Morgunblaðið - 04.10.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 04.10.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Veður víða um heim 3.10., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Bolungarvík 9 rigning Akureyri 4 alskýjað Nuuk 0 snjóél Þórshöfn 6 rigning Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 6 léttskýjað Helsinki 6 rigning Lúxemborg 14 heiðskírt Brussel 15 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 13 rigning London 17 skýjað París 18 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 12 skúrir Berlín 13 heiðskírt Vín 15 skýjað Moskva 9 skúrir Algarve 26 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 23 léttskýjað Róm 24 heiðskírt Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 3 rigning Montreal 10 alskýjað New York 17 þoka Chicago 24 þoka Orlando 30 rigning  4. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:46 18:48 ÍSAFJÖRÐUR 7:54 18:50 SIGLUFJÖRÐUR 7:37 18:33 DJÚPIVOGUR 7:16 18:17 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Norðlæg átt 8-15 m/s, en lægir þegar líður á daginn. Léttir víða til, en éljagangur um land- ið norðaustanvert fram eftir degi. Ört kólnandi veður og frost víða 0 til 8 stig um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG N-lægur vindur og rigning eða slydda N-til, en snjókoma til fjalla, hvassast við N-ströndina. Úrkomulítið S-til og hægari vindur S- og A-lands. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það eiga örugglega eftir að bætast við fleiri jólatónleikar í sölu nú í október,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix.is. Tímabil jólatónleika er að renna upp og kepp- ast tónleikahaldarar um hylli miðakaupenda. Lausleg yfirreið Morgunblaðsins á miðasölu- vefjum leiðir í ljós að nú geta þeir valið úr 115 tónleikum. Ljóst er að sú tala á eftir að hækka á næstu vikum. Bæði á eftir að setja einhverja tónleika í sölu en þar að auki bæta margir við aukatónleikum ef salan gengur vel. Hrefna kveðst ekki treysta sér til að meta hvort umfang jólatónleika er meira nú en í fyrra. „Mér fannst þetta alla vega ná hámarki í fyrra. En salan byrjar núna fyrr en áður. Það eru margir byrjaðir af krafti í september og reyna að ná markaðnum,“ segir hún. Venju samkvæmt eru nokkrir stórir aðilar áberandi á jólatónleikamarkaðinum. Baggalúts- menn seldu fljótt og vel upp á 18 tónleika sína. Björgvin Halldórsson verður með sína Jólagesti á fimm sýningum og Bubbi heldur ferna Þor- láksmessutónleika. Þá er Friðrik Ómar stórtæk- ur og þau Hera Björk og Eyþór Ingi halda bæði fjölda tónleika um allt land. Að þessu sinni blandar Egill Ólafsson sér líka í slaginn með stórtónleikum annan í jólum. „Svo verður Ari Eldjárn með sínar áramóta- sýningar. Þær fara í sölu í næstu viku,“ segir Hrefna sem viðurkennir að mikill áhugi á tón- leikum Eds Sheeran skyggi nokkuð á söluna á jólatónleika þetta árið. „En mér finnst reyndar kauphegðun hafa breyst. Fólk er ekki endilega að rjúka til og kaupa sér miða strax. Af því framboðið er svo mikið þá leyfir fólk sér að bíða aðeins og sjá hvað verður í boði. Viðburðahöldurunum finnst þetta ekki mjög skemmtilegt.“ 8 Friðrik Ómar er stórtækur í jólavertíðinni og setur upp fjölmörg „show“. Hann mun að troða að minnsta kosti þrisvar upp í Salnum í Kópavogi ásamt Garðari Thor Cortes og Margréti Eiri Hjartardóttur. Þá heldur Friðrik norður í land og setur upp fimm tónleika í Hofi á Akureyri. Þar nýtur hann liðsinnis Siggu Beinteins, Garðars Thors, Diddúar, Jógvans Hansen og Jóhönnu Guðrúnar. 115 j ólatón- leikar verða haldnir um allt lan d þetta árið. Er þá miðað við þá sem eru í sölu á Tix.is og Miða. is en viðbúið er að enn fleiri séu í boði Erfitt er að henda reiður á fjölda gesta en ljóst að þeir munu hlaupa á tug- um þúsunda Ótrúlegt framboð af jólatónleikum 18 Baggalútsmenneru stórtækastir og hafa selt upp á 18 tónleika í Háskólabíói. 157.000.000 Miðaverð á tón-leika Baggalúts er tæpar 9 þúsund krónur og salurinn tekur 970 manns í sæti. Innkoman á tónleikana 18 er því ríflega 157 milljónir króna. 14.990 Miðaverð á jólatónleika er afar mis-jafnt, allt frá þrjú þúsund krónum og upp í 14.990. Meðal þeirra sem bjóða upp á þessi dýrustu sæti eru Björgvin Halldórsson, Sissel, Geir Ólafsson og Egill Ólafsson. 30 Hera Björk Þórhallsdóttir er sömuleiðis stórhuga þetta árið og hefur bókað 18 tónleika um land allt. Eyþór Ingi Gunnlaugsson stendur henni ekki langt að baki og treður upp á tólf stöðum um land allt. Samtals eru þetta 30 tónleikar. 12 Björgvin Halldórs- son heldur í hefðirnar og verður með fimm tónleika í Eldborgarsal Hörpu. Þetta mun vera tólfta árið sem hann verður með Jólagesti sína. Minnst 115 jólatónleikar í boði Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,5% í september. Að mati Vegagerðarinnar er það minnsta umferðaraukningin á milli mánaða það sem af er ári. Þetta er einnig mun minni aukning en meðatal septembermánaða á árunum 2005 til 2018. Umferð á talningarsvæðum Vegagerðarinnar hefur aukist í ár um 2,7% sem er er rúmlega þrisvar sinnum minni aukning en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða þrjú lykilsnið á höfuðborgarsvæðinu þar sem Vega- gerðin notar teljara til að mæla um- ferð. Sniðin eru Hafnarfjarðarvegur sunnan við Kópavogslæk, Reykja- nesbraut við Dalveg í Kópavogi og Nesbraut ofan Ártúnsbrekku við Skeljung. Umferð um þessi svæði jókst mest um 4,6% og var það á milli janúarmánaða 2017 og 2018. Þegar skoðuð eru lengri tímabil þá hefur umferð frá árinu 2005 aukist að jafnaði um 2,9% í septembermán- uði. Þar af leiðandi er umrædd aukning ársins í ár einungis helm- ingur þess sem gerist í meðalári. Mest jókst umferðin í sniði fyrir of- an Ártúnsbrekku eða um 3,3% en dróst saman um 0,8% í sniði á Reykjanesbraut við Dalveg. Í síðastliðnum september var mest ekið á föstudögum, rétt sjón- armun meira en á fimmtudögum. Minnst var ekið á sunnudögum. Hlutfallslega jókst umferðin mest á miðvikudögum eða um 4,6% en minnst jókst umferðin á laugar- dögum eða um 0,8%. Umferð á bíl- lausa deginum, laugardaginn 22. sept., var 1,5% meiri en á meðal- laugardegi í septembermánuði. Í framtíðarhorfum Vegagerðar- innar stefnir í að umferð gæti aukist um 3% það sem eftir er af árinu, sem yrði svipuð aukning og á árunum 2013 og 2014. Minnsta aukningin í síðasta mánuði Morgunblaðið/Hari Umferð Vegagerðin býst við að um- ferð muni aukast á næstu mánuðum. „Vélarvana og dreginn til hafnar“ er tólf sinnum atvikalýsing á mál- um sem afgreidd voru á fundi Rannsóknanefndar sjóslysa á föstu- dag. Alls lauk afgreiðslu 32 mála á fundinum og drög að lokaskýrslu voru í sjö málum send til umsagnar. Þar á fyrrnefnd atvikalýsing við í þremur tilvikum. Ef lokaskýrslurnar eru skoðaðar nánar kemur í ljós að í flestum til- vikum var um að ræða strandveiði- og handfærabáta sem voru að veið- um víða við landið í sumar. Ástæður þess að bátarnir urðu vélarvana og þurftu aðstoð voru af ýmsum toga. aij@mbl.is Margir vélarvana og dregnir til hafnar Ung erlend göngukona féll nokkra metra og slasaðist hátt í Kirkjufelli við Grundarfjörð um klukkan 18.00 í gær. Hún lét vita og bað um aðstoð. Sjúkraflutningamenn úr Grundar- firði komu fyrstir að konunni um klukkan 19.30. Þyrla Landhelgis- gæslunnar sótti hana í fjallið og flutti á sjúkrahús í Reykjavík. Hægviðri var en slæmt skyggni, slydda á jafnsléttu og snjókoma á fjallinu. „Þeir voru ótrúlega seigir á þyrlunni að ná að sækja hana. Að- stæður voru mjög erfiðar. Þeir eiga allan heiðurinn af að hafa gert þetta vel,“ sagði Þórður Þórðarson hjá lögreglunni á Snæfellsnesi. Konan mun hafa hlotið beinbrot og var orð- in köld en með meðvitund. Hún virð- ist hafa verið ágætlega útbúin. Björgunarsveitir á Snæfellsnesi og Vesturlandi voru kallaðar út. Þórður taldi að um 50-70 manna björgunarlið hefði komið á staðinn. Aðstæður voru mjög erfiðar á fjall- inu, bleyta, hálka og snjór og erfitt að fóta sig. Björgunarmenn fóru ró- lega niður enda þurfti að gæta mik- illar varúðar. gudni@mbl.is Morgunblaðið/RAX Kirkjufell Fjallið er mjög bratt og þykir krefjandi uppgöngu. Ferðamanni bjargað úr Kirkjufelli  Mjög erfiðar að- stæður í fjallinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.