Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Qupperneq 35
23.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 12.-18. SEPTEMBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 SkiptidagarGuðrún Nordal
2 Verstu börn í heimi 2David Walliams
3 Heilabilun á mannamáliHanna Lára Steinsson
4 MúmíuráðgátanMartin Widmark
5 Óboðinn gesturShari Lapena
6 Independent PeopleHalldór Laxness
7 FórnarmýrinSusanne Jansson
8
Maxímús músíkús, þrautabók
Hallfríður Ólafsdóttir /
Linda Margrét Sigfúsdóttir /
Þórarinn Már Baldursson
9 Sumar í litla bakaríinuJenny Colgan
10
Korkusögur
Ásrún Magnúsdóttir /
Sigríður Magnúsdóttir
1 Vertu ósýnilegurKristín Helga Gunnarsdóttir
2 Strandaglópur á krossgötumBeka/Marko/Cosson
3 VetrarfríHildur Knútsdóttir
4 VetrarhörkurHildur Knútsdóttir
5
Draugsól – þriggja heima
saga 4
Kjartan Yngvi Björnsson /
Snæbjörn Brynjarsson
6 Sölvasaga unglingsArnar Már Arngrímsson
7 Valerían, bók 2Mézière/Christin
8 Eleanor og ParkRainbow Rowell
9 Innan múrannaNova Ren Suma
10 Afbrigði, Andóf og ArfleifðRoth Veronica
Allar bækur
Ungmennabækur
Ég er að lesa hann Ragnar Jón-
asson, er að lesa Myrknætti og
finnst hún mjög góð. Ég byrjaði á
að lesa þrjár sein-
ustu bækurnar hans
í nýju seríunni og
svo fór ég að lesa
Siglufjarðarbæk-
urnar, sem eru mjög
skemmtilegar, las
síðast Snjóblindu.
Ég bíð alltaf spennt eftir nýjum
bókum frá Ragnari.
Svo les ég mikið af barna- og
unglingabókum. Ég
vinn á bókasafni og
það fylgir. Ég hef
verið að lesa bæk-
urnar hans Davids
Walliams sem eru
mjög skemmti-
legar. Ég las síðast
Grimma tannlækninn. Hún var
hryllileg en góð fyrir því. Hann er
mjög vinsæll hjá krökkunum.
Það var ein-
mitt að koma ný
bók eftir hann, ég
var að fá í hús
Verstu börn í
heimi 2. Hann er
ekkert að skrifa
um bestu börnin,
en það höfðar alveg til krakka,
þeim finnst þetta ekki slæmt og
mér finnst það skemmtilegt.
ÉG ER AÐ LESA
Margrét
Aradóttir
Margrét Aradóttir er forstöðu-
maður Bókasafns Eyjafjarðarsveitar.
Fátt spyrst frá Norður-Kóreu nema með vilja
ráðamanna. Það vakti því mikla athygli þegar
handriti að smásögum eftir ókunnan höfund var
smyglað úr landi fyrir fimm árum. Þær sögur
hafa nú verið gefnar út í tuttugu löndum, nú síð-
ast á Íslandi í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur,
og heitir bókin Sakfelling. Höfundurinn skrifar
undir dulnefninu Bandi og býr enn í Norður-
Kóreu. Á árunum 1989-1995 skrifaði hann í
leyni sögur og ljóð þar sem hann gagnrýndi
stjórnarfarið í ríkinu og sjö þeirra sagna birtast í
Sakfellingu. Angústúra gefur út.
Bókin um gleðina – varanleg hamingja í
breytilegum heimi heitir bók eftir Dalai Lama
og Desmond Tutu. Í bókinni ræða þeir vinirnir
hvernig hægt sé að finna gleði og frið þegar
þjáningin í heiminum sé svona mikil og miðla af
reynslu sinni og boðskap, en þeir hafa báðir
þurft að takast á við margvíslega örðugleika,
kúgun, útlegð og ofsóknir. Douglas Abrams, vin-
ur þeirra beggja og náinn samstarfsmaður Tut-
us erkibiskups, skráði bókina sem varð til í
framhaldi af fundi þeirra í Dharamsala á Ind-
landi. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi, JPV gefur út.
Í eina tíð töldu margir á Vesturlöndum að
Jiddu Krishnamurti væri Jesús endurborinn, þó
hann hafi sjálfur þrætt fyrir það. Í bókinni Frelsi
mannsins, sem kom fyrst út 1969, en er nú gefin
út í íslenskri þýðingu Kristins Árnasonar, skorar
Krishnamurti á lesendur að leggja til hliðar allar
fyrirfram mótaðar hugmyndir um málefni á
borð við ást, hamingju, ofbeldi, fegurð og dauða
og læra að horfast í augu við okkur sjálf eins og
við erum í raun og veru. Sæmundur gefur bók-
ina út.
NÝJAR BÆKUR
Í bókinni Amma - draumar í lit rekur Hólmfríður HelgaSigurðardóttir sögu ömmu sinnar og nöfnu, Hólm-fríðar Sigurðardóttur, kennslukonu og skálds, og
fléttar saman við sínar eigin minningar og upplifun.
Hólmfríður starfar sem blaðamaður á Stundinni, sem gef-
ur bókina út, en Amma - draumar í lit er fyrsta bók henn-
ar.
Í bókinni birtist mynd af sterkum persónuleika og
Hólmfríður segir að það sé einmitt sá persónuleiki sem
varð til þess að hún vildi segja þessa sögu. „Hún er líka
ótrúlega skemmtileg og lifandi manneskja og hefur alltaf
frá áhugaverðum hlutum að segja.“
— Nú er það svo að oft þegar mann langar til að heyra
sögu ættmenna sinna þá eru þau horfin.
„Ég hef einmitt heyrt það frá mörgum í kringum mig
og margir sem segja: ég vildi að ég hefði gert það, og mjög
margir fara líka að rifja upp sögur af fólkinu sínu. Ég er
líka mjög ánægð með að hafa gert þetta núna.
Þetta byrjaði þannig að ég ákvað að taka viðtal við hana,
bara af forvitni, spurði hana hvort hún væri tilbúin að
spjalla við mig um líf sitt. Ég áttaði mig fljótlega á því að
hún hafði frá ýmsu áhugaverðu að segja og sagði mér svo
margt sem ég ekki vissi um hana, hafði aldrei heyrt talað
um. Svo hefur hún líka upplifað margt sem fólk upplifir
ekki í dag vegna þess að tímarnir hafa breyst. Hún er í raun
og veru svo ofur venjuleg kona og þess vegna fannst henni
sjálfri sitt líf ekki vera efni í sögu en það er það samt.“
Í bókinni eru nokkur ljóð eftir ömmu Hólmfríðar Helgu
og hún segir að það hafi verið lykilatriði fyrir bókina að
hafa þau með. „Þau eru svo mikilvægur partur af ömmu,
hún tjáir sig og hugsar í gegnum ljóð og það gefur verkinu
mjög mikið að ég skuli hafa fengið að hafa þau með.“
— Þetta er ekki bara bein frásögn hennar, heldur
blandarðu sjálfri þér inn í söguna og ferð fram og aftur í
tíma. Varstu lengi að finna réttu frásagnaraðferðina?
„Það tók mig svolítinn tíma að ákveða hvaða leið væri
best að fara í þessari frásögn, ég var komin með svo mörg
atriði sem mig langaði að segja frá. Þegar ég fór að hugsa
langaði mig að kafa eftir fleiri minningum, var komin með
nokkrar sem mér fannst varpa áhugaverðu ljósi á hana og
svo datt mér í hug að nota tvær samhliða fyrstu persónu
frásagnir, að ég myndi tala í fyrstu persónu líka.“
— Í fjölskyldum verður til viðurkennd mynd af fortíð-
inni, viðurkenndar minningar. Stönguðust þær á að ein-
hverju leyti við hennar upprifjun?
„Það stangaðist ekki beint á við hana, það var frekar að
það dýpkaði skilning minn á því sem gerst hafði.
Ég var samt mjög meðvituð um að sumt af því sem hún
var að rifja upp gerðist fyrir allt að 85 árum og auðvitað
eru hennar minningar ekki endilega sannleikurinn og
ekki mínar heldur. Ég var líka mjög meðvituð um það að
hún á mjög margt fólk í kringum sig sem allt á sínar minn-
ingar en ég ákvað að blanda því og minningum þess ekki
inn í söguna.“
Ljósmynd/Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir
Ofur
venjuleg
kona
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
skrifaði bók um sögu ömmu
sinnar, ofur venjulegrar konu,
eins og hún orðar það, sem hefur
þó frá mörgu að segja.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Fullkominn
ferðafélagi