Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 42

Morgunblaðið - 29.09.2018, Side 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr. Það stendur mjög mikið til því ég verð með þrjú afmæli,“ segir ÍrisÓlöf Sigurjónsdóttir textíllistamaður, en hún á 60 ára afmæli ídag. „Ég bý á Laugasteini í Svarfaðardal á sumrin og verð með boð þar í dag. Svo flyt ég á mánudaginn suður til vetrardvalar og verð með boð í Reykjavík 5. október og af því að þetta eru bæði kvennaboð þá býð ég sonum, bræðrum, mágum og svilum í súpu og snaps laugar- daginn 6. Þá fæ ég að vera ein með köllunum.“ Íris Ólöf hefur verið forstöðumaður byggðasafnsins Hvols á Dalvík undanfarin 16 ár en sagði upp 1. september síðastliðinn. „Ég er að fara að kenna eina önn í Myndlistaskólanum í Reykjavík, ég hef ekki kennt áður en er með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Svo erum við nokkrir listamenn að fara að opna sölusíðu á netinu. Það er því margt í bígerð.“ Auk þess að vera textíllistamaður og með kennararéttindi er Íris Ólöf textílforvörður, en þeir passa upp á að textílar séu varðveittir með ýms- um aðferðum og koma í veg í fyrir frekari skemmdir á þeim. „Ég er því textílkona fram í fingurgóma, en svo finnst mér mjög gaman að útivist og söng en ég er í Söngfjelaginu.“ Eiginmaður Írisar Ólafar er Hjörleifur Hjartarson tónlistarmaður og börn hennar eru Ragnheiður Jónsdóttir tónmeistari, Árni Jónsson myndlistarmaður og Finnbogi Jónsson, sem er í veitingabransanum, Stjúpbörn Írisar Ólafar eru Grímur Jónsson stærðfræðingur, Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndaleikstjóri, Baldur Hjörleifsson tónlist- armaður, Hjörtur Hjörleifsson tónlistarmaður og Árni Hjörleifsson nemi. „Svo er komið eitt barnabarn sem heitir Pétur Vésteinn Gunnars- son og er Ása Helga móðir hans. Þetta er ein stór og góð fjölskylda.“ Á Dalvík Frá vinstri: Íris Ólöf, Gunnar, Ása Helga, Pétur Vésteinn, Hjörleifur, Ragnheiður, Árni, Finnbogi og Baldur. Ætlar að halda þrjú afmælisboð Íris Ólöf Sigurjónsdóttir er sextug í dag B jörgvin Friðgeir Magn- ússon fæddist í Reykja- vík 29.9. 1923 og ólst fyrst upp í Skugga- hverfinu, á Smiðjustíg 10: „Það urðu snemma þáttaskil í mínu lífi því móðir mín lést úr berkl- um 23 ára er ég var fjögurra ára. En það var lán í þessum harmleik að móðurforeldar mínir tóku mig í fóst- ur, Magnús Vigfússon, verkstjóri hjá Reykjavíkurbæ.og Sólveig Jóns- dóttir. Þau áttu jörðina Kirkjuból við Laugarnesveg og þar ólst ég upp. Þá var Laugarneshverfið byggðakjarni í nágrenni bæjarins sem samanstóð helst af byggð við þessa löngu götu. Ég missti hins vegar samband við föður minn og systkini en ólst upp með Jóni Björgvinssyni sem afi og amma tóku í fóstur er hann var árs- gamall. Við Jón vorum tvöfaldir Björgvin F. Magnússon, fyrrv. skólastjóri – 95 ára Á Bessastöðum Björgvin fékk riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir nokkrum árum en Edda, dóttir hans, var sæmd orðunni sl. sumar. Hér er Björgvin, ásamt Eddu, barnabörnunum og langafabörnum og forseta Íslands og frú. Eitt sinn og ávallt skáti – bjartsýnn og tillitssamur Morgunblaðið/Eggert Í vinnunni Björgvin mætir enn til vinnu hjá Viðlagatryggingum, 95 ára. Reykjavík Luna Dua Dreaj fæddist 14. október 2017 kl. 5.05. Hún vó 3.015 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Rajmonda Aníta Zogaj og Valon Dreaj. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.