Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018SJÁVARÚTVEGUR Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Bjóðum úrval af rafstöðvum og bátavélum frá Cummins BÁTAVÉLAR RAFSTÖÐVAR K38 850-1000HP C44 D5 / 72 kW K50-CP 1050kW K38-CP 762 kW QSK 19 660-800HP QSK38 920-1400HP Þjónusta við skip og báta Varahluta þjónusta HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf AF 200 MÍLUM Á MBL.IS Þann 3. október verður í Húsi sjávarklasans efnt til Dags þorsksins í þriðja sinn. Hús sjávarklasans verður þá opnað öllum áhugasömum og fjöldi íslenskra fyrirtækja mun kynna þær fjölmörgu afurðir sem framleiddar eru úr þorskinum hér á landi og þá tækni sem þróuð hef- ur verið til að hámarka nýtingu og gæði afurðanna. Skipulögð dagskrá verður vítt og breitt um Hús sjávarklasans frá kl. 14 til 17 og munu gestir meðal annars fá tækifæri til að smakka fjölda ólíkra matvæla og fæðubótarefni, kynnast fyrirtækjum og frumkvöðlum í ólíkum geirum, allt frá hátækniiðnaði til fatahönn- unar. Um 30 fyrirtæki munu sýna afurðir sínar og tækni og bjóða gestum upp á ýmislegt góðgæti og frumlega rétti. Þorskurinn, afurðir hans og tækni tengd veiðum og vinnslu hans standa undir útflutnings- tekjum sem nema minnst 100 milljörðum króna á ári. Með því að halda Dag þorsksins er ætlunin að minna á mikilvægi þorsksins fyrir Ísland fyrr og nú. Veitingastaðir sem eru í Húsi sjávarklasans og á Hlemmi mathöll verða með þorskinn í forgrunni á matseðli sínum þennan tiltekna dag. Dagur þorsksins nú haldinn í þriðja sinn Jónas Gestur Jónasson, yfirmaður sjávarútvegshóps Deloitte, fór yfir afkomu íslensks sjávarútvegs vegna ársins 2017 á Sjávarútvegs- deginum í gær. Deloitte hefur haldið úti gagnagrunni um greinina frá árinu 2001 og inniheldur hann 87% af rekstrarupplýsingum frá árinu 2017. Hann er því ansi viða- mikill. „Það er gríðarlega verð- mætt fyrir alla aðila sem koma að íslenskum sjávarútvegi að geta horft heildstætt á hlutina og séð hvernig greinin er að þróast. Þá er hægt að hafa þessar tölur til hlið- sjónar í þeim ákvörðunum sem eru teknar í kringum greinina,“ segir Jónas. Tekjur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja lækkuðu umtalsvert árið 2017 samanborið við árið á undan og sömuleiðis EBITDA-hlutfallið, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta. EBITDA 16 milljörðum lægri „Það er áhugavert að sjá hvað tekjurnar eru að lækka mikið. Þær lækka í 225 milljarða úr 249. Hins vegar er gríðarlega athyglisvert að sjá að EBITDA lækkar um heila 16 milljarða, úr 56 milljörðum nið- ur í 40. Það eru stóru tölurnar í þessu,“ segir Jónas. Það sem skýr- ir þessar sviptingar að mestu leyti er sterkt gengi íslensku krón- unnar, að sögn Jónasar. „Meðaltals EBITDA er í kring- um 26% síðast- liðin ár. En síð- ustu tvö ár er hún komin niður í 20% þar sem hún var fyrir hrun. Kannski erum við komin á eitthvert annað tímabil með sterkri krónu,“ segir Jónas. „Verðvísitala sjávaraf- urða í íslenskri mynt lækkar um 6,7% frá árinu 2016 þrátt fyrir hækkun á afurðaverði í erlendri mynt. Heildaraflinn er samt sem áður að aukast um 10% á milli ára þar sem munar mest um aukningu loðnuveiða á milli ára,“ segir Jónas og bendir einnig á aðra þætti. Launavísitalan hækkar um 6,8%, olíuverð hækkar um 8,5%. „Að sjálfsögðu hafði tæplega tveggja mánaða verkfall í upphafi árs áhrif á afkomuna,“ segir Jónas. Staðan á aflaheimildum ágæt En hvaða áhrif hefur þessi þróun fyrir greinina? Eru minni útgerðir að berjast í bökkum? „Þessir stærri aðilar hafa verið að fjárfesta og stækka og náð meiri framlegðaraukningu og eru tölu- vert sterkari. Það getur bara verið erfitt fyrir smærri aðila að standa undir þessu,“ segir Jónas en tekur þó fram að ýmislegt jákvætt megi lesa úr tölunum. „Ef gengið breytist eru hlutirnir fljótir að breytast til betri vegar. Staðan á aflaheimildum hefur sjaldan verið betri og það eru margar tegundir sem hafa verið í vexti, t.d. í ýsu og þorski. Staðan varðandi fiskveiðiheimildirnar er einnig með ágætum. Félögin hafa einnig varið töluverðum fjárhæðum í fjárfestingar sem ætti að gera þau betur í stakk búin fyrir erfið ytri skilyrði.“ Heildartekjur lækka um 24 milljarða Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Íslenskur sjávarútvegur er mögulega kominn á nýtt tíma- bil sterkrar íslenskrar krónu að sögn Jónasar Gests Jónassonar, yfirmanns sjávarútvegshóps hjá Deloitte. Ljósmynd/Þröstur Njálsson Töluverðir rekstrarerfiðleikar eru hjá minni og meðalstórum útgerðum og samþjöppun hefur því verið í greininni. Jónas Gestur Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.