Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.9. 2018
HEILSA
Pistill
Stefán Einar
Stefánsson
ses@mbl.is
ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR
92,9 kg
91,0 kg
89,1 kg
Upphaf:
Vika 1:
Vika 2:
.....
29.970
15.620
.....
12.508
13.182
0 klst.
2 klst.
3 klst.
HITAEININGAR
Prótein
26,9%
Kolvetni
36,9%
Fita
36,2%
Hver kannast ekki við að hafa lagt afstað í líkamsræktarátak, fullur eld-móðs en fundið sig skömmu síðar
með hamborgara í annarri og rjómaís í hinni. –
Kannski ekki svo myndrænt í raunveruleik-
anum en þó þannig að þrátt fyrir fögur fyr-
irheit leitar maður gjarnan í þægindin og
óhollustu sem með ótrúlega lymskulegum
hætti laumar sér inn í hversdagslega og stund-
um tilbreytingarlausa dagskrána. En svo kem-
ur að því hjá flestum að einhverjum botni er
náð – maður fær eins konar ógeð á metnaðar-
og stefnuleysinu og neyðist til þess að horfast í
augu við að eitthvað verði til bragðs að taka
(annað en það sem finna má í bragðaref og
béarnaise-sósu).
Horfast stíft í augu við sjálfan sig
Þegar ég hugsa um andartök af því tagi (og ég
upplifði eitt slíkt nú á haustdögum, þegar ég
ákvað að taka til, losna við 10 kg og skrifa um
það að auki í Mogga) koma mér gjarnan í hug
kynngimögnuð orð Njarðar P. Njarðvík, sem
lét þau falla við öllu alvarlegri aðstæður en
þær sem ég stóð í fyrir skemmstu. Á einum
stað segir hann: „Sérhver manneskja verður
að horfast svo fast í augu við sjálfa sig að hún
neyðist til að líta undan. Og horfa svo aftur. Án
þess að líta undan.“
Það kemur í ljós að þessi orð eiga einstak-
lega vel við þegar fólk ákveður loks, oft eftir
mikið japl, jaml og fuður, að taka til í sínum
ranni. Mörg skipbrot, vonbrigði, viðurkenning
á aðstæðum sem vitna um lélegt form og
versnandi heilsu, en loks andartak þar sem
maður horfist í augu við vandamálið og virðist
gera sér grein fyrir hvað þurfi til, eigi að tak-
ast að snúa blaðinu við. Og með því að horfast í
augu við aðstæðurnar eins og þær raunveru-
lega eru er hægt að leggja mat á hvað sé að og
í kjölfarið hvað þurfi svo færa megi hlutina til
betra og heilbrigðara horfs.
Yfirleitt einföld úrlausnarefni
Það vex flestum sem ekki eru í góðu formi í
augum að koma sér á þann stað að verða sáttir
við sjálfa sig. Tvennt kemur til: Vanafesta og
tími. Það er gott að hvíla í vananum og hann er
yfirleitt innan ríflegs þægindaramma. Svo er
það tíminn. Það tekur yfirleitt talsverðan tíma
að snúa stöðunni við og sjá mælanlegan árang-
ur. Sú staðreynd dregur fólk gjarnan undra-
fljótt aftur að þægindalífinu þar sem minna
þarf að hafa fyrir hlutunum.
En sé viðfangsefnið ekki óyfirstíganlegt er
hægt að brjóta það niður í smærri markmið.
Það á ekki síst við þegar fólk er að ná tökum á
þyngdarstjórnun. Það hljómar kannski undra-
einfalt að léttast um 10 kg eða 15. En það tek-
ur tíma og það gerist ekki af sjálfu sér. Þess
vegna má brjóta markmiðið upp. 10 kg mark-
miðið má þess vegna gera að 10 smærri mark-
miðum eða jafnvel fimm. Það er mun auðveld-
ara að losna við tvö kíló en 10. Og það tekur
skemmri tíma. Þá er styttra í að maður geti
fagnað áfangasigri.
Þess vegna hef ég brugðið á það ráð að
brjóta verkefnið niður í fimm hluta. Fyrst að
komast niður í 90,7 kg og þaðan niður í 88,7.
Þannig ætti mér, koll af kolli, að takast að þoka
mér í átt að stóra markmiðinu.
Næstum fjögur kíló farin nú þegar
Og viti minn. Fyrsta vikan reyndist í algjörum
meðvindi og af mér fuku 1,9 kg. Viðkvæði
flestra var, sem vænta mátti, að þarna væri
vatnið að renna af kroppnum. Og það kann að
vera, en hvort sem það var vatn eða lýsi reynd-
ist ég tæpum tveimur kílóum léttari en vikuna
á undan. Ég var næstum því búinn að ná fyrsta
undirmarkmiðinu. Það hefði eflaust náðst ef ég
hefði ekki saltað hakkið svona mikið á fimmtu-
daginn!
Og nú, þegar enn er liðin vika af verkefninu,
eru aftur fokin 1,9 kg. Miklu meira en ég leyfði
mér að vona og það án gríðarlegs aðhalds. Holl
og góð hreyfing, að mestu undir leiðsögn frá-
bærs þjálfara, en mataræðið í góðu jafnvægi
einnig. Á móti meiri hreyfingu vikuna á undan
borðaði ég einnig tæpum 700 hitaeiningum
meira síðustu sjö dagana. Það var allt innan
marka og greinilegt að aukin hreyfing og
minna af sykri gerir gæfumuninn.
Gott að fagna litlu sigrunum
Og þegar vel gengur er líka ástæða til að gera
sér glaðan dag, verðlauna sig fyrir að hafa náð
settum markmiðum. Ég hef því ákveðið, í ljósi
þess að nú hlýtur að hægja á þyngdartapinu,
að finna upp á leiðum til að fagna í hvert sinn
sem ég segi bless við tvö kg á vigtinni. Það
þarf ekki að vera neitt stórt en eitthvað sem ég
leyfi mér ekki alla daga. Þarna er ég síst að
vísa til einhvers matarkyns en fremur annars
konar upplifunar eða einhvers þess sem mig
langar í en ég ekki á. Kannski ný íþróttaföt og
kannski nýtt belti – það gæti reynst nauðsyn-
legt ef fram heldur sem horfir.
Vanda þarf mark-
miðasetningu
Þegar maður hefur ákveðið að taka heilsuna í gegn skiptir
máli að setja sér mark og mið. Án þess er hætt við að maður
færist ekki úr stað eða hlaupi bara í hringi. En of mikill
metnaður á fyrstu stigum getur reynst skeinuhættur.
Það þurfa allir að setja sér markmið, jafnvel þótt smá séu í sniðum. Það er eina leiðin til árangurs.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það eru ýmsar kenningar uppi
um hvort maður eigi að vigta
sig á hverjum degi eða láta
lengra líða á milli. Ég ákvað
strax að fylgjast náið með þró-
un mála og framvindu verkefn-
isins. Mælikvarðinn og mark-
miðið enda augljós; 10 kg á sex
mánuðum.
Ég skundaði því út í Elko og
fetaði mig í átt að deildinni sem
hefur að geyma smærri heim-
ilistæki. Þar var hægt að finna
ógrynnin öll af baðvogum. Sum-
ar þeirra svo fullkomnar að þær
nefnast snjallvogir og geta
þekkt allt að 16 notendur og
mælt BMI-stuðul og tengst far-
síma í gegnum Bluetooth!
Ekki veit ég til hvers þessum
búnaði hefur verið komið fyrir í
tæki sem hefur jafn augljósan og
einfaldan tilgang en ég keypti
einfalt tæki á útsölu og virðist
það virka nokkuð vel.
Ég skrái á hverjum morgni
þyngd mína í Æfingafélagann
sem ég geymi í símanum. Og
þar get ég fylgst með þróun
mála yfir lengra tímabil. Sveiflur
upp og niður eftir dögum, 100
grömm hér, 200 þar, skipta ekki
máli. Ef þróunin til lengri tíma
er niður á við, þá verð ég sáttur.
VIGTIN ER EKKI ÓVINUR Á VEGFERÐINNI
Langtímaleitni
er það sem öllu skiptir
Getty Images/iStockphoto
„Þvílíkur munur!
Ég bæði sef fastar og sofna fyrr. Ég ligg ekki andvaka á koddanum og
vakna endurnærð og úthvíld. Ég sef alla nóttina og er ekki sífellt að
vakna upp eins og áður. Ég mæli hiklaust með Melissa Dream fyrir alla“
Elsa M. Víðis
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Nánari á icecare.is
Valið besta
bætiefni við streituhjá National Nutrition
í Kanada
Betri svefn
Melissa Dream er
vísindalega samsett
náttúrulyf, hannað til að
stuðla að djúpri slökun
og værum svefni.
Þessi blanda inniheldur ekki efni
sem hafa sljóvgandi áhrif.