrir þremur leik- urum, sögumanni og dansara í verkinu,“ segir Rúnar Óskarsson, einn af sex stjórnarmönnum í verkefnastjórn Kammersveitar Reykjavíkur sem flytur verkið í Norðurljósum Hörpu á sunnudag- inn kemur kl. 16. „Við munum sameina öll hlutverkin í eitt hlut- verk sögumanns sem Jóhann Sigurðarson leikari fer með. Hinn 28. september er öld frá frumflutn- ingi Sögunnar af dátanum og það lá einfaldlega í loftinu að flytja það verk á fyrstu tónleikum starfsársins, “ segir Rúnar og bætir við að Kammersveitin hafi einu sinni áður tekið þátt í verkinu. „Kammersveitin spilaði verkið í fullri út- færslu með Leikfélagi Reykjavíkur 1976.“ Rúnar segir að Sagan af dátanum sé áminning um að hamingjan verði ekki keypt þrátt fyrir öll heimsins auðæfi. Hún eigi jafn vel við nú og fyrir 100 árum. Sagan fjalli um hermanninn Jósef sem sé á leið heim í frí. Hann leiki á fiðluna sína þegar kölski, í gervi gamals manns, bjóði honum skipti á henni og bók sem á að færa þeim sem kann með að fara óendanleg auðæfi. Jósef gengur að boðinu en kemst að því að auðurinn færir honum ekki hamingju. Sjö hljóðfæraleikarar taka, að sögn Rúnars, þátt í tónlistarflutningnum á sunnudag. Stjórn- andi á tónleikunum er Bjarni Frímann Bjarnason, Rúnar Óskarsson leikur á klarinett, Richard Korn á kontrabassa, Páll Palomares á fiðlu, Bryndís Þórsdóttir á fagott, Einar Jónsson á trompet, Carlos Aquilera á básúnu og Frank Aarnink á slagverk. Íslensk þýðing verksins er eftir Þor- stein Valdimarsson. Rúnar segir að Kammersveit Reykjavíkur sé flutt með starfsemi sína í Hörpu. Þar sé gott að vera og vel hafi verið tekið á móti þeim. „Næstu tónleikar sveitarinnar eru jólatónleikar 2. desem- ber þar sem flutt verða fjölbreytt verk eftir J.S. Bach, C.P.E. Bach og G.Ph. Telemann. Gestir á þeim tónleikum verða Inês d’Avena blokkflautu- leikari og Claudio Ribeiro semballeikari,“ segir Rúnar og bætir við að Kammersveit Reykjavíkur taki þátt í Myrkum músíkdögum í febrúar og verði með vortónleika í mars. Rúnar segir að kammertónlist þýði upphaflega herbergistónlist sem vitnar til þess að flytja tón- list í litlum sölum eða jafnvel heima í stofu. Í nú- tímanum þýðir kammer í raun minni hljómsveit eða hópur sem spilar klassíska tónlist í minni hóp- um. Kammersveit geti talið frá nokkrum hljóð- færaleikurum og upp í þrjátíu. Morgunblaðið/Hari Hamingjan verður ekki keypt Undirbúningur Kammersveit Reykjavíkur á æfingu í Hörpu fyrir tónleikana sem verða á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.