Morgunblaðið - 29.09.2018, Page 4

Morgunblaðið - 29.09.2018, Page 4
Þróun tveggja undirliða vísitölu, 2008-2018 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2015 2016 2017 20182014 200 kr. 190 180 170 160 150 140 130 120 Heimild: Hagstofa Íslands Bensín 95 okt. Dísilolía Vísitölur bensíns og dísilolíu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á Brent-Norðursjávarolíu hef- ur síðustu daga farið yfir 80 dali fatið og hefur ekki verið hærra síðan 2014. Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi á síðari hluta árs 2014. Verðið árið 2014 varð hæst í júní er það fór í 115,71 dal. Það náði svo lágmarki í janúar 2016 er það fór í 27,1 dal. Heimsmarkaðsverðið hefur síðan verið á nokkuð stöðugri uppleið og fór í um 83 dali síðdegis í gær. Lækkun olíuverðs var meðal ann- ars rakin til aukinnar framleiðslu í Bandaríkjunum. Nýjar leiðir til olíu- vinnslu úr leirsteini áttu þátt í því. Nú segja greinendur að viðskipta- þvinganir Bandaríkjastjórnar gegn Íran hafi ýtt undir olíuverðið. Rætt um 100 dali á fatið á ný Stjórnandi hjá Bank of America Merill Lynch sendi minnisblað til viðskiptavina á mánudaginn var. Þar segir að vaxandi líkur séu á að sagan frá 2008 endurtaki sig. Þá fór olíu- verð í hæstu hæðir en hrapaði svo. Rætt var um það í bandarískum fjölmiðlum í vikunni sem leið að olíu- verðið gæti farið í 100 dali á ný. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir ekkert í kortunum sem bendi til að olíuverð muni lækka í bili. „Frá sjónarhóli tæknigreiningar er fremur útlit fyrir frekari verð- hækkanir. Aðferðafræði tæknigrein- ingar lýtur að því að greina mynstur í verðþróun og hegðun markaðsaðila. Það er gert óbeint í gegnum verð og veltu á markaði. Sem stendur eru engin merki um viðsnúning. Það má segja að tæknigreining sé alltaf dá- lítið á eftir markaðnum. Hún er hins vegar fullkomlega hlutlæg. Hún byggist til dæmis hvorki á vanga- veltum um framtíðaratburði né um- ræðu í fréttum. Hvað varðar Brent- olíuna er líklegt að fyrirstaða eða viðnám gegn hækkun verði 89-96 dalir á fatið,“ segir Yngvi og vísar til mögulegs þaks í olíuverðinu á næst- unni. Þó sé óvíst hvort þessi fyrir- staða haldi þegar litið er til lengri tíma. „Markaðsaðilar hafa enda til- hneigingu til að setja inn pantanir á markaðinn í kringum fyrri öfgagildi á markaðnum. Í þessu tilviki þá sölu- pantanir á olíu,“ segir Yngvi. Hefur ýtt undir verðbólgu Bensín, 95 okt, og díselolía eru meðal undirliða vísitölu neysluverðs sem verðbólgan er samsett úr. Hækkun olíuverðs hefur því ýtt undir verðbólgu undanfarið. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur á greiningardeild Arion banka, bendir aðspurður á að eldsneytiskostnaður íslensku flugfélaganna sé ýmist ann- ar stærsti eða stærsti kostnaðarliður þeirra. Því hafi hærra olíuverð áhrif á rekstur þeirra, líkt og þau hafi fundið fyrir síðastliðin misseri. „Horfur eru á að íslensku flug- félögin borgi um eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega á þessu ári. Það skýrist einkum af því að flugfargjöld hafa ekki hækkað til samræmis við óhagstæða þróun ytri áhrifaþátta, sér í lagi þróun elds- neytisverðs. Slíkt ástand getur ekki varað til lengdar. Því er ljóst að flug- fargjöld þurfa að óbreyttu að hækka. Það getur gert Íslandsferðina dýrari og því mögulega haft áhrif á þróun fjölda ferðamanna. Við notum mikla olíu. Olíuinn- flutningur í fyrra nam til að mynda 78 milljörðum sem var rúmlega 11% af heildarvöruinnflutningi. Ríflega helmingur innflutningsins er í formi þotueldsneytis og miðað við aukin umsvif og verðhækkanir er ekki ólík- legt að vægið hafi aukist á þessu ári.“ Olíuverðið ekki hærra síðan 2014  Verð á Brent-Norðursjávarolíu er komið yfir 80 dali  Það hefur hækkað stöðugt frá árinu 2016  Hagfræðingur segir fátt benda til lækkunar  Hærra olíuverð ekki komið fram í flugfargjöldum Hæsta, lægsta og lokagildi mánaðar 2004-2018 160 150 140 130 120 110 100 90 80 70 60 50 40 30 201820172016201520142013201220112010200920082007200620052004 20 10 0 12 mánaða meðaltal. Vísbending um leitni. Markaðsaðilar hafa tilhneigingu til að setja viðskiptapantanir nærri fyrri öfgagildum: Mögulegt viðnám gegn hækkun á verðbilinu 89-96 dalir á fatið. $ Heimildir: Thomson Reuters, AnalyticaVerð á Brent-Norðursjávarolíu í dollurum á fatið Yngvi Harðarson Elvar Ingi Möller 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Veður víða um heim 28.9., kl. 18.00 Reykjavík 7 rigning Bolungarvík 9 rigning Akureyri 10 skýjað Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 8 rigning Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 11 alskýjað Stokkhólmur 8 léttskýjað Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 12 skýjað Brussel 14 léttskýjað Dublin 13 léttskýjað Glasgow 12 skýjað London 15 heiðskírt París 17 léttskýjað Amsterdam 14 léttskýjað Hamborg 13 léttskýjað Berlín 14 heiðskírt Vín 21 heiðskírt Moskva 11 léttskýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 29 heiðskírt Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 26 léttskýjað Róm 24 heiðskírt Aþena 18 skýjað Winnipeg 2 skýjað Montreal 18 léttskýjað New York 13 þoka Chicago 15 skýjað Orlando 31 skýjað  29. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:32 19:06 ÍSAFJÖRÐUR 7:38 19:09 SIGLUFJÖRÐUR 7:21 18:52 DJÚPIVOGUR 7:01 18:35 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag Vestlæg átt, 3-10 og víða léttskýjað. Hiti 2 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum NA-til. Á mánudag Hvöss sunnanátt og talsverð rigning eða slydda, einkum S-lands. Vestlægari síðdegis. Norðlæg átt, víða 8-15 m/s. Rigning eða slydda og síðar él á N- og NA-landi, en rofar til S- og V- lands síðdegis. Gengur í norðvestan 15-23 m/s á Austfjörðum og SA-landi í kvöld. Kólnar í veðri. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is „Dómurinn féll í gær, og ríkisstjórnin vildi bregðast strax við honum og því samþykktum við þessa yfirlýsingu með þeirri afsökunar- beiðni sem þar er,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forráðherrasætisráðherra í samtali við Morg- unblaðið í gær. Starfshópur þriggja ráðuneyta Ríkisstjórnin samþykkti jafnframt á fundi sínum að skipaður yrði starfshópur fulltrúa for- sætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðu- neytis og dómsmálaráðuneytis er fengi það hlutverk að leiða viðræður og sáttaumleitanir við aðila málsins og aðstandendur þeirra vegna þess miska og tjóns sem þau hafa orðið fyrir. Aðspurð hvort það hefði komið til tals á rík- isstjórnarfundinum að hún eða aðrir ráðherrar myndu hitta fyrrverandi sakborninga sagði Katrín: „Það var ekki rætt sérstaklega, því okk- ur fannst mikilvægt að bregðast strax við með þeirri afsökunarbeiðni sem við sendum frá okk- ur. Jafnframt ákváðum við að skipa starfshóp þriggja ráðuneyta til að leiða viðræður og sátta- umleitanir við aðila málsins. Það liggur fyrir að við viljum að það verði strax ráðist í að gera þessi mál upp með einhverjum hætti. Í tengslum við vinnu starfshópsins sem mun fara fram vegna þessa, kann vel að vera að við ráðherrarnir í forsætisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og dómsmálaráðu- neytinu, munum eiga fund með aðilum máls- ins.“ Mikilvægt að bregðast strax við  Ráðherrar munu hugsanlega hitta fyrrverandi sakborninga síðar Morgunblaðið/Hari Hæstiréttur Fjöldi manns var viðstaddur dómsuppkvaðningu Hæstaréttar í fyrradag. Yfirlýsing forsætisráðherra fyrir hönd rík- isstjórnarinnar er svohljóðandi: „Nýfallinn sýknudómur Hæstaréttar Ís- lands í málum allra dómfelldu í endur- upptökumáli í Guðmundar- og Geirfinns- málinu var ræddur á fundi ríkis- stjórnarinnar í dag. Ríkisstjórnin fagnar málalyktum í einu umdeildasta sakamáli Íslandssögunnar. Ég beini orðum mínum til fyrrum sak- borninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykk- ur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola.“ Ríkisstjórnin biðst afsökunar FAGNAR MÁLALYKTUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.