Morgunblaðið - 29.09.2018, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018
VIÐBÓTARHÚSNÆÐISLÁN
Kynntu þér tækifærin á framtidin.is
LÁTUM DÆMIÐ
GANGA UPP
Einbýli/tvíbýli á tveimur hæðum ásamt sérbyggðum stórum bílskúr. Birt
heildarstærð eignarinnar er 173,6 fm. Efri hæðin er skráð 77,5 fm. neðri
hæðin er skráð 48,0 fm. og bílskúrinn er skráður 48,1 fm. Hús á frábærum
stað, búið að vera í eigu sömu aðila í áratugi. Húsið hefur fengið gott og
stöðugt viðhald. Hitalögn er í bílastæðum og gönguleiðum. Eign sem hefur
möguleika á tveimur góðum íbúðum. Afhending við kaupsamning.
VESTURBÆR – VESTURBÆR
Nesvegur 60, 107 Rvk.
Ármúla 21 • 108 Reykjavík
Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is
www.kjoreign.is
Dan V. S. Wiium | hdl., lögg. fasteignasali | s. 896 4013 Ólafur Guðmundsson | Sölustjóri | s. 896 4090 Þórarinn Friðriksson | lögg. fasteignasali | s. 844 6353.
Upplýsingar gefur
Dan V. S. Wiium hdl. og löggiltur fasteignasali
í síma 896 4013 eða dan@kjoreign.is
Nýlega endurbyggt frá grunni eldra einbýlishús úr timbri sem er
kjallari hæð og rishæð. Húsið er á steyptum kjallara og var allt
endurnýjað að utan og innan á mjög vandaðan hátt 2015. Húsið
stendur á hornlóð sem er um 125 fm að stærð. Húsið er skráð 106,3
fm. Lóðin er að mestu afgirt með stórri timburverönd og hellulögn við
inngang. Frábær staðsetning. Afhending getur verið fljótlega.
Þrastargata 1, 107 Rvk.
TIL SÖLU
Þegar meta skal
gæði heilbrigðisþjón-
ustu er ekki skoðað
hve mikið magn
læknishjálpar stendur
til boða – t.d. hversu
víðfeðma sérgreina-
þjónustu er boðið upp
á og hversu marga
sérfræðinga á sem
flestum sviðum –
heldur hvernig þjón-
ustan svarar þörfum hins almenna
manns án tillits til efnahags. Í slík-
um samanburði hefur íslensk heil-
brigðisþjónusta staðið sig allvel, þó
hallað hafi undan fæti á árunum í
kjölfar hrunsins. Nú sem komið er
telst heilbrigðisþjónusta á Norður-
löndum því til muna betri en veitt
er á Íslandi. Ekki vegna þess, að
sérgreinalæknar séu fleiri þar en
hér – sem auðvitað er sakir fólks-
fæðar – heldur vegna þess að öllum
almenningi í þessum löndum gefast
betri tækifæri til þess að nýta sér
þá þjónustu, sem fyrir hendi er.
Því veldur ekki bara kostnaðurinn,
sem er meiri hér en þar, heldur
líka skipulag þjónustunnar. Er það
skipulag meira í þágu þeirra, sem
þjónustunnar eiga að njóta, eða
hinna, sem þjónustuna eiga að
veita?
Heimilislæknar
– umboðsmenn sjúklinga
Ef litið er á heilbrigðisþjón-
ustuna í þessum löndum og hún
borin saman við það, sem gerist
hér, þá eru ýmis mikilvæg atriði
sem á milli skilja. Þjónusta heilsu-
gæslu og heimilislækna er t.d.
miklu öflugri þar en hér. Eitt það
fyrsta, sem fjölskylda, sem flyst til
annarra Norðurlanda fær, er heim-
ilislæknir, sem gegnir hlutverki
eins konar umboðsmanns viðskipta-
vinanna í flóknu heilbrigðiskerfi.
Gefur ráð og leiðbeiningar sé þörf
á viðbótarlæknishjálp, fylgist með
sjúklingi sínum, fær upplýsingar
um hvaða framhaldsmeðferð – að-
gerðir eða lyf – sjúklingurinn fær
og hver verið hefur árangur með-
ferðarinnar. Þarna verða til á ein-
um stað sjúkraskrár yfir alla sjúk-
linga með frásögn um hvað fyrir
sjúklinginn hefur verið gert í öllu
heilbrigðiskerfinu og hvort og þá
hvaða árangur hefur af því hlotist.
Hér á Íslandi eru þúsundir sjúk-
linga – aðallega á höfuðborgar-
svæðinu – án heimilislæknis, án
þeirrar aðstoðar og leiðbeiningar,
sem þangað á að vera hægt að
sækja og án þess að til séu full-
nægjandi upplýsingar um hvað
gert hefur verið og hvaða árangri
það hefur skilað. Sami sjúklingur
getur þannig verið til meðferðar
við sama meini hjá mörgum sér-
fræðingum í senn sem ekki vita
hvað hver og einn er
að gera og ráðleggja
og engar samræmdar
upplýsingar eru til um
hvað gert hefur verið
og hvaða árangri náð
nema viðkomandi
læknar hafi skilað
læknabréfum – sem
oft er ekki – og þá
hvert ef enginn heim-
ilislæknir er til?
Sjúkrahús og
sérfræðingar
Svona er þetta ef saman eru bor-
in kerfi heilsugæslu milli Íslands
og hinna Norðurlanda. Sé litið til
starfsemi sjúkrahúsa og aðstæður
bornar saman hver verður þá nið-
urstaðan? Mestur munurinn er
fólginn í þeirri þjónustu, sem
sjúkrahúsin veita. Í hinum ríkjum
Norðurlandanna annast sjúkra-
húsin, læknar þar og annað heil-
brigðisstarfsfólk, ekki bara um
sjúklingana við undirbúning að-
gerða og á meðan aðgerðir standa
yfir. Göngudeildir sjúkrahúsanna
sjá yfirleitt líka um eftirmeðferð
þessara sjúklinga eftir útskrift.
Teymi sjúkrahússérfræðinga og
heilbrigðisstarfsfólks sér um alla þá
þjónustu. Hér á landi er sjúklingum
í eftirmeðferð gjarna vísað á einka-
stofur sérfræðinganna. Oftar en
ekki er það sérfræðingurinn, sem
annast hefur undirbúning aðgerðar
og aðgerðina sjálfa, sem vísar við-
komandi sjúklingi til eftirmeðferðar
á eigin einkastofu þar sem sjúkling-
ur greiðir hluta kostnaðar en rík-
issjóður meginhlutann. Þetta gerist
t.d. þannig, að viðkomandi sér-
fræðilæknir fær að starfa í hálfu
starfi á sjúkrahúsinu og svo í hálfu
starfi á einkastofu sjálfs sín. Slíkir
starfshættir þekkjast ekki á hinum
Norðurlöndunum – og myndu ekki
vera liðnir þar. Ástæðan er ekki
einungis kostnaður heldur ekki síð-
ur hitt, að eftirmeðferð sjúklings,
sem verið hefur í erfiðri aðgerð,
þarf oft að vera teymisvinna ólíkra
sérfræðinga, sem til staðar eru á
sjúkrahúsum en ekki á einkastofum.
Ný stefnumörkun undirbúin
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigð-
isráðherra, vinnur nú að nýrri
stefnumörkun í heilbrigðismálum
þar sem höfð er yfirsýn yfir alla
þætti þjónustunnar og kannað hvað
betur megi fara og hvernig nýta
megi það mikla fé betur, sem sú
þjónusta kostar landsmenn. Þar
kemur auðvitað líka til skoðunar
hvernig ríkisvaldið á að haga samn-
ingum við sérfræðilækna. Það segir
sig auðvitað sjálft, að fyrirkomulag
þar sem sérhver sérfræðilæknir í
hvaða sérgrein sem er getur að eig-
in frumkvæði opnað einkarekna
þjónustu og skyldað ríkið til þess að
greiða bróðurpart kostnaðarins get-
ur ekki staðist. Né heldur, að slíkur
starfsmaður geti horfið í hálft starf
hjá ríkisstofnun, opnað sína einka-
stofu og vísað sjúklingum til eftir-
meðferðar hjá sjálfum sér – og ríkið
og sjúklingarnir borga. Þetta er
ekki sagt í neinum fjandskap við
það góða fólk, sem lagt hefur fyrir
sig sérgreinanám og starfar eða vill
starfa hér á landi.
Þetta er sagt í þeim tilgangi í
fyrsta lagi að tryggð verði öruggari
og fjölþættari þjónusta hjá þeim
ríkisstofnunum, sem ætlað er að
veita veiku fólki alla aðstoð og í
öðru lagi að tryggt sé að hinir
miklu fjármunir, sem lagðar eru á
landsmenn til þess að greiða fyrir
heilbrigðisþjónustu, séu rétt og vel
notaðir.
Metum niðurstöðuna
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigð-
isráðherra, sætir nú miklu andmæli
frá þeim, sem telja sig eiga hags-
muna að gæta. Ég er ekki stuðn-
ingsmaður hennar né flokksins, sem
hún fylgir. Mér þykir hún hins veg-
ar nálgast þessi vandasömu mál af
ábyrgð og skynsemi og vil hvetja
alla þá, sem þessi orð lesa, til þess
að veita henni stuðning svo það,
sem hún er að reyna að gera – að
endurskipulagning þjónustunnar
verði í samræmi við þarfir sjúklinga
og bestu meðferð fjármuna – nái
fram að ganga. Metum svo niður-
stöðuna þegar við fáum að sjá hana.
Svandís í storminum
Eftir Sighvat
Björgvinsson » Fyrirkomulag, þarsem sérhver sér-
fræðilæknir í hvaða sér-
grein sem er getur að
eigin frumkvæði opnað
einkarekna þjónustu og
skyldað ríkið til þess að
greiða bróðurpart
kostnaðarins, getur ekki
staðist.Sighvatur Björgvinsson
Höfundur er fyrrv.
heilbrigðisráðherra.