Morgunblaðið - 27.09.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018FRÉTTIR
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
ICEAIR
-3,64%
6,89
GRND
+1,28%
31,75
S&P 500 NASDAQ
+0,58%
8.033,119
-0,25%
2.922,48
+0,28%
7.511,49
FTSE 100 NIKKEI 225
27.3.‘18 27.3.‘1826.9.‘18 26-9.‘18
1.800
802.400
2.044,85
2.074,45
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
81,64
+1,52%
24.033,79
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
70,11
60
Skýrsla frá Orku náttúrunnar um
samantekt á niðurstöðum vistferils-
greininga fyrir rafbíla er væntanleg
á næstu vikum þar sem meðal ann-
ars kemur fram að rafbílar séu allt
að því fimm sinnum umhverfisvænni
heldur en bensín- og díselbílar ef
miðað er við íslenskt samhengi.
Í skýrslunni er búið að staðfæra
fjölmargar erlendar vistferilsrann-
sóknir á íslenskt samhengi þar sem
farið er yfir þau fjögur skref sem eru
í vistferli bíla, allt frá útvegun hrá-
efna í framleiðsluna, framleiðslunni
sjálfri, notkun bílsins með tilliti til
orkugjafa, til förgunar hans. Þó ber
að hafa í huga að áhrif vegna förg-
unar á rafhlöðum í rafbílum eru ekki
tekin til skoðunar í greiningu Orku
náttúrunnar, en að sögn Kevins Dill-
man, sem tók skýrsluna saman fyrir
fyrirtækið, kemur það ekki að sök.
Hann segir að fræðimenn greini á
um hvort rafhlöðurnar hafi jákvæð
eða neikvæð áhrif á umhverfið í end-
urvinnslu. Og í síðarnefnda tilvikinu
nemi neikvæð áhrif einungis um
1,5% af heildaráhrifum bílsins á um-
hverfið.
Fótspor rafbíla meira í byrjun
Rafbílar hafa verið mikið í um-
ræðunni að undanförnu og í nýrri
aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hef-
ur ríkisstjórnin m.a. markað þá
stefnu að nýskráningar á bensín- og
díselbílum verði almennt óheimilar
eftir árið 2030. Umræða um kolefn-
isfótspor rafbíla vegna förgunar og
framleiðslu á rafhlöðum í bílana hef-
ur einnig farið fram að undanförnu.
Eru þar iðulega dregin fram rök um
annars vegar uppsprettu rafmagns-
ins sem knýr rafbílana áfram og hins
vegar þau umhverfisáhrif sem verða
vegna þeirra efna, t.d. liþíums, sem
þarf til þess að framleiða rafhlöður í
rafbílanna. Í skýrslunni er kolefnis-
fótspor rafbíla metið 1,5 sinnum
stærra við framleiðslu bílsins heldur
en við framleiðslu venjulegra bíla. Í
skýrslunni er aftur á móti dregin
upp björt mynd, sér í lagi þegar
horft er á notkun rafbíla á Íslandi.
Rafbílar allt að því fimm
sinnum umhverfisvænni
Þrátt fyrir að kolefnisfótspor raf-
bíla sé stærra vegna framleiðsluferl-
isins á bílnum sjálfum í samanburði
við bensín- og díselbíla kemur fram í
skýrslunni að rafbíll sem hefur verið
í notkun í eitt og hálft ár á Íslandi sé
umhverfisvænni. Eftir því sem
lengra líður verður rafbíllinn því
betri fyrir umhverfið. Þó að það taki
eitt og hálft ár fyrir rafbíla að jafna
út kolefnisfótspor þeirra í saman-
burði við bensín- og díselbíla er vert
að vekja athygli á því að ef miðað er
við að heildarlíftími bíla sé 200 þús-
und kílómetrar er rafbíll á Íslandi
allt að því fimm sinnum umhverfis-
vænni heldur en bensínbílar. Ef mið-
að er við hóflegra gildi kemur fram
að rafbílar séu 3,9 sinnum umhverf-
isvænni en díselbílar og 4,3 sinnum
umhverfisvænni heldur en bens-
ínbílar.
Íslendingar standa vel
Íslendingar standa einkar vel þeg-
ar kemur að þessum rannsóknum
þar sem sú raforka sem knýr bílana
áfram er hrein en ekki eru mörg
lönd í heiminum sem búa við slíkar
aðstæður. Eins og sést á grafinu hér
að ofan eru rafbílar afar hagfelldir
umhverfinu á Íslandi. Kolefnis-
fótspor þeirra eykst þónokkuð þegar
kemur að raforkumynstri í Evrópu-
sambandinu en þrátt fyrir það eru
rafbílar töluvert umhverfisvænni
heldur en venjulegir bensín- og dís-
elbílar í Evrópu. Sé farið út í öfga-
kenndari dæmi þar sem raforku-
framleiðsla er knúin með jarðgasi
eru rafbílar þrátt fyrir það umhverf-
isvænni. Fara þyrfti nánast aftur til
miðalda þar sem raforkuframleiðsla
væri eingöngu knúin af kolum til
þess að gera rafbíla óumhverfis-
vænni.
Kolefnisfótspor raf-
bíla 5 sinnum minna
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Í skýrslu ON kemur fram að
kolefnisfótspor rafbíla sé
hærra við framleiðslu
bílanna í samanburði við
dísel- og bensínbíla en það
jafnist út á einu og hálfu ári.
Eknir kílómetrar:
Losun rafbíla í CO2 ígildum eftir gerð raforku
70
60
50
40
30
20
10
0
tonn CO2 ígilda
0 50.000 100.000 150.000 200.000
Gerð raforkuframleiðslu:
Með kolum Með jarðgasi
Blönduð raforkuframleiðsla innan ESB
Raforkuframleiðsla á Íslandi
Til Samanburðar:
Bensínbíll
Dísilbíll
KOL
JARÐG
AS
ESB
ÍSLAND
Heimild: Orka náttúrunnar
SAMGÖNGUR
Kolbeinn Pálsson, framkvæmda-
stjóri mótorhjóladeildar Suzuki á
Íslandi, segir í samtali við
ViðskiptaMoggann að sala á
Suzuki-mótorhjólum hafi stórauk-
ist á þessu ári eftir að hafa staðið
í stað nánast frá hruni. Kolbeinn
segir að salan í ár stefni í 50 hjól,
sem er um 150% aukning frá síð-
asta ári.
„Árið í ár er fyrsta alvöru-
söluárið eftir hrun. Þarna spilar
inn í meðal annars að verðið hefur
lækkað vegna hagstæðara gengis.
Menn sem hafa lengi verið í start-
holunum að kaupa sér mótorhjól
hafa nú séð tækifæri til að láta
draum sinn um að eignast stórt
götuhjól rætast,“ segir Kolbeinn.
Nefnt eftir japönskum fálka
Söluhæstu Suzuki-hjólin eru af
gerðinni Hayabusa og V-Strom, að
sögn Kolbeins. „Hayabusa-
kappaksturshjólið dregur nafn sitt
af japönskum fálka, sem steypir
sér á 320 kílómetra hraða á
klukkustund eftir bráð sinni.
Hönnuðir hjólsins settu sér sama
viðmið hvað hraða hjólsins varð-
aði.“
V-Storm-hjólið er meira hugsað
sem ferðahjól, að sögn Kolbeins.
„Þetta er 650 kúbika 72 hestafla
hjól sem menn kaupa og bæta svo
við töskum og öðrum búnaði eftir
þörfum. Hjólið er með spólvörn og
ABS-bremsum, sem nýtast vel á
ferðalögum.“ tobj@mbl.is
150% aukning í sölu
Suzuki-mótorhjóla í ár
Hayabusa-kappaksturshjólið kostar
um 2,5 milljónir króna hér á landi.
Sérfræðingar Íslandsbanka meta
það svo að verðbólga verði 3,5% að
meðaltali á næsta ári. Þetta kemur
fram í nýrri þjóðhagsspá bankans
sem birt var í gær fyrir tímabilið
2018-2020. Fram kemur að veikari
króna og innlendur kostnaðarþrýst-
ingur muni slást í lið með íbúðaverði
sem verðbólguvaldi.
Útlit fyrir vaxandi verðbólgu
Verðbólga hefur undanfarið verið
rétt við 2,5% verðbólgumarkmið
Seðlabankans eftir fjögurra mánaða
tímabil verðbólgu undir markmiðum
bankans fyrir árin 2014-17. Fram
kemur í spánni að útlit sé fyrir vax-
andi verðbólgu á komandi fjórð-
ungum. Þar spili inn í nýleg gengis-
veiking krónunnar sem muni skila
sér í hærra verðlagi innfluttra vara
að því gefnu að gengisveikingin
gangi ekki til baka á komandi vikum.
Auk þess er enn nokkur gangur í
hækkun á íbúðaverði að viðbættum
öðrum kostnaðarþrýstingi sem eykst
jafnt og þétt. Spá Íslandsbanka gerir
ráð fyrir 3,2% verðbólgu árið 2020 en
til grundvallar liggja forsendur um
tiltölulega hóflega hækkun launa og
húsnæðisverðs þegar fram í sækir,
ásamt forsendum um stöðugt gengi
krónunnar á seinni hluta spátímans.
Þó kemur fram í spánni að þar sem
óvissa er um launaþróun, á þann veg
að laun gætu hækkað meira á næsta
ári, geti það haft í för með sér aukinn
verðbólguþrýsting þegar frá líður.
Helstu niðurstöður þjóðhagsspár
gera ráð fyrir hægari hagvexti, hann
verði 3,4% í ár en 1,5% á því næsta.
Þá hefur íbúðafjárfesting leitt vöxt
fjárfestingar en gert er ráð fyrir 48%
vexti á fjárfestingum í íbúðar-
húsnæði á spátímanum. Þá er gert
ráð fyrir 3,2% kaupmáttarvexti í ár
en 1,8% ánæsta ári.
peturhreins@mbl.is
Spá 3,5% verðbólgu á næsta ári
Morgunblaðið/Kristinn
Íslandsbanki spáir 3,5% verðbólgu
á næsta ári í nýrri þjóðhagsspá.
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is