Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 9VIÐTAL
burtu og ólíkustu menningarheimarnir. Við unn-
um þetta með Hnífsdælingum [Hraðfrystihúsið
Gunnvör] og það reyndist okkur mikið lán. Góð
samvinna var á milli fyrirtækjanna og skipti
sköpum. Það gekk hins vegar á ýmsu. Kínverj-
arnir hefðu getað afhent skipin ári fyrr en þeir
gerðu. Þeir ætluðu hins vegar ekki að afhenda
þau eins og við vildum. Við vorum þrjóskir og
byggðum á smíðalýsingunni og samningum. Við
náðum okkar fram og fengum skipið búið heim
eins og við ætluðum.“
Kommúnismi í Kína reyndist þröskuldur fyrir
íslensku útgerðirnar að komast yfir. Binni dregur
ekkert undan í lýsingum á því hvernig hug-
myndafræði og þjóðskipulag Kínverja þvældist
fyrir líkt og mörg dæmi önnur eru til um raunir
kommúnismans í mannkynssögunni.
„Í alræði ríkisins, sem kommúnisminn hefur
leitt yfir Kína, breyttist hegðun manna. Ég fór að
ráði kínversks vinar míns sem er afkomandi Kín-
verja sem flúðu yfir til Taívans. Hann sagði okk-
ur að í Kína yrðum við að hafa eftirlit með öllu. Í
löndunum er sama fólkið með sama menningar-
lega bakgrunn en sitt hvort þjóðskipulagið. Af
einhverjum ástæðum leiddi alræði ríkisins í Kína
og endalaust regluverk þess um allt mögulegt og
ómögulegt til breyttrar hegðunar. Til að komast
af þarftu að svindla á vitlausum reglum. Án þess
að vita, þá hegðuðum við okkur eins og Lenín
orðaði þetta: ,,Traust er ágætt en eftirlit betra.“
Það reyndist rétt. Við vorum með herskara í
eftirliti með smíðinni. Það tryggði okkur gott og
glæsilegt skip.“
Og þannig varð Breki til, skref fyrir skref und-
ir vökulu auga fulltrúa VSV og Hraðfrystihúss-
ins.
„Menn í Kína þekkja auðvitað ekki íslenska
stórsjói. Þegar við fórum yfir festingar á öllum
innréttingum í skipinu kom í ljós að þær voru
bara eins og L-járn sem þú kaupir í IKEA. Í
smíðalýsingunni kom fram hvernig þetta átti að
vera en þeir ákváðu samt að fara ódýrari leiðina
sem við samþykktum að sjálfsögðu ekki.“
Allt var þetta fyrirhafnarinnar virði en hingað
komið kostaði skipið um 11,5 milljónir dollara.
Við þá tölu á svo að bæta kostnaði vegna veiðar-
færa, millidekks og eftirlits meðan á smíðinni
stóð, auk heimsiglingar.
„Fyrstu túrarnir voru stuttir þegar við vorum
að prufukeyra skipið. Það hefur allt gengið
hnökralaust og skipið hefur veitt mikið og hefur
mikla kosti. Stærsti kosturinn er hin stóra skrúfa
en orkunýtingin er afburðagóð. Við erum að eyða
mun minni orku á hvert veitt kíló en við höfum
nokkru sinni séð. Við ætluðum Breka að veiða
þær aflaheimildir sem Jón Vídalín og Gullberg
veiddu áður. Það eru um 8.000 tonn. Við sjáum að
þetta er hægt. Breki dregur tvö troll og afköstin
eru gríðarleg. Við settum okkur það að markmiði
að skipið myndi eyða helmingi minni olíu en skip-
in gömlu til samans. Hann er að fara fram úr okk-
ar væntingum í þeim efnum.“
Gengið á ýmsu við fjárfestingar
Öðru hvoru sprettur upp sú umræða að VSV
greiði of hátt hlutfall tekna sinna í arð til hluthafa
í stað þess að endurnýja tól og tæki eins og nauð-
synlegt sé. Binni segir þá gagnrýni ekki sann-
gjarna enda hafi fyrirtækið fjárfest fyrir um 8
milljarða króna á síðustu árum. Hins vegar hafi
ýmislegt gengið á í íslensku samfélagi á síðustu
árum og það hafi sett áætlanir um fjárfestingu
fyrirtækisins í ákveðið uppnám oftar en einu
sinni.
„Okkur var eins og öðrum útgerðarmönnum
boðið á árunum fyrir hrun að fjárfesta í bönk-
unum. Við sögðum nei, takk! Við skildum þetta
ekki og gerðum það þess vegna ekki. Ég er
reyndar gamall bankamaður og sá ekki að þetta
gæti gengið upp. Árið 2008 vorum við lögð af stað
með að brjóta niður stóran hluta af þessum
gömlu húsum okkar og byggja ný. Við buðum út
niðurbrot á húsinu en við hættum við það 15. apríl
2008. Það var samþykkt af stjórninni vegna þess
að við áttuðum okkur á því að það væri eitthvað
að gerast í íslenska bankakerfinu og við vorum
ekki viss um að við myndum fá þá fjármögnun
sem við þyrftum til uppbyggingarinnar. Svo
hrundi landið um haustið.“
Hann segir að eftir bankahrunið hafi blasað við
nýr veruleiki í rekstrarumhverfi sjávarútvegsins
sem hafi breytt áherslum þeirra.
„Öll sjávarútvegsfyrirtækin lentu í einhvers
konar hremmingum. Umfjöllunin um þær
hremmingar var hins vegar skökk á opinberum
vettvangi. Vissulega jukust skuldirnar í íslensk-
um krónum alveg gríðarlega en ekkert í erlendri
mynt. Tekjurnar voru sambærilegar en íslenskur
kostnaður, laun, viðhald og annað lækkaði veru-
lega. Þegar laun eru hlutfallslega mjög lág, eins
og á þessum tíma, er ekki fjárhagslega skyn-
samlegt að fjárfesta í dýrum og nýjum búnaði.
Þess vegna biðum við með það og fjölguðum fólki
um allt að 150 manns. Þannig fórum við að vinna
afurðirnar meira og það borgaði sig. Árið 2011
ákváðum við svo að hefja uppbyggingarferlið og
þá voru bankarnir farnir að lána að nýju. Við gát-
um líka fengið lán erlendis frá. Það er skemmti-
legt að segja frá því að þá var erlendur banki
tilbúinn að lána okkur á betri kjörum en þeim
sem íslenska ríkið naut. En þá kom babb í bát-
inn.“
Þar vísar Binni til fyrirætlana ríkisstjórnar Jó-
hönnu Sigurðardóttur um að stórauka skattlagn-
ingu á sjávarútveginn.
„Þá skipti engu máli hvort maður hefði fjárfest
eða haft fleira fólk að störfum. Hefðu áætlanir
þeirra gengið að fullu eftir þá hefði megnið af ís-
lenskum sjávarútvegi orðið gjaldþrota því álög-
urnar voru slíkar í frumvarpi Indriða H. Þorláks-
sonar, Jóhönnu og Steingríms um veiðigjöldin.
Óvissan af þessu öllu olli því að stjórn félagsins
ákvað að fresta allri fjárfestingu.“
Tíminn leið og Binni segir að skattlagningin
hafi ekki orðið jafn svakaleg og fyrstu áætlanir
gerðu ráð fyrir. Þá hafi færi gefist sem VSV hafi
nýtt sér svo um munaði.
„Þegar veiðigjaldavitleysan var að baki að
mestu gátum við farið af stað. Við vorum á þeim
tímapunkti með skuldlítið fyrirtæki en mjög
gömul tæki, skip og tól. Við höfum endurnýjað
skipastólinn að hluta, byggt frystigeymslu, upp-
sjávarvinnslu en eigum eftir að byggja upp botn-
fiskvinnsluna.“
En hann viðurkennir á sama tíma að fjárfest-
ing síðustu ára sé farin að síga í.
„Í öllum atvinnurekstri verður að endurnýja
tæki og tól. Við höfum gert það myndarlega
núna. En núna verðum við að draga andann. Það
er ekki hægt að fjárfesta endalaust og hlaða upp
skuldum. Veiðigjöldin hafa þar einnig mikil áhrif
og draga úr fjárfestingargetunni okkar. Nú þurf-
um við að vinna fisk og veiða og búa í haginn fyrir
fjárfestingu framtíðarinnar.“
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
ir 8 milljarða síðustu 3 ár
Meðal stórtíðinda úr íslenskum sjávarútvegi að undan-
förnu eru nýlegar fréttir af kaupum FISK Seafood á
Sauðárkróki á tæplega þriðjungs hlut Brims hf. í VSV.
Kaupverðið var 9,4 milljarðar króna. Binni segist fagna
hinum nýju eigendum og býður þá velkomna í hópinn.
„Þetta er nýr og sterkur hluthafi. Það hefur ýmislegt
verið sagt um Skagfirðingana en þeir fara ekki með há-
vaða og látum um héruð. Við höfum hitt þá en bíðum
núna eftir því að kaupin gangi í gegn.“
En þessi viðskipti voru annað og meira en afhending
hlutabréfa fyrir verð sem samningsaðilar komu sér
saman um. Með þeim var endahnútur rekinn á einhverja
illræmdustu deilu sem staðið hefur á vettvangi íslensks
atvinnulífs á síðustu árum. Með viðskiptunum hverfur úr
hluthafahópnum Guðmundur Kristjánsson í Brimi en
það er ekki ofsögum sagt að andað hafi köldu milli hans
og meirihlutans í hópnum á síðustu árum. Gagnrýni á
arðgreiðslur út úr fyrirtækinu hefur ekki síst borist úr
þeirri átt.
„Við sem keyptum hluti í fyrirtækinu árið 2002, og tók-
um lán fyrir stærstum hlutanum, höfum staðið í skilum
og greitt af lánum eins og um var samið. Ekki ein króna
afskrifuð á okkur. Hlutfallslega hefur Vinnslustöðin
borgað mestan arð út úr rekstrinum af öllum sjávar-
útvegsfyrirtækjum í landinu. Hann hefur hins vegar aldr-
ei farið yfir 8% af markaðsvirði hlutafjár á hverjum tíma.
Á síðasta ári greiddum við 5% á markaðsvirði hlutafjár.
Á sama tíma hafa vextir Seðlabankans verið upp í 15 til
18%. Umræða um óhóf í arðgreiðslum VSV er algerlega
úr lausu lofti gripin. Þær hafa verið til þess að borga af
lánum því við erum einfalt fólk sem veit að ef tekið er lán
þá þarf að borga það og til að borga upp lánið þarf að
vinna fyrir því.“
Og í þessum orðum Binna felst broddur. Hann segir
óþolandi að hafa þurft að sitja undir því sem hann kallar
„rugl“ af hálfu Guðmundar á síðustu árum, nú síðast í
viðtali hér á þessum vettvangi fyrr í mánuðinum þar sem
Guðmundur lýsti rekstri VSV sem „subbulegum“.
„14. júní 2007 skrifaði ég opið bréf til Guðmundar
Kristjánssonar í Moggann. Það nefndist „Bréf til vinar
míns, Gumma Kristjáns“ því sá er vinur sem til vamms
segir. Þar benti ég á að yfirtökutilboð sem hann hafði þá
gert í VSV væri stórhættulegt. Þau lán sem hann ætlaði
að taka í því skyni að ná fyrirtækinu undir sig væru þess
eðlis að hann og síðar VSV myndi verða gjaldþrota ef
hann tæki þau. Það hefði verið skynsamlegt fyrir okkur
að taka þessu tilboði hans, þ.e. hluthafana, enda verðið
himinhátt. En við ákváðum að hugsa ekki bara um eigið
skinn heldur axla ábyrgð gagnvart samfélaginu og fyrir-
tækinu sjálfu. Það er engin ábyrgð eða vit sem felst í því
að fara í óábyrgar ráðstafanir og glórulausar fjárfest-
ingar.“
Og Binni segir að hvað sem líði gagnrýni á rekstur
VSV sé staðreyndin sú að forsvarsmenn fyrirtækisins
hafi alltaf staðið í skilum með sitt, hvað sem líður stór-
yrtum yfirlýsingum úr óvæntum áttum.
„Gummi hefur verið með alls konar dylgjur og róg-
burð um okkur, meðeigendur sína. Hann fékk lögmann
sinn árið 2007 til að lýsa því í RÚV að við stælum fé úr fé-
laginu, sem reyndist auðvitað rugl sem lögmaður hans
staðfesti síðar. Hann leiðrétti það aldrei sjálfur opin-
berlega. Hann hefur óskað fimm sinnum eftir að fram
fari sérstök rannsókn af hálfu ráðuneytisskipaðra rann-
sóknarmanna á starfsemi félagsins. Þeim var öllum
hafnað af til þess bærum yfirvöldum. Ein er enn til með-
ferðar – en jafn vitlaus og hinar allar. Hann hefur höfðað
nokkur lögbannsmál, skaðabótamál og ógildingarmál
og hótað enn fleirum. Mér telst til að hann hafi höfðað á
bilinu 15-20 mál og tapað þeim öllum nema í einu máli
hafði hann betur í fyrri hálfleik. Hann náði að stöðva
sameiningu Ufsabergs útgerðar og VSV með dómi fyrir
Hæstarétti en þegar við höfðum lagað þann ágalla sem
Hæstiréttur benti á staðfesti rétturinn sameininguna
síðar. Þá hefur hann hótað hluthöfum, stjórnarmönnum
og m.a. fyrrverandi bæjarstjóra Vestmannaeyinga mál-
sóknum. Þessu hefur öllu verið vísað frá eða lagt sjálft
niður skottið.
Hann getur vel gagnrýnt okkur fyrir að vilja ekki fjár-
festa þegar við sjáum að við getum ekki greitt af lánum
okkar en hann hefur ekki borgað sínar skuldir. Við
reyndar komum í veg fyrir að hann þyrfti að borga
skuldirnar af yfirtöku á Vinnslustöðinni en það var bara
vegna þess að við komum í veg fyrir yfirtökuna. Þær
skuldir hefðu bara bæst ofan á þá 20 milljarða sem hann
fékk að láni hjá Landsbankanum og þjóðin þurfti að lok-
um að borga. Hann borgaði ekki krónu.
Í stuttu máli sagt þá gef ég ekkert fyrir fjármálaspeki
Guðmundar Kristjánssonar. Hann rekur fyrirtækin sín í
mörgum félögum. Þar sem hann græðir hirðir hann
gróðann en þar sem hann tapar lætur hann aðra borga.“
Breytt eignarhald tryggi betri frið