Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Átta íslenskar stúlkur fóru sigri hrósandi frá WLDF-danskeppninni sem haldin var í Dublin í Írlandi um miðjan síðasta mánuð. Um hundrað dansarar voru skráðir til leiks. Stúlkurnar eru allar í afrekshópi breska danshöfundarins Chantelle Carey sem hlaut Grímuverðlaunin 2017 og 2018 fyrir dans- og sviðshreyfingar í sýningunum Bláa hnettinum og Slá í gegn. Markið er sett á að komast á heimsmeistaramót í ágúst á næsta ári. Stúlkurnar kepptu í einstaklingskeppni og sem hópur. Sigríður Ragnarsdóttir keppti í flokki undir 14 ára þar sem hún hafnaði í fyrsta sæti. Í flokki undir 16 ára kepptu fjórar íslensku stelpnanna og skipuðu þær allar efstu fjögur sætin. Ísabella Tara Antonsdóttir varð í fyrsta sæti, Rut Rebekka Hjartardóttir önnur, Sandra Kristjánsdóttir í þriðja og Eydís Gauja Eiríks- dóttir fjórða. Þá varð Hildur Kaldalóns Björns- dóttir í fyrsta sæti í flokki eldri en 18 ára. Kepptu sem víkingar í liðakeppninni Þá kepptu stúlkurnar átta, ofantaldar auk þeirra Sóleyjar Agnarsdóttur og Helgu Harðar- dóttur, sem „víkingar“ í hópdansi eldri en 14 ára og unnu flokkinn með glæsibrag. Þá kepptu stúlkurnar allar í frjálsri aðferð þar sem Rut Rebekka endaði í fyrsta sæti. „Við náðum fyrsta sætinu í öllum flokkum, og í þeim flokkum þar sem fjórar stelpnanna kepptu náðum við efstu fjórum sætunum,“ segir Chantelle, augljóslega mjög hreykin af íslensku stelpunum. Hún kom fyrst hingað til lands árið 2014 sem aðstoðarkóreógraf og dansþjálfari í Billy Elliot-sýningunni í Borgarleikhúsinu. Þar þjálfaði hún m.a. tvær stúlknanna sem tóku þátt í keppninni í Dublin. Chantelle hefur verið með annan fótinn á Ís- landi eftir að hún starfaði í kringum Billy Elliot en er búsett í Lundúnum. Hefur hún komið fram í fjölda söngleikja á West End og víða um heim, og starfað við listræna stjórnun í söng- leikjum. Auk Chantelle kom breski ballett- kennarinn Dilly Greasley, sem starfaði með Chantelle að dansþjálfun fyrir Billy Elliot, að þjálfuninni. Stelpurnar kepptu í ljóðrænum dansi (e. Lyrical Dance), sem er eins konar blanda af ballett, djassi og listrænni tjáningu með sögu- þræði. „Þetta er fyrsta keppnin sem þessi hóp- ur tekur þátt í og við kepptum í einni tegund af dansi til að sjá hvernig þær stæðu sig undir álagi,“ segir Chantelle. „Þær kepptu í flokki ný- liða en með sigrinum fara þær upp um flokk og keppa næst við fleiri keppendur í þeirra aldurs- flokki,“ segir hún. Chantelle segir það hafa ver- ið frábært að sjá hversu mikinn stuðning stelp- urnar fengu líka heima fyrir. „Þetta hefði aldrei gengið upp án foreldra stelpnanna. Foreldrar þeirra alla fylgdu þeim út og hvöttu þær áfram, það var ótrúlegt að sjá það,“ segir hún. „Þau hjálpuðu til við að sauma búningana, sjá um hárið á þeim og studdu þær alla leið,“ segir hún. Chantelle segir að undirbúningur sé hafinn fyr- ir næstu keppni í Bretlandi, þar sem þær geta unnið sér inn þátttökurétt á heimsmeistara- móti. Í fyrsta sæti í öllum aldursflokkum  Íslenskur stúlkna- hópur sigraði í öllum flokkum WLDF-dans- keppnarinnar í Dyflinni Sigurvegarar Íslensku stelpurnar sigruðu í öllum aldursflokkum í einstaklingskeppninni og í hópdansinum í danskeppninni í Dublin í Írlandi. Morgunblaðið/Hari Höfundurinn Chantelle Carey er tvöfaldur Grímuverðlaunahafi fyrir dans- og sviðshreyfingar. Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði SPORT- HALDARI frá Panache • Einstök verðlaunahönnun • Hámarks stuðningur • Minnkar hreyfingu brjósta um 83% • Ath! Einnig fáanlegur í svörtu Nýr Borgarstjórn samþykkti á þriðju- daginn að Strætó aki á 7,5 mínútna tíðni á stofnleiðum á háannatímum frá ársbyrjun 2020. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum frá stjórn fyrirtækisins um farþegafjölda á hverri leið, núverandi kostnað við hverja leið og mati á því frá stjórn- inni hve mikið það myndi auka kostnaðinn að auka tíðnina á hverri leið. Í dag ekur Strætó á 10 mínútna tíðni á stofnleiðum en stefnt er að því að leiðir 1, 3 og 6 aki á 7,5 mínútna fresti frá og með ársbyrjun 2020. Í greinargerð með tillögunni sem fulltrúar meirihlutans báru fram segir að aukin tíðni á stofnleiðum Strætó á hánnatímum sé hagkvæm til að auka þjónustu á þeim leiðum þar sem eftirspurnin er hvað mest. Tillagan gerir ráð fyrir samkomu- lagi við önnur sveitarfélög sem taka þátt í rekstri byggðasamlagsins Strætó þar sem hún krefst fjárútláta frá sveitarfélögunum og kallar því á leiðakerfisbreytingar. Morgunblaðið/Eggert Strætó Borgarstjórn hefur samþykkt að stefna að aukinni tíðni strætóferða á þremur stofnleiðum frá og með ársbyrjun 2020. Þrjár strætóleiðir á 7,5 mín fresti 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.