Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.10.2018, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2018 því á seinnihluta 19. aldar og fram að miðri 20. öldinni. Orrustuskip voru þó notuð mun lengur í hernaði en það þó þau hafi hvergi verið lengur uppistaðan í herskipaflota, en Bandaríkjamenn notuðu slík skip í Kóreustríðinu, Víetnamstríðinu og Persaflóastríðinu. Einu orrustu- skipin sem til eru í dag eru einmitt bandarísk en átta slík skip eru nú söfn víðs vegar um Bandaríkin. Þeirra á meðal orrustuskipið New Jersey sem staðsett er í borginni Camden í New Jersey-ríki og blaða- maður skoðaði í sumar. Meðfylgjandi myndir, utan ein sem er af orrustuskipinu Massachu- setts, voru teknar í skoðunarferðinni um New Jersey en skipið liggur við festar í Delaware-ánni sem skilur að borgirnar Camden og Fíladelfíu. New Jersey var tekið í notkun í maí- mánuði árið 1943 þegar síðari heims- styrjöldin var í algleymingi. Skipið er eitt af fjórum systurskipum, af Iowa-klassanum, sem öll eru enn varðveitt sem söfn í Bandaríkjunum. Hin eru Iowa sem staðsett er í borg- inni Los Angeles í Kaliforníuríki, Missouri sem er að finna í Perluhöfn á Havaí og Wisconsin sem er í Nor- folk í Virginíuríki. Önnur orrustu- skip sem enn eru til í Bandaríkj- unum eru Texas, sem er staðsett í La Porte í Texasríki, Alabama, sem finna má í Mobile í Alabamaríki, North Carolina í Wilmington í Norð- ur-Karólínu og Massachusetts í borginni Fall River í Massachusetts. Öll fjögur orrustuskipin af Iowa- klassanum voru notuð í Kóreustríð- inu, sem geisaði á árunum 1950- 1953, og New Jersey í Víetnamstríð- inu sem stóð fram til 1975. Skipin fjögur voru aftur tekin í notkun á ní- unda áratug síðustu aldar í tengslum við áform þáverandi stjórnvalda í Bandaríkjunum um að byggja upp bandaríska flotann. Búnaður skip- anna hafði þá verið færður til nú- tímalegs horfs, þar á meðal raf- eindabúnaður þeirra, og þau meðal annars búin flugskeytum til viðbótar við upphaflegan vopnabúnað þeirra. New Jersey tók þátt í aðgerðum í Líbanon 1983 og 1984 og Missouri og Wisconsin í Persaflóastríðinu. Voru mjög stór skotmörk Líkt og með marga aðra hern- aðartækni viku orrustuskipin að lok- um til hliðar vegna framþróunar á því sviði. Ekki síst vegna framfara í flugvélatækni en þrátt fyrir að orr- ustuskipin væru sífellt búin öflugari loftvarnarbyssum þá breytti það ekki þeirri staðreynd að þau voru mjög stór skotmörk. Fleira gerði orrustuskipin að lokum óþörf. Til að mynda framþróun í vopnabúnaði. Drottnarar hafsins til sýnis  Orrustuskipin voru eitt sinn drottnarar hafanna en veldi þeirra lauk með nýrri hernaðartækni  Bandaríkjamenn eiga enn átta orrustuskip sem eru í dag söfn víðs vegar um Bandaríkin Morgunblaðið/Hjörtur Vopn Fallbyssurnar á orrustuskipinu New Jersey eru engin smásmíð, en hlaupvídd þeirra er rúmir 40 sentímetrar. Þrjár fallbyssur eru í þremur turnum, tveimur að framan og einum að aftan. Máttur Hér má sjá eina af minni fallbyssunum á New Jersey. Orrustuskip til sýnis í Bandaríkjunum USS Alabama Mobile, Alabama USS Missouri Pearl Harbor, Hawaii USS Iowa Los Angeles, Kalifornía USS North Carolina Wilmington, Norður- Karólína USS Wisconsin Norfolk, VirginíaUSS Texas La Porte, Texas USS Massachusetts Fall River, Massachusetts USS New Jersey Camden, New Jersey SVIÐSLJÓS Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Sú var tíðin að orrustuskipin drottn- uðu yfir höfunum og þóttu öflugustu vopnin sem herveldi heimsins áttu í fórum sínum þegar kom að sjóhern- aði. Má segja að flotastyrkur her- veldanna hafi ekki síst verið metinn eftir því hversu mörgum og hversu öflugum slíkum skipum þau höfðu yfir að ráða og kepptust þau lengi vel við að reyna að skjóta hvert öðru ref fyrir rass í þeim efnum með sí- fellt stærri skipum með sífellt stærri fallbyssum og öðrum vopnabúnaði. Það má segja að blómatími orrustuskipanna hafi staðið yfir frá www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi Margverðlaunuð baðvifta Einstaklega hljóðlát 17-25dB (A) Innbyggður raka-, hita- og hreyfiskynjari. Vinnur sjálfvirkt 3W F IM M TU DAGSLEIKU R • M O RGUNBLAÐ SI N S • FINNDU HAPPATÖLUNA Í BLAÐINU – og þú gætir dottið í lukkupottinn 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.