Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 11FRÉTTIR Af síðum Að vera í Versace-kjól en halda á tösku frá Michael Kors myndi líta undarlega út. Það eru ekki bara sterkefnaðar tískudrósir- og dárar sem eru á þessari skoðun, heldur jakkafataklæddir fjár- festar sömuleiðis. Kors, sem framleiðir smekklegar handtöskur og annan tískuvarning á viðráðanlegu verði, hyggst borga 2 milljarða dala fyrir ítalska tískumerkið Versace sem er rómað fyrir framúrstefnulegar eðalflíkur. Kaupin á Versace koma ári eftir að Kors keypti lúxus-skóframleið- andann Jimmy Choo á 1,2 milljarða. Með því að eignast Versace þyk- ir ljóst að Kors ætli sér að verða að alvöru„tískuhúsi“. En hluthafar eru lítt hrifnir af því að para fyrirtækin saman. Á mánudag lækkaði hlutabréfaverð Kors um nærri 10%, sem þýðir að markaðsvirði fé- lagsins rýrnaði um hér um bil milljarð dala. Kors, sem var eitt sinn á mikilli siglingu, er núna jafnt og þétt að takast að snúa rekstrinum við, en svona dýr yfirtaka vekur athygli en ekki endilega aðdáun. Þegar Kors var skráð á hlutabréfamarkað árið 2011 voru margir spenntir. Rétt eins og keppinautur þeirra Coach hafði Kors slegið í gegn á heimsvísu með smekklegum en hæfilega dýrum töskum og vegnaði svo vel að hlutabréfaverðið var farið úr 20 dölum á hlut við skráningu upp í 100 dali á hlut árið 2014. En félagið gekk of langt í að slá af verði og þegar hagnaðurinn lét á sér standa á meðan rekst- urinn hélt áfram að vaxa urðu fjárfestar hvekktir, og voru það allt þar til Kors fór aftur að leggja áherslu á að selja á fullu verði og fikra sig upp á við í tískuheiminum með kaupunum á Jimmy Choo. Áður en verðið lækkaði á mánudag höfðu hlutabréf Kors hækkað um 50% á þessu ári. Það er sjaldgæft að vörumerki á borð við Versace séu til sölu og þau eru ekki ódýr. Verðmiði upp á 2 milljarða dala þýðir að heildar- virði félagsins er ríflega tvöfalt hærra en tekjur þess. Það sem meira er þá mátti litlu muna að enginn hagnaður yrði af rekstri Versace í fyrra. Heildarvirði Kors er 11 milljarðar dala og nettóskuldir félags- ins rétt undir 1 milljarði svo að það ætti ekki að vera of mikil byrði að staðgreiða kaupin. En hluthafar hafa áhyggjur af því að Versace muni dreifa athygl- inni einmitt á þeim tímapunkti sem verið er að snúa rekstrinum við. Mörg stærstu tískumerki heims hafa fundið sér samastað í stórum eignasöfnum félaga á borð við LVMH og Richemont, og snjallt af Versace að selja þegar markaðurinn er á, eða nálægt hápunkti upp- sveiflu. Fjárfestingasjóðurinn Blackstone mun hagnast vel á að hafa keypt minnihluta í Versace árið 2014. Það er ákveðinn hæfi- leiki að vita hvenær maður á að losa sig við gamlan fylgihlut. LEX Kors og Versace: tuskast á tískupöllunum AFP Það að stofnendur Instagram skuli hafa hætt störfum hjá Facebook sannar hin fornkveðnu stjórnunar- fræði: að flestum frumkvöðlum mun, þegar upp er staðið, ganga illa að aðlagast menningu stærra félags sem kaupir fyrirtækið sem þeir stofnuðu. Það kemur mér á óvart að Kevin Systrom og Mike Krieger skyldu endast í sex ár hjá samfélagsmiðla- risanum, og að það hafi tekið svona langan tíma fyrir deilur um sjálf- stæði Instagram of stofnenda þess að fljóta upp á yfirborðið. Það liðu til dæmis ekki nema þrjú ár frá því Yahoo keypti ljósmynda- deiliforritið Flickr, sem Stewart Butterfield stofnaði, þar til hann hætti þar störfum. Fyrr á árinu greindi hann FT frá því hvernig það var að vera hluti af skrifræði Yahoo: „Fólk var alls ekki að vinna saman, heldur allir að hugsa um sitt.“ Kannski betri stjórnunarhættir Kannski er það til marks um betri stjórnunarhætti hjá Facebook að stofnendur Instagram skyldu end- ast þar tvöfalt lengur, eða ef til vill að samfélagsmiðlasamsteypan hafi sýnt Instagram eftirlátssemi fyrstu árin eftir að hafa eignast reksturinn árið 2012 þar sem móðurfélagið var á svo mikilli siglingu. Eftir því sem þrýstingurinn á Facebook jókst varð æ óhjákvæmilegra að Mark Zuckerberg og fólkið hans myndi þurfa að kreista meiri tekjur út úr ljósmyndaforritinu og grípa fastar i taumana. Sams konar deilur um hvernig réttast væri að skapa tekjur úr vin- sældum WhatsApp – sem urðu enn flóknari vegna deilna um verndun gagna og persónuupplýsinga – leiddu til þess að stofnendur skila- boðaforritsins höfðu sig nýverið á brott. Ólík vinnustaðamenning Þessi tilvik minna okkur á ákveðnar staðreyndir um það hvernig fyrirtæki virka: Ein þeirra er að ekki er hægt að finna stórfyr- irtæki þar sem vinnustaðamenn- ingin er alls staðar sú sama. Í sum- um tilvikum er það af ásetningi gert, s.s. með því að viðhalda ákveðnu svigrúmi á milli móðurfélags og fyr- irtækja sem tekin hafa verið yfir, eins og Amazon gerir með skóbúð- ina Zappos sem rekin er á mjög óhefðbundna vegu. Eða þá að móðurfyrirtækinu mistekst, óvilj- andi, að koma böndum á vinnustaða- menninguna í kimum félagsins, sem skapar hættu á að starfsemin rask- ist og hneykslismál komi upp. Í báðum tilvikum er lexían sú sama: Móðurfélög þurfa að veita dótturfélögum sínum einhvers kon- ar leiðsögn, og það er nærri því óhjákvæmilegt að þessi afskipti af rekstrinum muni breytast eftir því sem tíminn líður, og eftir því sem stefna móðurfélagsins breytist. Í dag stendur Facebook frammi fyrir tveimur mikilvægum og tengd- um áskorunum. Önnur þeirra er að tryggja að Instagram haldi vinsæld- um sínum með því að bæta við nýj- um vörum (á borð við Instagram Stories og sjálfstæða myndbands- forritið IGTV) en án þess að þynna út það sem gerir Instagram áhuga- vert. Eins og John Chambers fjallar um í nýrri bók sinni, Connecting the Dots, um þau ár sem hann stýrði Cisco Systems í gegnum líflegt yfir- tökutímabil: „Þegar liðin eru fimm ár eða meira er ekki lengur hægt að skrifa vandamál dótturfyrirtækis á erfiðleika tengda yfirtökunni, held- ur snýr vandinn að því hvort tekist hefur að koma því til leiðar að ný kynslóð af vörum verði til hjá fyr- irtækinu sem var keypt.“ Bjuggu sig undir brotthvarfið Það er líka áskorun að halda fólk- inu sem þróar vörurnar ánægðu. Fregnir herma að Facebook hafi þegar verið að búa sig undir þann möguleika að stofnendurnir væru á förum. Zuckerberg fékk nægan tíma til að gera slík plön. Brotthvarf Systrom og Krieger varpar einfald- lega ljósi á að þegar allt kemur til alls þá var það á ábyrgð forstjóra Facebook að gera rekstur Insta- gram árangursríkan og sjálf- bæran. Nú þarf Zuckerberg að tryggja stöðu Instagram Eftir Andrew Hill Nú þegar stofnendur Instagram hafa stokkið frá borði, sex árum eftir að Facebook keypti fyrir- tækið fyrir meira en millj- arð dollara, þarf mark Zuckerberg að sýna hvað í honum býr. Spjótin munu standa á honum og þá ekki síst krafan um auknar tekjur af forritinu. AFP Mark Zuckerberg hefur um nokkurt skeið búið sig undir brotthvarf Systrom og Krieger. Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.