Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 27

Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 Pósað Þessi glaðbeitti ferðamaður tók fúslega að sér það hlutverk að stilla sér upp úti í náttúrunni fyrir ljósmyndarann. Kerið í Grímsnesi dregur að sér fjölda ferðafólks allan ársins hring. Eggert Hvalfjarðargöng eru einstök framkvæmd í íslenskri samgöngu- sögu. Þessi mikla sam- göngubót var tekin í notkun 11. júlí 1998. Nú, tuttugu árum síð- ar, tekur íslenska ríkið yfir rekstur Hvalfjarð- arganga. Göngin eru dæmi um vel heppnaða framkvæmd og eru mikil samgöngubót fyrir íslenskt samfélag í heild. Hval- fjarðargöng eru eign þjóðarinnar. Gjaldtöku hefur verið hætt. Ávinningur Í dag er öllum ljóst að gerð Hval- fjarðarganga var mikið gæfuspor í samgöngum á landinu og gríðarleg samgöngubót, um það verður ekki deilt. Með tilkomu þeirra styttist leiðin norður um land um 42 km og milli Reykjavíkur og Akraness um 60 km. Möguleikarnir á stærri vinnumarkaði og skólavist urðu fleiri og fjölbreyttari sem leiddi til jákvæðrar íbúaþróunar eftir að bættum samgöngum var komið á. Ávinn- ingur íbúa á Vestur- landi er þar einna mestur og hleypur væntanlega á millj- örðum. Ferðakostn- aður er lægri, atvinnu- tækifærin eru fleiri, vöruverð hagstæðara og svona mætti áfram telja. Göngin hafa styrkt byggð og búsetu. Umdeild neðansjávargöng Hvalfjarðargöng eru fyrstu sinnar tegundar hér á landi, neðansjávar- göng. Meðan á undirbúningi og framkvæmd stóð voru margir tor- tryggnir, eðlilega. Framkvæmdin var afar umdeild og meirihluti þjóð- arinnar sagðist aldrei myndu aka um þau. En raunin er önnur. Á þeim tæpu tuttugu árum sem liðin eru frá opnun Hvalfjarðarganga hafa verið farnar meira en 32 milljónir ferða um göngin, sem hafa sparað akstur sem nemur um 2.100 milljónum kíló- metra og þannig lagt sitt á vogar- skálarnar með minni losun gróður- húsalofttegunda. Þá eru ótalin hin jákvæðu áhrif á umferðaröryggi en vegstyttingar eru afar mikilvægar til að fækka slysum. Hvalfjarðargangamódel Þegar litið er til baka verður ekki betur séð en reynslan af fyrirkomu- lagi við byggingu og rekstur Hval- fjarðarganga sé góð. Göngin sem einkaframkvæmd hafa staðið undir sér. Rekstur þeirra og greiðslur af lánum hafa verið greidd með tekjum af þeim sem aka í gegnum göngin. Frekari framkvæmdir með sama fyrirkomulagi, þ.e. Hvalfjarðar- gangamódeli, ættu því, að öllu óbreyttu, að vera fýsilegur kostur. Í samgönguáætlun eru nokkrar fram- kvæmdir sem geta farið fyrr af stað ef Hvalfjarðargangamódelið yrði yfirfært á fleiri svæði. Ég hef áður nefnt nokkrar framkvæmdir, s.s. brýr og göng sem væru vel til þess fallin að verða fjármögnuð líkt og Hvalfjarðargöngin. Önnur jarðgöng og stórar vegaframkvæmdir sem eru í samgönguáætlun, á svæðum þar sem er markaðsbrestur, ættu í því ljósi að byggjast fyrr. Ný göng? Umtalsverð aukning á umferð hefur orðið um Hvalfjarðargöng síð- ustu ár. Í kjölfarið hefur verið í um- ræðunni hvort ekki þurfi að grafa fyrir öðrum göngum, tvöfalda göng- in sem þótti óhugsandi á sínum tíma. Meðalumferð það sem af er ári er um 7.200 bílar á dag Umferðar- aukninguna má fyrst og fremst rekja til innlendra vegfarenda en minna en 10% ferða eru erlendir ferðamenn. Miðað við umferðarspá má gera ráð fyrir að ársdagsumferð nái þessu marki um 8.000 bíla á árinu 2020, en það er viðmiðunar- markið á að tvöfalda þurfi Hvalfjarð- argöng. Slík göng eru á samgöngu- áætlun en gert ráð fyrir að fram- kvæmdin verði fjármögnuð utan fjárlaga. Gera má ráð fyrir að ferlið frá ákvörðun til opnunar taki um þrjú ár. Samhliða þarf að horfa til lagningar Sundabrautar en í sam- gönguáætlun er einnig gert ráð fyrir að hún verði fjármögnuð utan fjár- laga. Fyrir hönd ráðuneytisins vil ég þakka Speli ehf. fyrir árangursríkt samstarf og óska landsmönnum öll- um til hamingju með göngin sín. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Göngin eru dæmi um vel heppnaða framkvæmd og eru mikil samgöngubót fyrir íslenskt samfélag í heild. Gjaldtöku hefur verið hætt. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þjóðareign Sjálfstætt starfandi grunnskólar hafa víða sannað gildi sitt. Þeir eru almennt litrík við- bót við skólaflóru hvers lands og hafa gjarnan kynnt til leiks nýstárlega hugmynda- fræði og nýjar fram- sæknar skólastefnur. Þeir veita foreldrum fleiri valkosti í skóla- málum og tækifæri til að velja milli ólíkra áherslna í uppeldi og mennt- un barna sinna. Einkaframtakið er víða leiðandi í framþróun skóla- starfs. Hérlendis eru starfræktir 13 sjálfstætt starfandi grunnskólar en sex þeirra eru í Reykjavík. Nem- endur í sjálfstætt starfandi grunnskólum eru 2,3% allra grunn- skólabarna landsins en 4,9% allra grunnskóla- barna Reykjavíkur. Þetta eru afar lág hlut- föll og niðurstaðan leiðir til fábreytni í skólakerfinu. Í Hollandi er löng hefð fyrir einkarekn- um skólum en um 70% allra grunnskólabarna sækja nám í sjálf- stæðum skólum. Skólarnir hafa víða vakið athygli fyrir framúrskarandi menntun og góðan rekstur. Skól- arnir keppa um nemendur og hvat- inn til framfara er mikill. Holland mælist meðal efstu þjóða í PISA- könnunum, jafnvel ofar en fyrir- heitna landið Finnland. Sjálfstætt starfandi grunnskólar í Hollandi innheimta engin skólagjöld en nem- endum þeirra eru tryggð sömu framlög og nemendum opinberra grunnskóla. Þannig er foreldrum af ólíkum efnahag tryggt val milli op- inberra skóla og sjálfstætt starfandi skóla. Rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skóla í Reykjavík er erfitt, enda opinber framlög til skólanna takmörkuð. Þannig greiðir borgar- sjóður aðeins 75% af landsmeðaltali með hverju reykvísku barni sem sækir sjálfstætt starfandi skóla. Þessi takmörkuðu framlög valda því að skólarnir verða að innheimta skólagjöld. Það er réttlætismál að tryggja jöfn opinber framlög með hverju grunnskólabarni – framlögin eru réttur barnanna og fjármagnið ætti réttilega að fylgja þeim inn í skóla- kerfið. Með jöfnum opinberum framlögum kæmust sjálfstætt starf- andi grunnskólar hjá innheimtu skólagjalda – og þannig mætti tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þeirrar menntunar sem býðst í borginni. Efnahagur foreldra yrði ekki lengur ákvarðandi forsenda við skólaval. Undirrituð mun á þriðjudag flytja tillögu í borgarstjórn um jöfn opin- ber framlög með öllum reykvískum grunnskólanemum, óháð því hvort þau sækja sjálfstæða eða borgar- rekna skóla. Þannig hverfi sjálf- stætt starfandi skólar frá innheimtu skólagjalda og börnum verði tryggð jöfn tækifæri til náms í ólíkum grunnskólum borgarinnar. Það er ekkert sem útilokar framgang máls- ins, annað en pólitískur vilji. Það er mikilvægt að tryggja frelsi og val í skólamálum. Lykilforsenda valfrelsis er fjölbreyttara rekstrar- form. Menntakerfi sem stuðlar að nýsköpun og veitir kennurum aukið sjálfstæði skilar gjarnan betur und- irbúnum nemendum. Við þurfum aukið valfrelsi foreldra og tryggari starfsgrundvöll fyrir einkarekna skóla – fjölbreytni og framþróun er öllum til heilla. Jöfn tækifæri eru öllum til heilla. Eftir Hildi Björnsdóttur » Það er mikilvægt að tryggja frelsi og val í skólamálum. Lykilfor- senda valfrelsis er fjöl- breyttara rekstrarform. Hildur Björnsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. hildurb@reykjavik.is Jöfn tækifæri öllum til heilla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.