Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 16
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTA OGGINN VIÐSKIPTI Á MBL.IS Breytingar hjá N1 og nýtt nafn „Ólöglegar“ hækkanir .... Meðalverðið 110 milljónir Niðurgreiða póstsendingar frá Kína Alltaf óheppilegt að valda óánægju Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Örn Gunnarsson faglegur fram- kvæmdastjóri lögmannsstofunnar LEX segir í samtali við Viðskipta- Moggann að lögmannsstofan hafi lengi verið mjög framarlega á sviði hugverkaréttar, og hafi á að skipa meðal annars tveimur af helstu lög- mönnum landsins á því sviði, Erlu S. Árnadóttur og Huldu Árnadóttur. Með kaupum á G.H. Sigurgeirssyni ehf. verði þetta svið lögmannsstof- unnar breikkað til muna. Hann segir að engir starfsmenn fylgi með í kaup- unum, og kaupverð sé trúnaðarmál. „Mál er varða hugverkaréttindi eru gríðarlega vaxandi markaður, og tengjast hverskonar hugverkum, hvort sem það er í hugbúnaðargeir- anum, á sviði einkaleyfa, vörumerkja eða í hinum skapandi geira, tónlist, kvikmyndum eða bókmenntum. Við sjáum þetta fyrir okkur sem mikið vaxtarsvið í framtíðinni í íslenskri lögfræði, sem unnt er að sinna bet- ur,“ segir Örn. 5.000 vörumerki Hann segir að rúmt ár sé síðan kauptækifærið kom á borð LEX, en gengið hafi verið frá kaupunum endanlega nú í haust. „Hugmyndin er að reka sjálfstætt dótturfyrirtæki LEX með áherslu á hugverkarétt- indi. Við munum víkka út starfsemi félagsins, en hún hefur hingað til ein- göngu snúið að skráningu á vöru- merkjum og einkaleyfum. Þarna vilj- um við að viðskiptavinir fái allt á einum stað hvað hugverkarétt varð- ar.“ Allir viðskiptavinir GH Sigurgeirs- sonar ehf. eru erlendir að sögn Arn- ar, en félagið sinnir m.a. þjónustu við tæplega 5.000 vörumerki í eigu er- lendra aðila hér á landi. Morgunblaðið/Hari Lex stækkar í hugverkarétti Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Lögmannsstofan LEX ætl- ar sér að færa út kvíarnar með kaupum á hinu tæp- lega 80 ára gamla fyrirtæki G.H. Sigurgeirssyni ehf., sem hefur sérhæft sig í skráningu vörumerkja og einkaleyfa fyrir erlenda að- ila hér á landi. Fyrirtækið mun fá nafnið GH Intellectual Property, segir Örn Gunnarsson. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fátt er það sem pirrar mann meiraen að kaupa of mikið af ein- hverju. Mest pirrast maður auðvitað út í sjálfan sig, þegar maður áttar sig á að innsæið er ekki nándar nærri jafn gott og maður hélt. Nú síðast lenti ég illilega í því þeg-ar ég fór út í málningarbúð að kaupa spartl. Taldi ég mig þar eldri en tvævetran, og hef, þrátt fyrir ímu- gust á bruðli, lagt mig í líma við að dansa á línunni, en þó jafnan réttum megin við hana, og kaupa frekar of mikið en of lítið, því hitt sem pirrar mig næstum jafn mikið og ofáætlanir hverskonar, eru vanáætlanir. Ég vissi þegar inn í búðina varkomið að ein túba myndi ekki duga, hvað þá þrír lítrar. Tíu lítra fata væri líklega magnið sem ég þyrfti. Þó var ég ekki alveg viss, enda greinilega kominn úr æfingu. Eftir þónokkra rekistefnu inni íbúðinni, þar sem vingjarnlegur verslunarmaður spáði í spilin með mér, meðal annars með því að rýna í magnvísi frá framleiðanda, varð úr að ég keypti ekki tvær tíu lítra fötur, eins og ég hefði átt að gera, til að get- að skilað annarri, heldur eina fimm- tán lítra fötu. Nú sit ég uppi með um 8 lítra afónotuðu spartli, sem líklega á eftir að sitja og harðna í fötunni næstu mánuði, nema ég taki upp á nýjum framkvæmdum, bara af því að ég á svo mikið af spartli. Hvorki of né van Í hörðum slag geta upphrópanir ogvígaorð komið mönnum í koll. Ákveði menn að slengja slíku fram þurfa þeir fyrst að ganga úr skugga um að þau séu skotheld og að ekki megi snúa út úr þeim með hnyttnum hætti. Sé hætta á að það geti gerst kann betra að reynast að sitja heima en yfir höfuð að halda af stað. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinngreindi frá því í fyrradag að kaupmáttur almennings á Íslandi hefði vaxið um 25% á síðustu árum og þá benti Hagstofan á það um miðjan mánuðinn að heildarlaun full- vinnandi fólks hér á landi hefðu á síð- asta ári numið 706 þúsund krónum að meðaltali! Þessi sterka og öfundsverða staðahefur komið til vegna seiglu þjóðarinnar í bland við ótvíræða heppni á síðustu árum. Seiglan hefur birst í áræði fólks við uppbyggingu atvinnulífsins og því að almenningur stóð með sjálfum sér þegar hinar tal- andi stéttir reyndu að siga dráps- klyfjum á þjóðarbúið í formi hinna illræmdu Icesave-samninga. Heppn- in hefur birst í síauknum ferða- mannastraumi og afar lágu olíuverði. Margt bendir til þess að þeirlygnu tímar séu að baki og að reyna muni á hagkerfið á komandi misserum. Flestir áhrifaþættirnir eru þess eðlis að Íslendingar eða hagkerfi landsins getur lítil áhrif haft á stöðu þeirra. En annað er á valdi okkar sjálfra. Þar má m.a. nefna komandi kjara-viðræður á almennum vinnu- markaði. Enginn hefur áhrif á þær nema Íslendingar sjálfir. En þegar formaður stærsta stéttarfélags landsins stígur fram og talar fyrir „ofurbandalagi“ sem kunni að verða „ósigrandi“ í komandi kjara- viðræðum er hætt við að komið sé í óefni. Hví þarf á „ofurbandalagi“ að halda í félagi sem horfði upp á laun félagsmanna sinna hækka um 6,3% að meðaltali á síðasta ári? Því má spyrja af þessu tilefni: Verður bandalaginu nokkuð stefnt í stríð við lífskjör almennings í landinu? Stefnir allt í leiftursókn gegn lífskjörum fólks? Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur samið við Tangerine Bank, stærsta netbanka Kanada. Meniga semur við Tangerine 1 2 3 4 5 SETTU STARFSFÓLKIÐ Í BESTA SÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.