Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Blaðsíða 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.9. 2018 Stór hluti fórnarlambanna í London á þessu ári er ungt fólk en í 40 til- fellum af þeim 100 morðum sem framin hafa verið í borginni eru fórnarlömbin undir 25 ára aldri, þar af þrjú börn undir átta ára aldri. Vel hefur gengið að finna ger- endur. Á þessu ári hafa 102 karl- menn og níu konur verið kærð en fleiri hafa verið kærð en morðmálin eru þar sem í nokkrum málanna komu margir að drápunum. Memunatu Warne, 46 áratveggja barna móðir íWoolwich í London, varð hundraðasta fórnarlamb í morðöldu sem virðist ganga yfir borgina á þessu ári. Ekki hafa fleiri morðmál komið inn á borð lögreglu í tíu ár og hafa borgaryfirvöld af þessu stórar áhyggjur. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, lýsti því yfir í fyrradag að takast ætti á við ofbeldið eins og alvarlegan sjúkdóm sem væri að sýkja samfélagið. Í yfirlýsingu borg- arstjórans vísaði hann til þess hvern- ig yfirvöld Glasgow hafa tekist á við sína ofbeldisglæpi með góðum ár- angri og sagði sérstakan starfshóp lögreglunnar í ofbeldismálum (e. Vio- lence Reduction Unit, VRU) ætla að nota sömu nálgun þar sem forvarnir skipta ekki síst máli. Ekki eru þó allir sannfærðir um að þetta plan gangi eftir þar sem nánari útfærslu þykir vanta. Borgarstjórinn segir að ætlunin sé meðal annars að ráðast í forvarnir og að skólar, heil- brigðiskerfið, lögreglan og fleiri stofnanir verði virkjaðar í að stíga af meiri ákveðni og fyrr inn í ofbeldis- mál sem ljóst er að gætu endað með mannsláti. Alvarlegra heimilisofbeldi En hvernig á að vera hægt að sjá fyr- ir morð og hvernig eiga þessar stofn- anir að geta séð hvar þarf að stíga fyrr inn í? Stór hluti þeirra sem látið hafa lífið eru fórnarlömb heimilis- ofbeldis og gengjastríða. Heimilis- ofbeldi er vaxandi áhyggjuefni þar sem dauðsföllum tengdum fjöl- skylduerjum hefur fjölgað mikið, raunar eru fórnarlömb í þeim að- stæðum jafnmörg og þau sem látast í bardögum glæpagengja að því er kemur fram í úttekt Guardian. 15 fórnarlambanna hafa verið konur, sex karlmenn. Á þessu sviði sjá yfir- völd borgarinnar fyrir sér að hægt væri að stíga fyrr inn í aðstæður. Glasgow fyrirmynd London horfir til Glasgow því sú borg og Skotland í heild hefur náð frábær- um árangri í baráttu gegn ofbeldis- verkum. Árið 2005 sýndi skýrsla Sameinuðu þjóðanna að ofbeldi í Skotlandi var mest meðal allra þró- aðra ríkja heims og voru þá þrefalt meiri líkur á að ráðist væri á mann í Skotlandi en Bandaríkjunum að því er Times greindi frá á sínum tíma. Tíu árum síðar hefði varla getað verið ólíkara umhorfs hjá Skotum og morðum hefur fækkað um helming og hefur VRU í Skotlandi unnið þar mesta þrekvirkið, ekki síst með sér- stöku VRU-prógrammi. Þar hefur fræðsla í skólum og samstarf við fé- lagsþjónustu og heilsugæslu verið áberandi. Ofbeldismenn sem náð hafa beinu brautinni hafa haldið fyr- irlestra og borgaryfirvöld stigið inn í aðstæður ungs fólks sem er í áhættu vegna félagsskapar og aðstæðna, boðið störf og aðstoð og kortleggja einnig þá sem eru líklegir til að fremja voðaverk og bjóða fram að- stoð að fyrra bragði. Þeir sem lokið hafa afplánun vegna ofbeldisbrota eiga einnig auðveldara með að koma út í samfélagið að nýju þar sem þétt- ara net stuðnings bíður þeirra. Þeim eru boðin störf, aðstoð með húsnæði og ýmiss konar þjálfun og rannsóknir hafa sýnt að þeir eru ólíklegri til að brjóta af sér aftur. BBC fjallaði ítar- lega um þennan viðsnúning í vikunni. Hnífar koma oftar við sögu Það var ekki nú í ár sem morðum snarfjölgaði svo. Síðasta ár var slæmt en þá voru framin 117 morð í borginni og höfðu þá ekki verið jafn- mörg í 10 ár. Á sama tíma í fyrra höfðu 99 morð verið framin, einu færri en nú. Hnífaárásir koma við sögu í þrem- ur af hverjum fimm manndrápum á árinu, sama og var uppi á teningnum í Glasgow þegar verst lét þar. Þannig hafa 64 látist af völdum hnífstungna nú í ár og á síðasta ári létust 80 manns af sömu orsökum. Banvænar hnífstungur eru samanlagt fleiri í London en í öllu Englandi og Wales, samkvæmt tölum bresku lögregl- unnar. Martin Hewitt, aðstoðarlögreglu- stjóri Lundúna, sagði á ráðstefnu sem haldin var í sumar um hnífa- árásir að þær væru mun ofbeldisfyllri en áður. Fyrir fimm árum hefði hann aðeins getað lýst hnífstungumálum sem minniháttar en í dag væru fórn- arlömb árásanna margstungin, með stórum hnífum. Faðir ungs drengs sem lenti í það alvarlegri árás í London að fjarlægja þurfti annan fótinn á honum, segir í viðtali við BBC í vikunni að það að bera stóra hnífa og sýna ofbeldisfulla hegðun sé nánast í tísku hjá ákveðnum hópum ungs fólks í borg- inni og þar ríki ákveðin lögleysa, ung- mennin virði ekki lög, hlusti ekki á foreldra og ekkert traust sé milli for- eldra og barna. Fyrsti fjórðungur ársins hefur ver- ið verstur í London og að meðaltali voru þrjú morð framin í hverri viku. Hefði sú þróun haldið áfram væru fórnarlömbin orðin 180 núna, sem væri það versta frá árinu 2005 að því er kemur fram í Guardian. Ofbeldi sem sýki London Yfirvöld í London hafa áhyggjur af stigvax- andi ofbeldi í borginni. Horft er til Glasgow sem áður var sú borg Evrópu þar sem ofbeldi var mest en tókst að snúa við alvarlegri þróun í ofbeldisglæpum. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is AFP Breska lögreglan hefur aldrei lagt hald á jafnmikið magn af hnífum og á þessu og síðasta ári, flestir í eigu ungs fólks. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, ætlar að horfa til þess hvernig yfirvöld Glasgow hafa tekist á við sína ofbeldisglæpi. Stór hluti ungt fólk ÁSTRALÍA Ástralska matvöruverslanakeðj- an Woolworth hefur fjarlægt saumnálar úr verslunum sínum af öryggisáastæðum. Ástæð- an er hið furðulega mál sem skekur þjóðina en saumnálar hafa fundist í jarðarberjaöskjum í sex fylkjum. Þá hafa saumnál- ar einnig fundist í eplum og banönum á nokkrum stöðum. Rannsókn á málinu hófst eftir að Ástrali nokkur greindi frá því að vinur hans hefði gleypt nál í jarðarberi með tilheyrandi sársauka í meltingarfærum. DANMÖRK KAUPMANNAHÖFN Thomas F. Borgen, bankastjóri Danske Bank, sagði af sér í vikunni. Bankinn gerðist sekur um ábyrgðarleysi vegna mögulegs peninga- þvættis í Eistlandi en í sumar var greint frá því að Danske Bank væri sakaður um að hafa aðstoðað við að þvætta 8,3 milljónir bandaríkjadala í gegnum dótturfélag sitt í Eistlandi. Fjármunirnir voru raktir til nokkurra ríkja í Austur-Evrópu. FRAKKLAND PARÍS Franska lögreglan lagði hald á 20 tonn af litlum minjagripum, fyrst og fremst Eiffel-turnum, í vikunni en kínverskir heildsalar eru grunaðir um að fl ytja inn varninginn fyrir ólöglega sölumenn. Aðgerðirn- ar voru samstarfsverkefni frönsku lögreglunnar og franskra innfl ytj- enda sem leiddu til skyndiáhlaups í vikunni. Níu voru handteknir. BANDARÍKIN KALIFORNÍA Skurðlæknir, Grant William Robicheaux, og kærasta hans, Cerissa Laura Riley, hafa verið ákærð fyrir að nauðga tveimur konum. Rann- sakendur telja fórnarlömbin þó skipta hundruðum þar sem myndbönd af mögulegum fórnarlömbum fundust í síma sakborninganna en myndböndin skiptu þúsundum. Unnið er að því að bera kennsl á þær konur sem sjást á myndböndunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.