Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Side 2
Hvað er að frétta? Það er bara fínt að frétta, ég byrjaði að vinna hjá fyrirtækjaþjónustu Nova í sumar, sem er búið að vera brilljant. Svo á ég átta ára dóttur sem á mikið af mínum tíma enda höfum við bæði jafngaman af að hanga saman. Svo er ég að keppa með KF Mjöðm í Gulldeildinni, við vorum að tapa úrlitaleiknum í þeirri deild núna á föstudag, því miður, en við komumst allavega í úrslitaleikinn. Svo er ég búinn að vera að æfa fyrir Jeff Who?-tónleikana. Þetta er búið að vera frábært sumar, mikið að gera en þetta er allt skemmtilegt. Hvernig nálgastu haustið? Mér finnst langbest að nálgast haustin eins og sumrin bara; spila fótbolta og borða mikið af góðum mat. Ég hlusta á sömu tónlist burtséð frá árstíma, ég þyrfti samt aðeins að fara að upp- færa lagalistana kannski. Haustin eru samt í mínum huga eins og sumar þar til veturinn kem- ur, ég skipti árinu bara upp í sumar og vetur. Hvernig tilhugsun er að koma aftur saman með genginu í Jeff Who? Það er búið að vera frábært að koma saman aftur og spila. Án þess að vera að búa til of miklar vænt- ingar eða setja pressu á okkur erum við samt betri núna en nokkru sinni! Við erum sex í bandinu núna því okkur langaði að fá Tobba [Þorbjörn Sigurðsson] sem var upprunalegi hljómborðsleikarinn okkar inn í þetta. Hann og Valdi [Valdimar Kristjónsson], eða Florian og Ralf eins og við köllum þá (fyrir þá sem ekki vita þá eru það Kraftverk-gaurarnir), virka saman eins og eitt massíft hljóðfæri. Þannig að það er einhver uppsöfnuð orka að koma fram núna, sem er afar skemmtilegt. Er eitthvað sem einkennir aðdáendur Jeff Who? Nei það er eiginlega það skemmtilegasta við okkar aðdáenda- hóp, hann er alls konar! Við vorum svo heppnir á sínum tíma að geta verið nokkurs konar „crossover“-band, vorum spilaðir á Bylgjunni og FM-957 án þess að missa X-ið-hlustendahópinn þar sem við byrjuðum, eins og það á náttúrlega að vera. Mér finnst það frábært og það er það sem ég elska mest við okkar aðdá- endur; engir stælar neins staðar. Að lokum. Hvað hefurðu helst í huga til að vera glaður og hamingjusamur í lífinu? Þótt það sé algjör klisja þá er það samt Birta dóttir mín sem gerir mig langhamingjusamastan. Þannig að halda áfram að eyða sem mestum tíma með henni, jú og hitta vinina þess á milli. Ætli ég þurfi svo ekki á einhverjum tímapunkti að finna mér kærustu, ég gæti alveg farið að vera til í það. Morgunblaðið/Eggert BJARNI HALL SITUR FYRIR SVÖRUM Betri en nokkru sinni Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.9. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Sú lenska að vilja helst draga athygli að sér þegar útlitið er best er senni-lega sammannleg. Við erum flest þannig innstillt að vilja til dæmisfrekar láta smella af okkur mynd þegar við erum búin að laga hárið, fá okkur kaffi og vakna almennilega heldur en á þeirri sekúndu sem við stígum fram úr rúminu. Og það er betra að sýna bara frá fjölskyldustundum á sam- félagsmiðlum þar sem allir eru kátir og á fullu við að treysta fjölskyldubönd- in. Stirð samskipti, meðvirkni og almennt ættingjatengt vesen er betra að hafa bara fyrir sig. Það þarf allavega ekki að vera á netinu, hægt að leysa bara úr í hljóði og birta svo mynd úr jólaboðinu þegar allir eru orðnir sáttir. Fólk hefur gaman af því að segja frá því á samfélagsmiðlum þegar börn- unum þeirra gengur vel, þau fá verðlaun eða eru að borða einhvern framandi mat! „Siggi – að borða sushi. Hann fékk að velja matinn ...þetta barn elskar sushi!“ Það er merkilega oft sem fólk setur inn myndir á Facebo- ok og Instagram af börnunum sínum að borða sushi. Það þykir nefnilega voða fínt ef börnin borða það. Eng- inn setur mynd af barni með pitsu- sósu í hárinu í megaviku með færsl- unni: „Sjá þetta pitsukrútt – Siggi eeeelskar pepperóní!“ Slíkt er betra að fari hljótt. Barnið er sett í bað strax eftir matinn, pitsukassinn fer rakleitt í pappírstunnuna og ekki söguna meir. Engin mynd tekin af þessu tilefni. Þetta gerðist, en óþarfi að flíka því eða ræða það frekar. Og alls ekki segja frá því á samfélags- miðlum. Á samfélagsmiðlum birtist þín saga þannig að það er auðvitað bara þitt val hvernig þú segir hana. Kemur engum við (reyndar hafa börnin sjaldnast nokkuð um þetta að segja, en það er annar handleggur). Ráðamenn og aðrir sem höndla með almannafé hafa hins vegar ekki þetta val, þótt margir þeirra virðist halda það. Alltof margir fjölmiðlamenn kannast við það að þurfa að toga upplýsingar með töngum uppúr stjórnmálamönnum ef upplýsingarnar sem beðið er um sýna þá ekki í nægilega góðu ljósi, en fá ofgnótt mynda og lýsinga af atburðum sem kannski litlu skipta. Fyrir ráðamenn er ekki í boði að fleygja pitsukassanum beint í ruslið og beina ljóskastara að sushi- rúllunum á huggulegum bakka. Allar hliðar þurfa að vera sýnilegar og upp- lýstar en ekki á botninum í pappírstunnunni þar sem enginn leitar. Það er freistandi að láta bara taka myndir af sér í góðri lýsingu. Morgunblaðið/Hari Pitsukassinn á botni tunnunnar Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Á samfélagsmiðlumbirtist þín saga þann-ig að það er auðvitaðbara þitt mál hvernig þú segir hana. Ráðamenn og aðrir sem höndla með al- mannafé hafa hins vegar ekki þetta val, þótt margir virðist halda það. Sigríður Jónsdóttir Já, ég hef ekki keypt einn einasta plastpoka í september. Ég er alltaf með fjölnota poka á mér. SPURNING DAGSINS Hefurðu dregið úr plastnotk- un í sept- ember? Lukas Lauridsen Nei, eiginlega ekki. Ég vissi ekki um átakið „plastlaus september“. Ég er frá Danmörku og næ ekki enn að fylgjast með íslenskum fréttum. Adolf H. Berndsen Ég myndi segja það en aðalmálið í þessari umræðu er að draga úr neyslunni. Sigrún Þórisdóttir Já, ég er alltaf með fjölnota poka í veskinu. Ef ég verð að nota plastpoka, til dæmis fyrir nesti dóttur minnar, nota ég sama pokann aftur og aftur. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndin er frá AFP Hljómsveitin Jeff Who? kemur saman eftir nokkurn dvala og spilar á tónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði laugardagskvöldið 22. september. Jeff Who? gaf síðast út plötu 2008. Bjarni Hall er söngvari sveitarinnar og annar gítarleikara.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.