Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018
✝ Guðjón VídalínMagnússon
fæddist í Vest-
mannaeyjum 28.
febrúar 1986.
Hann lést á
Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja í faðmi
fjölskyldu sinnar
10. september
2018.
Foreldrar hans
eru Magnús Sigur-
nýjas Magnússon, f. 26. maí
1956, og Sigurlína Sigurjóns-
dóttir, f. 15. maí 1959. Systkini
Guðjóns eru: Signý Magnús-
dóttir, f. 22 febrúar 1978, Birg-
ir Magnússon, f. 5. júlí 1984, og
Magnús Sigurnýjas Magnússon,
f. 27. nóvember
2002.
Guðjón skilur
eftir sig einn son,
Tómas Inga, f. 2.9.
2011, móðir hans
er Alexandra Evu-
dóttir, f. 17.
nóvember 1990.
Guðjón fór ung-
ur út í atvinnulífið.
Hann vann hjá
Vélaverkstæðinu
Þór frá 16 ára aldri auk þess
að stunda sjónmennsku um
tíma.
Útför Guðjóns fer fram frá
Landakirkju Vestmannaeyjum í
dag, 29. september 2018, og
hefst athöfnin klukkan 14.
Þú fæddist klukkan 3 að nóttu
hinn 28. febrúar 1986. Systir þín
fór í fýlu, hún vildi stelpu en ekki
strák.
Samband ykkar stórlagaðist
þegar aldurinn færðist yfir.
Flestar ákvarðanir varð að bera
undir Signýju til að tryggja að
þær væru réttar. Stóri bróðir
þinn, sem var nærri tveggja ára,
þurfti að teyma alla sem komu til
að sýna þeim hann Gillagil. Þú
sýndi þess fljótt merki að skapið
var stórt, stundum. Þú varst frá
fyrstu tíð mikill matmaður sem
gaman var að gefa að borða.
Seinn til gangs en fljótur að
renna eftir að þú fórst að hlaupa
um. Búhamarinn á þessum tíma
iðaði af lífi, krakkar í öllum hús-
um, alltaf nóg að snúast. Það var
fótboltinn sem þú elskaðir,
hraunið með sínum ævintýrum,
það var ágætt að maður vissi ekki
um sum þeirra fyrr en löngu
seinna.
Árin liðu og börnin uxu úr
grasi. Þú fórst ungur að vinna,
fyrst hjá pabba þínum, síðan í
fiskvinnslu og 16 ára fórst þú að
vinna hjá Vélaverkstæðinu Þór
og vannst þar lengst. Vinnan átti
vel við þig, þér fannst gaman að
vera með púlsinn á því sem var að
gerast. Varst á sjó í nokkra mán-
uði sem kom undir þig fótunum
og á vélsmíðaverkstæði í bænum
á meðan þú dvaldir þar með þín-
um. Þór var samt alltaf þinn stað-
ur. Síðustu árin þegar þú varst í
Ísfélaginu leið þér vel, vissulega
erfitt en þú naust þess. Ekki má
gleyma öllum þeim tíma sem þú
eyddir í að hjálpa pabba þínum.
Þau voru ófá handtökin, helgarn-
ar og kvöldin sem þú gafst honum
til að laga og gera við. Pabba þinn
er viss um að kranabíllinn eigi
eftir að sakna þín. Þú varst vand-
virkur og vildir að hlutirnir pöss-
uðu, þú þoldir ekkert slór.
Árið 2011 eignaðist þú Tómas
Inga. Tómas var þér allt, þú sást
ekki sólina fyrir honum og varst
fyrst faðir. Þið eydduð miklum
tíma við leik og störf. Voru kósí-
kvöldin ykkar umtöluð. Það var
góð mynd, nammi, jafnvel
bragðarefur og snakk og síðasta
árið urðu það nú frekar kósíhelg-
ar en kvöld.
Þegar þú veiktist á síðasta ári
var það þvílíkt högg, við vissum
strax að þetta yrði erfitt. En
verkaskiptinginn var einföld, þú
ætlaðir að sjá um að berjast við
krabbann, við áttum að sjáum um
annað. Þú keyptir þér nýjan bíl, á
honum ætlaðir þú að ferðast með
Tómas um landið þegar sigurinn
yrði unninn, en ekki fer allt eins
og við viljum. Vissulega varstu
hræddur, leiður, sorgmæddur og
þreyttur en mest af öllu varstu
leiður að geta ekki séð um Tómas.
Nú er það okkar verk að styðja
við hann og við munum hjálpast
að við að gera það eins vel og við
getum.
Það er alltaf erfitt að kveðja og
dauðinn er í huga okkar enda-
punktur en ég trúi því að hann sé
upphafið að öðru og meira. Vissu-
lega náðir þú ekki að fara með
Tómas þinn í ferðalagið um land-
ið þitt og við munum ekki fá frá
þér snap eða skilaboð – en þú ert
farinn í ferðalag. Við munum hitt-
ast seinna og þá munt þú leið-
beina okkur um nýjar slóðir og
hjálpa okkur að aðlagast nýjum
aðstæðum. Ég veit að þú nýtur
frelsisins laus við kvalir og pínu
og gerir það sem þér finnst best,
hreyfir þig og býrð þér gott heim-
ili.
Þín
mamma og pabbi.
Að skrifa minningarorð um
litla bróður minn er eitthvað sem
ég átti aldrei von á að þurfa að
gera. Söknuðurinn er mikill en
eftir standa minningarnar um
yndislegan strák sem fór allt of
snemma frá okkur.
Ég á eftir að sakna þess að fá
símtölin eða skilaboðin um að nú
væri hann á leið í bæinn og það
væri mikilvægt að hafa góðan
mat, helst steik og ekki væri nú
verra að fá smá rauðvín með.
Aldrei átti ég von á því að eiga
eftir að sakna tuðsins frá honum
eða símtalanna um það hvort svör
eða ráðleggingar Birgis bróður
eða mömmu væru réttar. Í dag
held ég að ég myndi gera hvað
sem er til þess að fá slíkt símtal,
heyra smá tuð og glettin skot á
hina og þessa – allt í gamni gert.
Hvað ég er þakklát fyrir ferð-
irnar okkar saman og fríið okkar
á Spáni sumarið 2017. Þar fund-
um við veitingastað sem við vor-
um svo sátt við að þeir voru eigin-
lega ekki prófaðir fleiri í ferðinni.
Þar fékkst góður matur, kaldur
bjór og hann var með barnahorni
fyrir krakkana. Þetta varð okkar
staður „mundu systa, það var ég
sem fann þennan stað“ sagði
hann margoft og glotti.
Honum líkaði það að hafa hlut-
ina í rútínu, ekki vera að leita of
langt yfir skammt, þarna var búið
að finna það sem skipti máli, góð-
an mat! Við fórum saman stór-
fjölskyldan til Tenerife um síð-
ustu páska. Í þeirri ferð kom vel í
ljós úr hverju Guðjón var gerður,
þrátt fyrir að vera mikið veikur
þá fór hann með mér út að
hlaupa, stundum þurfti nú aðeins
að stoppa á veitingastaðnum hans
og fá sér einn grænan drykk,
mataráhuginn var aldrei langt
undan. Hann lét ekki veikindin
stoppa sig í því að gera tímann
ógleymanlegan fyrir litla strák-
inn sinn í þessari ferð, því það var
það sem skipti öllu máli. Ég á líka
eftir að sakna þess að hafa þá
feðga hjá okkur um áramótin.
„Systa, sagði hann alltaf, „þið
verðið að hafa brennu, Tómas
Ingi er svo spenntur fyrir því“.
Elsku litli Tómas var alltaf efstur
í huga.
Guðjón var mikill fjölskyldu-
maður. Hann langaði í stóra fjöl-
skyldu og hefði hann sómt sér vel
í því hlutverki eins og sást best á
því hversu vel hann sinnti föður-
hlutverkinu. Litli strákurinn var
honum allt. Honum leið best með
Tómasi, að borða góðan mat og
enda daginn á því að horfa á
mynd með Tómasi sínum.
Eftir að Guðjón veiktist bjó
hann hjá okkur í tvo mánuði. Í
dag er þessi tími ómetanlegur.
Við fórum út að labba á hverjum
degi og áttum gott hversdagslíf
saman.
Það er svo auðvelt að vera
reiður út í lífið, reiður yfir því að
þetta skuli hafa verið örlögin en
ég veit innst inni að það væri ekki
það sem Guðjón myndi vilja.
Hann hefði viljað að orkan færi í
að halda utan um hvert annað og
rifja upp minningar um tímann
sem við fengum þó saman. Það er
það veganesti sem ég ætla með
áfram í lífið og leggja mig fram
um að efna loforðið sem ég gaf
honum, að tryggja það að Tómasi
Inga líði vel.
Í dag verð ég leið, en ég mun
hugga mig við að þú ert laus við
allar þjáningar. Á morgun mun
ég halda af stað áfram út í lífið og
leggja mig fram við að halda þeim
minningum sem við eigum saman
á lofti.
Þín Systa alltaf,
Signý Magnúsdóttir.
Guðjón mágur minn er fallinn
frá, langt fyrir aldur fram eftir
snarpa baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Ég minnist Guðjóns fyrst og
fremst fyrir það hve traustur og
áreiðanlegur hann var. Hann var
vinur vina sinna, mikill fjöl-
skyldumaður og tók föðurhlut-
verkið mjög alvarlega, var pabbi
fram í fingurgóma.
Guðjón var gríðarlega dugleg-
ur og vinnusamur. Það var bæði
gaman og krefjandi að fá hann í
heimsókn til okkar Signýjar í
Reykjavík.
Yfirleitt hringdi hann á undan
sér og pantaði steik og rauðvín.
Skipti þá engu hvort það var
laugardagur eða þriðjudagur,
hann var í bæjarferð og það átti
að hafa aðeins fyrir honum. Það
var reyndar í góðu lagi þó að
stundum fyndist manni þetta full-
mikil tilætlunarsemi. Hann vann
alltaf vel fyrir steikinni og var
yfirleitt mættur snemma út í garð
að vinna.
Áður en við vissum af voru úti-
hurðirnar komnar af hjörunum,
upp á búkka og Guðjón byrjaður
að pússa. Þá var bara að vinda sér
í að finna lakk og hjálpa honum að
klára verkið. Það var einhvern
veginn þannig í þessum aðstæð-
um, hann rauk af stað og gerðist
sjálfskipaður verkstjóri. Svo var
bara sest niður í kaffi- og mat-
artímum, ekkert droll. Eftir svo-
leiðis daga er líka allt í góðu lagi
að verðlauna sig með góðri steik.
Ef maður stóð sig ekki með eitt-
hvað að hans mati þá var maður
auðvitað bara „með allt í skrúf-
unni“ eins og hann orðaði það.
Það var stutt í sjóarann í Guðjóni,
honum lá hátt rómur og lét heyra
í sér ef hann var ósáttur við eitt-
hvað. Til dæmis ef kaffið var ekki
nógu heitt (við suðumark) eða
bjórinn nógu kaldur (við frost-
mark) þá lét hann vita af því hátt
og skýrt, hvort sem hann var
gestur í heimahúsi eða á veitinga-
húsi.
Þegar Guðjón dvaldi hjá okkur
í nokkrar vikur eftir skurðaðgerð
fyrir um ári síðan sótti hann ein-
mitt kaffihúsið í hverfinu stíft,
kallaði það kaffihúsið sitt. Sama
gilti um veitingastað á Spáni þeg-
ar við fórum þangað saman í frí í
fyrrasumar, það var yfirleitt farið
á sama veitingastaðinn, veitinga-
staðinn hans. Gilti þá einu hvort
hann kom þangað fyrst eða ekki,
honum líkaði staðurinn og stað-
urinn var hans. Þetta eru góð
dæmi um tryggð Guðjóns og
kannski ákveðna sérvisku líka.
Hann bjó alla tíð í Vestmanna-
eyjum, hann var afskaplega
tryggur ömmu sinni á meðan hún
lifði, hann var tryggur sínum
vinnuveitendum og leitaði gjarn-
an ráða hjá fjölskyldumeðlimum
með stórt sem smátt. Hann
treysti þeim sem stóðu honum
nærri.
Mér gáfust góð og dýrmæt
tækifæri til að verja tíma með
Guðjóni, sérstaklega síðastliðið
eitt og hálfa árið. Skemmtilegast-
ir voru golfhringirnir sem við tók-
um á Spáni í fyrrasumar og á Te-
nerife um síðastliðna páska.
Hann naut þess í botn að spila
þessa velli og ég mun lifa lengi á
því að hafa átt möguleika á að
upplifa það með honum.
Í dag fylgjum við Guðjóni síð-
asta spölinn. Eftir stendur minn-
ingin um góðan dreng sem fór frá
okkur allt of snemma.
Hvíl í friði, elsku vinur,
Hermann Guðmundsson.
Elsku drengurinn minn, ég er
að reyna að koma orðum á blað,
sit niðri í klefanum mínum úti á
sjó, búinn að hlusta á Wild
Horses með Rolling Stones tutt-
ugu sinnum á endurspilun og sé
ekki út um gleraugun fyrir tár-
um. Þrátt fyrir að vera búinn að
kveðja þig fyrir hvern einasta túr
sem ég fór á sjó, vera vel upp-
lýstur og undirbúinn, þá er bara
svo sárt að fá þær fregnir að þú
sért farinn.
Þegar við vorum ungir kom
mjög fljótt í ljós hvaða mann þú
hafðir að geyma, varst góður í
öllu sem þú tókst þér fyrir hend-
ur, hvort sem það var fótbolti,
hjólabretti eða hvað sem er.
Þið bræðurnir hafið alltaf verið
duglegir að vinna og eruð dugleg-
ustu strákar sem ég veit um. Það
var ekkert annað í boði, þegar þið
voruð yngri, en að mæta í vinnu
eftir skóla í flutningaþjónustu
Magnúsar, sem pabbi ykkar og
mamma ráku, og hjálpa til.
Öll árin okkar saman í Véla-
verkstæði Þórs voru ómetanleg,
þar sem við vorum mótaðir af
Jósúa Steinari, Edda, Einari Ottó
og mörgum öðrum, sem kenndu
okkur að smíða færibönd og allt
sem viðkom stáli, en þó aðallega
að rífa kjaft og svara fyrir okkur,
eða eins og Jósi sagði alltaf: „Þeir
sem ekki svara fyrir sig hafa ekki
neinn persónuleika!“ Það vantaði
ekkert upp á það hjá okkur, sér-
staklega þér, þú gast alltaf svarað
fyrir þig og það skipti engu máli
hvern þú varst að tala við eða
hvort þú hefðir rétt fyrir þér; þú
hækkaðir bara róminn og labb-
aðir svo í burtu, alveg handviss
um að hafa kaffært viðkomandi.
Þegar kom að stelpum vantaði
mig oft bara popp og kók á meðan
ég horfði á þig henda fram gull-
hömrum eins og „hvað er að
frétta af pabba þínum“ eða kall-
aðir stelpurnar nafni pabba síns,
mjög fyndnar pickup-línur sem
gerðu lítið gagn. Þær stelpur sem
þekktu þig urðu bálskotnar í þér
af því að þú varst eðalstrákur
með allt á hreinu, klár og vel
gefinn.
Á ákveðnum tímapunkti
minnkaði samband okkar þrátt
fyrir að hafa unnið saman alla
daga og verið saman allar helgar
því ég flutti til Reykjavíkur og
bjó þar m.a. með Birgi bróður
þínum um tíma, en flutti sem bet-
ur fer aftur heim til Eyja og fór á
sjóinn.
Þú fórst að búa og eignaðist
Tómas Inga og föðurhlutverkið
fór þér afar vel, þú gerðir alltaf
allt fyrir strákinn þinn og hann er
heppinn að hafa átt þig. Pottþétt-
ari manni hef ég aldrei áður
kynnst, snyrtimennskan upp á
tíu, alltaf vel tilhafður, nýklippt-
ur, með sjampólykt og gel í
hárinu.
Þrátt fyrir að ég væri mikið á
sjó í gegnum veikindin leyfðirðu
mér að fylgjast vel með og við töl-
uðum mikið saman. Ég var
hræddastur um að krabbameinið
næði yfirhöndinni, sem það svo
gerði.
Söknuðurinn verður alltaf gíf-
urlega mikill og ég mun aldrei
gleyma hlátrinum, töktunum og
dugnaðinum sem einkenndi þig
og þinn einstaka persónuleika.
Minning þín mun alltaf lifa,
elsku karlinn minn.
Þinn vinur,
Sveinbjörn Óðinsson
(Svenni).
Guðjón
Vídalín Magnússon
Allar minningar
á einum stað
MINNINGAR
er fallega innbundin bók sem hefur að geyma
æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa
um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.
Okkar ástkæra
RANNVEIG JÓNSDÓTTIR,
Hraunvangi 7, Hafnarfirði,
áður Kleppsvegi 6, Reykjavík,
lést aðfaranótt 25. september.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda og vina,
Helga Loftsdóttir Sigurbjörn Þorbergsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN AGNES SAMSONARDÓTTIR,
Ninna,
skólaritari, frá Þingeyri,
lést á líknardeild Landspítalans
25. september. Hún verður jarðsungin frá Digraneskirkju,
fimmtudaginn 4. október klukkan 11.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild
Landspítalans.
Linda Samsonar Gísladóttir
Örn Smári Gíslason Sigrún Gunnsteinsdóttir
Davíð Gíslason
Benjamín Gíslason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ARDÍS ÓLÖF ARELÍUSDÓTTIR,
Skagaströnd,
sem lést á hjúkrunarheimilun Sæborg
miðvikudaginn 12. september, verður
jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skagaströnd föstudaginn
5. október klukkan 14.
Börn, tengdabörn og ömmubörn
Ástkær móðir mín,
ÁSLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 20. september.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánu-
daginn 1. október klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarsjóð langveikra
barna.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðjón Ágúst Luther