Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.9. 2018 MATUR 40 ml Pisco 30 ml greipaldinsafi 30 ml límónusafi 10 ml sykursíróp nokkur fersk hindber Blandið öllu saman í hristara ásamt klökum og hristið. Hellið í glas gegnum sigti og berið fram með ferskri límónu og myntu. Diskó Daisy Barþjónninn Helgi Aron leggur áherslu á að nota fersk hráefni. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Að búa til góðan kokteil er eins og aðelda góða máltíð,“ segir Helgi AronÁgústsson, barþjónn á Pablo Disko- bar. „Hristararnir eru potturinn og pannan, klakarnir eru hitinn. Aðalhráefnið í máltíð yrði kannski steik eða fiskur, í kokteilum er það spírinn, vodgi, gin, tequila, romm, pisco og fleira,“ segir Helgi. „Meðlæti er auðvitað nauðsynlegt, þú mynd- ir ekki bjóða upp á steik eina og sér. Meðlætið í kokteilum er líkjörarnir, þeir eru ekki að- albragðið en þurfa að passa vel við. Sykur og lime sjá um jafnvægið í drykknum, svolítið eins og sósan. Síðan þarftu að bera máltíðina vel fram, þegar þú ferð út að borða viltu að diskurinn líti vel út, svo við reynum að láta drykkinn líta vel út.“ Helgi Aron er yfirbarþjónn á Pablo Disko- bar en staðurinn leggur mikið upp úr að bjóða upp á góða kokteila með suðuramerískum blæ. Pablo Diskóbar hefur verið starfandi í tæp tvö ár, en barinn litríki er fyrir ofan veitinga- húsið Burro, sem rekið er af sömu aðilum. „Hjá okkur á Pablo er allt heimagert, við framleiðum okkar eigin líkjör og okkar eigin síróp, við notum aðeins ferska ávexti og fersk ber, allt nema spírarnir er heimagert,“ segir Helgi Aron sem í tilefni haustsins deildi nokkr- um kokteiluppskriftum með Sunnudags- blaðinu. Haustkokteilar frá diskóbar Haustið er fullkominn tími fyrir kokteila, að minnsta kosti fyrir Helga Aron Ágústsson, barþjón á Pablo Diskobar. Helgi deildi með Sunnudagsblaðinu nokkrum skemmtilegum uppskriftum. Pétur Magnússon petur@mbl.is Mezcal Margarita 45 ml Mezcal 25 ml límónusafi 10 ml sykursíróp Blandið öllu saman í hristara ásamt klökum og hristið vel. Hellið í glas í gegnum sigti og berið fram með ferskri appelsínusneið. 45 ml dökkt romm 15 ml appelsínulíkjör 30 ml limesafi 30 ml ananassafi 10 ml sykursíróp 2 skvettur af Angostura bitter Blandið öllu saman í hristara ásamt klaka og hrist- ið vel. Hellið í glas í gegnum sigti og berið fram með myntu. Kayo SYKURSÍRÓP 1 lítri af vatni 1 kg sykur Sjóðið saman í potti þangað til sykurinn hverfur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.