Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 7SJÁVARÚTVEGUR
Guðný Káradóttir, forstöðumaður á
sviði matvæla, sjávarútvegs og land-
búnaðar hjá Íslandsstofu, segir að
sem gestaþjóð njóti Ísland ýmissa
tækifæra á ráðstefnunni.
„Hefð er fyrir því að ráðstefnu-
haldarar útnefni eina gestaþjóð fyr-
ir hverja ráðstefnu, og núna kemur
það í hlut okkar. Við ætlum okkur
að kýla á þetta tækifæri og höfum
sett saman sérstakan stýrihóp til að
halda utan um okkar framlag, eftir
að hafa ráðfært okkur við gesta-
þjóðir undanfarinna ára,“ segir
Guðný í samtali við 200 mílur.
Sveinn Margeirsson, forstjóri
Matís, hefur verið skipaður formað-
ur stýrihópsins, en sérstakur lands-
tengill Íslands við ráðstefnuna er
Kristján Davíðsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands fiskeldis-
stöðva.
150 fyrirlesarar í 16 málstofum
Á ráðstefnunni er megináhersla
lögð á málefni Norður-Atlantshafs-
ins, þar sem farið er yfir stefnu-
markandi málefni, nýsköpun, fjár-
mál, sjálfbærni, framboð og
markaðsmál í sjávarútvegi þeirra
þjóða sem búa við þetta víðfeðma
haf. Samkvæmt dagskránni í ár
munu 150 fyrirlesarar halda erindi í
alls sextán málstofum.
„Við höfum sótt þessa ráðstefnu í
nokkuð mörg ár,“ segir Guðný og
bendir á að Marel og Skaginn 3X
hafi lagt mikið upp úr sterkri við-
veru í Björgvin. „Svo hafa verið ís-
lenskir fyrirlesarar, til dæmis frá
HB Granda, Icelandic og Iceland
Seafood International, svo dæmi séu
nefnd, auk þess sem Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi
sjávarútvegsráðherra, opnaði mál-
stofu á ráðstefnunni árið 2017.
Við gerum ráð fyrir að sjá áfram
fyrirlesara inni í megindagskránni,
en nú verður sú nýbreytni að Ísland
verður með sérstaka málstofu síð-
degis á svokölluðum degi núll, eða 5.
mars. Á henni verður fjallað um for-
ystuhlutverk Íslands í sjávarútvegi
á alþjóðavísu og aukna verðmæta-
sköpun sem byggist á sjálfbærni,
gæðum og nýsköpun.“
Ekki beinlínis söluráðstefna
Íslandsstofa stóð fyrir kynningar-
fundi á föstudag í húsakynnum sín-
um að Sundagörðum 2, þar sem
fram kom að þátttaka Íslands sem
gestaþjóðar veitti íslenskum fyrir-
tækjum gott tækifæri til að byggja
upp viðskiptatengsl og kynna vörur
sínar og þjónustu fyrir hags-
munaaðilum í sjávarútvegi erlendis,
þar sem ráðstefnuna sæki áhrifafólk
úr geiranum.
„Þetta er ekki beinlínis söluráð-
stefna, heldur er þetta í raun staður
þar sem þeir sem taka ákvarðanir í
sjávarútvegi koma saman, hvort
sem er til að ræða stöðu á fiskistofn-
um, sjálfbærni, þróun á mörkuðum,
innkaup á tækjum til vinnslu og
veiða eða innkaup á sjávarafurðum.
Við viljum því sameina aðila hér-
lendis og standa þétt saman að baki
skilaboðum um hvað íslenskur
sjávarútvegur hefur fram að færa,“
segir Guðný.
Tækifæri fyrir tæknifyrirtæki
„Við ætlum að leggja mikið upp
úr kynningu á íslensku fyrirtækj-
unum í aðdraganda ráðstefnunnar.
Venju samkvæmt gefum við út
kynningarhefti en í ár ætlum við
líka að gefa út svokölluð örmynd-
skeið, þar sem allir þátttakendur frá
Íslandi geta fengið framleitt og birt
sérstakt myndskeið til kynningar á
sér og sinni starfsemi.“
Guðný bendir enn fremur á að
fyrir tæknifyrirtæki geti leynst ým-
is tækifæri á ráðstefnunni, enda sé
norskur sjávarútvegur einn af
þeirra helstu mörkuðum. „Þó að
þetta sé auðvitað alþjóðlegur við-
burður þá vitum við að þarna verður
töluverður fjöldi Norðmanna úr
geiranum.“
Fyrirtækin greiða Íslandsstofu
gjald sem fer í kynningarstarf og
þess háttar, en svo fá fulltrúar sem
taka þátt frá gestaþjóðinni hverju
sinni 30% afslátt af ráðstefnugjald-
inu. „Útlit er fyrir ágæta þátttöku af
hálfu Íslands og ljóst er að greinin
ætlar að koma inn í þetta verkefni af
krafti. Við erum þó alltaf í leit að
fleiri þátttakendum,“ segir Guðný.
Tækifæri fyrir Ísland sem gestaþjóð
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Ein stærsta sjávarútvegs-
ráðstefna heims, North
Atlantic Seafood Forum,
verður haldin í Björgvin í
Noregi í mars á næsta ári.
Búist er við um þúsund
gestum víðs vegar að frá
rúmlega þrjú hundruð fyrir-
tækjum í 35 löndum. Ráð-
stefnan var fyrst haldin árið
2006 en á næsta ári mun
Ísland njóta nokkurrar sér-
stöðu sem útnefnd gesta-
þjóð ráðstefnunnar.
Ljósmynd/Anna Anichkova
Íslandsstofa hyggst leggja mikið upp úr kynningu á íslenskum fyrirtækjum í aðdraganda ráðstefnunnar í Björgvin.
Afurðaverð á markaði
26. sept. 2018, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 324,31
Þorskur, slægður 330,71
Ýsa, óslægð 283,31
Ýsa, slægð 252,46
Ufsi, óslægður 84,83
Ufsi, slægður 116,30
Gullkarfi 149,57
Blálanga, óslægð 234,23
Blálanga, slægð 176,73
Langa, óslægð 186,62
Langa, slægð 173,93
Keila, óslægð 109,03
Keila, slægð 99,76
Steinbítur, óslægður 253,06
Steinbítur, slægður 387,30
Skötuselur, slægður 489,52
Grálúða, slægð 186,50
Skarkoli, slægður 277,10
Þykkvalúra, slægð 372,70
Sandkoli, óslægður 72,00
Gellur 921,76
Hlýri, óslægður 221,00
Hlýri, slægður 387,16
Kinnfiskur, þorskur 821,00
Lúða, óslægð 313,00
Lúða, slægð 243,77
Lýsa, óslægð 80,57
Tindaskata, óslægð 11,32
Undirmálsýsa, óslægð 136,49
Undirmálsþorskur, óslægður 153,37
Undirmálsþorskur, slægður 162,61
Stella Björg Kristinsdóttir, markaðsstjóri Marel fyrir fiskiðnað, segir að
mikilvægt sé að tryggja góða þátttöku í ráðstefnunni á meðal íslenskra
fyrirtækja. „Markmiðið er að auka vitund um Ísland sem leiðandi sjávar-
útvegsþjóð á alþjóðavísu, og sýna um leið fram á framúrskarandi stöðu
Íslands í sjálfbærri nýtingu auðlinda sjávar,“ segir Stella í samtali við
200 mílur.
„Þarna verður Ísland sýnt sem áhugaverður viðskiptaaðili vegna
þekkingar, gæða og nýsköpunar í framleiðslu afurða, tækni og þjón-
ustulausna. Þeim mun fleiri fyrirtæki sem taka þátt, þeim mun stærra
tækifæri gefst okkur til að þjappa íslenskum sjávarútvegi saman, koma
fram með sameiginleg skilaboð og auka slagkraft í kynningu á Íslandi,
sem allir eiga að geta notið góðs af.“
Mikilvægt að þátttakan sé góð
Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is
YANMAR
Aðalvélar
9 - 6200 hö.
Mynd: Landhelgisgæslan
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum