Morgunblaðið - 19.09.2018, Blaðsíða 36
N o r ð u r - A t l a n t s h a f
G r æ n l
a n d
s h a
f
Norðurhe imskautsbaugur
Vopnafjörður
Þórshöfn
Egilsstaðir
GRÆNLA
Ilulis
Kulu
N
Narsars
GRÆNLAND
Nerlerit Inaat
FÆREYJAR
Tórshavn
.
Ke
Í S L A N D
kureyri
Grímsey
Ísafjörður
YKJAVÍK
ND
sat
suk
uuk
uaq
50 m
ín.
40
m
ín
.
Þegar upp er staðið hefur þú
meiri orku og rýmri tíma til að
gera það sem þig lystir.
airicelandconnect.is
Nýttu tímann
og fljúgðu á vit
ævintýranna
Innanlandsflug
frá 7.680 kr.
aðra leiðina
Skátar aftur á svið
eftir fimm ára hlé
Rokksveitin Skátar heldur sína
fyrstu tónleika í Reykjavík í rúm
fimm ár á skemmtistaðnum Húrra í
kvöld kl. 20, ásamt tveimur reyk-
vískum rokksveitum, Bagdad
Brothers og Man Kind. Skátar lögðu
upp laupana árið 2009 og höfðu þá
vakið athygli fyrir hressilega sviðs-
framkomu og búninga og ágenga
en um leið dansvæna rokktónlist.
MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 262. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
„Mér fannst ég þurfa á meiri áskor-
un að halda til að taka framförum.
Þá horfði ég til toppliðanna. Mér
leist vel á aðstæður hjá Breiðabliki
og eins á leikmannahópinn sem var
og er skipaður ungum leikmönn-
um,“ segir hin 18 ára gamla Alex-
andra Jóhannsdóttir, nýkrýndur Ís-
landsmeistari í knattspyrnu með
Breiðabliki. »4
Þurfti meiri áskorun til
að taka framförum
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Nýliðar KA sendu skýr skilaboð
þegar þeir völtuðu yfir Hauka með
ellefu marka mun í annarri umferð
Olísdeildar karla í handbolta um
síðustu helgi. Morgunblaðið fer yfir
umferðina í ítarlegum pistli í dag
og velur úrvalslið umferðarinnar.
KA-menn eiga þar tvo menn af sjö í
byrjunarliðinu. Annar þeirra er
markvörðurinn Jovan
Kukobat sem er kom-
inn aftur til félagsins.
Sex rauð spjöld hafa
þegar farið á loft í
deildinni og
svo virðist
sem leik-
menn séu
farnir að „fiska“
andstæðingana út af í
auknum mæli. »3
Nýliðar KA sendu skýr
skilaboð gegn Haukum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ísrael er upplifun. Sagan opnast svo
auðvelt verður að skapa í huganum
myndir af þeim atburðum sem gerð-
ust fyrir um tvö þúsund árum og seg-
ir frá í Biblíunni. Fólkið sem ég fer
með núna er búið að setja sig vel inn í
málin; lesa og sækja fyrirlestra. Það
er skemmtilegt að ferðast með slíku
fólki,“ segir séra Þórhallur Heimis-
son, prestur og fararstjóri. Íslenskur
hópur, alls 185 manns, heldur suður
til Ísraels næstkomandi sunnudag og
fer með beinu flugi á Ben Gurion-
flugvöll í Tel Aviv. Frímúrarastúkan
Hamar í Hafnarfirði stendur fyrir
ferðinni fyrir félaga sína og maka, en
svo slást frímúrarar úr öðrum stúk-
um reglunnar á Íslandi með í för.
Olíufjallið og boðorðin tíu
Ferðin hefur verið lengi í undir-
búningi og þar hefur sr. Þórhallur
haft hönd í bagga, en hann er að-
stæðum vel kunnugur.
Á fyrsta degi ferðar verður gamli
borgarhlutinn í Jerúsalem skoðaður;
farið að Gullna hliðinu, upp að Olíu-
fjallinu, að Getsemanegarðinum,
stoppað við Grátmúrinn og farið að
grafarkirkju Krists á Golgata. Á öðr-
um degi munu reglubræður svo halda
frímúrarafund í Námum Salómons
sem eru vel þekktur staður á þessum
slóðum. Verða kjólfötin því með í
töskum Ísraelsfaranna, sem einnig
skoða helfararsafnið Yad Moshem,
fæðingarkirkju Krists og kapelluna í
Mjólkurhellinum.
Hópurinn mun þá fara að Dauða-
hafinu og Galíleuvatni; hvar fiski-
mennirnir lögðu á djúpið forðum.
Einnig verður heimsótt kirkjan á
Beattitues-fjalli þar sem Kristur hélt
fjallræðuna, en inntak hennar er boð-
orðin tíu. Þegar líður á þessa tíu daga
ferð verður farið til Jórdaníu og borg-
arinnar Petru og áhugaverðir staðir
þar í kring skoðaðir.
Menningarsagan
í sviphendingu
„Ísrael og Palestína eru meðal
áhugaverðustu staða í heiminum sem
ég hef komið til. Þar birtist stór hluti
af menningarsögu heimsins í svip-
hendingu. En vissulega eru sagan og
samfélagið á þessum slóðum flókin.
Maður fær kannski ekki alltaf fullan
skilning á atburðarás og umgjörð í
fréttum af þessum slóðum, sem
gjarnan eru af stríðsátökum. Þau eru
líka að mestu háð við landamæralínur
og ná lítið til almennings inni í borg-
unum sem við heimsækjum nú,“ segir
sr. Þórhallur, sem síðustu misseri
hefur verið búsettur í Svíþjóð. Hann
er þó alltaf með annan fótinn heima á
Íslandi og sinnir námskeiðahaldi og
fararstjórn á framandi slóðum.
Frímúrarar taka kjól-
fötin með til Ísraels
AFP
Strangtrúaðir Gyðingar með hatta sína við bænagjörð á strönd Miðjarðarhafsins. Trúarbrögðin móta mannlífið í
löndum Biblíunnar, svo sem Ísrael, en þangað og til Jórdaníu er hópur íslenskra frímúrara nú á leiðinni.
Íslendingar að Gullna hliðinu, Getsemanegarði og Galíleuvatni
Fararstjóri Þórhallur Heimisson
hefur ferðast víða með Íslendinga.