Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.09.2018, Side 40
SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2018
Haustdagskrá Gesta og gangandi hefst á ný á mánudag-
inn en þetta samstarfsverkefni Rauða krossins í Reykja-
vík og Ferðafélags Íslands hófst í apríl 2017. Farið er í
stuttar göngur í nágrenni Reykjavíkur en það er Róbert
Marshall sem hefur leitt göngurnar frá upphafi.
„Markmið verkefnisins er að flóttafólk og íslenskir
göngugarpar fái tækifæri til að skoða náttúruna og upp-
lifa saman þá einföldu ánægju sem hafa má af útiveru,“
segir Sigrún Erla Egilsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða
krossinum í Reykjavík.
Hún segir að göngurnar hafi gengið mjög vel og þátt-
takendur hafi notið þess að fara saman út í náttúruna til
að skoða og njóta. „Gönguferðir eru tilvalin leið fyrir fólk
af ólíkum uppruna til að tengjast og eiga stund saman,“
segir Sigrún Erla.
Haustdagskráin nær yfir næstu fimm vikur og verða
göngurnar á mánudögum kl. 17. Safn-
ast er saman við hús Rauða krossins,
Efstaleiti 9, þar sem bíllausir fá far
hjá þeim sem hafa pláss. Fyrsta gang-
an verður á Valahnúka en næstu
áfangastaðir á eftir eru Gálgahraun,
Hafravatn, Hvaleyrarvatn og farinn
verður Varmárhringur. Upplýsingar
er að finna í Facebook-hópnum „Gest-
ir og gangandi - Welcome hikes“.
Sigrún Erla leggur áherslu á að all-
ir séu velkomnir. „Þátttakendur hafa verið allt frá
þriggja ára til sjötugs, þannig að allir geta tekið þátt.
Það eina sem þarf er hlý föt, þægilegir skór, smávegis
nesti og góða skapið. Við getum alltaf notað bílstjóra, svo
að ef fólk getur komið á bíl er það vel þegið.“
Myndin er frá fyrri göngu en fyrsta
gangan í haust verður á mánudaginn.
Gestir og gangandi
Sigrún Erla
Egilsdóttir
Gönguferðir eru tilvalin leið fyrir fólk af ólíkum uppruna til að tengjast
og eiga stund saman, segir Sigrún Erla Egilsdóttir hjá Rauða krossinum.
Í Morgunblaðinu fyrir réttum
sextíu árum, 23. september
1958, var þátturinn „Hlustað á
útvarp“, þar sem Þorsteinn
Jónsson fór vítt og breitt yfir
sviðið. Skáld og rithöfundar
voru greinilega fyrirferðarmikil í
dagskrá Ríkisútvarpsins á þess-
um tíma, þeirra á meðal Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson skáld,
sem talaði um daginn og veginn,
„vel og skynsamlega, að vanda“.
Talaði hann fyrst um haustið,
mikinn annatíma, og komandi
vetur, sem margir kvíða. Þá
ræddi hann um skólana og kvað
eitthvað bogið við skóla okkar
og fræðslukerfi. „Fjöldi fólks
kemur úr skólum þannig mennt-
að, að það er ekki sendibréfs-
fært og reikningskennsla í barna-
skólum er allt of þung fyrir
meirihluta barna. Íslenzk mál-
fræði flókin í nútímakennslu og
lítt skiljanleg.“
Hvað ætli Vilhjálmi þætti um
skólakerfið í dag?
Kímnisaga vikunnar, Prest-
urinn á Bunuvöllum, var flutt af
Ævari Kvaran, og var hún ágæt.
„Ekki las Ævar söguna eins vel
og afi hans, Einar H. Kvaran,
gerði eitt sinn, er ég hlustaði á.
Var það á skemmtun í Bárunni.“
GAMLA FRÉTTIN
Ekki sendi-
bréfsfært
Skólabörn upp úr miðri síðustu öld. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar
með beinum hætti og ekki liggur fyrir hvar eða hvenær hún er tekin.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Rupert Grint
leikari
Ed Sheeran
tónlistarmaður
Valdimar Guðmundsson
söngvari
DUCA Model 2959
L 215 cm Leður ct. 20 Verð 469.000,-
L 241 cm Leður ct. 20 Verð 495.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
JEREMY Model 2987
L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 415.000,-
L 202 cm Leður ct. 30 Verð 559.000,-
TRATTO Model 2811
L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,-
L 207 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,-
ESTRO Model 3042
L 164 cm Leður ct. 15 Verð 295.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 325.000,-
MENTORE Model 3052
L 162 cm Áklæði ct. 83 Verð 299.000,-
L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 329.000,-