Morgunblaðið - 27.09.2018, Side 14

Morgunblaðið - 27.09.2018, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018FÓLK Advania Margrét Gunnlaugsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðslausna Advania þar sem hún mun leiða 42 manna teymi sem annast þróun, þjónustu, ráð- gjöf og innleiðingu á lausnunum, að því er segir í tilkynningu frá Ad- vania. Margrét hóf störf hjá fyrirtækinu í apríl sem forstöðumaður á rekstr- arlausnasviði. Margrét starfaði áð- ur sem vöru- og viðskiptaþróunar- stjóri hjá Já, sviðsstjóri hjá Wise og rekstrarstjóri tækniþjónustu hjá Ís- landsbanka. Hún hefur því víðtæka stjórnunarreynslu í UT-geiranum, samkvæmt tilkynningunni. Margrét stýrir mann- auðslausnum Advania Hátæknifyrirtækið Valka hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyr- irtækinu. Auður Ýr Sveinsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Völku, en hún hefur undanfarin tvö ár stýrt rekstrarsviði fyrirtækisins. Auð- ur hefur samkvæmt tilkynningunni víðtæka reynslu úr hinu alþjóðlega viðskiptaumhverfi og hefur áður starfað í tíu ár sem yfirmaður gæða- stjórnunar, til að mynda við straumlínustjórnun og innri samskipti hjá ál- veri Rio Tinto í Straumsvík. Egill Sveinbjörn Egilsson hefur verið ráðinn í starf vörustjóra vél- og hugbúnaðar. Hann mun hafa lengst af starfað við vöruþróun hjá Össuri á alþjóðlegum vettvangi, eða allt frá árinu 2001, og leitt þar verkefni og teymi. Guðjón Ingi Guðjónsson hefur þá verið ráðinn svæðissölustjóri fyr- irtækisins, en hann mun hafa víðtæka reynslu úr sjávarútvegi og hafa lengst af unnið að framleiðslu-, sölu- og markaðsmálum, meðal annars hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda. Valka ræður til starfa þrjá nýja stjórnendur VISTASKIPTI Bandaríski lögfræðingurinn Duane Layton var aðalræðumaður á Fjár- málaþingi Íslandsbanka sem haldið var í gær og ræddi við viðstadda um viðskiptastefnu Bandaríkjanna í tíð Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Layton er lögfræðingur hjá Mayer Brown og er yfirmaður alþjóða- viðskiptasviðs lögfræðistofunnar sem hefur skrifstofur í 26 borgum úti um allan heim. Layton var á Ís- landi fyrir 41 ári síðan, árið 1977, og kom sem 23 ára gamall stúdent, með flugi með Loftleiðum. Síðan þá hefur Layton sankað að sér 34 ára reynslu á sviði alþjóðaviðskiptalaga og hefur sem fulltrúi bandarískra stjórnvalda komið að vinnu við fjölda alþjóðasamninga og deilu- mála, m.a. sem lögfræðingur banda- ríska viðskiptaráðuneytisins. Lay- ton hitti fulltrúa utanríkisráðuneytisins og Íslands- banka í vikunni en viðskipta- sendinefnd með Guðlaug Þór Þórð- arson utanríkisráðherra innanborðs hitti einnig Layton í Chicago í maí síðastliðnum. En erindið í gær var viðskiptastefna Bandaríkjanna í for- setatíð Donald Trump. Fólkið í kringum forsetann „Það eru margar ríkisstjórnir og fyrirtæki sem hafa áhuga á því hvað Bandaríkin eru að gera í alþjóða- viðskiptum. Sér í lagi varðandi toll- ana. Eflaust spyrja flestir spurning- arinnar mikilvægu: hvers vegna og hvað býr að baki? Það er stutta svarið,“ sagði Layton í upphafi sam- tals okkar spurður um inntak erind- is hans hjá Fjármálaþingi. Lengra svarið er á þá leið að háir tollar snú- ist ekki aðeins um persónu Donalds Trump eins og margar ríkisstjórnir og forráðamenn fyrirtækja virðast halda að sögn Laytons. „Stundum skjátlast fólki þegar það heldur að þetta sé bara Donald Trump. Auðvitað rekur stefnan upp- haf sitt og endi til forseta Banda- ríkjanna. En þú verður að horfa á málið í ljósi fólksins sem hann hefur safnað í kringum sig,“ segir Layton. Nefnir hann í þeirri andrá þá sem hafa starfað í ráðgjafanefnd Trumps allt frá því að hann var forseta- frambjóðandi. „Trump hefur safnað saman fólki sem hefur áratugum saman talað um það hvernig önnur lönd notfæra sér alþjóðalög á kostn- að Bandaríkjanna. Að þeirra mati er kominn tími til að það sé einhver í embætti sem er reiðubúinn að gera eitthvað í þessu,“ sagði Layton. Hann tekur nokkur dæmi. „Veistu hver var formaður við- skiptaráðgjafanefndar Donalds Trump þegar hann var forseta- frambjóðandi? Maður að nafni Dan DiMicco, sem var framkvæmda- stjóri Nucor Steel Company, stærsta stálfyrirtækis í Norður- Ameríku,“ segir Layton og tekur einnig fram að Robert Lighthizer, núverandi viðskiptafulltrúi Banda- ríkjanna, hafi einnig starfað í þeirri nefnd, „Lighthizer starfaði í einka- rekstri, sem og Gilbert Kaplan, und- irráðherra Wilbur Ross, við- skiptaráðherra. Fólkið í kringum þá kemur úr hópi lögmanna í Wash- ington D.C. sem hafa komið fram fyrir hönd stálfyrirtækja og annars bandarísks iðnaðar sem hefur kvart- að undan innflutningi frá Kína, Jap- an og hvaðeina,“ segir Layton. „Hluti viðskiptasamfélagsins hefur einnig talið í mörg ár að Bandaríkja- menn væru of linir í viðskiptum og væru að veita Kína frípassa,“ segir Layton. Spurður um tollana sem Donald Trump hefur sett á innfluttar vörur, einkum og sér í lagi á ál og stál, seg- ir Layton að núverandi ráðamenn telji að ekki sé nóg að setja á jöfn- unartolla og aðgerðir gegn und- irboðum vegna ríkisstyrkja í fram- leiðslu á þessum vörum annars staðar í heiminum. „Robert Lig- hthizer, Gill Kaplan og fólkið í kringum forsetann hefur talið í mörg ár að þessar aðgerðir séu ekki nóg til þess að takast á við vanda- málið. Þess vegna hafi þurft til for- seta sem er reiðubúinn að taka hraustlega til verka að þeirra mati,“ segir Layton og bendir á að í banda- rískri löggjöf séu fleiri tæki fyrir til að verjast ójafnri samkeppni. „Toll- arnir á stálið og álið lúta að lögum nr. 232 frá árinu 1962 sem hafa varla verið notuð. Tollarnir á Kína lúta að lögum nr. 301 í sem eru afar sjaldan notuð,“ segir Layton sem telur að það sé mat ráðamanna í dag að Bandaríkin séu loksins komin með stjórn sem er viljug til þess að nota þessi tæki. Segir hann að tollar á ál og stál séu áskoranir sem verið er að leysa í áföngum. Það sé meðal annars gert með innflutningskvótum og að lönd á borð við Kóreu, Argentínu og Ástralíu hafi samþykkt slíka kvóta til þess að forðast innflutningstolla sem yrðu þá settir á grundvelli laga nr. 232. Tollastríðið gegn Kína lúti hins vegar öðrum lögmálum. Að tryggja þjóðaröryggi Áður en umræðan berst að Kína segir Layton að fólkið í kringum Trump vinni eftir ákveðinni kenn- ingu sem gengur út á það að til þess að tryggja þjóðaröryggi þá þurfi efnahagslegt öryggi. „Og það er ómögulegt að hafa efnahagslegt ör- yggi ef þú ert ekki með heilbrigðan stál- og áliðnað. Það hefur talað fyr- ir hönd stáliðnaðarins í aldarfjórð- ung og að það hafi verið grafið und- an iðnaðinum. Það sé því mál til komið að snúa taflinu við og end- urvekja bandarískan stáliðnað. En er þetta þjóðaröryggi? Um það snú- ast deilur ríkja í dag,“ segir Layton. „Hvernig geta t.d. tollar á Kan- ada, sem færa má rök fyrir að sé okkar helsti bandamaður, tryggt þjóðaröryggi? Það þarf að horfa á þá spurningu frá sjónarmiði lög- fræðinga og viðskiptamanna sem hafa talað fyrir hönd stáliðnaðarins í aldarfjórðung sem telja að Kína, Japan, Kórea og Evrópusambandið séu með ríkisstyrkjum að styðja iðn- aðinn hjá sér og veikja bandarískan stáliðnað,“ segir Layton. En hvað með Kína? Bandaríkin lögðu í vikunni tolla á vörur að and- virði 200 milljarða Bandaríkjadala. „Trump beitti lögum nr. 301 til þess að takast á við hið meinta vandamál að Kína sé að stela hugverkarétt- indum og, sem hægt er að rök- styðja, að kínversk stjórnvöld séu að niðurgreiða framleiðslu í landinu,“ segir Layton. Að sögn Layton er það álit Ro- bert Lighthizer að lög Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar væru ekki gerð til þess að takast á við þá gerð kapítalisma sem einkennir kín- verskt efnahagslíf. „Rök þessara manna eru eitthvað á þá leið að ríkið gegnsýri allan efnahaginn í landinu, og að meðlimir Kommúnistaflokks- ins sitji nánast í stjórnum allra stórra fyrirtækja og sumra minni.“ Þess vegna hafi þurft að takast á við það með tollum. Morgunblaðið/Hari Duane Layton segir að fólk úr bandarískum stáliðnaði sé meðal annars á bakvið mikla tollasetningu Bandaríkjanna. Tollar snúast um meira en Trump Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Tollar sem Bandaríkin hafa sett á í forsetatíð Donalds Trump snúast um talsvert meira en persónu hans, að sögn bandaríska lögfræð- ingsins Duane Layton. AFP Viðskiptastefna Bandaríkjanna rekur upphaf sitt og endi til forseta Banda- ríkjanna en horfa þarf á málið í ljósi fólksins sem umkringir Donald Trump. Atvinnuhúsnæði Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Byggingafyrirtæki undirbýr hönnun og byggingu atvinnu- húsnæðis við Desjamýri í Mosfellsbæ. Byggingaréttur lóðar er 2440 fm og grunnflötur húss allt að 1.300 fm. Möguleiki á mikilli lofthæð eða byggingu á tveimur hæðum. Húsið afhendist í einu lagi eða smærri einingum, fullbúið eða skemmra komið. Hér er tækifæri til að vera með frá byrjun og laga bygginguna að eigin þörfum. Við Desjamýri og nágrenni er léttur iðnaður, geymslu- og lagerhúsnæði. Stutt er í umferðaræð sem tengir höfuðborgina og landsbyggðina. Hentar fyrir margvíslega starfssemi. Áhugasamir sendi tölvupóst á desjamyrin@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.