Morgunblaðið - 29.09.2018, Síða 37

Morgunblaðið - 29.09.2018, Síða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Þín ömmubörn, Sigrún Magnúsdóttir, Kristinn Magnússon og Erla Magnúsdóttir. Hjartans amma. Amma okkar var ótrúleg kona, ósérhlífin, vinnusöm, hjartahlý og sterk. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa í Goðheimum þar sem þau hugsuðu svo vel um okk- ur barnabörnin. Þau voru afskap- lega samheldin hjón og studdu börn og barnabörn í einu og öllu og gáfu okkur þessi einstöku fjöl- skyldubönd sem við stórfjölskyld- an eigum. Við frænkurnar áttum þar náttfatapartí og svo má ekki gleyma sleikjóunum, sem barna- börnin fengu ávallt þegar þau komu í heimsókn í Goðheimana, og kókópöffsinu í hornskápnum í eldhúsinu. Amma okkar var algjör dugn- aðarforkur. Hún fór í Húsmæðra- skólann á Hallormsstað og var til fyrirmyndar sem húsmóðir sem ól upp sjö börn og vann jafnframt alla tíð og kvartaði aldrei, sama hvað gekk á. Hún var mikil fé- lagsvera, vildi helst ekki missa af afmæli í fjölskyldu sem telur um 100 manns og var yfirleitt hrókur alls fagnaðar. Við minnumst þess í brúðkaupi einu þegar amma var á níræðisaldri, klukkan að ganga tvö um nótt og allir að bjóðast til að keyra hana heim, hvort hún væri ekki þreytt. Þá svarar amma; „Nei, hér er gaman.“ Amma hafði einstaklega hlý- legt bros sem yljaði um hjartaræt- ur. Við stelpurnar í fjölskyldunni áttum með henni margar stundir þar sem hún spáði fyrir okkur í bolla og við nutum þess að sitja við hlið hennar og velta fyrir okkur framtíðinni. Það var alltaf bjartur bolli. Á Þorláksmessu hafði hún þá hefð að halda skötuveislu fyrir karlmennina í fjölskyldunni. Þar sem mikið var hlegið og haft gam- an. Hún var einstaklega gjafmild og oftar en ekki bjó hún sjálf til gjafirnar handa afkomendunum en hún var einkar handlagin. Hún prjónaði lopapeysur á fjölskyld- una og til sölu, málaði mörg mál- verkin og á postulín svo eitthvað sé nefnt. Hjá henni var alltaf verk í vinnslu á trönunum þegar maður kíkti í kaffi á Lindargötuna. Fram á síðasta dag undi hún sér við handverkið. Að vera skírð í höfuðið á ömmu sinni er gjöf sem Fjóla fær seint fullþakkað og þykir einkar vænt um. Það hefur veitt henni styrk alla tíð. Í minningunni er amma okkar alltaf brosandi og hlæjandi, og þannig munum við minnast henn- ar með elsku. Hvíl í friði, elsku amma. Fjóla, Jóhannes og Heiðrún. Elsku amma Fjóla. Þú skilur eftir ótal margar minningar hjá okkur systkinunum en það var alltaf svo notalegt að koma til þín í heimsókn og þú tókst svo vel á móti okkur. Okkur þykir mjög vænt um allar fallegu stundirnar sem við áttum saman og þegar við hugsum til baka munum við alltaf eftir þér með bros á vör. Þú varst hrókur alls fagnaðar og þar sem amma Fjóla var, þar var sko gaman. Hvort sem við vorum í skemmtilegum matarboðum hjá mömmu og pabba, í hörku baráttu í rommý eða á ferð um landið var ómetan- legt að eiga ferðafélaga á lífsins leið og ömmu eins og þig. Þú varst listakona mikil og skilur eftir þig fullt af fallegum munum sem eru okkur mjög dýrmætir. Við kveðjum þig, elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Við kveðjum þig með miklum söknuði, Guðlín, Bryndís og Pálmi. Elsku amma Fjóla Við vorum leið þegar við frétt- um að þú værir dáin og grétum. Það var gaman þegar amma hélt upp á 90 ára afmælisdaginn sinn, þá var hún svo glöð. Við vor- um glöð þegar við hittum hana og hversu mikið hún knúsaði okkur alltaf. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til hennar á Lindargötu og á elliheimilið. Amma var ósköp falleg og með falleg augu. Takk fyrir að vera góð amma og hugsa vel um okkur. Þín langömmubörn, Una Jódís og Kristján Týr. Elsku langamma. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minninar streyma um hjörtu þau, er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið mesta gafst þú hverju sinni. Þinn traustur faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra, nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá, í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við söknum þín. Jakob Þór, Guðrún Perla, Bragi Þór og Manúela Ýr. Fjóla og Hrefna móðir mín voru skólasystur frá húsmæðra- skólanum á Hallormsstað og voru vinkonur alla tíð síðan. Alltaf gist- um við fjölskyldan frá Fagradal hjá Fjólu og Kristni manni hennar í Goðheimunum þegar við fórum til borgarinnar. Þau áttu sjö börn en alltaf var pláss fyrir okkur og líka vel tekið á móti okkur því gestrisin voru þau hjón. Að ganga með sjö börn og ann- ast þau er ekki einfalt verkefni, það gerði Fjóla með sóma. Hún varð fyrir þeirri hræðilegu lífs- reynslu að missa hana fallegu dóttur sína, Svövu, á besta aldri. Kristin mann sinn lifði hún líka. Mér fannst þau alltaf vera svo ást- fangin. Mamma og Fjóla voru snilling- ar að sauma föt, saumuðu saman og fallegur var fermingarkjóllinn minn. Og alltaf fór Fjóla með mömmu í kvenfataverslunina Verðlistann því engar voru þannig verslanir í sveitinni. Þrjú börnin hennar voru sum- arlangt hjá okkur í Fagradal hvert á eftir öðru, Pálína, Magnús og Reynir, og á ég góðar og skemmtilegar minningar frá þeim sumrum. Börnum hennar öllum og að- standendum votta ég samúð mína, góð og falleg kona er farin frá okk- ur en minning hennar mun ætíð lifa í huga okkar. Ólöf Þóra Steinólfsdóttir. ✝ Ingibjörg Sum-arliðadóttir fæddist í Viðvík á Hellissandi 18. júlí 1931. Hún lést á Dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 12. september 2018. Foreldrar Ingi- bjargar voru hjónin Matthildur G. Rögnvaldsdóttir, f. 18. júlí 1908 í Fagradalstungu í Saurbæ, d. 12 júní 2001, og Sum- arliði Andrésson, f. 25. apríl 1901 í Lindarbrekku á Hellnum, d. 10. ágúst 1969. Systur Ingi- bjargar: 1) Guðrún Sumar- liðadóttir, f. 5 mars 1930, d. 4. nóvember 2004, gift Leó Ott- ósyni, f. 16 mars 1930, d. 28. des- ember 1998. 2) Svana Sumar- liðadóttir, f. 11. september 1942, gift Magnúsi G. Davíðssyni, f. 11. apríl 1945. Eiginmaður Ingibjargar var Svavar K. Kristjánsson veitinga- maður, f. 29. júlí 1913, d. 16. október 1978. Ingibjörg og Svavar eignuðust fjögur börn: 1) Son- ur, f. 6. september 1955, d. 9. sept 1955. 2) Sunna Hildur, f. 15, des- ember 1957, d. 27. janúar 1979. 3) Helga Nína, f. 12 september 1959, gift Inga Þ. Ólafssyni, f. 10. október 1946. 4) Svava Björg, f. 18. desember 1965, gift Guð- mundi V. Guðsteinssyni, f. 12. febrúar 1967. Barnabörn Ingi- bjargar eru orðin sex og lang- ömmubörnin eru sex. Svavar, eiginmaður Ingibjargar, eign- aðist fimm börn í fyrra hjóna- bandi, þau eru: 1) Garðar, 2) Hreiðar, 3) Edda, 4) Smári, 5) Hulda. Útför Ingibjargar fór fram frá Borgarneskirkju 20. septen- ber 2018. Gott er ein með guði að vaka, gráta hljótt og minnast þín, þegar annar ylur dvín,- seiða liðið líf til baka, og láta huggast, systur mín! Ennþá blærinn ástarþýði andar sálu þinni frá, ennþá heyri ég hjarta slá; – enn mig styrkja í innra stríði augu djúp og göfug brá. Við skulum leiðast eilífð alla, – aldrei sigur lífsins dvín. Ég sé þig, elsku systir mín. Gott er þreyttu höfði að halla að hjarta guðs – og minnast þín. ( Jóhannes úr Kötlum) Kveðja. Þín systir, Svana Sumarliðadóttir. Ingibjörg Sumarliðadóttir Minn kæri vinur Gunni Már er lát- inn langt um aldur fram, ekki orðinn 60 ára, þetta eru hræðilegar fréttir en ekki óvæntar. Gunni var búinn að vera veikur í nokkur ár og við sem þekktum hann vissum að þetta var alvar- legt. Gunnari kynntist ég þegar hann kom í vinnu til okkar í Vöku sennilega í kringum 1980. Hann vann alltaf hjá SVR, síð- ar Strætó, en var alltaf talsvert í aukavinnu hjá okkur. Alltaf hress og skemmtilegri vinnu- félaga var ekki hægt að hugsa sér. Einnig voru okkar áhuga- mál lík á þessum árum. Við fór- um í allmargar jeppaferðir saman, t.d. alltaf inn í Land- mannalaugar á hverju ári. Þessar ferðir voru ógleyman- Gunnar Már Jóhannsson ✝ Gunnar MárJóhannsson fæddist 5. október 1958. Hann lést 14. september 2018. Útför Gunnars var gerð 25. september 2018. legar. Einnig fór- um við á Grímsfjall fyrir sirka 18 árum og var sú ferð erf- ið. Bíllinn hans Gunna braut öxul eftir að færðin var orðin ansi þung og síðan varð ég að skilja minn bíl eftir til þess að við kæmumst í skál- ann. Mig minnir að Gunni hafi náð sínum bíl til byggða í þriðju tilraun, við vor- um voða montnir af okkar bíl- um sem voru Dodge Van-sendi- bílar á 38“ dekkjum. Minn bíll var bara með stærri vél, ég var með 360 en hann bara 318. Það eru sannarlega stór skörð komin í hópinn sem vann í Vöku í kringum síðustu alda- mót. Í vor dó Pálmi Guðmunds- son og nú Gunni Már, báðir ekki orðnir sextugir. Að lokum vil ég bara segja að Gunni Már var sannur vinur. Elsku Helga, Sigríður og Ósk- ar, ykkar missir er mikill. Inni- legustu samúðarkveðjur frá mér og Sigrúnu. Steinar Már Gunnsteinsson. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær bróðir okkar, mágur, frændi og unnusti, REIDAR ÓSKARSSON, Rafnkelsstaðavegi 8, Garði, lést á Hvammstanga þriðjudaginn 18. september. Útför verður frá Útskálakirkju í Garði fimmtudaginn 4. október klukkan 14. Þórdís Husby Örlygur Þorkelsson Ragnar M. Husby Edda Baldvinsdóttir frændsystkini og Laufey Sigurðardóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN ÓLA KARLSDÓTTIR frá Háfi í Djúpárhreppi, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 31. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Lundar á Hellu fyrir góða umönnun. Guðbjörg Ólafsdóttir Vilhjálmur Þórarinsson Fannar Ólafsson Hulda Pétursdóttir Hallur Ólafsson Steinunn Jónsdóttir Karl Ólafsson Kristín Guðmundsdóttir Hólmfríður Ólafsdóttir Þorkell Ólafsson Inga Geirsdóttir Þórarinn Ólafsson Sævar Ólafsson Guðmundur Ólafsson Magnús Ólafsson Elín Gestsdóttir og afkomendur Ástkæri maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, ÁRNI GUÐMUNDSSON framkvæmdastjóri öryggismála Securitas, Lyngprýði 2, Garðabæ, lést á krabbameinsdeild LSH að kvöldi fimmtudagsins 20. september umkringdur ástvinum sínum. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 3. október klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við öllu því yndislega starfsfólki sem annaðist hann af alúð. Sigríður Huld Konráðsdóttir Guðmundur Örn Árnason Elísabet Mary Arnaldsdóttir Erla María Árnadóttir Róbert Karl Hlöðversson Íris Björk Árnadóttir Kristján Jón Jónatansson Unnur Svanborg Árnadóttir Sigríður Hulda Árnadóttir Sveinbjörn Claessen Árni Konráð Árnason Birgitta Björt Garðarsdóttir og barnabörn Elskuleg móðir okkar tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA GUÐJÓNSDÓTTIR, Stekkjarholti 22, Akranesi, andaðist á Höfða, dvalar- og hjúkrunar- heimili, 25. september. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 11. október klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimili, Akranesi. Drífa Garðarsdóttir Jóhannes Eyleifsson Skúli Bergmann Garðarsson Lilja Kristófersdóttir Halldóra Garðarsdóttir Gunnlaugur Sölvason Guðrún Garðarsdóttir Karl Örn Karlsson Friðgerður Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALUR AÐALSTEINN JÓHANNESSON, Skeiðarvogi 141, Reykjavík, lést 22. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 5. október klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim er vildu minnast hans er bent á MS-félag Íslands. Sigrún Pétursdóttir Emma Ingibjörg Valsdóttir Valtýr Björn Thors Þóra Valsdóttir Ronald P.F. Janssen Pétur Valsson Björn Erlingur Flóki Björnsson Pétur Valur, Tomas og Daníel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.