Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018FRÉTTIR Pantaðu ráðgjöf á brimborg.is Fyrirtækjalausnir Brimborgar veita fyrirtæki þínu ráðgjöf sem tryggir hagkvæmar, sérsniðnar heildarlausnir í bílamálum. Í boði eru yfir 500 gerðir af fólksbílum, jeppum og atvinnubílum frá 5 heimsþekktum bílamerkjum til kaups eða leigu hjá Brimborg. Framúrskarandi viðhalds, dekkja- og hraðþjónusta og flotastýring hjá 250 sérhæfðum starfsmönnum Brimborgar tryggir fyrirtæki þínu hagræðingu, þægindi, sveigjanleika og lengri uppitíma. HAGRÆDDU. EINFALDAÐU BÍLAMÁL FYRIRTÆKISINS HEILDARLAUSNIR Í BÍLAMÁLUM BÍLAR ÞJÓNUSTA FLOTASTÝRING Reikna má með að stjórnendur og sérfræðingar muni fjölmenna á mannauðsdaginn sem haldinn verður í Hörpu á föstudag. Þessi árlegi viðburður er haldinn á veg- um Mannauðs, félags mannauðs- fólks á Íslandi, en félaginu stýrir orkumikil athafnakona sem stýrir fyrirtækjum á daginn en kennir líkamsrækt á morgnana og kvöld- in. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Miklar og hraðar breytingar á vinnumarkaði, kynslóðaskipti og stafræn framtíð. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Það er gömul bók sem er mér alltaf ofarlega í huga og ég las fyr- ir mörgum árum. Hún heitir The PRESENT og fjallar um mikil- vægi þess að dvelja í nútíðinni og njóta líðandi stundar. Innihald bókarinnar minnir mig daglega á að þakka fyrir það sem ég hef og nýta hvern dag á sem bestan máta. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Með því að fylgjast mjög vel með því nýjasta sem er í gangi hverju sinni. Byggja upp öflugt tengslanet og læra af og vinna þétt með því fólki sem er að gera góða hluti sem einnig gefur mér orku og hvatningu til að gera enn betur. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Mér finnst ótrúlega gaman að vinna með fólki og láta hluti ger- ast. Með þeim störfum og verk- efnum sem ég er að vinna við í dag næ ég að gera það sem mér finnst skemmtilegast að gera. Ég hef í raun náð öllum þeim starfsmark- miðum sem ég setti mér hér áður fyrr og tel mig ekkert frekar þurfa að sanna mig á vinnumarkaði. Nú er ég pínulítið að leyfa mér að fleyta rjómann ofan af og nýt þess á hverjum degi. Hvað myndirðu læra ef þú feng- ir að bæta við þig nýrri gráðu? Ég myndi vilja læra meira og betur á alla nýjustu samfélagmiðl- ana, grafíska hönnun og stafræna markaðssetningu. Einnig hef ég áhuga á því að taka jógakennara- réttindi og fara að kenna jóga. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráð í einn dag? Ég myndi breyta heilbrigðislög- unum á þann hátt að við á Íslandi gætum fengið þá læknisþjónstu sem við þurfum hér á landi í stað þess að þurfa að fara til nágranna- landanna í aðgerðir sem auðveld- lega er hægt að gera á Íslandi fyr- ir lægra verð og minni tilkostnað. SVIPMYND Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og Vitta ehf. Áskoranir felast í kynslóða- skiptum og stafrænni framtíð Morgunblaðið/Hari NÁM: Stúdent frá VÍ, 1979; kennari frá KHÍ, 1983; viðskiptafr. frá HÍ, 1983, meist.próf í viðskiptafr. og í mannauðsstj. 2004. STÖRF: Frá árinu 1975-2008 starfaði ég hjá Íslandsbanka, síðar Glitni, síðast framkvæmdastjóri Glitnis frá 2006-2008. Stofnaði og rak heilsuhótel á Reykjanesi, byggði Nordica Spa upp eftir gjaldþrot og sameinaði, og stofnaði nýja deild hjá Sjóvá í kjölfar stefnumótunar. Árið 2013 tók ég við og starfaði sem fram- kvæmdastjóri tíu ára gamals heilsuvörufyrirtækis og stofnaði síðan mitt eigið fyrir tveimur árum sem ég rek samhliða starfi mínu sem framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Fyrir og eftir vinnu kenni ég líkamsrækt í World Class. ÁHUGAMÁL: Ég set fjölskylduna og samverustundir með henni algjörlega í fyrsta sæti. Stundaði hlaup um árabil og hef hlaupið nokkur hálf- og heilmaraþon bæði hér heima og erlendis. Stund- aði samkvæmisdans sem keppnisíþrótt og hef fjórum sinnum tekið þátt í heimsmeistaramóti fyrir Íslands hönd í samkvæm- isdansi. FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er gift dr. Eggerti Claessen, fram- kvæmdastjóra Frumtak Ventures. Við eigum þrjú uppkomin börn, eina tengdadóttur og tvo barnabörn. HIN HLIÐIN ÖKUTÆKIÐ Hönnuðir franska bílaframleiðandans Peugeot báru gæfu til að leita inn- blásturs í útliti klassíska 504- módelsins frá sjöunda áratugnum þegar þeir mótuðu útlínur hug- myndabílsins e-Legend. Eins og bíllinn lítur út á blaði á hann ekki bara að vera afskaplega töffaralegur heldur líka með 456 hestafla og 800 Nm aflrás sem ætti að duga til að fara úr kyrrstöðu upp í 100km/klst á innan við fjórum sek- úndum. Reiknar Peugeot með nærri 600 km drægi á einni hleðslu og lið- lega 217 km hámarkshraða. Láta þau hjá Peugeot sig dreyma um að bíllinn verði í senn afskaplega skemmtilegur akstursbíll en líka fær um að aka sjálfur þegar svo ber undir. Verður e-Legend frumsýndur á bílasýningunni í París og vonandi verður ráðist í fjöldaframleiðslu. ai@mbl.is Peugeot e-Legend er hraðskreiður Frakki sem hefur útlitið með sér. Rafmögnuð sýn Peugeot Farþegarýmið er nútímalegt. Sigrúnu þætti gam- an að mennta sig betur á sviði sam- félagsmiðla og graf- ískrar hönnunar, og öðlast jógakenn- araréttindi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.