Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 13SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Hagfræðingnum Mariönu Mazzu-
cato þykir ýmislegt bogið við þá
mynd sem kapítalisminn hefur tekið
á sig. Allt of oft virðist það gerast, að
hennar mati, að þeir
sem skapa verðmætin
uppskera minna en
þeir sem raka verð-
mætunum til sín.
Vandinn spannar allt
frá hlutafélögum þar
sem upphafið og
endirinn í rekstrinum
er að skapa sem mest-
an hagnað fyrir hlut-
hafa, yfir í lyfja- og
lækningamarkað þar
sem sjúklingar þurfa
að punga út fúlgum
fjár til að fá að halda heilsunni. Eitt-
hvað hefur valdið því, að mati
Mazzucato, að kapítalismanum hef-
ur verið snúið á haus og þegar það
gerist má vænta vansældar og fá-
tæktar.
Mazzucato fjallar um þetta í bók-
inni The Value of Everything:
Making and Taking in the Global
Economy. Skrifin hafa vakið athygli
og rataði Mazzucato á stuttlista Fin-
ancial Times yfir bestu viðskipta-
bækur ársins.
Hún nefnir fasteignabóluna í að-
draganda fjármálakreppunnar sem
dæmi um galla þess kerfis sem við
búum við. Skuldir heimilanna snar-
hækkuðu og fast-
eignaverð rauk upp en
í sjálfu sér varð enginn
ríkari nema þeir sem
bjuggu til nýju skuld-
irnar og versluðu með
þær. Smár hópur rak-
aði til sín miklum auð-
æfum en samfélagið í
heild sinni varð snauð-
ara. Á hlutabréfamark-
aði birtast veikleikar
núverandi kerfis í
skammtímahugsun þar
sem einblínt er á árs-
fjórðungsuppgjör frekar en lang-
tímafjárfestingar.
Að mati Mazzucato er lausnin
fólgin í meiri inngripum hins op-
inbera sem eiga að hvetja til „al-
vöru“ verðmætasköpunar. Myndu
gagnrýnendur væntanlega benda á
að þó Mazzucato hafi margt til síns
máls þá séu afskipti hins opinbera
einmitt uppspretta flestra þeirra
vandamála sem hún lýsir. ai@mbl.is
Til að koma skikk
á kapítalismann
Samkvæmt 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005er misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja ámarkaðsráðandi stöðu bönnuð. Ákvæðið nefnir
nokkur tilvik slíkrar misnotkunar í dæmaskyni. Þar á
meðal er ef markaðsráðandi fyrirtæki, beint eða
óbeint, krefst ósanngjarns kaup- eða söluverðs eða
setur aðra ósanngjarna viðskiptaskilmála. Misnotkun
af þessu tagi er stundum nefnd yfirverðlagning (e.
excessive pricing) eða bara einfaldlega okur.
Samningsfrelsi er meginregla í
íslenskum rétti. Í því felst að
jafnan mega einstaklingar og
fyrirtæki semja sín á milli á
þann hátt sem þeim hugnast. Í
reglunni felst réttur til að ganga
til samninga eða gera það ekki
sem og til að setja viðskiptum þá
skilmála um verð og annað sem
hver kýs. Hvað verðið snertir er
almenna reglan sú að „rétta“
verðið í viðskiptunum er það
sem seljandinn er sáttur við að
fá og kaupandinn er tilbúinn að
greiða. Ljóst er að 11. gr. sam-
keppnislaga felur í sér veigamikið frávik frá fram-
angreindri meginreglu.
Tilvist og beiting reglu sem bannar markaðs-
ráðandi fyrirtækjum að heimta of hátt verð fyrir vöru
eða þjónustu er hins vegar ekki óumdeild. Á markaði
er hátt verð af hálfu fyrirtækis merkjasending til
hugsanlegra keppinauta um að fyrir hendi sé tæki-
færi til nýsköpunar og samkeppni. Á þann hátt getur
yfirverðlagning leitt til aukinnar samkeppni frekar en
minni. Á hinn bóginn geta aðstæður verið með þeim
hætti að fyrirtækið sem beitir yfirverðlagningu sé
markaðsráðandi meðal annars vegna mikilla aðgangs-
hindrana að þeim markaði sem það starfar á. Við
slíkar aðstæður er ósennilegt eða útilokað að yf-
irverðlagning lokki nýja keppinauta inn á markaðinn.
Við þessar kringumstæður þurfa stjórnvöld og dóm-
stólar að gera upp við sig hvað felst í bannreglu 11.
gr. samkeppnislaga um yfirverð eða með öðrum orð-
um hvenær er verð orðið of hátt eða ósanngjarnt
þannig að inngrip sé réttlætanlegt. Við það mat ber
að hafa í huga að verðstýring af hálfu samkeppnisyf-
irvalda er vitaskuld ekki eftirsóknarverð enda geng-
ur hún almennt séð gegn markmiðum samkeppn-
islaga um virka samkeppni.
Lítið hefur reynt á beitingu þessarar reglu í ís-
lenskum samkeppnisrétti. Þó bárust fréttir af því sl.
sumar að Samkeppniseftirlitið hefði ákveðið að taka
til rannsóknar hvort verðlagning fyrirtækisins Isavia
á rútustæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar jafn-
gilti ósanngjarnri eða óhóflegri
verðlagningu, í andstöðu við
ákvæði 11. gr. samkeppnislaga.
Rannsókn málsins mun standa yf-
ir og óvíst hvenær niðurstöðu er
að vænta.
Við túlkun og beitingu ís-
lenskra samkeppnislaga tíðkast
að hafa hliðsjón eftir föngum af
réttarframkvæmd á sviði sam-
keppnismála hjá framkvæmda-
stjórn og dómstólum Evrópusam-
bandsins. Nokkur dæmi er að
finna þaðan um álitamál tengd yf-
irverðlagningu og hvenær hún sé
fyrir hendi. Af þeim virðist mega draga nokkrar
ályktanir.
Annars vegar skiptir máli hvert samhengið er á
milli verðs markaðsráðandi fyrirtækis og þess kostn-
aðar sem til fellur hjá fyrirtækinu. Við þetta mat
þarf að taka afstöðu til þess hvað telja skuli með sem
kostnað við framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu í
hverju tilviki og gera ráð fyrir hæfilegri arðsemi af
viðskiptunum. Hins vegar þarf, ef leitt er í ljós að
verð sé hátt eða óhóflegt á framangreindum grunni,
að meta hvort verðið sé ósanngjarnt, eftir atvikum
með tilliti til þess verðmætis (e. economic value) sem
vara eða þjónusta af hendi markaðsráðandi fyr-
irtækis skapar í hendi kaupanda.
Mat af þessu tagi getur reynst flókið en séu vís-
bendingar fyrir hendi um yfirverðlagningu af hálfu
markaðsráðandi fyrirtækis verður ekki hjá því kom-
ist að leggja mat á forsendur þess verðs og hvort það
standist áskilnað 11. gr. samkeppnislaga um að vera
sanngjarnt.
Hvenær er verð of hátt?
LÖGFRÆÐI
Heimir Örn Herbertsson
lögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR.
”
Bann samkeppn-
islaga við yfirverð-
lagningu markaðs-
ráðandi fyrirtækja
felur í sér veigamikið
frávik frá meginreglu
íslensks réttar um
samningsfrelsi.
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í