Morgunblaðið - 04.10.2018, Side 12

Morgunblaðið - 04.10.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Þór Steinarsson thor@mbl.is Ítilefni þess að 50 ár eru liðinsíðan rokkhljómsveitin LedZeppelin var stofnuð ætla eft-irlifandi meðlimir hennar að gefa út 400 blaðsíðna bók með myndum og minningum frá við- burðaríkum ferli hljómsveitar- innar. Þeir Jimmy Page, Robert Plant og John Paul Jones hand- völdu hundruð ljósmynda sem birtast í bókinni og skrifuðu myndatexta í rík- um mæli og lýsingar á því sem myndirnar sýna auk þess að minnast ýmissa atvika og upplifana á þessum hálfrar aldar ferli hljómsveitar- innar. Ljósmyndirnar voru meðal annars teknar á tónleikum og við- burðum þar sem Led Zeppelin kom fram. Myndir úr Laugardalshöll Útgefandi bókarinnar, Real Art Press, hefur staðfest að í bókinni, sem kemur út þriðjudaginn 9. októ- ber megi finna þrjár myndir frá tón- leikunum sem Led Zeppelin hélt í Laugardalshöll 22. júní 1970. Kristinn Benediktsson, fyrrver- andi ljósmyndari Morgunblaðsins, var á tónleikunum og tók tvær af þeim myndum sem birtast í bókinni frá tónleikunum í Laugardalshöll. Kristinn var ljósmyndari hjá Morgunblaðinu á árunum 1967 til 1974 og varð síðar fréttaritari og ljósmyndari blaðsins í Grindavík í fjölda ára. Kristinn var af- kastamikill ljósmynd- ari og ferðaðist víða um landið til að mynda tónleika og aðra við- burði. Í bókinni Öll mín bestu ár sem kom út í nóvember 2015 má finna myndir Kristins úr íslensku skemmt- analífi á árunum 1966 til 1979 en í henni var ítarlega fjallað um Ís- landsheimsókn Led Zeppelin. Kristinn lést 23. júní 2012 en hefði orð- ið sjötugur í dag, 4. október 2018. „Eitt af einkenn- um hans sem ljósmyndara, fyrir ut- an að vera vandvirkur og mjög áhugasamur, var hversu mikill sögu- maður hann var í eðli sínu. Hann leit mikið á ljósmyndirnar sem verkfæri til að segja sögu,“ segir Stefán Hall- dórsson, fyrrverandi blaðamaður og samstarfsmaður Kristins, í samtali við Morgunblaðið. Þeir Stefán og Kristinn voru miklir vinir og voru nýlega byrjaðir að vinna að útgáfu bókarinnar Öll mín bestu ár þegar Kristinn féll frá. Fangaði stemninguna Stefán skrifaði um tónleika Led Zeppelin í Laugardalshöll fyrir Morgunblaðið á meðan Kristinn sá um að fanga stemninguna með myndavélina að vopni. „Á Led Zeppelin-tónleikunum tók hann mikinn fjölda ljósmynda og augljóst að hann leitaðist við að fanga ekki ein- ungis hljóm- sveitina sjálfa heldur líka áhorfendur og stemninguna. Það var að mörgu leyti ein- kennandi fyrir hans vinnu í okk- ar samstarfi, það var þessi þörf hans fyrir að vera sögumað- ur,“ bætir Stef- án við. Led Zeppelin rifjar upp ferilinn Kristinn Benediktsson heitinn, sem var ljós- myndari Morgunblaðs- ins, á tvær myndir í ljós- mynda- og minningabók sem hljómsveitin Led Zeppelin gefur út til að minnast þess að 50 ár eru liðin síðan sveitin var stofnuð. Ljósmynd/Kristinn Benediktsson Öflugur Trommuleikari Led Zeppelin, goðsögnin John Henry Bonham, er af mörgum talinn besti trommuleikari sögunnar. Hann lést árið 1980. Ljósmynd/Kristinn Benediktsson Bassaleikari hljómsveitarinnar John Paul Jones tók þátt í að velja ljós- myndirnar í bókina, skrifa myndatexta og lýsingar sem þar er að finna. Kristinn Benediktsson Led Zeppelin Bókin ber sama nafn og sveitin. Gísli Jónsson dr.med. Sérgrein hjartasjúkdómar og lyflækningar hefur flutt læknastofu sína frá Domus Medica á Álfaskeið 16, Hafnarfirði. Tímapantanir virka daga 9-17 í s. 517 05 05 Ljósmyndakeppni Bílablaðs Morgunblaðsins Kosning og nánari upplýsingar á Facebook.com/bilafrettir Leiðbeiningar fyrir ljósmyndara: • Ljósmyndir skal senda í tölvupósti á bill@mbl.is • Frestur til að skila inn myndum í keppni október er til kl. 23:59 laugardaginn 6. okt. • Myndina skal senda sem viðhengi, á jpg-sniði og skal myndin vera í hámarksupplausn • Fullt nafn rétthafa myndarinnar og símanúmer skal fylgja með auk lýsingar á myndefninu • Keppnin fer fram í fjórum lotum og verður sú síðasta haldin í nóvember. • Fyrir þrjár bestu myndir hvers mánaðar eru veittar gjafakörfur með Meguiar bón- og bílaþvottavörum frá Málningarvörum • Hver þátttakandi getur aðeins sent inn eina mynd í hverjum mánuði • Sérstök dómnefnd velur síðan bestu ljósmyndina í desember Fyrsti vinningur er ferð fyrir tvo á bílasýning- una í Genf í mars í boði Toyota á Íslandi. www.mbl.is/bill

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.