Morgunblaðið - 29.09.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 29.09.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Laust eftir klukkan 13 í gær var gjaldtöku við Hvalfjarðargöngin hætt. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kom þá akandi úr Reykjavík og var síðastur vegfar- enda til að aka gegnum göngin gegn gjaldi. Ráðherrann fékk svo það hlutverk að slökkva á innheimtubún- aði ganganna, sem til dæmis les veg- lykla sem hafa verið í mörgum bíl- um. Blóm til Ítalanna Á eftir ráðherranum í röð við gjaldskýlið voru hinn ítalski Lucka Ercole og félagi hans, sem vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar ráðherrann afhenti þeim blómvönd með þeim orðum að þeir væru hinir fyrstu sem færu í gegnum göngin gjaldfrjálst. Óku hinir ítölsku félagar svo brott, brosandi með blómin. Á sunnudag afhendir Spölur ehf. íslenska ríkinu Hvalfjarðargöngin formlega og þá verða samningar þar að lútandi undirritaðir við athöfn við norðurmunna ganganna. Og ríkið fær göngin skuldlaus; en það var sl. fimmtudag að Spölur gerði upp lang- tímalán og fyrirtækið er nú á núlli. Góð reynsla af Speli Drjúg umferð var um Hvalfjarðar- göngin í gær, eða um þúsund bílar frá klukkan 7:30 fram til klukkan 13:15 þegar samgönguráðherra renndi að. Hann borgaði 1.000 krón- ur, en það verð fyrir staka ferð hefur verið óbreytt frá upphafi frá því göngin voru tekin í notkun í júlí 1998. Eru ekki önnur dæmi um viðlíka stöðugleika í gjaldskrá fyrirtækja á Íslandi. „Reynslan af þessu verkefni hér í Hvalfirði er góð. Starfsemi Spalar hefur verið áfallalítil og við getum horft með jákvæðum augum til hennar, nú þegar við blasa stór verk- efni í samgöngumálum þar sem einkaframkvæmd kemur til greina. Þar get ég nefnt til dæmis tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut,“ sagði Sigurður Ingi. Samgönguráðherrann borgaði síðastur  Loksins gjaldfrjálst í Hvalfjarðargöngunum  Verða formlega afhent ríkinu á morgun  Veg- gjaldið var 1.000 krónur í tuttugu ár  Reynslan af einkaframkvæmd er jákvæð, segir ráðherra Morgunblaðið/Árni Sæberg Fögnuður Hinn ítalski Lucka Ercole var fyrstur manna til að aka gjaldfrjálst í gegnum Hvalfjarðargöngin og fékk að auki blómvönd frá Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra, sem síðastur greiddi fyrir gangaferð. Milli þeirra er fyrir miðju Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2. Gjaldskýlið Karl Karlsson og Sigrún Karlsdóttir voru á síðustu vaktinni. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ökutæki hafa farið alls tæplega 36 milljón ferðir um Hvalfjarðargöng á þeim rúmlega 20 árum sem þau hafa verið í notkun. Innheimt veggjald frá upphafi er rúmlega 21 milljarður, án virðisaukaskatts. Talan í gærmorgun var 35.834.647 ferðir frá upphafi, sam- kvæmt upplýsingum Gylfa Þórðar- sonar forstjóra Spalar. Mest umferð á ári var 2017, 2.549.994 ferðir. Mest umferð í ein- um mánuði var í júlí 2017, alls 307.672 ferðir. Í þeim mánuði var umferð yfir 8.000 ferðir alla daga nema einn. Mest umferð á sólar- hring var 21. júlí 2017, eða 13.325 ferðir. Tilkoma Hvalfjarðarganga hefur haft mikil áhrif á íbúaþróun í ná- grenni þeirra. Til sannindamerkis má nefna að árið 1998, árið sem göngin voru opnuð, voru íbúar Reykjavíkur 106.753. Árið 2018 voru þeir orðnir 126.041. Aukn- ingin á 20 árum er 18,1%. Árið 1998 voru íbúar á Akranesi 5.125 talsins. Árið 2018 eru þeir orðnir 7.259. Aukningin er 41,6%. Íbúaþróun á Akranesi er talin vera að stórum hluta vegna Hvalfjarðarganga. Möguleg jarðgöng undir Hval- fjörð komast í fyrsta sinn á prent í opinberri skýrslu árið 1972. Nefnd á vegum samgönguráðherra nefndi botngöng eða jarðgöng sem mögu- leika til að bæta samgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Vestur- lands. Nefnd samgönguráðherra um langtímaáætlanir í jarðgangagerð nefnir í skýrslu árið 1987 að miklar líkur séu á að jarðgöng undir Hval- fjörð verði þjóðhagslega hagkvæm. Hreinn Haraldsson, síðar vega- málastjóri, kynnir fyrstu útreikn- inga og rannsóknaráætlun fyrir Hvalfjarðargöng. Jarðgangagerð hófst 1996 Hlutafélagið Spölur var stofnað árið 1991. Spölur bauð verkið út ár- ið 1994 og jarðgangagerð hófst árið 1996. Fossvirki sf. var verktaki í Hvalfjarðargöngum. Fyrirtækið var sameignarfélag Ístaks hf., sænska verktakafyrirtækisins Skanska AB og danska verktaka- fyrirtækisins E. Pihl & Søn AS. Laugardaginn 11. júlí 1998 voru Hvalfjarðargöng opnuð til umferð- ar við hátíðlega athöfn beggja vegna fjarðar. Hvalfjarðargöngin voru fyrstu neðansjávargöngin á Ís- landi og fyrsta einkaframkvæmd í íslensku vegakerfi. Spölur mun afhenda ríkinu Hval- fjarðargöng til eignar og rekstrar við formlega athöfn við norður- munna ganganna á morgun, sunnu- daginn 30. september kl. 15. 36 milljónir ferða undir fjörðinn  2017 metár í Hvalfjarðargöngum  21 milljarður innheimtur á 20 árum Tímamót Ráðherra slökkti formlega á innheimtubúnaði ganganna í gær. Aukið frelsi – aukin hamingja Helgarnámskeið 2.-4. nóvember 2018 með Rósu Richter sálfræðingi og listmeðferðarfræðingi. Námskeiðið hentar þér: ef þú hefur endurtekið reynt að breyta óæskilegri hegðun eða mynstri en hefur svo dottið í sama farið aftur og aftur. Með hjálp listarinnar og EMDR meðferð munum við hefja mikilvæga úrvinnslu á því sem liggur á bak við vandann og byggja upp nýja von og framtíðarsýn. EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) er viðurkennd sem hraðvirkasta leið til að vinna úr erfiðum atburðum eða upplifunum sem hafa sett mark sitt á líf okkar. Þú munt læra einfalda en mjög virka aðferð sem þú getur notað eftir námskeiðið til að fást við erfiðar tilfinningar. Rósa mun einnig kenna grunn í hugleiðslu og núvitund. Hafa gaman, leika þér og sleppa tökunum. Það þarf ekki að vera leiðinlegt að vinna í sjálfum sér, og langt í frá. Á námskeiðinu verður sungið, dansað, leirað, málað, hlegið og sköpunarkraftinum gefinn laus taumur. Listin kallar fram allan tilfinningaskalann og endurvekur barnið og skapandann sem býr innra með okkur. Einnig er innifalið: ljúffengur og hollur matur, gisting í tvær nætur, aðgangur að baðhúsi og sundlaugum. Verð pr. einstakling er 59.000 kr. Rósa Richter sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur Ljósmyndari: Helena Stefánsdóttir - berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300. Námskeið 2.-4. nóv. 2018

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.