Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 24

Morgunblaðið - 04.10.2018, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 • Betri endurheimt vöðva eftir átök • dregur úr þreytu • gefur aukna orku Recover Nánari upplýsingar á www.geosilica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is Vöðvar og taugar Unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísil og magnesíum í hreinu íslensku vatni. SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Listin hefur leikið stórt hlutverk í lífi Sigurþórs Jakobssonar myndlistarmanns. Á yngri árum var það knattspyrnan, sem átti hug hans, og snilli hans með KR skilaði honum í landsliðið snemma á sjö- unda áratugnum. Síðan tók mynd- listin við og nú er hann upptekinn við að mála myndaröð sem hann kallar „Málaðar minningar“. Sigurþór var lykilmaður í sigur- sælu knattspyrnuliði KR á sjöunda áratugnum. Helsta fyrirmyndin var Þórólfur Beck, sem var tveimur ár- um eldri, og þeir náðu að spila sam- an í landsliðinu áður en þeir héldu hvor í sína áttina. Þórólfur hvarf samt aldrei úr minningunni og er nú kominn á mynd. Besti knattspyrnumaðurinn Þórólfur Beck var besti knatt- spyrnumaður landsins á sínum tíma og annar atvinnumaðurinn á eftir Albert Guðmundssyni. Á árunum 1958 til 1961 skoraði hann 87 mörk í 90 leikjum KR. Hann setti marka- met í efstu deild 1960 og bætti það ári síðar, þegar hann skoraði 16 mörk í átta leikjum, auk þess sem hann lék stórt hlutverk í landsliðinu í nokkur ár. Hæfileikar hans fólust ekki aðeins í markaskorun því hann hafði sérlega næmt auga fyrir leikn- um og hárnákvæmar sendingar hans á samherja þóttu undrum sæta. St. Mirren keypti Þórólf 1961 og keppnistímabilið 1962 til 1963 var hann kjörinn leikmaður ársins hjá skoska félaginu. Þaðan fór hann til Glasgow Rangers fyrir metfé 1964 og lék síðan í Frakklandi og Banda- ríkjunum áður en hann kom aftur heim og lauk ferlinum 1969. Margar minningar „Ég mála Þórólf eins og ég sé hann,“ segir Sigurþór. „Þegar við ól- umst upp í Vesturbænum var vítt til allra átta og umhverfið við KR- völlinn er eins og ég man það; gras- ið, sjórinn, Akrafjall og Skarðsheiðin auk Esjunnar.“ Hann horfir á mál- verkið, þegir um stund og heldur svo áfram: „Þórólfur var hæverskur, ró- legur og fínn strákur og ég geri mína útgáfu af myndatöku af hon- um. Þegar mér sem krakka var kennt að taka mynd á kassavél átti sólin að vera uppi og í bakið. Svo átti að smella. Þá vildi oft koma skuggi á myndina og skugginn hérna undir- strikar að þetta er mynd. Þetta er mín útfærsla og ég er sáttur við hana svona.“ Verk Sigurþórs á Vesturgötunni eru mörg. „Það er svo margs að minnast,“ segir hann og leggur áherslu á að gott hafi verið að vaxa úr grasi á Framnesvellinum, KR- svæðinu, Tjörninni og í Myndlistar- skólanum við Freyjugötu. „Við vor- um tveir bræðurnir og ólumst upp hjá einstæðri móður, fyrst í Vestur- bænum og síðar í Þingholtunum. Það var oft þröngt í búi en víðáttan var samt mikil og stundum var Tjörnin í Reykjavík helsta leiksvæði okkar. Geturðu ímyndað þér meiri mótsögn, við úr koti á Bergstaða- strætinu út á Tjörnina.“ Hann bend- ir á stórt málverk á vegg. „Svona var þetta. Áhyggjulaust líf á Tjörninni.“ Vesturbærinn er honum hugleik- inn. „Veiði- og síðar fótboltavinir í æsku,“ rifjar hann upp. „Síðar kom smá og saklaus rónantík, til dæmis úti í Örfirisey eða í Hljómskálagarð- inum.“ Listamaðurinn málar ekki aðeins á striga og krossvið heldur býr til skúlptúra. „Þetta er samtal tveggja ólíkra heima, „díalóg“,“ segir hann og gengur að máluðum steinum á borði við gluggann. „Aftur á móti er þessi minni orðinn að tveimur eftir að hafa verið skorinn í tvennt. Klofin þjóð.“ Innan um málverkin og skúlptúr- ana eru verk sem minna á ástina. „Enginn ræður sínum fæðingarstað eða velur sér foreldra,“ segir lista- maðurinn. „Lífið er eins og lítill eld- hnöttur, sem skýst upp úr jörðinni, ekki ósvipað og hjá okkur mannfólk- inu sem kemur úr móðurkviði og getur lítið gert í því hvar það lendir. Náttúran á sínar fæðingarhríðir. Það getur tekið þúsundir ára að líf skapist kringum þennan litla eld- hnött, fyrst vex kannski mosi, svo annar gróður. Hann getur líka verið óheppinn og lent á ís eða jökli. Ómögulegt er að segja til um hvað verður um hann. „Já, en hvað þetta er fallegt,“ segir fólk þegar það gengur um hraunið, sem myndaðist kannski fyrir milljónum ára. Það sér ekki eldhnöttinn sem skaust upp úr gosinu en hann er uppsprettan, sem á að njóta ástarinnar skilyrðislaust, rétt eins og þú þegar þú fæðist.“ Hann þagnar. Horfir út í tómið. Brosir. „Nú er ég kominn langt út fyrir efnið, en listin er dásamleg.“ Frá Sigurði málara Sigurþór segist núorðið hafa dálít- ið gaman af ættfræði og er hreykinn af því að vera skyldur Sigurði Guð- mundssyni málara í 6. lið. Rétt utan hefndarskyldu. „Hann var mikill listamaður, fyrsti „professional“ málari okkar Íslendinga,“ segir hann og bætir við að skyldleikinn hafi skýrt ýmislegt. „Tilfellið er að margir sem eiga ættir að rekja til Sigurðar hafa verið mjög hagir og góðir listamenn.“ Hann horfir aftur á myndina af Þórólfi og heldur svo áfram: „Ís- lensk skáld og söngvarar hafa notið hylli um aldir en myndlistin hefur aldrei náð eins langt í hugum okkar. Skáld hafa flutt drápur fyrir kónga. Sigurður málari átti heiðurinn af allri umgjörð vegna hátíðarhaldanna á Þingvöllum 1874, þó sársjúkur væri, en þegar Kristján níundi Danakonungur spurði hvort ekki mætti gera eitthvað fyrir þennan góða listamann svaraði Hilmar Fin- sen landshöfðingi að hann verð- skuldaði ekkert. Þannig kvöddu ráð- andi öfl hann hinsta sinni, málarann sem nýtti síðustu krafta sína til þess að allt væri sem best fyrir þing- fundinn.“ Sigurþór nær í bók um Sigurð málara og les upphátt kafla eftir Jón Auðuns, sem sá um útgáfuna 1950. „Taktu eftir þessu: „Smekkvísi hans var það fyrst og fremst að þakka, hve allur ytri búnaður tókst vel.“ Hugsaðu þér. Þetta var allt gert fyr- ir kónginn og þjóðina og hann bar ekki annað úr býtum en sköpunar- gleðina eina, eins og Jón skrifar.“ Listmálarinn er kominn í ham. „Málaralistin hefur aldrei almenni- lega notið sannmælis hérna á Ís- landi. Listmálarar áttu að vera eins og Sólon Íslandus, klikkaðir, skrýtn- ir menn. Ég gleymi aldrei augntilliti Jóns Engilberts, listmálara og vel- gjörðarmanns míns, er hann horfði fast á mig, ungan manninn, og spurði: Veist þú nokkuð hvað þú ert að fara út í? Ég hafði þá ákveðið að verða myndlistarmaður.“ Viðurkenning Honum hugnast ekki almennt niðurtal og finnst enn eima eftir af því. „Vissulega hefur mikið breyst til batnaðar og við höfum eignast stjörnur, einkum úti í heimi. Við ber- um þær á höndum okkar, eins og viðurkenningin verði að koma að ut- an, eins og einhver sagði. Dóttir mín og fjölskylda búa í New York og þegar ég er hjá þeim kynni ég mér hvað er helst í gangi í menningunni og ræði við mann og annan. Þegar talið berst að myndlist og upp úr kafinu kemur að ég er myndlistar- maður beinist umræðan oft að straumum og stefnum. Fólk spyr hvað ég aðhyllist, hvað hafi áhrif á mig og hvað ég máli. Hérna meina flestir vel en það sem helst brennur á fólki er: selurðu eitthvað? Skrýtið.“ Málaðar minningar Sigurþórs  Margs að minnast úr Vesturbænum og myndlistarmaðurinn nýtir hverja mögulega stund  Jón Engilberts spurði óharðnaðan manninn hvort hann vissi hvað hann væri að fara út í Klofin þjóð Skúlptúr eftir Sigurþór. Morgunblaðið/RAX Leikvöllur Tjörnin í Reykjavík var oft helsta leiksvæði bræðranna í æsku á veturna og þangað fór einstæð móðirin með þá til þess að njóta lífsins. Vinir Sú var tíð að ungir strákar fóru niður á höfn eða annað til að veiða. MBirtan… »Baksíðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.