Morgunblaðið - 27.09.2018, Side 1
VILL LÆRA Á SAMFÉLAGSMIÐLANATRUMP OGTOLLARNIR
ki bara töffaralegur rafbíll heldur líka kraftmikill. 4
Stefna Bandaríkjamanna í tollamálum
snýr að fleiru en eingöngu persónu
Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
VIÐSKIPTA
4
Sigrún Kjartansdóttir segist hafa náð öllum þeim
starfsmarkmiðum sem hún hefur sett sér, og hefur
ekkert meira að sanna á vinnumarkaði.14
Ek
Unnið í samvinnu við
FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018
Hluthafar Beringer í myrkri
Þann 18. júní síðastliðinn var starfs-
fólki Beringer Finance tilkynnt að al-
þjóðlegur banki myndi kaupa fjár-
festingarbankann. Þá væri frágengið
að Aðalsteinn Jóhannsson, forstjóri
Beringer Finance, og stærsti eigandi
bankans, myndi taka sæti í stjórn
bankans og leiða í kjölfarið alþjóðlegt
samruna- og yfirtökuteymi hans. Frá
því að þetta var upplýst og greint frá
fyrirhuguðum viðskiptum í Morgun-
blaðinu þann 19. júní síðastliðinn
hafa aðilar í hluthafahópi Beringer
Finance ekki fengið upplýsingar um
framgang málsins. Þetta herma
heimildir ViðskiptaMoggans. Sömu-
leiðis munu þeir ekki hafa fengið
upplýsingar um rekstur bankans það
sem af er þessu ári.
ViðskiptaMogginn leitaði við-
bragða Aðalsteins Jóhannssonar við
þessu í gær. Hann sagði af og frá að
hluthafar hefðu ekki verið upplýstir
um stöðu mála.
„Hluthafar okkar hafa fengið upp-
lýsingar um stöðuna á hverjum tíma
og því skil ég ekki þessa gagnrýni.“
Hann sagði að innan skamms yrðu
kaup hins ónefnda alþjóðlega banka
gerð opinber og upplýst hver bank-
inn væri.
„Við höfum ekki heimild til að
greina frá þessu fyrr en að lokinni
áreiðanleikakönnun og þá þurfa yfir-
völd fjármálaeftirlits í nokkrum lönd-
um að leggja blessun sína yfir kaup-
in,“ segir Aðalsteinn.
Aðalsteinn fer með 60% hlut í Ber-
inger Finance, sem er norskt fyrir-
tæki en rekur dótturfélög í fleiri
löndum, m.a. á Íslandi. Um 30% hlut í
félaginu á hin norska Must-
fjölskylda, sem áður var eigandi
Fondsfinans AS en fyrirtækin tvö
sameinuðust um mitt ár 2016. Í til-
kynningu frá fyrirtækjunum á þeim
tíma kom fram að Erik og fjölskylda
hans ættu 50% í sameinuðu fyrirtæki
en þau hlutföll hafa breyst síðan þá.
Þá eiga núverandi og fyrrverandi
starfsmenn Beringer Finance þau
10% sem Aðalsteinn og Must-
fjölskyldan halda ekki á.
Beringer Finance gefur ekki út
samstæðureikning fyrir félögin sem
undir það heyra í Noregi, Svíþjóð, á
Íslandi og í Bandaríkjunum.
Í ársreikningaskrá hér á landi
kemur fram að Beringer Finance
ehf., sem er að fullu leyti í eigu Ber-
inger Finance í Noregi, hafi tapað
101,4 milljónum króna á síðasta ári.
Það var nokkru meira tap en árið
2016 þegar það reyndist 58,3 millj-
ónir króna. Tapið í Svíþjóð, Beringer
Finance AB, reyndist 23,6 milljónir
íslenskra króna en tapið í norska fé-
laginu, Beringer Finance AS, reynd-
ist ríflega 700 milljónir íslenskra
króna.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Hluthafar í Beringer Fin-
ance AB hafa litlar upplýs-
ingar fengið um stöðu fé-
lagsins frá því að tilkynnt
var í sumar að alþjóðlegur
banki myndi kaupa fyrir-
tækið.
Í sumar var greint frá því að alþjóðlegur banki hygðist kaupa Beringer Finance.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
1.400
27.3.‘18
27.3.‘18
26.8.‘18
26.9.‘18
1.770,83
1.596,8
135
130
125
120
115
121,35
128,95
Í liðinni viku voru einar illræmdustu
deilur síðustu ára í íslensku viðskipta-
lífi leiddar til lykta. Þá keypti FISK
Seafood hlut Brims í Vinnslustöðinni.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
fagnar mjög eigendaskiptunum og
segir óþolandi að hafa á síðustu árum
þurft að sitja undir ámæli af hendi
Guðmundar Kristjánssonar, eiganda
Brims.
„Hann getur vel gagnrýnt okkur en
hann hefur ekki borgað sínar skuldir.
Við reyndar komum í veg fyrir að
hann þyrfti að borga skuldirnar af yf-
irtöku á Vinnslustöðinni en það var
bara vegna þess að við komum í veg
fyrir yfirtökuna. Þær skuldir hefðu
bara bæst ofan á þá 20 milljarða sem
hann fékk að láni hjá Landsbankanum
og þjóðin þurfti að lokum að borga.
Hann borgaði ekki krónu.“ Í ítarlegu
viðtali á miðopnu ViðskiptaMoggans í
dag fer Sigurgeir Brynjar yfir þau 20
ár sem hann hefur stýrt fyr-
irtækinu.
Fagnar nýjum hluthöfum mjög
Binni tók við stjórnartaumunum í VSV
árið 1999 eða fyrir tæpum 20 árum.
Tímamót urðu í sögu
Vinnslustöðvarinnar í liðinni
viku þegar FISK Seafood
keypti tæplega þriðjungs
hlut í fyrirtækinu.
8
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Ef nota má gríðargagnagrein-
ingu til að verðmeta fasteignir
í rauntíma ætti það að geta
gert hegðun mark-
aðarins rökréttari.
Tölvurnar taka yf-
ir fasteignamatið
10
Versace valdi hentugan tíma
til að selja og Michael Kors
ætti að hafa efni á tveggja
milljarða dala verð-
miðanum.
Lex: Tískuveldi
tekur á sig mynd
11
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.