Morgunblaðið - 29.09.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018
Weleda hreinar
náttúrulegar olíur
Njóttu þess, að dekra við húðina ! Meiri ánægja,
meiri næring, meiri vörn.
Weleda olíurnar hafa áhrif á líkama og sál.
Weleda olíurnar mýkja húðina með virkum
náttúruefnum.
Útsölustaðir: Apótek og heilsuverslanir
Netverslun: heimkaup.is, heilsuhusid.is, lyfja.is,
mstore.is Weleda.is
HREIN OLÍA,
HREIN ÁNÆGJA,
HREIN UMHYGGJA
Viðbrögð ýmissa vinstrimannavið skýrslu Félagsvísinda-
stofnunar fyrir fjármálaráðherra,
sem Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son tók saman, voru í senn dapur-
leg og fyrirsjáanleg.
Skýrslan hafðivarla verið birt
og því augljóslega
alls ekki lesin, þeg-
ar þessir skríbent-
ar, sem nær undan-
tekningarlaust voru
eldheitir stuðnings-
menn þess að þjóð-
in hengdi á sig Ice-
save-skuldina, voru búnir að fella
neikvæða dóma um skýrsluna,
gjarnan með alls kyns vitleysis-
legum stóryrðum.
En það var svo sem ekki við þvíað búast að fólk sem lengi
hefur alið með sér biturð djúpt í
skotgröfum sínum gæti fjallað efn-
islega um athyglisverðar upplýs-
ingar.
Í skýrslunni er sannarlega nóg afslíkum upplýsingum, til dæmis
ummæli Mervyns King, fyrrver-
andi bankastjóra Englandsbanka,
um að viðbrögð Breta gagnvart
Íslandi hafi verið Bretum til
minnkunar.
Annað athyglisvert sem mánefna er að Bretar hafi verið
búnir að setja reglur sem bönnuðu
útibúi Landsbankans í Lundúnum
að flytja fé úr landi nema með
skriflegu leyfi. Þess vegna hafi
beiting hryðjuverkalaganna verið
alveg óþörf út frá þeim rökum sem
bresk stjórnvöld settu sjálf fram.
Hvernig stendur á því að ekkier hægt að ræða slíka hluti
efnislega og taka upp málstað
Íslands? Er það ekki mikilvægara
en persónulegt skítkast?
Hannes H.
Gissurarson
Dapurleg en fyrir-
sjáanleg viðbrögð
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Alls fengu 43.144 einstaklingar
greiddan ökutækjastyrk árið 2017,
sem var 1145 fleiri en árið áður.
Fram kemur í Tíund, tímariti emb-
ættis ríkisskattstjóra, þar sem fjallað
er um álagningu skatta árið 2018, að
aldrei hafi fleiri framteljendur talið
fram ökutækjastyrk en nú. Þeim
fækkaði nokkuð eftir hrunið árið 2008
en frá árinu 2010 hefur þeim fjölgað
aftur.
Alls töldu 36.485 fram frádrátt á
móti ökutækjastyrk. Ökutækja-
styrkurinn sjálfur jókst um 3,6% en
frádrátturinn aðeins um 2,7%.
Fleiri fá greidda dagpeninga
Þá kemur fram í Tíund, að árið
2017 fengu 31.176 greidda dagpen-
inga, 1031 fleiri en árið áður. Árið
2007 fengu 29.843 greidda dagpen-
ininga en tveimur árum síðar hafði
þeim fækkað um 8900. Síðan hefur
þeim, sem fá þessar greiðslur vegna
kostnaðar við ferðalög, fjölgað ár frá
ári.
Landsmenn voru með 12,1 milljarð
króna í tekjur í útlöndum árið 2017.
Er það 3,4 milljörðum minna en þeir
voru með árið áður. Tekjur í útlönd-
um jukust hægt og örugglega upp úr
aldamótum en tóku síðan kipp um
miðjan fyrsta áratug aldarinnar og
jukust síðan til ársins 2015 þegar þær
námu 19,5 milljörðum. Síðan hafa
þær aftur minnkað.
Aldrei fleiri með ökutækjastyrk
Þeim hefur fækkað sem telja fram frádrátt á móti styrknum
Morgunblaðið/Hari
Bílar Þeim fjölgar sem telja fram
bílastyrk. Alls 43.144 það í fyrra.
„Ég kem með
nýjar áherslur,
ný viðhorf. Fyrir-
rrennari minn og
öll stjórnin sinnti
góðu starfi og við
erum með fram-
úrskarandi
starfsmenn þann-
ig að ég tek við
góðu búi. Auðvit-
að er það breytt
ásýnd að ég hafi verið kosin,“ segir
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í
Hveragerði, sem í gær var kosin for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, fyrst kvenna.
Hún fékk 91 atkvæði í kjöri á
landsþingi sambandsins sem lauk á
Akureyri í gær en Gunnar Einars-
son, bæjarstjóri í Garðabæ, fékk 49
atkvæði. Aldís tekur við embættinu
af Halldóri Halldórssyni, fyrrver-
andi borgarfulltrúa og áður bæjar-
stjóra á Ísafirði, sem var formaður í
tólf ár.
Aldís segir að ný stjórn muni nú
fara yfir stefnumörkun landsþings-
ins og ákveða hvernig staðið verði að
málum við að fylgja þeim eftir. „Eins
og fyrirrennari minn og stjórn mun-
um við leggja áherslu á að bæta fjár-
málaleg samskipti ríkis og sveitarfé-
laga. Sveitarfélögin fái aukna
tekjustofna til að sinna þeim mikil-
vægu verkefnum sem þau fást við,“
segir Aldís um áherslur nýs for-
manns. Hún nefnir að þingið hafi
lagt áherslu á að gistináttagjald
renni til sveitarfélaganna, eins og
rætt hafi verið um, og að það gerist
fyrir lok ársins. Hún nefnir að brýn
nauðsyn sé á auknum tekjum, meðal
annars í ljósi lagabreytinga sem séu
íþyngjandi fyrir sveitarfélögin.
„Við vinnum að fjölda verkefna
sem munu styrkja sveitarstjórnar-
stigið og ekki síður bæta lífskjör íbú-
anna,“ segir hún.
Mikið rætt um sameiningar
Efling sveitarstjórnarstigsins með
sameiningu sveitarfélaga var eitt
stærsta mál þingsins. Ekki var
ákveðið að grípa til ákveðinna ráð-
stafana í því efni, aðeins ályktað að
engar stefnumarkandi ákvarðanir
yrðu teknar án þess að landsþing
hefði um það lokaorð. Aldís segir að
ýmis gögn liggi fyrir um málið.
Stjórnin muni fara yfir þau og sveit-
arstjórnarmenn af öllu landinu muni
koma að málum áður en ákvörðun
verði tekin. helgi@mbl.is
Með nýjar áhersl-
ur og viðhorf
Aldís nýr formaður sveitarfélaga
Aldís
Hafsteinsdóttir