Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Side 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.9. 2018 S lá á stundvíslega á þráðinn til Dan- merkur klukkan 9 að íslenskum tíma. Ég geng út frá því að einhver blaðafulltrúi eða almannatengill svari, þannig að ég hleypi brúnum þegar hann kemur sjálfur í símann. „Já, þetta er Mads,“ segir hann glaðlega. Létt er yfir Mads Mikkelsen á þessum morgni enda hefur haustið ekki ennþá skollið af fullum þunga á Dönum, eins og okkur hérna á hjara veraldar. „Já, ég er bara hress. Ert þú ekki þokka- legur?“ Ekki svo að skilja að veðrið dragi kjarkinn úr Mads. „Ég hlakka óvenju mikið til að koma til Íslands að þessu sinni. Sjálfur hef ég komið mörgum sinnum, fyrst 1996 eða 1997, og á orð- ið nokkra kunningja þarna upp frá en konan mín er á hinn bóginn að koma í fyrsta skipti. Gaman verður að sýna henni landið,“ segir Mads en eiginkona hans er danski danshöf- undurinn Hanne Jacobsen. Þau byrjuðu að rugla saman reytum árið 1987 og gengu í heil- agt hjónaband árið 2000. Þess utan á að heiðra leikarann fyrir fram- úrskarandi listrænan leik á RIFF-kvik- myndahátíðinni sem hefst á fimmtudaginn kemur og er hann jafnframt heiðursgestur. Þar sem hann er margverðlaunuð heims- stjarna á sviði kvikmyndaleiks er ekki úr vegi að spyrja Mads hvort viðurkenningar af þessu tagi hafi einhverja þýðingu fyrir hann lengur. „Gríðarlega þýðingu,“ svarar hann ákveðið. „Ísland er partur af norrænu fjölskyldunni og fyrir vikið gleður það mig sérstaklega að fá viðurkenningu frá Íslendingum. Ég er mjög stoltur. Mér hefur alltaf liðið eins og heima hjá mér á Íslandi.“ Spurning hvort kynningarstjóri RIFF ræsir ekki Tólfuna til að taka á móti kappanum í Leifsstöð í vikunni með hópsönginn ómþýða, „Ég er kominn heim!“, á vörum og vík- ingaklapp í lófum. Bara hugmynd. Þið veitið því annars athygli að ég kalla við- mælanda minn Mads en ekki Mikkelsen, eins og siður er meðal útlendinga og manni var kennt hér á blaðinu í gamla daga. En mað- urinn er eitthvað svo kammó, af þessum fyrstu kynnum að dæma, að mér finnst eftirnafnið hreinlega ekki passa. Þess utan er varla hægt að segja að Danir séu útlendingar á Íslandi, alltént ekki á aldarafmæli fullveldisins. Hátíð fyrir listina Langt er síðan RIFF festi sig í sessi og sjálfur þekkir Mads ágætlega til hátíðarinnar. Spurð- ur hvort hann heyri rætt um hana í bransanum ytra svarar hann: „Nei, ekki þannig lagað. Fólk talar bara um hátíðir þegar því er boðið á þær. Meira er rætt um stóru hátíðirnar, eins og Cannes, Feneyjar og Toronto, enda senda kvikmyndagerðarmenn sínar myndir þangað. Slíkar hátíðir snúast hins vegar meira um við- skipti en kvikmyndagerð og einmitt þess vegna eru hátíðir eins og RIFF svo mik- ilvægar; þær hverfast um listina sjálfa en ekki markaðinn. Það kann ég að meta.“ Íslandstengingarnar eru víðar. Þannig leik- ur Mads á móti íslenskri leikkonu, Maríu Thelmu Smáradóttur, í einni af sínum nýjustu myndum, Arctic, sem einmitt er tekin upp á Ís- landi. Fleiri leikarar koma ekki við sögu í myndinni. „Þú hefur væntanlega ekki séð myndina ennþá, þar sem hún er ekki komin í almennar sýningar,“ segir Mads en Arctic var frumsýnd á Cannes-hátíðinni síðasta vor. „Hlutverk Maríu er mjög krefjandi. Persóna hennar er varla með lífsmarki, þannig að hún þurfti að dansa á línunni; milli þess að vera meðvitund- arlaus og vakandi. Hlutverkið hefur mikla þýð- ingu fyrir framvinduna, þannig að verulega reyndi á Maríu sem stóð sig frábærlega. Hún fann þetta viðkvæma en flókna jafnvægi og neglir þetta.“ Mads var glaður að sjá Maríu þegar hún mætti á settið. „Ég var einn að leika í mynd- inni í þrjár vikur, þannig að mér létti verulega þegar annar leikari bættist í hópinn og hjálp- aði mér að keyra myndina áfram.“ Hann spáir hinni ungu leikkonu bjartri framtíð á hvíta tjaldinu. „Hún er frábær leik- kona og falleg stelpa, þannig að henni eru allir vegir færir. Ég mælist alltaf til þess að fólk leiki í heimalandi sínu, sérstaklega þegar það er að hefja ferilinn, þannig að María ætti að leika eins mikið og hún getur heima á Íslandi. Þegar hún hefur haslað sér völl þar getur hún farið að horfa til annarra landa.“ Mads hefur sagt í viðtölum að hann hafi ekki í annan tíma tekið upp kvikmynd við erfiðari aðstæður og áréttar það hér. „Bæði það að vera svona lengi einn að leika, eins og ég gat um, auk þess sem samskipti okkar Maríu eru í raun takmörkuð í myndinni, og svo hitt að náttúran fór ekki mjúkum höndum um okkur. Íslenska veðrið skiptir stöðugt um ham, eins og þú þekkir, og fyrir vikið er afar erfitt að skipuleggja hvern dag fyrir sig. Kuldinn var svakalegur og vindurinn hreinlega sturlaður á köflum; við lentum til dæmis í því að bílhurð flaug af. Ekki var meira tekið upp þann dag- inn. Hver áskorunin rak sumsé aðra. Eftir þrjár vikur gáfumst við hreinlega upp á því að skipuleggja dagana fram í tímann; tókum bara því sem að höndum bar á hverjum morgni. Maður deilir ekki við íslenska veðrið.“ Spurður hvort hann hafi fylgst með íslensk- um kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum, sem hafa verið í mikilli sókn úti í hinum stóra heimi undanfarin misseri, andvarpar Mads. „Nei, því miður. Ætli ég sé ekki sá leikari í heiminum sem fylgist minnst með; ég sé aldrei neitt. Hvorki bíómyndir né sjónvarpsþætti.“ Hann hlær. „Ég veit þó að Íslendingar hafa verið að gera góða hluti og kannast við nokkra Íslend- inga í bransanum. En ég verð að sjá mynd- irnar og sjónvarpsþættina síðar.“ Mads er þekktur fyrir fjölhæfni sína en bregður sér í gervi stjórnmálamanns þegar hann er spurður hvort hann kunni betur við risastórar Hollywood-myndir eða litlar dansk- ar myndir. „Ég er oft spurður að þessu og svarið er alltaf það sama: Ég er svo gæfusam- ur að geta gert hvort tveggja og þurfa ekki að velja á milli. Ég geri bara það sem mér þykir mest spennandi hverju sinni, sem eru mikil forréttindi fyrir leikara. Ræturnar eru í Dan- mörku og hér líður mér alltaf vel en eftir að ég færði út kvíarnar hef ég fengið ómetanleg tækifæri frammi fyrir fleiri áhorfendum sem ég er óendanlega þakklátur fyrir.“ Svo skarast þessir heimar stundum. Hann bendir til dæmis á að Arctic sé engin stór- mynd, í fjárhagslegum skilningi, enda þótt hún sé gerð af manni sem býr í Los Angeles, Joe Penna. „Hann er raunar frá Brasilíu og þetta er fyrsta myndin hans í fullri lengd. Svo er myndin tekin upp á Íslandi, eins og við höfum talað um, vegna þess að enginn annar staður kom til greina. Svona margslungin og fjöl- þjóðleg verkefni gefa mér mikið.“ Kann ágætlega við skúrkana Á umliðnum árum hefur Mads ósjaldan verið í hlutverki skúrksins, sérstaklega í Hollywood- myndunum, og fengið mikið lof fyrir. Þykir gjarnan gæða þá óræðni og mennsku sem er alls ekki sjálfgefið þegar heimurinn hefur til- hneigingu til að vera svart-hvítur. Spurður hver lykillinn að eftirminnilegum skúrki sé svarar hann: „Þeir þurfa að vera margslungnir og hafa eitthvað til málanna að leggja. Sama má raunar segja um góðu gæjana, þannig að ég nálgast skúrkinn og góða gæjann í raun og veru alls ekki á ólíkan hátt. Lykillinn er að grafa djúpt í handritið og finna kjarnann. Gæða persónuna lífi, hvort sem hún vill vel eða illa.“ – En þú ert oftar „góði gæinn“ heima í Dan- mörku. „Já, það er rétt. Ég er sjaldnar skúrkurinn hér heima, þó það komi auðvitað fyrir. Það er tíska að norrænir leikarar fari með hlutverk vondu karlanna í Hollywood, hvort sem það er út af hreimnum eða hvort við lítum bara svona grimmilega út.“ Hann hlær. „Persónulega kann ég ágætlega við skúrk- ana; maður vill auðvitað ekki festast í sama hluverkinu. Eins og ég segi þá er ég afar þakk- látur fyrir tækifærið í Hollywood og ef það þýðir að ég þarf að vera vondi karlinn þá er það ekkert vandamál af minni hálfu.“ Ætli Ólafur okkar Darri sé ekki á sama máli? Mads hefur líka brugðið sér í gervi sögu- legra persóna, eins og tónskáldsins Igors Sta- Mads Mikkelsen í hlut- verki sínu í kvikmynd- inni Arctic sem tekin var upp á Íslandi. Ljósmynd/Helen Sloan Mads Mikkelsen ásamt eiginkonu sinni, Hanne Jacobsen. AFP ’ Segja má að „dogmað“ hafi komið okkur Dönum á kortið fyrir um tuttugu árum og allar götur síðan hefur gefist velað vera danskur leikari á alþjóðavettvangi. Danir eru í tísku.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.