Morgunblaðið - 27.09.2018, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018VIÐTAL
Okada Suisan, japönsku framleiðslufyrirtæki,
sem kaupir af okkur í ár um 2.000 til 2.500 tonn af
makríl. Stærstur hluti þessarar vöru endar í há-
degisverðarboxi sem fer til einnar verslunar-
keðju í Japan. Það sýnir svart á hvítu hversu mik-
ið magn þarf til þess að anna eftirspurn á stórum
mörkuðum.“
Hann segir Samherja gott dæmi um það
hvernig gott getur reynst að taka sölustarfsem-
ina undir eigin merki.
„Samherjadæmið er farsælt og við viljum fara
svipaða leið. Sú afstaða útilokar samt ekki þann
möguleika að fyrirtæki leiti samstarfs á þessu
sviði en þá verða menn að geta unnið saman. Þá
er heldur ekki galið að samstarfsaðilar framleiði
mismunandi vörur þótt sölustarfið fari í gegnum
eitt og sama fyrirtækið.“
Afhendingaröryggi þarf að tryggja
Oft er talað um afhendingaröryggi og að það
megi ekki bregðast þegar verið er að brjóta sér
leið inn á nýja markaði. Binni segir að það sé rétt
en að það verði að tryggja með ólíkum hætti eftir
því hvaða vörur séu til sölu.
„Sé seldur ferskur fiskur verður að róa í hverri
viku. Svo er það önnur framleiðsla eins og í mak-
rílnum hjá okkur. Þá er fiskurinn veiddur á vertíð
og hann frystur. Svo er hann einfaldlega afhentur
eftir þörfum kaupendanna. Eins er það með salt-
fiskinn. Ef þú saltar hann fyrir Portúgalsmarkað
þarf að láta hann standa svo hann fái verkunar-
bragðið sem þeir sækjast eftir. Annað á við um
léttsaltaða fiskinn sem fer til Spánar. Hann er
frystur og það býður upp á annars konar
geymslu. Þannig erum við með ólíkar aðferðir til
að tryggja afhendingaröryggi mismunandi fisk-
Við kajann liggur nýjasta skip Vinnslustöðv-
arinnar í Vestmannaeyjum (VSV). Ríflega 50
metra langur togari sem hlotið hefur nafnið
Breki. Það vísar til eldra aflaskips sem selt var
frá fyrirtækinu rétt fyrir aldamótin síðustu. Ný-
smíðin er skýrasta dæmið um þá fjárfestingu
sem ráðist hefur verið í á vettvangi VSV á síðustu
árum. Binni segir að sú fjárfesting hafi verið
tímabær og kærkomin enda hafi fyrirtækið þurft
á endurnýjun að halda og það einnig vaxið mikið
á þeim tíma frá því að nýir eigendur komu að því í
árið 2002.
„Veltan hefur á þessum tíma aukist úr 30 millj-
ónum evra í u.þ.b. 80 milljónir evra. Við höfum á
síðustu árum verið að fiska 60 til 80 þúsund tonn
á ári. Það fer nokkuð eftir úthlutun í loðnu en
þetta hefur verið fremur stöðugt en vaxandi.“
Og fyrirtækið er í blönduðum veiðum, bæði
botnfiski og uppsjávartegundum og svipar að því
marki til félaga á borð við Skinney-Þinganes og
HB Granda þó stærð þeirra sé misjöfn.
„Í þorskígildum talið erum við u.þ.b. jafn stór í
þessum flokkum tveimur en ef við tökum makríl-
inn með þá eru tekjurnar að koma að 60% hluta
úr uppsjávartegundunum og 40% úr botnfisk-
inum. Við höfum verið með 4-4,5% af þorskígild-
um. Þau eru ekki algildur mælikvarði en til sam-
anburðar er HB Grandi með um 12%. Þess vegna
er HB Grandi um þrisvar sinnum stærri en
VSV.“
Fyrirtækið hefur vaxið mikið
En vöxturinn sem Binni nefnir hefur ekki kom-
ið til af sjálfu sér.
„Við höfum frá árinu 2000 verið að stækka með
sameiningum við aðrar útgerðir. Fyrst og fremst
eru það fyrirtæki í Eyjum. Þar má nefna Björgu,
Danska-Pétur, Gandí, Ísleif, Ufsaberg útgerð og
Glófaxa. Í flestum tilvikum urðu hluthafar félag-
anna einnig hluthafar í VSV og margir þeirra eru
það enn. Þá keyptum við Jón Erlingsson úr
Sandgerði og einnig keyptum við veiðiheimildir
en ekki í stórum stíl,“ segir hann.
En er það stærðarhagkvæmnin sem öllu skipt-
ir rekstri fyrirtækis á borð við VSV?
„Ekki endilega, alla vega ekki gagnvart veið-
unum sem slíkum. Það er ekki óskaplega mikill
munur á því hvernig útgerð er rekin í litlu eða
stóru fyrirtæki. Kostnaðarhlutföll eru nokkuð
föst og svo er það bara þannig að ef góður skip-
stjóri og vélstjóri koma saman þá stenst ekkert
stórfyrirtæki þeim snúning. Við höfum mörg
dæmi um það hér í Eyjum.“
En hann segir að öðru máli gegni um vinnsluna
og sölu- og markaðsstarf.
„Mikilvægt er að vinnslukerfi uppsjávarfisks
sé stórt og afkastamikið. Þar er stærðar-
hagkvæmni mikilvæg. Vissulega er hún mikilvæg
í botnfiski einnig að einhverju marki en ég held
þó að það sé ekki ákjósanlegt fyrir samfélagið að
fyrirtækin séu mjög fá, mjög stór og einsleit.
Fjölbreytni gefur oft fleiri tækifæri og hug-
myndir.“
Þá bendir Binni á að þótt sjávarútvegurinn sé
umsvifamikill hér á landi í samanburði við aðrar
atvinnugreinar sé verið að selja inn á gríðarstóra
markaði erlendis.
„Sé ætlunin að selja vöru þarf að hafa mikið
magn í boði. Fyrir rúmu ári keyptum við hlut í
tegunda. Það er samspil ólíkra þátta og menn
verða að sinna sínum hluta markaðarins.“
Hann bendir einnig á að sum fyrirtæki fari þá
leið að selja allan fisk til hæstbjóðanda sem er
einn í dag og annar á morgun. Það kunni hins
vegar að reynast skeinuhætt við ákveðnar að-
stæður.
„Verðið getur verið hátt í eina átt í dag og aðra
á morgun. Þá koma upp tímar þegar hlutirnir
ganga ekki vel og þá getur verið erfitt auk þess
sem það tekur tíma að opna á nýja markaði. Ef
verð lækkar mikið af einhverjum ástæðum getur
verið erfitt fyrir seljandann að koma vörunni út
með farsælum hætti. Hugmyndin um að selja
alltaf á hæsta verði getur komið illilega í bakið á
seljendum, einkum ef þeir leggja öll sín egg í þá
körfu.“
Binni segir að þessar staðreyndir sýni að
virðiskeðjan skipti miklu máli og að menn séu
alltaf að átta sig á því að eftir því sem menn hafi
betri stjórn á henni upp úr og niður úr sé yfirsýn-
in betri.
„Sá sem stýrir ferlinu frá veiðum til vinnslu og
sölu getur betur stýrt því hvert varan fer á hverj-
um tíma og hann hefur meiri yfirsýn yfir stöðu
mála. Þetta snýst um útsjónarsemi og það að
tryggja sem best verð til lengri tíma litið. Mark-
aðssetningin og salan er ekki síður undirorpin
henni en veiðarnar sjálfar.“
Vænn floti
Vinnslustöðin er með sjö skip í flotanum. Þau
eru misjöfn að stærð og gerð og þá er aldursmun-
urinn einnig talsverður. Binni segir að fyrir liggi
að gera verði ákveðnar breytingar á samsetning-
unni hjá fyrirtækinu á komandi misserum í ljósi
aukins kvóta í tilteknum tegundum.
„Við gerum út þrjú uppsjávarskip með Kap og
Ísleif lykilhlutverkum. Þá höfum við Sighvat
Bjarnason á hliðarlínunni ef það er mikil loðna
eða ef við þurfum að grípa til hans á loðnuhrogna-
vertíð.“
Botnfiskskipin eru fjögur og þar er eins og áð-
ur sagði Breki, sá yngsti í fjölskyldunni.
„Við fengum Breka afhentan fyrir skemmstu
og hann gengur afburðavel. Svo eru það Dranga-
víkin, Brynjólfur og gamla Kap, Kap II. Svo er
það Sindri sem smíðaður er í Japan 1972. Það fer
að styttast í annan endann hjá honum.“
Breki og systurskipið Páll Pálsson ÍS eru með
stærstu skrúfur sem um getur í íslenska fiski-
skipaflotanum. Líkt og fréttayfirlit af smíðaferli
Breka gefur til kynna var það ekki þrautarlaust
fyrir VSV að fá skipið afhent.
„Þetta var merkileg reynsla í Kína. Þetta var
erfiðasta leiðin sem hægt var að fara, lengst í
Vinnslustöðin fjárfest fyri
”
Í alræði ríkisins, sem
kommúnisminn hefur leitt
yfir Kína, breyttist hegðun
manna. Ég fór að ráði kín-
versks vinar míns sem er
afkomandi Kínverja sem
flúðu yfir til Taívan. Hann
sagði okkur að í Kína yrðum
við að hafa eftirlit með öllu.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Á næsta ári hefur Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson, Binni, staðið í stafni
útgerðarfélagsins Vinnslustöðvar-
innar í Vestmanneyjum í tvo áratugi.
Það hefur engin lognmolla leikið um
félagið á þeim tíma. Það stendur nú
styrkum fótum eftir miklar fjárfest-
ingar á síðustu árum. Hann segir
framtíðina bjarta og fagnar nýjum
hluthafa, FISK Seafood, sem eign-
ast hefur tæpan þriðjungs hlut í
fyrirtækinu.