Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 8

Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Braggi meirihluta borg-arstjórnar og náðhúsið sem hjá honum stendur eru að verða eitt- hvert ævintýralegasta klúður í framkvæmdasögu borgarinnar. Þó er það svo að hið mikla náðhús er enn fjarri því að vera full- byggt, en kostnaður er kominn í 46 millj- ónir króna.    Framkvæmdin öller sem kunnugt er komin yfir fjögur hundruð milljónir króna og er víðs fjarri áætlunum.    Ekki hefur komið fram hversvegna náðhús braggans þarf að kosta slíkar fjárhæðir, en um- hugsunarvert er að þetta er ekki fyrsta aðstaðan af þessu tagi sem meirihlutinn í borgarstjórn fær sér- stakan áhuga á.    Stutt er síðan önnur náðhúsborgarinnar komust í fréttir vegna vandræða borgarráðs og áherslunnar á kynlaus salerni.    Sú umræða var mjög gefandi ásinn hátt en þó ekki jafn ýkt og framúrkeyrslan í braggamálinu.    Af því máli er það nýjast aðminnihlutinn í borgarstjórn hefur talið nauðsynlegt og sjálfsagt, sem von er, að fram fari utanaðkom- andi óháð rannsókn á klúðrinu.    Meirihlutinn ákvað hins vegar aðinnri rannsókn borgarendur- skoðunar væri nægilega óháð. Og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgar- fulltrúi Viðreisnar, bætti því við að innri úttekt yrði líka ódýrari en ytri úttekt.    Ætli sú fullyrðing byggist ásömu áætlunum og bragga- byggingin? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Sparað í rannsókn á braggaklúðri STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Málið hefur ekki verið rætt innan nefndarinnar en nefndarmenn eru sammála um mikilvægi þess að það verði gert,“ segir Bergþór Ólason, formaður um- hverfis- og sam- göngunefndar Al- þingis. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur óskað eftir því að fá afhenta umtalaða áfanga- skýrslu starfs- hóps á vegum samgönguráðherra um Samgöngu- stofu. Morgunblaðið hefur fjallað ít- arlega um skýrsluna að undanförnu og telur Bergþór að rétt sé að taka efni hennar til umfjöllunar á vett- vangi nefndarinnar. „Við höfum kallað eftir aðgangi að þessari skýrslu og öllu því sem henni fylgir. Það sem hefur komið fram hingað til bendir til þess að það sé eitt og annað sem ástæða er til að skoða gaumgæfilega. Nú bíðum við eftir því að samgöngu- og sveitar- stjónarráðuneytið afhendi okkur skýrsluna og fylgiskjöl og tökum hana svo til umfjöllunar,“ segir Bergþór í samtali við Morgunblaðið. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá skipaði Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra, starfshóp sem greina átti verkefni Samgöngustofu. Starfshópurinn skilaði af sér áfangaskýrslu í október árið 2017 þar sem kom meðal annars fram alvarleg gagnrýni á innri starf- semi Samgöngustofu og tillögur að úrbótum. Samskipti Samgöngustofu og Isavia voru gagnrýnd auk þess sem athugasemdir voru gerðar við það hvernig tekið var á erfiðum starfsmannamálum svo dæmi séu tekin. Ræða málefni Samgöngustofu  Þingnefnd skoðar skýrslu starfshóps Bergþór Ólason Morgunblaðið/Hari Samgöngustofa Starfsemi stofn- unarinnar verður rædd í þingnefnd. Karlmaður sem slasaðist við vinnu í kísilverksmiðju PCC á Bakka á Húsavík í fyrradag varð fyrir skoti úr byssu sem notuð er til að opna bræðsluofn. Maðurinn gekkst undir aðgerð á Akureyri síðar um daginn. Greint er frá þessu á Facebook- síðu PCC Bakka. Þar kemur fram að maðurinn hafi ekki hlotið alvar- legan skaða og gert sé ráð fyrir að hann nái fullum bata. Málið er litið alvarlegum augum og byssan hefur verið tekin úr notkun á meðan rannsókn fer fram. Farið verður yfir alla verkferla. Slasaðist við byssu- skot í PCC Bakka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.