Morgunblaðið - 29.09.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 29.09.2018, Síða 14
Samgöngumolar » Unnið verður að því að Ís- land verði í hópi 5 Evrópuþjóða sem búa við mest umferðar- öryggi. » Setja þarf upp aðflugsljós á 5 flugbrautum í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. » Styrktar eru fimm ferjuleið- ir, til Vestmannaeyja, yfir Breiðafjörð, til Hríseyjar, Grímseyjar, og Mjóafjarðar- ferja. » Innanlandsflug er styrkt til Bíldudals, Gjögurs, Grímseyjar, Þórshafnar, Vopnafjarðar og Hafnar í Hornafirði. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gert er ráð fyrir að 192 milljörðum króna verði varið til samgöngumála á árunum 2019-2023 amkvæmt fjár- málaáætlun. Vegagerðin fær lung- ann af því eða 161 milljarð. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um fimm ára samgönguáætlun fyrir sama tímabil, það er aðgerðaáætlun fyrir fyrsta fimm ára tímabil 15 ára sam- gönguáætlunar. Þar er gerð grein fyrir fjölda verkefna sem ætlunin er að ráðast í. Hér er tæpt á nokkrum þeirra. Aukið öryggi í samgöngum Í kafla um almenn samgönguverk- efni eru m.a. sett markmið um greið- ar samgöngur. Þeirra á meðal að ljúka við skilgreiningu á grunnneti hjólreiðastíga innan helstu þéttbýlis- kjarna og á vinsælustu ferðamanna- leiðum. Varðandi öryggi í sam- göngum á m.a. að gera úttekt á flutningsgetu samgöngukerfisins komi til rýminga vegna náttúruham- fara eða annarra ófyrirséðra atburða með áherslu á höfuðborgarsvæðið. Þá verði unnið að lagfæringum á stöðum þar sem mörg slys hafa orð- ið. Bæta á umhverfi vega til að draga úr hættu á alvarlegum slysum við út- afakstur. Varðandi markmið um hagkvæm- ar samgöngur á að skoða leiðir til fjármögnunar stærri framkvæmda, m.a. í samstarfi við einkaaðila. Á áætlunartímabilinu verði einnig skoðað nýtt fyrirkomulag á gjald- töku vegna notkunar á vegum sem verði miðað við ekna kílómetra. Einnig verði unnar greiningar á ferðavenjum með hliðsjón af álags- toppum í morgun- og síðdegisumferð á höfuðborgarsvæðinu og mögu- legum úrbótum, svo sem hliðrun á opnunartíma og starfsemi stórra op- inberra stofnana. Skoða á kosti þess að niðurgreiða flugfargjöld íbúa á landsbyggðinni til að stuðla að já- kvæðri byggðaþróun. Sagt er að árlegur samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum sé 40- 60 milljarðar og því mikilvægt að auka umferðaröryggi með öllum til- tækum ráðum. Einbreiðum brúm fækkað Auka á fjárveitingar til viðhalds vega og er miðað við að verja í það tíu milljörðum á ári frá 2019. Það er gert til að bregðast við brýnum við- haldsverkefnum og uppsöfnuðum vanda. Kostnaður við viðhald vega á árunum 2005-2017 var 5,4-8,5 millj- arðar á ári. Á meðal markmiða í vegamálum er að fækka einbreiðum brúm á veg- um með yfir 200 bíla meðalumferð á dag allt árið. Á þjóðvegum eru 686 einbreiðar brýr, þar af eru 39 á hringveginum. Stefnt er að því að fækka þeim um níu á tímabilinu. M.a. verður byggð ný brú yfir Jök- ulsá á Sólheimasandi á árunum 2020- 2021 en þar er nú löng einbreið brú. Vegabætur verða unnar víða um land, m.a. er lagt til að hefja fram- kvæmdir við gerð 2+1 vegar á Kjal- arnesi á næsta ári. Unnið verður að undirbúningi á tvöföldun Hvalfjarð- arganga og miðað við að farið verði í það verkefni í lok tímabilsins í sam- vinnu við einkaaðila. Samgöngur bættar  Aðgerðaáætlun fyrir samgöngubætur 2019-2023 lögð fram í samgönguáætlun  Aukið fé til viðhalds og úrbóta á vegum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vegagerð Gert verður átak í viðhaldi vega og stefnt er að því að fækka ein- breiðum brúm. Myndin var tekin við vegaframkvæmdir á Hellisheiði í fyrra. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Harðnandi róður er framundan í at- vinnulífinu og töluvert færri stjórn- endur fyrirtækja en áður telja að- stæður góðar. Væntingar til næstu sex mánaða eru dökkar, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar Gallup-könnunar sem framkvæmd var fyrir Samtök atvinnulífsins og gerð var meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að stórnendur vænti 3% verðbólgu á næstu 12 mánuðum og að Seðla- bankinn hækki vexti sína á næst- unni. Vænta stjórnendur þess að verðbólga verði 3,5% eftir tvö ár og 3% eftir fimm ár. Vænta stjórnend- ur þess að verð á vöru og þjónustu fyrirtækja sinna hækki að jafnaði um 2,1% á næstu sex mánuðum eða 4,2% á ársgrundvelli. Vænt verð- hækkun á aðföngum sem fyrirtækin kaupa af birgjum er 2,6% eða 5,3% á ársgrundvelli. Launakostnaður hækki verð Spurðir hvaða þættir muni hafa mest áhrif til hækkunar á verði vöru og þjónustu settu 76% stjórnend- anna launakostnað í fyrsta sæti sem orsök verðbólgu. Hækkun aðfanga- verðs er afgerandi í öðru sæti og aðrir þættir með lítið vægi eru m.a. eftirspurn, samkeppnisstaða og álagning og annar rekstrarkostnað- ur. Veðlánavextir voru 5,0% á könn- unartímabilinu og bjuggust stjórn- endur við því að þeir yrðu 6,5% eftir eitt ár. Að jafnaði vænta stjórnend- ur þess að gengi krónunnar veikist um 4,7% næsta árið. Fjárfesting svipuð eða minni Skortur á starfsfólki hefur minnk- að hratt á árinu og er nú svipaður og á fyrri hluta ársins 2015. 22% stjórnenda telja sig búa við skort samanborið við 37% fyrir ári. Í út- flutningsgreinum og ferðaþjónustu er skortur á starfsfólki mun minni en í öðrum greinum. 28 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum sem könnunin tók til og jafnhátt hlutfall stjórnenda fyrir- tækjanna býst við fjölgun og fækk- un starfsmanna á næstu sex mán- uðum. Því er ekki að búast við fjölgun starfa á almennum vinnu- markaði. Niðurstöðurnar gefa til kynna að fjárfestingar í atvinnulífinu verði svipaðar eða heldur minni en árið 2017. Mestur er samdráttur í flutn- ingum, ferðaþjónustu og sjávarút- vegi, en um talsverð umskipti er að ræða miðað við kannanir undanfarin ár þegar töluvert fleiri stjórnendur greindu frá aukningu fjárfestinga en samdrætti. Harður róður í augsýn hjá fyrirtækjunum  Ný könnun meðal stjórnenda sýnir versnandi ástand Morgunblaðið/Ófeigur Atvinnulíf Stjórnendur sjá fram á versnandi aðstæður í atvinnulífi landsins. 04.10.18 kl. 20:30 SELMA BJÖRNSDÓTTIR SALURINN Hamraborg 6 200 Kópavogi 44 17 500 salurinn.is AF FINGRUM FRAM með Jóni Ólafssyni Við tökum út og þjónustum kæli- og loftræstikerfi Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, rifjaði upp í ræðustól á Al- þingi á miðvikudaginn, undir dag- skrárliðnum störf þingsins, að Stein- grímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi fjármálaráðherra, hefði þann 6. mars 2009 skrifað und- ir reglur um ferðakostnað á vegum hins opinbera. Orðrétt sagði Björn Leví m.a.: „Í 6. gr. segir að af dagpeningum beri að greiða allan venjulegan ferða- kostnað annan en fargjöld, m.a. ferðakostnað til og frá flugvöllum. Í 7. gr. segir að styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði sem ríkisstarfsmenn njóta meðan á dvölinni stendur skuli koma til frá- dráttar almennum dagpeninga- greiðslum eftir á. Ég spurði fyrir nokkru um hversu háar þessar endurgreiðslur hefðu verið. Svarið var að hefð hefði ekki skapast fyrir því að leggja sérstakt mat á umfangið þannig að það hefði leitt til frádráttar frá almennum dagpeningagreiðslum. Þegar ég spurði í ferðakostnaðar- nefnd hverju þetta sætti, hvort fólk vissi ekki hvað hádegismatur kost- aði, var svarið einfaldlega nei.“ Og síðar sagði þingmaðurinn: „Ég var á ráðstefnu í Finnlandi um dag- inn og fékk úthlutað dagpeningum. Ég var samt búinn að láta vita að samkvæmt dagskrá væri kvöldmat- ur skipulagður o.s.frv. sem ég bað um að væri tekið tillit til. Það var ekki hægt. Þegar ég leitaði upplýs- inga um það var ekki hægt að segja mér hversu mikið ég ætti að borga til baka.“ Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að frásögn Björns Levís væri ekki allskostar rétt. Helgi sagði að nær engin dæmi væru þess að óskað væri eftir að endurgreiða hluta dagpeninga. „Það var aldrei sagt við Björn Leví hér á skrifstofu Alþingis, að það væri ekki mögulegt að fá að endurgreiða hluta dagpeninganna, þannig að honum var ekki neitað um að fá að endurgreiða, ef hann kysi. Við vorum bara búin að segja við hann, að hann ætti von á formlegu svari frá okkur, þegar hann fór í ræðustólinn á miðvikudag,“ sagði Helgi. „Svar skrifstofu Alþingis við fyr- irspurn þingmannsins er þá þetta: Ef þingmaðurinn kýs að endur- greiða hluta dagpeninganna, þá til- greini hann upphæðina sem hann vill endurgreiða. Það er enginn ann- ar í færum til þess, en hann sjálfur,“ sagði Helgi. Vill endurgreiða dagpeninga  Skrifstofustjóri Alþingis segir þing- mann þurfa að tilgreina upphæðina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.