Morgunblaðið - 29.09.2018, Page 11
Verð 38.980
Stærðir 36-52
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fulltrúar opinberra stofnana sem
veita leyfi til fiskeldis funduðu í gær
um stöðuna í sjókvíaeldi í Patreks-
firði og Tálknafirði í kjölfar þess að
úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála felldi úr gildi ákvörðun
Matvælastofnunar um útgáfu
rekstrarleyfis til handa Arnarlaxi og
Arctic Fish til eldis á samtals 17.500
tonnum af laxi. Engin niðurstaða
var komin í gær um það hvað Mat-
vælastofnum bæri að gera.
Arnarlax fékk undir lok síðasta
árs starfsleyfi Umhverfisstofnunar
og rekstrarleyfi Matvælastofnunar
til að auka eldið úr 3.000 tonnum í
10.700 tonn í þessum fjörðum. Jafn-
framt fékk Arctic Sea Farm heimild
sömu stofnana til að framleiða 6.800
tonn en fyrirtækið hafði ekki verið
með starfsemi þar áður.
Fyrirtækin voru búin að bíða
lengi eftir leyfum og allt var sett á
fullt. Arnarlax setti fyrstu seiðin út í
sjókvíar á þessum staðsetningum sl.
vor en Arctic Fish áformar að setja
út seiði næsta vor. Bæði fyrirtækin
eru með mikla seiðaframleiðslu í
þeim tilgangi að auka framleiðsluna.
Áttu að meta fleiri kosti
Úrskurðarnefndin felldi úr gildi
rekstrarleyfi beggja fyrirtækjanna,
í kjölfar kæru náttúruverndar-
samtaka, landeigenda og veiðirétt-
arhafa á Norðvesturlandi. Rökin
voru þau að aðeins hefðu verið met-
in áhrif eins valkosts í umhverfis-
mati. Því hefði matsskýrslan og álit
Skipulagsstofnunar ekki verið lög-
mæltur grundvöllur fyrir veitingu
leyfa til framkvæmda. Ákvörðun
Umhverfisstofnunar um veitingu
starfsleyfis var einnig kærð en ekki
liggur fyrir niðurstaða í því máli.
Viktor Pálsson, forstöðumaður
samhæfingarsviðs Matvælastofn-
unar, segir að fundað hafi verið um
málið í gær, meðal annars með
fulltrúum Skipulagsstofnunar. Ekki
sé komin niðurstaða í það hvernig
beri að bregðast við. Spurður að því
hvort Arnarlax þyrfti að slátra fiski
upp úr sjókvíunum segir Viktor of
snemmt að svara því og vísar í þá
athugun sem unnið er að. Hann get-
ur heldur ekki svarað því hvert sé
gildi fyrra leyfis Arnarlax, sem unn-
ið var eftir áður en leyfið var stækk-
að.
Viktor tekur undir þau orð að úr-
skurðurinn kalli á breytt vinnu-
brögð við útgáfu rekstrarleyfa. Mat-
vælastofnun hafi byggt á áliti
Skipulagsstofnunar. Ef starfsfólk
Mast þurfi að fara sjálfstætt yfir
umhverfismat kalli það á mikla
vinnu og fjölgun starfsfólks.
Sálarlausar ákvarðanir
Kjartan Ólafsson, formaður
stjórnar Arnarlax, segir að stjórn-
endur fyrirtækisins séu að meta
stöðuna og taki til þess næstu daga.
Hann segir laxeldismenn uggandi
yfir stöðunni.
„Hvergi í því ferli sem áætlanir
fyrirtækjanna hafa farið í gegnum
Stofnanir og fyrir-
tæki fara yfir stöðuna
Úrskurðarnefnd ógildir laxeldisleyfi í Patreks- og
Tálknafirði Óvíst um afleiðingar fyrir greinina
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Slátrun Stór og fallegur lax úr vestfirskum sjókvíum bíður pökkunar.
hefur verið nefnt að bera þurfi sam-
an fleiri eldisaðferðir. Niðurstaða
úrskurðarnefndarinnar kemur mér
því algerlega í opna skjöldu,“ segir
Einar K. Guðfinnsson, formaður
Landssambands fiskeldisstöðva.
Hann segist ekki þekkja fordæm-
isgildi þessa úrskurðar gagnvart
öðrum leyfum til sjókvíaeldis.
Sveitarstjórnarfólk á Vestfjörðum
og þingmenn Norðvesturkjördæmis
bregðast hart við úrskurðinum. Pét-
ur G. Markan, formaður stjórnar
Vestfjarðastofu, segir að hann hafi
mikil áhrif og líkir honum við ham-
farir. Svo miklar afleiðingar hafi
hann á atvinnulíf og þróun mannlífs.
„Það er eins og stjórnsýslan og
landspólitíkin sé búin að þróa með
sér hæfileika til að taka sálarlausar
ákvarðanir þar sem fólkið gleymist.
Það er sálarlaus ákvörðun að aftur-
kalla leyfi sem hefur þessar afleið-
ingar vegna formgalla.“
Segir Pétur að Vestfirðingar hafi
hugsað sér að byggja á fiskeldi til
framtíðar. Búið sé að fjárfesta í
greininni fyrir tugi milljarða og það
skili sér inn í samfélagið á ýmsan
hátt. Þessi ákvörðun hafi þær afleið-
ingar að draga verði úr starfsemi og
setji uppbygginguna úr jafnvægi.
Þingmenn Norðvesturkjördæmis vilja að ríkis-
stjórnin bregðist við úrskurði um ógildingu lax-
eldisleyfa á Vestfjörðum. Annað hvort verði réttar-
áhrifum úrskurðarins frestað með reglugerðar-
breytingu á meðan farið er yfir málið eða
fyrirkomulaginu breytt með lögum. Þingmannahóp-
urinn fundaði í hádeginu í gær.
„Við treystum því að ekki sé verið að setja vexti
þessarra fyrirtækja skorður. Úrskurðurinn lýtur að
langmestu leyti að stjórnsýslu stofnana,“ segir
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins.
„Þetta er grafalvarleg staða. Rekstrarleyfi er fellt úr gildi sem
þýðir að í raun mega starfsmenn ekki fara út á kvíarnar til að fóðra
fiskinn. Þetta hleypir uppbyggingu fiskeldis í mikla óvissu,“ segir
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vilja fresta áhrifum
ÞINGMENN KJÖRDÆMISINS
Haraldur
Benediktsson
Skoðið LAXDAL.is/yfirhafnir
Skipholti 29b • S. 551 4422
Vatnsvarðar
vetrar-
yfirhafnir
TÝNDUR
Tígri, eins árs gulbröndótti kötturinn okkar er týndur. Hann
hvarf seinni hluta föstudags 21. sep frá Efstalundi, í Garðarbæ.
Hann er með brúna ól og fjólublátt merki með nafninu sínu,
heimilisfangi og símanúmerinu okkar.
Hann elskar heimilið sitt svo það er ekki líkt honum að fara
að heiman og snúa ekki til baka. Íbúar í nágrenni við Efsta-
lund, vinsamlega athugið hvort Tígra er að finna á lóðinni í
kringum húsið ykkar, inn í bílskúr, inn
í geymslu eða hvar svo sem
köttur gæti mögulega hafa
lokast inni. Værum
innilega þakklát ef þið
hefðuð augun opin
fyrir okkur og ef
finnið hann þá
vinsamlega
passið hann og
hringið í síma
852 1203 eða
863 1205.
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018
Opið 11-15 í dag
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kjóll
Kr. 6.900
Str. S-XXL - 2 litir
Gísli Jónsson dr.med.
Sérgrein hjartasjúkdómar og lyflækningar
hefur flutt læknastofu sína frá Domus Medica
á Álfaskeið 16, Hafnarfirði.
Tímapantanir virka daga 9-17 í s. 517 05 05
Útsala
Opið í dag kl. 12-15
Bonito ehf. • Praxis • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími 568
www.praxis.is • Opið mán. og mið. 13-17, fim. 16-18 • Síminn alltaf opinn
2870
Pantið vörulistahjá okkurpraxis@praxis.is
50% afsláttur af öllum úlpum
Aðeins í dag, laugardag