Morgunblaðið - 29.09.2018, Page 45

Morgunblaðið - 29.09.2018, Page 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2018 100% Merino ull Þægileg ullarnærföt á góðu verði Stærðir: S – XXL Þinn dagur, þín áskorun OLYMPIA Þegar frost er á fróni Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Heimkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Höfn • Þernan, Dalvík Siglósport, Siglufirði • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samræður við vini verða ánægjulegar í dag en munu samt sem áður koma á óvart. Stundum breytast hugsanir manns og svo breytist maður sjálfur. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér hættir til að vera of föst/fastur fyrir og það leggur stein í götu þína. Vertu lítillát/ ur, ljúf/ur og kát/ur og þá mun þér farnast vel á öllum sviðum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er eitt og annað í gangi í fé- lagslífinu en þig langar meir til þess að halda þig til hlés. Sýndu dugnað í starfi og dirfsku í persónulegum málum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það kann að kosta þig mikla vinnu að komast fyrir allar staðreyndir ákveðins máls. Það getur kostað málamiðlanir að leita til annarra um framkvæmd hluta. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er tíminn til að viðra vandamál sem þú hefur lengi falið. Vertu hvergi smeyk/ur því þú ert með allt þitt á hreinu. Treystu skilning- arvitunum ef ósamkvæmar upplýsingar eru bornar á borð fyrir þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Fólk sem er að reyna að ganga í augun á þér móðgar þig hugsanlega alveg óvart. Þér finnast þetta vera erfiðir tímar og þú átt bágt með að einbeita þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er hætt við deilum innan fjölskyld- unnar í dag því fólk stendur fast á sínu. Ein- beittu þér að markmiðum þínum og láttu allar neikvæðar hugsanir lönd og leið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þegar yfirmaðurinn getur ekki verið nákvæmur í skipunum er ekkert við því að gera nema nota ímyndunaraflið. Sumt er manni ekki gefið að skilja. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Villtustu draumar þínir geta ræst. Þú þarft á hvíld að halda og hefðir gott af því að njóta samvista við vini þína og fjölskyldu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Búðu þig undir að dagurinn verði alls ekki eins og þú ætlar þér. Taktu ekki af- stöðu í deilu sem geisar nú á vinnustað þínum og vertu ekki of hörð/harður við sjálfa/n þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Besta ráðlegging dagsins er að einbeita sér að sínum skyldum og ábyrgð. Sýndu umburðarlyndi og þolinmæði í sam- skiptum þínum í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gættu þess að haga væntingum þín- um alltaf í samræmi við það sem þú veist mögulegt. Stundum er rétta aðferðin sú að þoka sér áfram skref fyrir skref. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Fylki sínum fylgir glaður. Flokknum trúr er þessi maður. Býr í þínu brjósti og mínu. Breytir jafnan skapi sínu. Helgi R. Einarsson svarar: Freista þess ég finni falda lausn er kynni felast mér í minni og man nú eftir sinni. Svar mitt: Fylki sinni fylgir glaður. Flokks er sinni þessi maður. Merkir líka sinni sefi. Sinni margoft skipt ég hefi. Þá er limra: Hann Drómundur gamli á Dröngum var dapur í sinni löngum og einmana æ, fór aldrei af bæ, en sat þar í sínum öngum Og að lokum er ný gáta eftir Guð- mund: Morgunstundin, mild og hlý, manni kemur gott skap í, sólin skín um borg og bý, birtist gáta enn á ný: Harla síð á herra flík. Hæfir tíðum svanna slík. Missa breyskur klerkur kann. Kenna má á sjónum þann. Hér er limra eftir Helga R. Ein- arsson, „Óhappið“: Það bárust að Guðnýju böndin er yfirgaf gjaldkerann öndin. Það var af því að þrengingum í henni laus var oft höndin. Þessi staka Jóns S. Bergmann er aldrei of oft kveðin: Klónni slaka ég aldrei á undan blaki af hrinu, þótt mig hrakið hafi frá hæsta takmarkinu. Síra Sveinn Skúlason orti: Sárbeitt eru syndagjöld, sjón og heyrnin dvínar, örðugt gera ævikvöld æskubrellur mínar. Gömul vísa í lokin: Komdu hingað, kona góð, og kættu mig í geði. Þér á ég að þakka, fljóð, það sem ég hef af gleði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fæstir vita framenda sinni Í klípu „EINHVER ALVARLEG HLIÐARÁHRIF?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ ER PÍSKURINN MINN AÐ GERA HÉRNA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fyrsti leikurinn hans! HÆ, MAMMA. VEISTU HVAÐ? ÉG Á KÆRUSTU! HALLÓ? HALLÓ? HVAÐ GERÐIST? MAMMA DATT MEÐ ANDLITIÐ Í KARTÖFLUSTÖPPUNA MIG HEFUR DREYMT UM ÞAÐ UM MIÐNÆTTI Í GÆR VAR ÉG MEÐ KONU DRAUMA MINNA! HVENÆR HITTIRÐU HANA NÆST? VONANDI UM TÍU Í KVÖLD, ÞEGAR ÉG VERÐ NÝSOFNAÐUR! Víkverji var fyrir skömmu á ferðinniá þjóðvegum landsins. Umferð var nokkuð þung, en þó ekki þannig að ylli töfum. Á móti honum kom dráttar- vél, sem eðli málsins samkvæmt var ekið nokkuð undir hámarkshraða. Það getur verið þolinmæðisverk að aka fyrir aftan dráttarvél, jafnvel þótt það sé sunnudagur, sól skíni í heiði og haustlitir blasi við. x x x Skyndilega brast þolinmæði þess,sem næstur dráttarvélinni var, og hann ákvað að drífa sig fram úr. Lét hann sig einu varða um umferð- ina, sem kom á móti. Fram úr skyldi hann. Víkverji ætlaði ekki að trúa sín- um eigin augum þegar hann sá allt í einu bíl koma beint í flasið á sér og varð ekki um sel. Ekki dró úr að bíll- inn var nokkuð stór og aftan í honum hékk boldangshestakerra. x x x Víkverji negldi niður og óþolinmóðiökumaðurinn með hestakerruna náði fyrir vikið með naumindum að komast fram úr áður en hann og Vík- verji skullu saman. x x x Stundum er talað um að mönnumliggi lífið á. Það átti greinilega við í þessu tilfelli. Maðurinn með hesta- kerruna var greinilega í svo miklum flýti að hann var tilbúinn að leggja líf og limi undir. x x x Víkverji verður oft vitni að því aðökumenn fara mikinn. Þeir skjót- ast fram úr, sikksakka milli akreina og ímynda sér að þeir séu á einhverri kappakstursbrautinni. Þegar öku- ferðinni lýkur stíga þeir hnarreistir út úr sjálfrennireið sinni og halda að þeir séu jafnokar Michaels Schumac- hers eða Alains Prosts (ef þessir tveir eru dottnir úr minni lesenda má finna einhverja aðra í staðinn). x x x Þeir gera sér ekki grein fyrir því aðtil þess að þeir gætu keyrt án þess að lenda í árekstri og komust slysalaust á áfangastað þurftu aðrir að víkja og hægja á sér. Lán þeirra var að ekki óku allir eins og þeir. vikverji@mbl.is Víkverji En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jóh: 17.3) Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.