Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 22

Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 varðandi notkun og öryggi léttra bifhjóla. Bæklingurinn hefur verið sendur á alla grunnskóla landsins og er einnig aðgengilegur á vefsíðu Samgöngustofu. Til stendur að gefa út fræðslumyndband með sömu upplýsingum. Þá hafa fulltrúar Samgöngustofu heimsótt grunn- skóla og verið starfsfólki skóla, for- eldrum og foreldrafélögum til ráð- gjafar um forvarnir og fræðslu til nemenda. Morgunblaðið leitaði svara hjá Sjóvá hvernig tryggingamálum er háttað ef ökumaður létts bifhjóls slasast eða ef þriðji aðili verður fyrir hjólinu. Í skriflegu svari frá Karlottu Halldórsdóttur, verkefna- stjóra forvarna hjá Sjóvá, segir að vespur sem teljast létt bifhjól í flokki I séu ekki vátryggingaskyld- ar og mismunandi geti verið eftir tryggingafélögum hvernig vespur eru tryggðar. Hjá Sjóvá eru létt bifhjól í flokki I tryggðar inni í Fjölskylduvernd 2 og 3. Verndin nær yfir slys á öku- manni, þjófnað á vespunni, skemmdir á henni og líkams- eða munatjón þriðja aðila ef til skaða- bótaábyrgðar kemur. Verndin er þó háð þeim skilyrðum að ekki hafi verið átt við hjólið, þ.e. að það kom- ist ekki hraðar en 25 km/klukku- stund. Um tilvik þar sem þriðji aðili verður fyrir tjóni segir Karlotta að þá þurfi að leita til ábyrgðartrygg- ingar sem er innifalin í Fjölskyldu- verndinni. Í slíkum tilfellum þarf að liggja fyrir rökstuðningur fyrir því að ökumaður hafi sýnt af sér sök eða gáleysi og þá getur mynd- ast skaðabótaskylda á ökumanninn. Ef ekki er hægt að færa rök fyrir því að ökumaður hafi sýnt af sér sök á þolandinn ekki rétt á bótum en getur leitað í sína eigin heim- ilistryggingu ef hún er til staðar. Karlotta segir að ekki hafi verið tekið saman hvort slysum, þar sem létt bifhjól í flokki I koma við sögu, hafi fjölgað. „En við höfum tilfinn- ingu fyrir því að þeim hafi fjölgað talsvert að undanförnu,“ segir hún. Erfitt er að sinna eftirliti Karlotta segir að Sjóvá hafi áhyggjur af því að skráningar- skylda sé ekki virk. „Það er því erf- itt fyrir lögreglu að fylgjast með því hvort bifhjól á gangstéttum eru í reynd bifhjól í flokki I eða í flokki II. Nokkuð hefur borið á því að bú- ið sé að taka hraðatakmörkunar- búnað úr þessum hjólum og þau því í reynd orðin létt bifhjól í flokki II sem ber að tryggja með lögboðinni ábyrgðartryggingu ökutækja. Með auknum hraða aukast líkur á tjóni og alvarlegum slysum.“ Ekki fundið fyrir fjölgun kvartana  Nokkuð hefur borið á því að hraðatakmörkunarbúnaður sé tekinn úr vespum  Aukinn hraði leiðir til fleiri slysa  Erfitt að sinna eftirliti  Tryggingar á léttum bifhjólum eru mismunandi Morgunblaðið/Hari Vespur Leiktæki eða farartæki í umferðinni? Þeim er ekið jafnt á vegum, gangstéttum, stígum og yfir gangbrautir. Karlotta Halldórsdóttir Þórhildur Elín Elínardóttir BAKSVIÐ Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Samgöngustofa hefur ekki orðið vör við fjölgun kvartana vegna léttra bifhjóla, sem eru m.a. raf- magns- eða bensínknúnar vespur sem aka má á gangstígum og -stéttum auk hjólastíga. Sam- göngustofa er þó meðvituð um þann möguleika að hægt er að breyta hjólunum svo þau komist hraðar og þá hættu sem breyttum hjólum fylgir. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Þórhildi El- ínardóttur, samskiptastjóra stof- unnar, við fyrirspurnum Morgun- blaðsins. „Ef hjólið kemst hraðar en 25 km/klst. er það komið í flokk II þar sem krafist er bifhjólaprófs eða ökuskírteinis. Hjól í flokki II eru oft kölluð skellinöðrur í daglegu tali og þarf ökumaður að hafa náð 15 ára aldri,“ segir í svari Þórhild- ar. Hún tekur fram að foreldrar þurfi að vera meðvitaðir um að hægt er að breyta hámarkshraða hjólanna. Einhver dæmi séu um að það sé gert án vitneskju foreldra og ábyrgðarmanna og þar með er hjól- ið komið í næsta flokk sem felur í sér mikla hættu fyrir yngri öku- menn. Ekki gerð krafa um ökunám Ekki er gerð krafa um ökunám eða ökuréttindi til þess að aka létt- um bifhjólum í flokki I en öku- maður verður að hafa náð 13 ára aldri. Skylda er að vera með bif- hjólahjálm við akstur. Ökumaður má einungis vera með farþega eftir að hafa náð 20 ára aldri og ef hjólið er gert fyrir farþega. Með breytingum á umferðar- lögum árið 2015 voru létt bifhjól í flokki I gerð skráningarskyld. Ekki er þó búið að virkja skráningar- skylduna og Þórhildur segir í skrif- legu svari að „við vinnu við virkjun skráningarskyldunnar hefur verið horft til framkvæmdar annars stað- ar á Norðurlöndum, en m.a. er til skoðunar hvort nauðsynlegt er að gera bifhjól í flokki I trygginga- skyld og skoðunarskyld samhliða skráningarskyldu“. Virk fræðsla til unglinga Þórhildur nefnir sérstaklega í svari sínu að Samgöngustofa hefur gefið út bækling til upplýsinga, for- varna og fræðslu um helstu atriði „Dyrnar standa opnar og ég labbaði út í bíl til þess að ná í sýningareintak af myndavél sem ég ætlaði að selja, stíg eitt skref út fyrir búðina og ranka síðan við mér nokkrum metrum frá. Ég endaði á slysadeild og er allur bólginn og krambúleraður og lélegur til gangs,“ segir Gylfi Gylfa- son, framkvæmdastjóri Radíóbúðarinnar í Bæjarlind Kópavogi. Atvikið átti sér stað í síðustu viku þegar ungur ökumaður á léttu bif- hjóli ók á Gylfa er hann steig út úr verslun sinni. Gylfi segir nauðsynlegt að taka frekari umræðu um þessi ökutæki áður en enn alvarlegra slys eða harm- leikur verður af völdum þeirra. „Þetta er ekki for- svaranlegt að leyfa börnum án nokkurrar ökukennslu og í ofanálag óvissu um hvað varðar tryggingar að aka inn- an um fólk, t.a.m. gamal- menni. Ég er heyri kvartanir undan þessu æ oftar,“ segir Gylfi. Þá segist hann einnig vera hugsi yfir því hve marg- ir hjálmlausir unglingar séu á hjólunum, en skylda er að vera með hjálm á léttum bif- hjólum. Hann ítrekar í samtali við Morgunblaðið að hann sé ekki reiður úti í ökumann hjólsins heldur frekar út þá sem leyfa akstur slíkra tækja á gangstéttum. Mótorhjól eigi ekki erindi inni á göngu- stíga, þó geti verið rétt- lætanlegt að leyfa léttar vespur á gangstígum en hef- ur áhyggjur af því að átt sé við ýmiss létt bifhjól svo að þau komist hraðar. Það auki slysahættu á gangstígum verulega. Vill frekari umræðu um bifhjól VARÐ FYRIR SLYSI Ármúla 11 108 Reykjavík Sími 568-1581 ÞÓR FH Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 9:00 - 18:00 Lokað um helgar Tölvuverslun - Reykjavík: Vefsíða og netverslun: www.thor.is Hraðari & hagkvæmari kynslóð af WorkForce EINLITA EPSON PRENTARI Helstu kostir: • Prenthraði (SO/IEC 24734) Allt að 24 síður á mínútu. • Mono Bleksprautuprentari Prentar aðeins í svörtu. • Miklir tengimöguleikar USB2, Þráðlaust net, WiFi Direct, NFC og Ethernet. • Prentun beint úr síma Ókeypis app til að prenta beint úr síma. • Hagkvæmprentun Hægt að velja á milli prenthylkja sem prenta út allt að 5.þús. síður, 10.þús. síður eða 40.þús. síður. Einlita (svartur) bleksprautu prentari sem getur prentað út allt að 40þús síður með einu og sama blekhylkinu. PrecisionCore prenthaus og aðeins svart blekhylki (DURABrite Ultra). Fyrsta síða út á 4,8 sekúndum og prentar allt að 24 blaðsíður í góðum gæðum ámínútu. Beinn stuðningur við iPhone/iPad og Android. Hægt er að fá APP til að prenta með iOS og Android tækjum. Allar helstu skipanir á skjá. EPSONWORKFORCE PROWF-M5299DW 40. þús. síður 10.þús. síður 5. þús. síður F IM M TU DAGSLEIKU R • M O RGUNBLAÐ SI N S • FINNDU HAPPATÖLUNA Í BLAÐINU – og þú gætir dottið í lukkupottinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.