Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Page 10
Feðgar efst í Vífilsstaðahlíð í Heiðmörkinni. Ljósmyndari bað minni skuggann, son sinn, að standa eins og hann til að mynda tvo langa skugga af svipaðri lögun. Ekki var í boði að standa kyrr þannig að litli skuggi er þess í stað líkt og í léttum dansi. Lengd skugganna er vísbending um að sólin sé að lækka á lofti þótt laufin séu enn víða græn. Raflínur setja svip á umhverfið og stærri skugginn rímar við lagið á möstrunum. Fjöllin hvíla þolinmóð í bak- grunni og láta hvorki ljós né skugga hagga sér. Hari VETTVANGUR 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.9. 2018 Fyrir mörgum árum kom ég að vini mínum ogvinnufélaga þar sem hann sat og starði á eitt-hvert blað með áhyggjusvip. Gott ef hann blótaði ekki í hálfum hljóðum. Ég spurði hvað væri að gerast, enda mjög ólíkt honum að vera svona áhyggjufullur. Það var meira í hans stíl að segja okkur að við ættum að vera hress og ekki með neitt stress. Þá kom í ljós að hann hafði farið með bílinn sinn í smáviðgerð. Það þurfti að skipta um perur í framljós- unum og laga eitthvert smotterí í bremsunum. Á leið- inni út sagði hann, svona til að segja eitthvað: „Ef þið sjáið eitthvað, þá kippið þið því bara í liðinn.“ Daginn eftir sótti hann bílinn og fékk með reikning upp á mörg hundruð þúsund fyrir viðgerð á ýmsu sem hann vissi ekki einu sinni að væri í bílnum. Hvað þá til hvers það væri. Hann sat bara og glápti á reikninginn og benti og sagði: „Hvað er þetta? Til hvers er þetta notað? Veit einhver til hvers þetta er í bíl?“ Ég rifjaði þetta upp löngu seinna við hann og hann gat þá loks hlegið að þessu og sagði: „Ég var bara að vera almennilegur. Ég ætlaðist ekki til þess að þeir löguðu allt!“ Það er gott að vera almennilegur og maður á að koma vel fram við fólk. Það er bara svo miklu betra en að vera til dæmis leiðinlegur. Og mér finnst gott að vita að þessi gildi séu enn höfð í hávegum. Til dæmis þegar menn gera upp bragga. Eru kannski búnir að ákveða einhverja upphæð í það. Jájá. „Ef það er eitthvað fleira þá endilega græið það bara. Ekki láta svona smáatriði eins og fjárhagsáætlun trufla ykkur.“ Eða þegar menn ákveða að halda fund á Þingvöllum (sem þjóðin er ekki beint að pissa í buxurnar af spenn- ingi yfir) og enda á að borga rúmar tuttugu milljónir í lýsingu. Lýsingu! Þetta viðgerðarmál vinar míns og ævintýri ríkis og borgar hljóma ekki svo ólík. Hver vill vera leiðinlegur við verktaka og alltaf nöldrandi yfir því hvað hlutir kosta? Það hefur enginn gaman af því. Er ekki bara betra að leyfa þeim soldið að sjá um þetta. Þeir eru jú fagmenn. En á þessu er töluverður munur. Pétur heitinn Blöndal kallaði þetta fé án hirðis. Í seinni dæmunum á enginn peningana og enginn passar upp á að þeim sé raunverulega vel varið. Það er of lítill hvati til þess því ef við hugsum út í það, hvað eru 20 milljónir? Ekki nema 58 krónur á hvern Íslending. Og þegar braggi fer 250 milljónir yfir fjárhagsáætlun. Hvað er það? 730 kall á mann. Fær maður nokkuð fyrir það? Er einhver ástæða til að vera að æsa sig? Reyndar eru þetta um 2.000 krónur á hvern Reykvíking en við viljum ekki vera með leiðindi út af svona smámunum. Það hefði verið gaman að geta sagt Hemma vini mínum að hann hefði ekki verið sá eini sem hefði farið illa út úr því að vera almennilegur. Það hefði örugg- lega glatt hann. Að vera almennilegur ’Það er gott að vera al-mennilegur og maður á aðkoma vel fram við fólk. Það erbara svo miklu betra en að vera til dæmis leiðinlegur. Og mér finnst gott að vita að þessi gildi séu enn höfð í hávegum. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.